Morgunblaðið - 05.10.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÖBER 1975
3
„Megi fjölbrauta-
skótinn verða tifandi
og þroskavœnleg
menntastofnun ”
Ávarp Birgis ísleifs Gunnars-
sonar við setningu fjölbrauta-
skólans í Breiðholti í gœr
Ljösm. Mbl.: Sv. Þorm.
Fjölbrautaskólinn við Austurberg.
FJÖLBRAUTASKÓLINN við
Austurberg í Breiðholti var
settur í fyrsta skipti f gær.
Við það tækifæri flutti Birgir
Isleifur Gunnarsson, borgar-
stjóri, ræðu og birtist hún hér á
eftir:
Hr. menntamálaráðherra,
góðir gestir.
Sú athöfn, sem hér fer fram í
dag, setning fjölbrautaskólans í
Breiðholti, er vissulega mikil-
vægur áfangi á langri Ieið, sem
byrjað var að feta þegar á árinu
1970, og þótt nú sé settur skól-
inn, er enn alllangur spölur á
leiðarenda.
Það var þann 19. febrúar
1970, að samþykkt var tillaga í
borgarstjórn, sem upphaflega
hafði verið flutt 15. janúar það
ár. I tillögunni segir svo:
„Borgarstjórn telur, að vaxandi
fólksfjöldi í Reykjavík ásamt
fjölbreyttari atvinnuháttum og
starfsskiptingu geri nauðsyn-
legt að hafinn sé undirbún-
ingur að endurskipulagningu á
framkvæmd og markmiði
kennslunnar í skólum borgar-
innar, og þó einkum að því er
varðar gagnfræðaskóla og
námsefni þeirra. Telur borgar-
stjórnin því æskilegt, að gerð
verði að fengnu samþykki
menntamálaráðuneytisins til-
raun í einum af skólum borgar-
innar með framhaldsskóla, er
næði til 19 ára aldurs, þar sem
velja mætti um fjölbreytt nám
og mismunandi námsbrautir.
Markmið slfks skóla væri
annars vegar að búa nemendur
sem bezt undir að héfja störf í
hinum ýmsu greinum atvinnu-
lífsins, en miðaði hins vegar að
því að veitg þeim nemendum,
sem hygðu á frekara nám,
nægilegan undirbúning til inn-
göngu I háskóla eða aðrar
menntastofnanir á háskóla-
stigi.“ Siðar voru í tillögunni
ákvæði um, hvernig nánar
skyldi að máli þessu unnið.
Mér finnst rétt, að það komi
hér fram nú, þegar svo merkum
áfanga I þessu máli er náð, að
framsögumaður og frumkvöð-
ull þessarar tillögu i borgar-
stjórn var Kristján J. Gunnars-
son, sem þá var borgarfulltrúi,
en nú gegnir starfi fræðslu-
stjóra.
Undirbúningur að málinu
hófst fljótlega eftir samþykkt
borgarstjórnar. Sú saga verður
ekki rakin hér, en í desember
1971 var samþykkt i borgar-
stjórn stofnun skólans, og
honum valinn staður í Breið-
holtshverfi í Reykjavík, en þá
var tiltölulega nýlega hafin
uppbygging þess hverfis. Að
sjálfsögðu hefur verið höfð
mjög náin samvinna við ríkis-
valdið um stofnun þessa skóla,
fyrst með drögum að samningi
milli menntamálaráðuneytisins
og Reykjavikurborgar; siðan
voru 1973 samþykkt á Alþingi
lög um fjölbrautaskóla og á
grundvelli þeirra laga staðfest-
ur samningur milli rikis og
borgar um framhaldsskóla af
þessari gerð.
Þó að skólinn sé nú hér form-
lega settur í fyrsta sinn, hafa
mannvirki i tengslum við hann
verið fullgerð. Má þar nefna, að
íþróttavöllurinn hér skammt
frá er hluti af mannvirkjum
fjölbrautaskólans og mun að
sjálfsögðu koma öllu þessu
hverfi til góða, bæði skólanum
og íþróttafélaginu. Þá er nýlega
hafin bygging sundlaugar við
fjölbrautaskólann, sem mun
væntanlega, nýtast við almenna
sundkennslú hér í hverfinu
einnig.
Allmargir menn hafa komið
við sögu þessa máls frá upphafi
og erfitt að nefna nöfn i þvi
sambandi. Ég vil þó flytja þakk-
ir þeim Kristjáni J. Gunnars-
syni, fræðslustjóra, fyrir hans
frumkvæði og atbeina i þessu
máli, Jónasi B. Jónssyni, fyrrv.
fræðslustjóra, sem starfað
hefur sem sérstakur ráðunaut-
ur við að skipuleggja fjöl-
brautaskólann eftir að hann lét
af embætti fræðslustjóra,
Jóhanni S. Hannessyni, fyrrv.
skólameistara, sem á sínum
tíma var ráðinn á vegum
Fræðsluráðs Reykjavikur til að
gera tíllögur að skipulagi og
starfsháttum sameinaðs fram-
haldsskóla, svo og Guðmundi
Sveinssyni, skólameistara við
fjölbrautaskólann, sem hefur
starfað að skipulagi skólans og
annazt aimenn skölastjórastörf.
Með setningu fjölbrauta-
skólans í Breiðholti hér í dag er
komin til framkvæmda hug-
myndin um stofnsetningu fjöl-
brautaskóla. Skóli þessi er að
visu á byrjunarstigi og á
vonandi eftir að vaxa og eflast
hér í framtiðinni. Hugmyndin
um fjölbrautaskóla hefur og
orðið til þess, að líklegt er, að
þessi skólategund eigi eftir að
festa rætur í þjóðlífinu. Alþingi
hefur t.d. sett rammalög um
fjölbrautaskóla almennt, sem
opna öðrum sveitarfélögum en
Reykjavík tækifæri til að
stofna skóla af þessari gerð.
