Morgunblaðið - 05.10.1975, Side 11

Morgunblaðið - 05.10.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÖBER 1975 11 og hann orðar það — hann einfaldlega sagði stjórninni frá því sem lítilli frétt, að hann myndi fjalla um þessi mál og væri þegar búinn að þýða, ljósrita, senda út gögn varðandi þau. Hann skýrir stjórninni aldrei frá þvi, að „málið væri sett á dagskrá ársfundarins með þeim fyrirvara, að strika mætti það út, ef einhver fyrirstaða yrði af hálfu sambandsstjórnar". Hann lætur sambandsstjórnina standa frammi fyrir gjörðum hlut. Hún stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun í máli sem þegar hefur verið ákvarðað. Ef hún á þá nokkra ákvörðun að taka — ekki einu sinni málamyndaákvörðun. Því hann virðist þegar frá upp- hafi líta á þetta sem mál sitt og þessara útlendinga og auðvitað Þjóðviljans. Málið er þegar inn- pakkað og innsiglað. ÖIl viðbrögð hans á fundinum og forsaga máls- ins staðfesta þetta, svo ekki verður um villst. Að stjórnin hafi svo veitt hon- um „meirihluta samþykki sitt til að rekja forsögu og gang málsins til þessa“ getur aðeins átt við mál Einars .Braga. Heilvita menn hljóta að sjá að stjórnin hefði aldrei heimilað honum slíkt í sam- bandi við sitt mál og mál Ulfars Þormóðssonar, eftir að lögfræð- ingur fundarins hefur lýst því yfir að það sé lögbrot að fjalla um þau og staðfestist raunar af því að enginn treystir sér til að fylgja eftir samþykkt um málið, sem ég líka gerði mér grein fyrir þegar ég sagði að stjórnin yrði að gera samþykkt um þau, ef koma ætti til greina að hann fjallaði um þau. I skjóli þess að hann mætti rekja forsögu og gang málsins — máls Einars Braga — virðist Sigurður eftir þeim greinar- gerðum að dæma sem hann hefur gefið dagblöðum hafa fjallað um sitt mál og mál Úlfars — og einnig í skjóli þess að hann myndi fjalla um mál sitt og Úlfars per- veldur sónulega, en það tók ég þannig að hann mætti fjalla um þau yfir kaffibolla — hv@r gat bannað það? Ég skildi þetta svona, veit að Jenna skildi það sama skilningi, sannfærður um að fundarmenn skildu það einnig þannig, að ætt væri við mál Einars Braga. Eins og áður segir hafði þá verið staðið upp frá borðum og raunveruleg- um fundi slitið. ÖIl mörk er mjög óljós í þessum málum. Hvar skiljast málin hvert frá öðru? Mál Einars, mál Sigurð- ar, mál Úlfars. Þetta notfærir Sigurður sér, ef ég skil ummæli hans í dagblöðum rétt. Hann hef- ur ekki enn séð sóma sinn í því að skýra stjórninni frá því og leggja fram gögn um það, hvað hann raunverulega sagði á títtnefndum ársfundi. Eins og fram kemur af fundar- frásögn minni treysti ég mér ekki til að standa af öllum mætti gegn því að hann fjallaði um mál Einars Braga. Ég taldi mig bund- inn af afskiptum sambandsins af því áður. Jafnvel þótt ég væri persónulega sannfærður um að afskipti þess væru lögbrot. Svona hugsaði ég lýðræðislega. Hver sem vill má lá mér slíkan barna- skap. Svo er og á það að líta að öðrum fundarmönnum virtist eins um það mál. Hvort sem það hefur verið af sömu ástæðum eða ekki. Eins og Sigurður stóð að málinu, utan við almennar og lög- gildar félagsreglur, var lukku- verk að hægt var á stjórnar- fundinum að stemma að ein- hverju marki fyrirætlan hans, hver sem árangur þess varð erlendis. Það er vart hægt að ætlazt til þess að samherjar Sigurðar í stjórnmálum, gallharðir her- stöðvarandstæðingar eins og flest- ir fundarmanna eru, fáist til