Morgunblaðið - 05.10.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.10.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975 Ingimar Erlendur Sigurðsson, rithöfundur: Formaður Rithöfundasam- bands íslands er samur við sig; vart kominn inn fyrir þröskuld landsins, eftir sneypuför á árs- fund Norræns rithöfundaráðsins, stekkur hann upp á Þjóðvilja, brosir í rispaðan spegil blaðsins, reynir að líkja eftir sigurbrosi, þótt hann komi tómhentur — og fullyrðír: .. og mega íslenzkir rithöfundar og andskotar þeirra í vl eiga von á skorinorðum álykt- unum frá þeim“, þ.e. ályktunum frá norrænum landssamböndum rithöfundafélaga; síðan dregur úr fullyrðingakrafti Sigurðar . . .„Frá þeim öllum?“ spyr blaða- maður Þjóðviljans, og Sigurður svarar. brosið tekið að fölna: Amk. frá norðmönnum, svíum og sænskumælandi finnum. Eg skal ekki segja um finnskumælandi finna ... né um dani ...“ Þetta minnir á laglínu, sem hefst með miklum hávaða, fellur svo niður í þögn; enda heldur Sigurður áfram og segir: „En þarna var ríkjandi sá tónn sem kom fram í drögum að þeirri ályktun sem aldrei var gengið frá endanlega: aðgerðir vl „draga úr skoðanaskiptum og auka þögnina í þjóðfélaginu"...“ Vonbrigðin leyna sér ekki — lagið er þagnað. Tónsprotinn féll úr hendi hljómsveitarstjórans (hver sem hann hefur verið, Sig- urður er aðeins fyrsta fiðla) og brotnar — eins og lög Rithöfunda- sambands Islands. Ef til vill óttast Sigurður oftir tónínum að dæma, að ákvörðun fundar Norræna rithöfundaráðs- ins um að vísa málinu til ein- stakra landssambanda sé „venju- leg“ aðferð til að drepa málum á dreif — salta þau á sjávarbotni. Sigurði væri nær að óttast, sem formaður Rithöfundasambands Islands, að sundurtættar leifarnar af erindisbréfi hans á slóðir Hákonar gamla Noregs- konungs bærust hingað út, hætt er við að hann sæti þá eftir með bréfaskólann einan (hann er skólastjóri Bréfaskóla SlS — ef einhver skyldi ekki vita það) og íslenzkir rithöfundar þurfa ekki að ganga í þann skóla. Það hlýtur að vera erfitt hlut- verk að leika hetju — og það hrædda hetju; en slikt er hlut- skipti atvinnupíslarvotta. Þjáningarvinir Sigurðar hafa gert hann að slíkum: hann er ofsóttur af landslögum — og nú síðast af lögum Rithöfundasambands Is- lands, en hvorutveggja lögin hefur hann sjálfur brotið; minna dugði ekki til svo hann mætti verða píslarvottur. Það er alkunna að píslarvottar telja sig hafna yfir mannalög, þar eð þeir reki erindi guðs meðal syndugra manna. Ég hef ekki orðið þess var að Sigurður gengi á vegum guðs — frá því hann var á vegum KFUM. Hvað þá að hann væri sérlegur fulltrúi guðslaga. Hvers vegna getur hann þá ekki sætt sig við að vera undir manna- lög settur? Hann rekur hins vegar erindi stjórnmálaafla og stjórnmála- manna, sem eru tiltölulega ný trúarbrögð og nýir guðir í mann- heimum, tilkomnir með uppgangi kommúnismans, eins og Sigurður vissi manna bezt er hann starfaði á Mbl. og var ritari „Nató- vinafélagsins". Þessi trúarbrögð hafa skapað nýja tegund píslarvotta: píslar- votta sem eru sekir og syndugir; hafi sökudólgurinn hina einu réttu skoðun er hann fórnarlamb andstæðinga sinna, þótt hann gangi af þeim dauðum. Hinir gömlu og góðu pfslarvott- ar, sem aldrei gerðu flugu