Með stofnun fjölbrautaskóla
er hrint i framkvæmd hug-
myndum og hugsjónum, sem
margir skólamenn hér á landi
Jiafa haft um árabil og eiga sér
reyndar sumar hverjar upp-
runa erlendis frá. Hugmyndir
þessar eiga sér margvislegar
rætur. Þær byggjast m.a. á
nýjum skilningi á menntun, að
menntun sé ekki fyrir fáa út-
valda, heldur að starfsemi þjóð-
félagsins, atvinnulíf þess og
starfshættir allir hvíli á þvi, að
hæfur maður sé i hverju rúmi.
Að ekkert starf í þjóðfélaginu
sé svo litils virt, að því þurfi
ekki að gegna vel hæfur og
þjálfaður og menntaður ein-
staklingur.
Með stofnsetningu fjöl-
brautaskóla er og svarað
annarri gagnrýni sem mjög
hefur verið höfð uppi á skóla-
kerfi okkar til þessa. Því hefur
verið haldið fram, að nemendur
þurfi mjög snemma á náms-
brautinni að gera upp sinn hug
um það, hvort þeir hyggi á lang-
skólanám eða ekki. Þá örlaga-
ríku ákvörðun hafa nemendur
þurft að taka á viðkvæmum og
erfiðum aldri. Oft hefur sú
ákvörðun reynzt röng og af-
leiðingar orðið slæmar fyrir
viðkomandi nemanda. í fjöl-
brautaskólanum er hins vegar
gert ráð fyrir því, að á fyrstu
árum nemenda þurfi þeir ekki
endanlega að ákveða lokatak-
markið með námi sínu, heldur
geti þeir fært sig milli deilda
eða námsbrauta og þannig
frestað hinu endanlega vali.
þangað til þeir hafi meiri
reynslu og þroska. Það nám
sem þeir hafi fengið á einni
brautinni, eigi þá að geta nýtzt
þeim til framgangs á þeirri
næstu, sem þeir kjósa að færa
sigyfir á.
Fjölbrautaskólinn á að geta
gefið góð skilyrði til atvinnu-
menntunar og á að geta haft
áhrif á, að fleiri nemendur velji
sér þau viðfangsefni i námi
sinu, sem kunni að leiða til
beinnar þátttöku i atvinnulíf-
inu, en á þvi sviði skortir okkur
íslendinga allmikið enn sem
komið er.
En þótt góðar hugmyndir og
hugsjónir liggi að baki stofnun
fjölbrautaskóla, ræður þó vafa-
laust mestu um framtíð hans,
hvernig framkvæmdin verður.
Mikil ábyrgð hvílir á stjórnend-
um skólans, kennurum hans,
nemendum og öðru starfsliði.
Ég vil því nú á þessum tíma-
mótum óska öllu þvi fólki
til hamingju með þennan
áfanga og árna þeim heilla í
þeirra vandasömu og
mikilvægu störfum. Mörg augu
munu mæna til fjölbrautaskól-
ans I Breiðholti og eftirvænting
mun ríkja um það, hvernig til
muni takast. Ég er i engum
vafa um það, að allir þeir, sem
þar koma við sögu, muni gera
sitt itrasta til, að fjölbrautaskól-
inn megi verða lifandi og
þroskavænleg menntastofnun.
Ferðaskrifstofan
Atiir fara í ferð með ÚTSÝN
/ London Ódýrar vikuferðir: Verð með vikugistingu og morgunverði Verð frá kr. 38.000.— Október 5 , 12., 18 Nóvember 1 . 15.. 29 Sýningar í Kaupmannahöfn Scandinavian Sport article — Clothing fair 12.-14. okt 23. nóv. — 29 nóv International Exhibition og equipment and machinery for the furniture indurstry Frá 24 nóv—28. nóv 14 feb —20 feb 10th Scandinavian menswear fair. Frá 15 feb — 17.feb. 13 marz—19. marz. 21st Scandinavian fashion week Frá 1 4. marz— 1 7. marz. 23 april—29 april Scandinavian gold & silver fair. Frá 24 —28 april Verð: gisting og morgunver? Glasgow Helgarferðir Verð með gistingu og morgunverði frá kr. 27.500,— Október 10. og 24 Nóvember 7 og 21
ur frá kr. 38.300,-
Frá upphafi hefur það verið stefna jwi og takmark Ferðaskrifstofunnar IMdllODI Útsýnar, að tryggja viðskipta- Mnmhaca vinum slnum örugga fyrirgreiðslu * * UdOCJ Dg va|jnn aðbúnað fyrir lægsta Brottför fáanlegt verð. IVleð samvinnu við 1 3 marz SAS flugfélagið og ferðaskrifstofu . .' , * þess Globetrotter, getum við nú 14 daga ferð bo5ið fer5ir ti| AsIu og Austur. f nótt í Afrlku 1 mjög háum gæðaflokki Kaupmannahöfn. fyrirótrúlega lágt verð. i-. . - AUSTURLÖND Jóla- og febrúar ferð til Bankok Brottför 1 9. des og 1 5. feb 7 dagar Bangkok 7 dagar Pattaya 2 dagar Kaupmannahöfn
FERÐASKRIFSTOFAN UTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SIMAR 26611 OG 20100 - AMERICAN EXPRESS OG TJÆREBORG EINKAUMB. Á ÍSL