að taka þátt í því, eftir að formaður þeirra hefur í rauninni fullgengið frá málum á eigin spýtur, að svipta andlitinu af honum opin- berlega, þeir sem Sigurð þekkja vita að honum er annarra um það en flest annað, þessa tillitssemi hefur hann treyst á, þess vegna telur hann óhætt að viðhafa þjösnaleg og ólögmæt vinnubrögð — frá upphafi. Það er eitt að standa frammi fyrir ákvörðuðu máli — og annað að standa frammi fyrir óákvörð- uðu máli. Afstaða manna og við- brögð mótast ósjálfrátt af því. Frammi fyrir ákvörðuðu máli, standa menn þegar að hálfu fjötr- aðir — frammi fyrir óákvörðuðu máli er menn frjálsari. Það er dæmafátt að formaður leggi mál fyrir stjórn með þessum hætti. Nema I Alþýðubandalag- inu. Þar eru öll mál ákvörðuð fyrir fram. Af fámennri ráð- stjórnar-klíku. Ekki til annars ætlazt en aðrir samþykki hljóða- laust. Ef þeir vilja mannorðinu halda. Þangað virðist fyrirmynd- in að vinnubrögðum Sigurðar sótt. Mér er nær að halda, ef Sigurður hefði lagt málin fyrir sambandsstjórn með eðlilegum og félagslegum hætti, hefði mátt af- stýra því að hann fjallaði á árs- fúndinum um þessi viðkvæmu mál, þar með talið mál Einars Braga, vegna hættu á sundrung, þessi mál öll eru sízt fallin til einingar, raunar kjörin til klofnings. Ég veit af eigin raun að innan sambandsstjórnar starfa, einlægir menn í sameiningarmálum rithöf- unda, þótt stefnumála-undirgefni sé þeim inngróin — sumum — vegna langvarandi fylgis við Alþýðubandalagið, þessir menn vilja flest til vinna í þágu eining- ar Rithöfundasambandsins, fái þeir samt haldið stjórnmálalegri æru sinni, þeir óttast pólitíska fordæmingu samherja, að þeir verði merktir VL-menn, þess vegna þarf engan að furða á veik- burða yfirlýsingum þeirra i Mbl., Þjóðviljinn gefur ýmislegt í skyn með því að halda því fram að þeir hafi verið píndir til yfirlýsinga, hafi þeir verið píndir — voru þeir píndir af samherjum í pólitík, pindir til að sniðganga einlægni sina. Viðkvæm mál hafa áður komið til kasta Rithöfundasambandsins. Þau hefur tekizt að jafna. Ágrein- ingi eytt i nafni einingar- nauðsynjar. Sigurður hefur verið viðræðugóður í þeim málum. Þeg- ar að þessum málum kemur — VL-málunum — verður honum ekki þokað. Hvað sem það kostar. Þótt það kosti sundrung rithöf- undastéttarinnar. Jafnvel klofn- ingu Rithöfundasambandsins. Sigurður hlýtur að telja — eða hafa talið — að pólitiskur ávinn- ingur sinn og samherja sinna yrði svo mikill af að fjalla um þessi mál á ársfundi Norræna rithöf- undaráðsins að tilvinnandi væri að taka klofnings-áhættu, ella eru vinnubrögð hans og þrjóska óskiljanleg, raunar óðs manns æði. 1 hverju getur sá pólitíski ávinningur legið, sem jafnframt þjónar hagsmunum Sigurðar og metnaðargirnd? Hann getur að- eins falizt í því, að hann hafi frá upphafi ætlað sér að koma úr utanstefnunni með stuðnings- ályktun í vasanunt, frá sjálfum ársfundi Norræna rithöfunda- ráðsins, draga hana upp úr vasanum og flagga henni eins og sigurfána á breiðsíðu I málgagni Alþýðu- bandalagsins, til þess var Rithöf- undasambandið fleygað, því er blóð á höndum Sigurðar, í stað stuðnings ályktunar í lófum. Þetta staðfestist af ummælum danska rithöfundarins og þing- mannsins Hans Jörgen Lembourn, sem segir i viðtali við Mbl.: „Sigurður A. Magnússon fjallaði um málaferlin vegna Var- ins lands og fór fram á, að Norr- æna rithöfundaráðið fordæmdi málshöfðunina og lýsti yfir stuðn- ingi