Morgunblaðið - 05.10.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 05.10.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÖBER 1975 Birgir Hrafnsson Savoy Brown. Ef marka á þessa fyrstu framkomu Ice- fields má segja að ekki sé mikill máttur hans sem gítarleikara og lagahöf- undar, því lögin voru öll fremur hversdagsleg og ófrum- leg rokk og blues lög og ekki var hægt að sjá að hann sýndi mikil tilþrif sem gítarleikari, þar sem tæplega heyrðist i gítarnum hans vegna þess hve lágt hann var stilltur. Söngvari er hann þó í meðallagi. Segja má að ef ekki hefði komið til hinn góði hljóðfæraleikur og samleikur þeirra félaga úr Change og Nikulásar væri tón- list Icefields ekki eftirtektar- verð. Annað atriði, sem gaf Ice- field & Company eitthvert gildi var skemmtileg og örugg fram- koma þeirra, sérlega Tómasar, og skemmtilegur klæðnaður og förðun, eins og sést á meðfylgj- andi myndum. Að lokum má þó segja að gaman hafi verið að sjá og heyra þá er fram komu þetta kvöld, þar sem óvíst er hvort þeir muni nokkurn tíma koma fram aftur saman. Magnús og Jóhann Albert Icefild Skemmtunin hófst um kl. 22 á því Magnús og Jóhann léku og sungu nokkur Iög og höfðu Magnús Kjartansson sér til að- stoðar við röddun og á raf- magnspíanó. Léku þeir lögin Sunshine Girl, Goodbye, Take Me To The Sun, Mary Jane og Darkness. Flutningur Magnús- ar og Jóhanns á lögunum var með ágætum, en lítið heyrðist til Magnúsar Kjartanssonar, þar sem hinir rafmögnuðu kassagítarar og söngur Magnús- ar og Jóhanns yfirgnæfðu hann svo til algerlega. Það litla, sem til Magnúsar Kjartanssonar heyrðist hefði þó mátt fara betur. Að sögn Jóhanns Helga- sonar hafði Magnús Kjartans- son einungis leikið með þeim þrjú kvöld á skemmtunum að undanförnu og ekki verið æft sérlega fyrir þau tækifæri. Ekki hefur tónlist þeirra Magn- úsar og Jóhánns breyst að neinu marki eftir veru þeirra í Change, en þó báru af lögin Take Me To The Sun og Dark- ness, sem er eftir Albert Icefield, hvað varðar ferskleika og skemmtilegar breytingar á hraða og laglínum. Er þeir félagar höfðu leikið í um hálfa klukkustund var gert hlé en síðan tóku við Albert Icefield & Company og léku í um eina klukkustund. Var þetta fyrsta opinbera framkoma Icefield (hann mun þó hafa komið fram nokkrum sinnum óauglýst með hljómsveitinni Dögg), sem réttu nafni heitir Albert Aðal- steinsson. Honum til aðstoðar voru þeir félagar úr Change. Tómas Tómasson á bassa, Sig- urður Karlsson á trommur, Birgir Hrafnsson á gítar og Nikulás Róbertsson úr hljóm- sveitinni Dögg á píanó. Icefield sjálfur lék á gitar og söng. Léku þeir ein sjö lög, öll eftir Icefield utan eitt eftir hljómsveitina SlÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld 28. september var haldin tónlistarskemmtun í Tónabæ er nefnd var Roxyskemmtikvöld. Þeir er þar höfðu auglýst fram- komu sína voru Magnús og Jóhann með Magnús Kjartansson sér til aðstoðar, og Albert nokkur Icefield & Company. skemmtikvöld Nafn San Francisco varð nú mjög áberandi og virkaði nafn hennar sem nokkurs konar köllun til ungs fólks víða um heim. Sameiningartákn þessa fólks var svo tónlistin er reis upp með miklu afli og áhrif- um, eitthvað í líkingu við það er átti sér stað í Liverpool nokkru áður eða í upphafi þessa sama áratugar. Sá grunnur, er tón- leikahald byggði á, breytti þó mjög um svip. I stað þess að reyna að ná til tónlistarmanns- ins (stjörnunnar), með því að snerta hann og finna, leituðust áheyrendur aftur á móti við að komast I nánari snertingu við tónlistina sjálfa og skapa hana í samvinnu við tónlistarmanninn og annað viðstatt fólk. Mikil eiturlyfjanotkun (s.s. á L.S.D) eða m.