Morgunblaðið - 07.06.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1975
5
Astandið í Tékkóslóvakíu:
Dubcek örvar
til umræðna
París, 6. júní. Reuter.
ALEXANDER Dubcek, fyrrver-
andi leiðtogi tékkneskra komm-
únista, reynir nú að fá þvl fram-
gengt að stjórnmálaástandið og
staðan I þjóðmálum I
Tékkósióvakíu verði rædd á ráð-
stefnu fulltrúa evrópskra
kommúnista sem verður haldin í
október. Skýrði talsmaður mann-
réttindasamtaka I París frá þessu
I dag og sagði að Dubcek hefði
látið þessa skoðun í Ijós I sam-
hljóða bréfum sem hann hefði
sent til leiðtoga ftölsku og austur-
þýzku kommúnistaflokkanna,
þeirra Enrico Berlinguer og
Erich Hönecker.
Talsmenn samtaka þessara sem
sögðust hafa fengið upplýsingar
sínar frá áreiðanlegum heim-
ildum í Prag sögðu að Dubcek
hefði einnig ritað bréf til Gustavs
Husaks, þar sem hann vísar á bug
þeirri gagnrýni, sem sá fyrr-
nefndi hefur sætt að.undanförnu.
Járnbrautarslys í Englandi
- amk. 7 létust, tugir slasaðir
Nuneaton, Englandi 6. júnf.
AP. Reuter.
NÆTURHRAÐLEST á leið frá
London til Glasgow fór út af tein-
unum á 70—80 km hraða með
þeim afleiðingum að sjö manns,
þar af tvö börn, Iétust og yfir 40
slösuðust.
Slysið varð kl. 1.55 sl. nótt og
var lestin að nálgast stöðina í
Trent Valley við Nuneaton. Eim
vagn lestarinnar og tveir fremstu
vagnarnir þeyttust út af tein-
unum. Flestir farþeganna voru í
svefni, þegar slysið varð. Björg-
unarsveitir hafa unnið á slys-
staðnum allar götur siðan og er
óttazt að fleiri kunni að hafa
slasazt eða látizt. Ekki var ljóst
hversu margir voru með lestinni
og voru nefndar tölur frá 90 til
140 manns. Nokkrir farþeganna
lokuðust inni i lestarflakinu og
tók alllangan tima að ná þeim út.
Verða Kýpurviðræð-
urnar styttar um dag?
Vínarborg, 6. júní. AP — Reuter.
LlKUR bentu til að viðræðum
fulltrúa grlska og tyrkneska þjóð-
arbrotsins á - Kýpur, Glafkos
Fyrstu
skipin
norður
Súez
Súez, París 6. júní — AP
FYRSTA skipalestin norður
um Súezskurð eftir opnunina I
gær sigtdi hjá borginni Suez I
dag og stóð Anwar Sadat,
Egyptalandsforseti, á hafnar-
bakkanum, ásamt þúsundum
fagnandi Egypta, og veifaði til
skipanna, sem voru fjögur
talsins. Flutningaskipin voru
frá Japan, Italíu, Pakistan og
Súdan og á undan þeim sigldu
tvö írönsk herskip.
í París sagði Shimon Peres,
varnarmálaráðherra ísraels,
að ísraelar væru tilbúnir að
reýna „skref-fyrir-skref“ sátta-
tilraunir við Egypta, og væru
einnig reiðubúnir til að ræða
hvar sem er við Sýrlendinga
um Gólanhæðirnar með því
skilyrði einu að um heildar-
lausn verði að ræða. „Við get-
um ekki samið „skref-
fyrir-skref“ um Gólanhæðir,"
sagði Peres.
Klerfdesar og Rauf Denktash, I
Vfnarborg lyki á morgun, laugar-
dag, eftir þriggja daga fund I stað
fjögurra. Er þetta gert með tilliti
til Kleridesar, sem hafði hótað að
hætta viðræðum ef Kýpur-Tyrkir
héldu fyrirhugaða þjóðar-
atkvæðagreiðslu á sunnudag um
stjórnarskrá fyrir það rlki sem
þeir stofnuðu einhliða á eynni.
Denktash hafði hins vegar lýst
þvf yfir að atkvæðagreiðslan færi
fram eins og ekkert hefði I
skofizt.
Vióræðunum lauk I dag eftir
einn fund, og var annar ákveðinn
á morgun. Voru viðræðurnar
sagðar hafa verið „vinsamlegar
en hreinskilnar" og stóðu þær í
tvo klukkutíma. Talið er að horfið
hafi verið frá því að halda annan
viðræðufund síðar í dag, eins og
venja er, til að veita deiluaðilum
tóm til að vega og meta stöðuna.
Paulo Picasso látinn
París 6. júní — AP
PAULO Picasso, eina skilgetna
barnið sem listmálarinn Pablo
Picasso eignaðist, lézt í dag á
sjúkrahúsi f París af ótilgreind-
um sjúkdómi, 54 ára að aldri.
Paulo og ekkja listmálarans voru
helztu erfingjar listaverka hans
er hann lézt 1973, en Picasso átti
þrjú óskilgetin börn. Hins vegar
hafa franskir dómstólar komið til
móts við óskir þessara þriggja
barna málarans um skerf af arfin-
um, þrátt fyrir andstöðu Paulo og
ekkjunnar. Paulo Picasso lifði í
skugga föður síns, var aðstoðar-
maður hans og bílstjóri.
Fjórir efstir oa inftiir
Portoroz, 6. júní — Reuter.
HEIMSMEISTARINN I skák,
Sovétmaðurinn Anatoly Karpov,
gerði jafntefli við þjálfara sinn,
Semyon Furman, I fjórðu umferð
alþjóðlega Vidmar minningar-
skákmótsins I Júgóslavfu I gær.
Furman hefur þjálfað Karpov I
sex ár og keppnisskákir þeirra
hafa allar endað ineð jafntefli.
Karpov er efstur á mótinu ásamt
Drasko Velimirovic og Svetozar
Gligoric frá Júgóslavíu, og
Vlastimil Hort frá
Tékkóslóvakfu. Þeir eru allir með
3 vinninga. Þá koma Ljubojevic,
Mariotti og Ribli með 2H og Fur-
man og Parma hafa tvo vinninga.
Furman hefur einnig biðskák við
Silvano Garcia frá Kúbu og verð-
ur hún tefld I dag, en að öðru
leyti er dagurinn hvíldadagur.
Þátttakendurnir á mótinu í
Portoroz urðu harmi slegnir er
fréttir bárust um andlát sovézka
stórmeistarans Paul Keres, og
sagði Karpov m.a. að fráfall hans
væri mikill missir fyrir alla skák-
menn hej^is.
I öllum keppnum
um allan heim
eru það Fiat bílar,
sem raða sér í efstu sætin ^
og nú einnig á
fslandi í fyrstu Rally-keppninni
Nr. 1 FIAT 128 RALLY
Fiat einkaumboð á Islandi
Davíð Sigurðsson h.f.
Síöumúla 35, símar 38845 — 38888