mein, voru amk. sakleysingjar — hinir nýju eru slóttugir, óhreinlyndir, miskunnlausir, réttlætingarsjúk- ir; þess vegna hatast þeir við lög: bakterían hans Sverris á Skagan- um brjálar dómgreind — jafnvel skýrustu manna. Sigurður spyr hvað rithöfundar óttist. Því er auðsvarað: Við ótt- umst að fyrsti — og síðasti? — formaður hins nýja Rithöfunda- sambands Islands hafi með „póli- tísku ofstæki" sinu, svo notuð séu hans eigin orð á þá sem ekki eru «ðniu skoðunar og hann rekið þann fleyg í laushlaðinn einingar- vegg rithöfunda, að jafnvel þótt ta'kist að draga hann út, svo rammrekinn sem hann er, þá muni það verða til þess að veggurinn hrynji yfir hagsmuni þessarar olnboga- stéttai ísienzks velferðarrikis: óttumst að þeir grafist svo djúpt, að þeir lendi í haugi hins ógiftu- samlega formanns. Þessa áhættu tók Sigurður vis- vitandi og þrátt fyrir minar aðvar- anir á stjórnarfundi í Rithöfunda- sambandi íslands og nokkuð daufar undirtektir stjórnmála- legra skoðanabræðra hans í sam- bandsstjórninni. Hann þurfti ekki á þeim að halda — aðvörunum — hann hafði gert dæmið upp áður en hann boðaði til stjórnarfundar: annars vegar eining og hags- munir rithöfunda — hins vegar eining og hagsmunir stjórnmála- og málaferilsbræðra hans. Það er nokkuð langt síðan Sig- urði voru bókmenntir hjart- fólgnari stjórnmálum, og það verður að segjast eins og er, honum hefur farið aftur. Hann hvorki þurfti né vildi stjórnarfund til að gera upp sjálf- dæmið. Stjórnarfundur hefði getað komið í veg fyrir hina æski- legu útkomu. Þess vegna til- kynnir hann Þjóðviljanum einka-ákvörðun sína til stað- festingar. Eins og stjórn Rithöf- undasambandsins sé þar í stýris- húsi. Þetta tiltæki Iíkist opinberri auglýsingu — Sigurður A. Magnússon hefur ákveðið að fjalla um svokölluð VL-mál á árs- fundi Norræna rithöfundaráðs- ins. Undirbúningsfundurinn koma í veg fyrir utanaðkomandi og annarleg öfl næðu tökum á félaginu. Þau eru hornsteinninn að sáttmála stríðandi rithöfunda — með ólíkar og jafnvel gagn- stæðar stjórnmálaskoðanir. Utúrsnúningur og mistúlkun og rangtúlkun á lögum félagsins þess efnis að það taki ekki þátt I baráttu stjórnmálaflokka. .. né hlutist til um stjórnmálastefnur breytir ekki þeirri staðreynd að Sigurður hefur berum hnefum rekið fleyg í þann hleðsluvegg sem rithöfundar hlóðu í sam- einingu til varnar og hagsbóta fyrir stéttina í heild. Þegar hleðsluveggurinn riðar til falls og blæðir úr höndum Sig- urðar eigum við að binda um þær; sætta okkur við að hann ríki í stjórn Rithöfundasambandsins sem einræðisherra — fjarstýrður einræðisherra — reki það sem hefði komið á undirbúningsfundi að ársfundi Norræna rithöfunda- ráðsins sem hann hefði nýlega setið. Síðan sneru hann sér að öðru. Þetta kom algjörlega flatt upp á mig og Jennu Jensdóttur. Um aðra veit ég ekki. Skömmu síðar, þegar Sigurður gerir sig líklegan til að slita fundi, kveðst ég vilja fá nánari skýringu á þeirri fyrir- ætlun hans að fjalla um VL-mál á ársfundinum, eða eins og ég orð- aði það: ég vil fá þetta á hreint. Sigurður endurtekur að hann ætli að fjalla um VL-málin í heild, mál Einars Braga, sitt mál, og mál Ulfars Þormóðssonar, blaða- manns á Þjóðviljanum. Hann hafi þegar sent út gögn varðandi málin