ö.o. mikil notkun vlmu- gjafa setti sterkan svip á þetta tónleikahald og þá bæði af hálfu tónlistarmannsins og áheyrandans. Tónleikarnir urðu því fljótlega kenndir við þessi einkenni sín, og voru t.d. nefndir „Acid-Festivals“ ,,Love-Ins“ og „Human Beins“, þ.e. sýru-hátíðir eða hátíðir og tónleikahald tileinkað ást og friði meðal manna. San Fran- cisco var nú orðin greinileg höf- uðborg hippanna og menningar þeirra. Ýmsir þekktir rokk- eða poppsöngvarar boðuðu f ljóðum sínum hið fyrirheitna land og hvöttu fólk til nokkurs konar pílagrímsferða þangað. Dæmi- gert fyrir þetta má nefna lag The Flower Pot Man, Let’s go to San Francisco, lag Eric Burd- ons og The Animals, San Fran- ciscan Nights og svo má ekki gleyma lagi Scott McKennsies San Francisco wear some flow- ers In your Hair. Blómatíminn og hippamenningin lifðu nú sitt hámark árið 1967, og var þetta algerlega einkennandi fyrir rokk-heiminn bæði hvað varð- aði útlit ungs fólks og svo hugs- anagang þess. Hippafyrirbærið byggir þvi á nokkurs konar flótta ungs fólks eða kannski öllu heldur leit þess að frelsi frá fastmótuðu borgarskipulagi vorra tíma. Þessi flótti eða frelsisleitun kemur fyrst og fremst fram I lyfjanotkun, ólík- um klæðnaði og breyttu útliti unglinga frá því sem áður þekktist, ásamt ákveðnari póli- tískum skoðunum. Þessir þætt- ir I fari hippanna sameinuðust svo I leit þeirra að andlegri lífsspeki, sem var einhvers kon- ar dulspeki. Andlega lífshug- sjón sfna byggðu þeir svo á kenningum hinna svokölluðu „hipsters". Þessir náungar voru venjulega nokkuð eldri en hinir eiginlegu hippar, eða um fjörutíu til fimmtíu ára. í mörg- um tilfellum voru þetta all sér- stakt fólk, sem hafði orðið nokkurn veginn utanvelta á meðal sinnar kynslóðar. Vilja því margir halda fram, að þeir hafi gripið þennan félagsskap á nákvæmlega réttu augnabliki jafnframt því sem þeir sáu um leið á bak við leiktjald hins borgaralega þjóðfélags. Oft eru nefnd nöfn eins og Lenny Bruce, Neil Cassady, Gary Snyder og svo Alen Ginsberg, sem dæmi um þessa svokölluðu „hipsters”, eða hugsjónaleið- toga hippanna. I þessu sam- bandi hefur Grateful Dead oft verið talin menningarleg tengsl milli þessara náunga annars vegar og svo Woodstock- kynslóðarinnar hins vegar. Kemur þetta einkum til af því að þeir I Dead koma inn á milli þessara tveggja kynslóða sem nokkurs konar millibilsástand. Segja má að þessa þjóðfélags- sprengingu, er átti sér stað I kringum 1965—1966 I Banda- rikjunum, verði að rekja til samdráttar þessara tveggja mis- munandi kynslóða, sem öldust að vissu leyti upp við lík þjóðfé- lagsleg vandamál eða skilyrði. Þetta fólk átti það eitt sameig- inlegt að vera afleiðing og mót- sögn tveggja stríða er Banda- ríkin háðu I Austur-Asíu, þ.e. Kóreustriðsins og svo síðar VI- etnamstríðsins. Þetta*fólk var sammála um tilgangsleysi þess- ara hildarleikja og sameinaðist þvi undir kenningum hinna eldri og reynslumeiri, um ást og frið. Fyrstu einkenni fyrir mót- un Grateful Dead og hins nýja þjóðfélags er greinilega hægt að rekja til ársins 1960 eða nokkru eftir það. Á þeim tíma leigði Phil Lesh Ibúð með ná- unga að nafni Odduck og samdi synfóniur og elektroniska tón- list. En Odduck var aftur ljóð- skáld. Þetta voru slæmir tímar að sögn Phil Lesh og þá einkum vegna þess hve lítið var um dóp. Straumurinn lá nú til Palo Alto, sem er útborg sunnan við sjálfa San Francisco. Það var árið 1962. Náungi að nafni Ron Zapowa fékk ýmsa af þeim, er síðar komu til með að skapa „West-Coast rokkið“ svokall- aða, til sín að spila. Þarna komu t.d. reglulega þeir David Crosby og David Freiberg. Ron Zapowa fékk einnig Pig Pen til að leika þarna blues. Hann kom með söngkonu með sér að nafni Janis Joplin.sem varfráiTexas. Ron borgaði þeim í >peningum og Southern Comfort. En sagan segir að Pip .Pen hafi kennt Janis að .drekka þann drykk. Garcia þvældist aftur á móti um með Robert Hunter, (siðar ljóðaskáld Dead). Partýin hóf- ust með því að Bob Hunter fékk sér sprautu og hóf ritstörf, sem og lífið stóðu allan daginn. Willy the Gate og John Winter létu hug- ann reika um heima og geima úti í garði. Danny Barnett borð- aði cornfleks og lék á trommur. Joe Novakovich gerðist æði drukkinn. En Garcia kom sér einhvers staðar fyrir og tók að æfa. Einmitt við slík skilyrði sem þessi hittust Phil Lesh og Garcia í fyrsta skipti. Baksviðið Frá fyrstu samkomu mann- fólksins í janúar árið 1967. Frá vinstri til hægri: Micheal McClure, óþekktur maður, Allen Ginsberg, óþekkl konai Lee Myersoff. Kreutzman lék einhvers stað- ar i jass-bandi. Bob Weir kemur aftur ekki fyrr en sfðar við sögu, enda er hann öllu yngri en hinir. Það var eínmitt árið 1962 eða um svipað leyti og verðandi fé- Iagar Grateful Dead voru að hittast, að á vegi Jerry Garcia Nikulás, Tómas og Sigurður. Bald. J.B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.