sfnum við þá, sem mál hafa verið höfðuð gegn. Skiptar skoðanir voru um málið meðal fundarmanna, en afstaða dönsku og finnsku fulltrúanna var eindregnust á móti þvi að gera slíka samþykkt eða senda frá sér nokkra ályktun um málið. Umræður enduðu með þvi að vísa málinu til stjórna hinna einstöku aðildarsamtaka í hverju landi og láta þær um að afgreiða það, hverja fyrir sig. Mörgum — þar á meðal mér — fannst þetta vera hreinpólitíkst mál, sem ekki ætti erindi á þennan fund“. Sigurður reynir með veikum burðum — í Mbl. — að draga úr áhrifamætti og sannleiksgildi um- mæla þessa danska rithöfundar, sem átti stærsta þátt í því á sínum tíma að sameina danska rithöf- unda. Þetta eru greinilega ólíkir menn — Sigurður og Lembourn. Sigurður heldur því fram að Lembourn fari með rangt mál. „Það hafi alls ekki staðið til að álykta um það“. Hvers vegna skyldi þessi danski rithöfundur og þingmaður ljúga? Hann hefur engra hagsmuna að gæta — hér — það hefur Sigurður hins vegar. Auk þess sem vinnubrögð og laumubrögð Sigurðar styðja um- mæli Lembourns. Sigurður segir að Lembourn geti ekki hafa vitað um hvað gerð- ist á fyrra degi þar sem hann hafi ekki mætt fyrr en á öðrum degi fundarins. Trúir nokkur að jafn áhrifamiklum manni — sem meðal annars felldi á sínum tíma danska rikisstjórn — hafi ekki verið skýrt frá þvi sem fram fór I fjarveru hans og hvað til hafi staðið? Alla vega hljóta dönsku fulltrúarnir — for fanen — að hafa gefið honum skýrslu, mesta áhrifamanni þeirra á meðal. Svo mikill á áhrifamáttur þessa manns að vera, að sögn Sigurðar, að svo til einum á honum að hafa tekizt að koma í veg fyrir að ráðið ályktaði um mála-tilbúning Sig- urðar. Aldrei datt mér I hug að danskur hnífur yrði rekinn I Sig- urð. Hins vegar þykir Sigurði gott að vitna I vin sinn Per Olof Sundman — I gegnum Mbl. — en hefur ekki matað hann á réttari upplýs- ingum en svo, að hann heldur að það séu íslenzkir stjórnmálamenn sem standi I málaferlum við aum- ingja Sigurð og segir að sænskir stjórnmálamenn hefðu aldrei farið i mál út af svona smámunum eins og Sigurði. Það hefðu vitan- lega engir íslenzkir stjórnmála- menn gert heldur. Eru þessir VL-menn ekki mestmegnis háskólaborgarar? Þeir eru kannski viðkvæmari fyrir skítkasti en aðrir — og vilja ekki láta setja á sig rottuandlit I þessum málum. Hvað sem því líður hljóta þeir að eiga sama rétt til málshöfðunar og aðrir ríkis- borgarar I íslenzku lýðræðisrlki. Alveg eins og Sigurður mátti fara í mál við lögregluna. Þótt mér sýnist það standá honum næst að fara I mál við lögin! Sigurður hefur svo sannarlega fengið sitt tjáningarfrelsi — rúm- lega það — og að halda því fram að VL-málin séu ekki stjórnmála- legs eðlis (Sigurður tekur jafnvel upp hanskann fyrir VL I því skyni) af því VL sé ekki stjórn- málaflokkur er barnalegt yfir- klór. Hver maður I landinu veit að herstöðvamálin hafa lengi verið stórpólitískt ágreiningsmál. Þótt Sigurður ætti að vera orðinn býsna lögfróður eftir allar sínar lögleysur og málaferli — sumir læra lögin með því að hlýða þeim, aðrir með þvl að brjóta þau — get ég sem aldrei hef átt I málaferlum bent Sigurði á að orðið stjórnmálaflokkur er ekki til I stjórnarskrá islands og er þó gert ráð fyrir fullri og lýð- ræðislegri stjórnmálastarfsemi I landinu. Ef Sigurði finnst islenzk meiðyrðalöggjöf ekki nógu rúm — fyrir sig — væri reynandi fyrir hann að fá Rithöfundasamband Islands til