öll, ljósrituð og þýdd — á hvers kostnað, veit ég ekki. Ég segist mótmæla þvi að hann fjalli um málin, þar sem hann eigi sjálfur hlut að máli. Hann segir að Rithöfundasamband Islands hafi fjallað um mál Einars Braga. segir Kristinn Reyr, er það ekki rétt skilið, Ingimar? Jú, segi ég, Sigurður fær hníf í bakið ef hann gerir þetta — eða þá að ég fæ hann, þótt það verði kannski ekki sami hnífurinn. Ég geri mér grein fyrir því.segir Sigurður, ég geri það samt. Þú verður að halda þig við Einars Braga-málið. Segir Stefán Júlíusson, við höfum fjallað um það mál — og bætir svo við — þegar Rithöfundasambandið er nógu nógu sterkt, Sigurður, þá getur það samþykkt hvað sem er og gert hvaða ályktanir sem þvi sýnist, en þetta Einars Braga-mál var alveg á mörkunum. Ég var ekki á fundinum þar sem það var tekið fyrir, segi ég, og álit að það hafi v'erið fyrsta lögbrot stjórnar Rithöfundasambandsins og bjóði öðrum heim. Það mál var alveg á mörkunum, endurtekur Stefán Júlíusson. Ég segi að það hafi verið skiptar skoðanir um málið í stjórninni, Miklu veldur sá *mmém hefur auðmjúklegast beðið hann um þetta. Hann hefur af lítillæti sínu orðið við beiðninni — ella væri ákvörðunin ekki birtingar- hæf opinberlega. Hann skirrist ekki við að birta þessa „einkaákvörðun“ — gæsa- lappir vegna þess að fleiri hljóta að hafa verið með í ráðum — áður en hann skýrir stjórn sambands- iiis frá henni, hvað koma líka einkaákvarðanir hans í málefnum rithöfunda stjörninni við. Heimkominn sendir hann svo rithöfundum þessa kveðju í Þjóð- viljanum, sem þeir mættu gjarna bóka, hver í sínu brjósti: .og mega fslenzkir rithöfundar og andskotar þeirra í vl eiga von á skorinorðum ályktunum. ..“ Það er formaður Rithöfunda- sambands Islands sem mælir til þeirra; eftir að hafa sniðgengið stjórn sambandsins, brotið á henni almennar félagsreglur, fót- um troðið sérlög Rithöfundasam- bandsins; eftir að hafa sniðgengió hana öðru sinni, með því að hlaupa í Þjóðviljann — og Mbl. — og skýra frá því sem fram fór á ársfundinum áður en hann skýrir lögkjörinni stjórn frá því. Þegar þetta er ritað hefur hann ekki enn boðað til stjórnarfundar. Hann er önnum kafinn við að setja upp engils-ásjónu í blöðun- um. Hundshaus er nógu góður handa stjórninni. Hann gætir þess ekki að um leið hundsar hann rithöfunda sem kusu hann og stjórnina til að gæta hags- muna, Iaga, réttar — og ekki sízt' einingar rithöfundastéttarinnar. Er manninum sjálfrátt? Já, honum er sjálfrátt; hann er að berjast fyrir stjórnmálalegum hagsmunum — í nafni Rithöf- undasambands Islands: hann er að berjast fyrir Einar Braga og Ulfar Þormóðsson ofl.; hann er að berjast fyrir stjórnmálastefnu sinni og þeirra; hann er að berjast fyrir því að Rithöfundasamband- ið verði baráttutæki Alþýðu- bandalagsins á sama hátt og sam- tök hernámsandstæðinga — sem upprunalega voru óháð samtök og samanstóðu af mönnum úr öllum stjórnmálaflokkum. Til þess að ná þessum mark- miðum þarf hann og verður hann að brjóta lög sambandsins. Sú af- sökun að Sigurður sé fljótfær hrekkur skammt til skýringar á vinnubrögðum hans. honum var og er jafnljóst og öðrum að lög sambandsins voru beinlínis sniðin með það fyrir augum að WMUUHMHIMmMJBMMHaaMHIMMI einkafyrirtæki sitt, sniðgang