að álykta um hana. Hins vegar ætti hann að forðast að leita fyrst eftir ályktunum er- lendis frá. Mér vitanlega hefur hann aldrei farið fram á slíkt við stjórn Rithöfundasambands Ís- lands. Eins og Indriði G. Þorsteinsson hefur réttilega bent á. Honum er meira I mun að þyrla upp pólitísku moldviðri — og fela I því brot sín á landslögum og lögum Rithöfundasambands islands. Þegar hann er að þvi kominn að kafna I eigin moldviðri gerist hann pislarvottur með moldvörpuhjálp Þjóðviljans. Ég tel að það sé ekki hvað sízt hlutverk formanns Rithöfunda- sambands islands að virða al- menn félagslög I landinu og standa vörð um sérstök lög Rit- höfundasambandsins — I stað þess að eiga frumkvæði að því að brjóta þau og standa svo I forsvari fyrir réttmæti þess á reynslutíma I sameiningarmálum rithöfunda. Stefán Júllusson segir I Mbl. að „öll mál séu pólitísk". Hvers vegna er hann þá að skrifa undir stjórnarlög urn að sambandið megi ekki hlutast til um stjórn- málaskoðanir — fyrst hann telur að öll mál séu pólitísk? Slík yfir- lýsing jafngildir því að I hans augum hafi Rithöfunda- sambandið engin lög I þessu efni. Ef lög Rithöfundasambandsins I þessu efni eru merkingarleysa verður skiljanlegra hvers vegna auðvelt og sjálfsagt er að brjóta þau. Ég er ekki að væna Stefán Júlíusson um lögbrot — en ég bendi á að auðveldara sé fyrir Sigurð að brjóta lög sambandsins ef slíkur hugsunarháttur er ríkj- andi innan sambandsstjórnar- innar. Þessu hefði Stefán átt að gera sér grein fyrir, þraut- þjálfaður maður I félagsmálum, áður en hann gefur sllka yfirlýs- ingu. Þessi klissía vinstri manna, að öll mál séu pólitísk, er stað- reyndafölsun og slagorðabull. Þetta er svona álíka gáfulegt og að segja að allir menn hafi nef og að þar af leiðandi sé maðurinn nefið. Allt er þetta yfirklór gagnsætt. Sigurður heldur því fram að skeyti VL til ársfundarins hafi valdið því að ákveðið var að álykta um málið. Er þá VL farið að aðsloöa aumingja Sigurð? Ég fæ ekki skilið hvernig það mætti verða, að skeyti frá utanaðkom- andi mönnum, sem ekki eru rit- höfundar, skeyti á lokaðan hags- muna-fund rithöfunda, á að hafa komið því I kring fyrir Sigurð, að ráðið vildi álykta, sem alls ekki stóð til samkvæmt eftirá-frásögn Sigurðar, ekki gat VL beðið um slíkt. Sigurður hlýtur sjálfur að hafa beðið um það, þótt hann segi bara, fundurinn vildi álykta, minnist ekki á hvað hann vildi sjálfur. Nú skiptir allt I einu engu máli, þótt hann hafi ekkcrt umboð frá sambandinu. Af því það skipti engu máli frá upphafi. Nú er ekki talað um neinn fyrirvara. Hann minntisl heldur aldrei á neinn fyrirvara heima. Hann minnist ekki einu sinni á tímaskort. Bar ekki Sig- urði, ef fundurinn vildi álykta, að afþakka slíkt óþurftarverk gagn- vart Rithöfundasambandi ís- lands, einingu þess? Þetta er einum of gagnsætt. Sig- urður afþakkaði einfaldlega ekki vegna þess, að hann ætlaði sér frá upphafi að koma heim með álykt- un, þótt hann hefði ekkert umboð til þess frá sambandsstjórninni heima. Hafi hann aldrei ætlað sér það hefði skeyti VL engu átt að breyta þar um. Þetta er aðeins eftirá-afsökun Sigurðar á vinnu- brögðum hans frá upphafi. Þá ber Sigurður fyrir sig tíma- skort til afsökunar á félagslaga- brotum hér heima Haun hafði ekki tíma til að kalla saman fund. Nei, hann hafði bara tima til að hlaupa með ákvörðun sina i Þjóð- viljann til opinberrar staðfest- ingar. Hann hafði aðeins tíma til að brjóta félagslög. Engan tima til að boða til fundar, fyrr en allt var I rauninni klappað og klárt. Þessu heldur hann fram — tímaskorti — þótt hann hafi ósjaldan boðað kl. 10 að morgni til stjórnarfundar kl. 12 sama dag; yfirleitt allir mætt, meira að segja ég sem bý utan við stórborgina, hef alltaf mætt. Þetta eru allt korn I þvi mold- viðri sem Sigurður þyrlar upp I kringum þessi mál. Ég fæ ekki séð að Mbl. hafi þyrlað því upp. Sigurður hljóp sjálfur með málið I blöðin, fyrst Þjóðviljann og siðan Mbl. Aðrir rithöfundar gátu svo ekki setið þegjandi undir opinberum rangfærslum hans og lögbrotum, sem varða alla rithöf- unda I landinu. Sigurður þarf ekki að furða sig á því að Mbl. hafi áhuga á þessum málum — hann virðist hins vegar ekkert hissa á áhuga Þjóðviljans — ritstjóri Mbl., Matthias Johannessen, var ásamt Guðmundi G. Hagalín sá rithöf- undur sem mest lagði af mörkum til að af sameiningu rithöfunda í eitt stéttarfélag gæti orðið. Þetta veit Sigurður manna bezt. Matthias' og aðrir rithöfundar hljóta að hrökkva upp af draum- um sinum við lögbresti Sigurðar. Mikill er munurinn á vinnu- Framhald á bls. 30 Brldge ] eftir ARNÓR RAGNARSSON Frá bridgefélaginu Asarnir í Kópavogi Þriggja kvölda tvímenningskeppn- 1 inni er nú lokið og urðu úrslit þessi: 1 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 761 Jón Andrésson — Garðar Þórðarson 707 Sverrir Ármannsson — Ármann Lárusson 700 Jón P Sigurjónsson — Jón Hilmarsson 681 Esther Jakobsdóttir — Haukur Hannesson 669 Ragnar Hansen — Hallvarður Guðlaugsson 648 Meðalskor 630. Aðalfundur félagsins verður 1 haldinn annað kvöld í Félagsheimili 1 Kópavogs og hefst klukkan 20 xxxxxx Bridgefélag Kópavogs: Fjögurra kvölda tvímennmgs-1 keppni félagsins er nú hafin 30 pör 1 taka þátt í keppninni, eftir 1 . umferðl eru eftirtalin pör efst Arnar Guðmundsson — Björgvin Ólafsson 1 39 Guðmundur Pálsson — Grimur Thorarensen 1 38 Kristinn A. Gústavsson — Þorsteinn Þórðarson 132 Bjarni Pétursson — Gylfi Gunnarsson 1 23 Matthías Andrésson Árni Jónasson 121 Jón Arason — Sigurður Helgason 1 20 Kári Jónasson — Ragnar Stefánsson 1 1 7 Kristinn Kristinsson — Skúli Sigurðsson 1 1 7 Meðalskor: 108stig Næsta umferð verður spiluð fimmtudaginn 9. október i Þin ighól. og hefst kl. 20 stundvislega. xxxxxx Nú er lokið þremur umferðum i meistaratvimenmng Bridgefélags Reykjavíkur og hafa Sigfús Þórðar- son og Vilhjálmur Pálsson tekið örugga forystu. Röð og stig efstu para er þessi Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 576 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 557 Hjalti Eliasson — Örn Arnþórsson 555 Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 548 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrimsd 539 Einar Þórfinnsson —- Páll Bergsson 536 Jakob Ármannsson — Páll Hjaltason 536 Daniel Gunnarsson — Steinberg Rikarðsson 535 Jón Baldursson — Guðmundur Arnarson 528 Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason 525 Næsta umferð verður sp nluð i I Domus Medica og hefst kl 20 n k miðvikudagskvöld Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Vetrarstarfsemi félagsins hófst þann 15. sept sl. með eins kvölds upphitunartvímenning Röð efstu para varð þessi Emar — Dröfn 272 Halldór — Hörður 255 Vilhjálmur — Jón 230 Meðalskor var 210 Framhald á bls. 30 Þettaer Gotti Sjá blaðsíðu 13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.