réttkjörna stjórn þess, brjót endalaust almenn félagslög landinu, fótum troði sérlög Rit höfundasambandsins, svívirði sáttmála rithöfunda; ella séum það við sem stuðlum að óeiningu innan sambandsins — eigum jafn- vel sök á klofningu þess. Er hægt að ganga öllu lengra í því að snúa hlutunum við? Söku- dólgurinn gerður að píslarvotti — af því ofbeldisverk hans blóðga hann. Við sem reynt höfum af veikum mætti að skýrskota til laga félagsins og varðveita þannveg einingu þess eigum að taka á okkur sök Sigurðar. Eins og segir f Þjóðviljanum, miklu veldur sá sem upphafinu veldur segir Sigurður. Þú getur ekki sagt það, segi ég, það hefur ekki komið fram, þú getur aðeins sagt að það hafi verið skiptar skoðanir um, hvort þú mættir fjalla um þitt mál og mál Ulfars Þormóðssonar, það er að segja, þú gegn hinum. Ég áskil mér rétt til að fjalla um aðdraganda málsins, segir Sigurður. Þú hefur víst leyfi til þess, hvað mál Einars Braga snertir, skilst mgr á mönnum, segi ég, en við biðjum þig að fara varlega. Stefán Júlfusson tekur undir það. Sigurður anzar engu og ég segi, ég óska þér góðrar ferðar. Sigurður anzar engu að heldur, fundurinn leysist endan- lega upp, skömmu eftir að Sigurð- sem upphafinu — á við okkur. Þjóðvilji, líttu þér nær. Sigurður, Ifttu þér nær. Ég gekk ekki úr Alþýðubanda- laginu fyrir mörgum árum til að láta vinnubrögð og stefnu þess — alþýðubandalags-kommúnismann — elta mig inn fyrir þröskuld á stjórnarskrifstofu Rithöfunda- sambands Islands. Sigurður hefur tileinkað sér vinnubrögð og bar- áttuaðferðir þess, að berjast á bakið, enda þarf hann að þvo af sér Mbl.-prentsvertuna. Það get ég sagt Sigurði af reynslu minni, ef hann skyldi halda áfram að renna í kjölfar mitt, að það tekst honum aldrei, ekki í þeirra aug- um. Jafnvel þegar hann er sem reiðastur og honum spretta rauðir dílar í andliti munu þeir sjá Mbl - prentsvertuna á milli þeirra, þeir hafa meira að segja minnst á hana við mig. Ég segi þetta þótt það sé sennilega tilgangslaust að eyða að því orðum. Sigurður er svo ósvifinn að halda þvi fram að ég og Jenna Jensdóttir höfum í einu og öllu samþykkt, ásamt öðrum stjórnar- limum, aðgerðir hans og vinnu- brögð í þessu máli, heima og er- lendis, þrátt fyrir skýlausrar yfir- lýsingar okkar opinberlega um hið gagnstæða, eftir að hann hafði sjálfur opinberað málið. Þegar Sigurður loks boðar til fundar I stjórn Rithöfundasam- bands Islands — vissi hvorugt okkar að hann hefði verið á undir- búningsráðstefnu að ársfundi Norræna rithöfundasambandsins, vissi hvorugt okkar úm „beiðni" dagskrárnefdar, vissi hvorugt okkar að hann hefði þegar lýst því yfir í pólitísku málgagni að hann hefði verið beðinn um að fjalla um svokölluð VL-mál og myndi gera það, vissi hvorugt okkar for- sögu málsins — vissum ekkert um hvað til stóð. Sigurður minntist ekki á fyrir- ætlan sína fyrr en undir fundar- lok. Þá drap hann á að hann ætlaði að fjalla um VL-málin I heild, samkvæmt beiðni sem fcam Þá segi ég að hann geti að minnsta kosti ekki fjallað um sitt mál og mál Úlfars Þormóðssonar, þau hafi ekki verið tekin fyrir hjá Rithöfundasambandinu, auk þess sé það hið mesta siðleysi að hann fjalli um sitt mál, ég geti ekki sætt mig við að hann noti Rithöf- undasamband Islands í eigin þágu. Sagði þá Sigurður, ég læt hvorki þig né aðra skerða tjáning- arfrelsi mitt, spruttu honum rauð- ir dílar í andliti. Það er enginn að tala um það, segi ég, þú mátt ekki rugla saman persónu þinni og embætti þínu. Hann kveðst ekki gera það. Þú mætir þarna sem fulltrúi og formaður Rithöfunda- sambands íslands, segi ég. Þér kemur ekkert við hvað ég geri persónulega, segir hann, ég ætla að fjalla um þessi mál. Það verður áður að gera samþykkt í málinu, segi ég. Já, við skulum bara gera það, segir Sigurður. Nei, engaf samþykktir um þetta, segir Stefán Júlíusson. Ég sný mér þá að Birni Bjarm- an og segi, það vill svo vel til að á þessum fundi er staddur lög- fræðingur, ég vil beina þeirri spurningu til hans, hvort það brjóti ekki I bága við lög Rit- höfundasambands Islands um af- skiptaleysi af stjórnmálum að for- maður fjalli um þessi mál. Björn svarar nær samstundis, jú — og bætir svo við — lög rithöfunda- félaga á hinum Norðurlöndunum er enn strangari í þessum efnum. Hvernig geta þau þá hafa beðið um þetta? segi ég. Enginn virðist hlusta á mig lengur, Sigurður og Björn kýta svolítið, hvort lög okkar eða hinna séu strangari. Síminn hringir, Sigurður fer í simann. Við ræðum málin fram og aftur, hver hlustar á sjálfan sig. Sigurður slítur símtalinu og segir með þjósti, hver er svo nið- urstaðan? Það sem fyrir Ingimar Erlendi vakir er að varðveita ein- ingu Rithöfundasambandsins, ur sleit símtalinu höfðu allir staðið upp frá fundarborðum. Hvernig kemur svo þessi frásögn heim og saman við yfir- klór Sigurðar I blöðum? Vægast sagt illa. Sigurður segir í Þjóðvilj- anum:......,En ástæðan fyrir því að ég sótti eftir því við stjórn Rithöfundasambands tslands að fá að reifa þetta í skýrslu minni á ársfundi norrænna rithöfunda var sú, að formenn norsku og sænsku rithöfundasamtakanna báðu mig um þetta. ... Það var svo af tæknilegum ástæðum sett á dagskrá — með fyrirvara — áður en um það var fjallað af stjórn rithöfundasambandsins hér heima. Þar var ákveðið að ég fjall- aði um það I ákveðnu formi þar ytra, og eftir því fór ég í einu og öllu“. I Mbl. segir Sigurður eftir að hafa sagt að formenn sænsku og norsku rithöfundasamtakanna hafi farið þess á leit við hann að hann fjallaði um þessi mál:....Ég féllst á þetta, að því tilskyldu að samþykki stjórnar Rithöfundasambandsins fengist fyrir því. Hins vegar var orðið svo áliðið, að ganga þurfti frá dagskrá fundarins áður en tóm 'ynnist til að halda stjórnarfund hér heima. Var málið þvf sett á dagskrá árs- fundarins með þeim fyrirvara, að strika mætti það út, ef einhver fyrirstaða yrði af hálfu sambands- stjórnar. Þegar ég lagði málið fyr- ir stjórnarfund var mér heimilað að fjalla um mál Einars Braga, en þar sem önnur kærumál hefðu ekki komið til kasta sambandsins, væri óþarft að fjalla um þau. Ég áskyldi mér rétt til að rekja for- sögu og gang málsins til þessa, og hlaut það samþykki meirihluta stjórnar". Af frásögn minni af því sem fram fór varðandi þessi mál, sem er eins rétt og hægt er að gefa skýrslu um eftir á, er Ijóst að Sigurður sótti aldrei eftir því við stjórn Rithöfundasambands ts- lands að fá að reifa þefta — eins wámm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.