Morgunblaðið - 05.10.1975, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.10.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTOBER 1975 17 — Reykjavíkur- bréf Framhald af bls. 25 uðu löndin, geta einnig horft til bjartari framtíðar, ef rétt er á haldið. Iðnvæðingin þarf ekki að spilla þriðja heiminum, heldur getur hún fært honum blessun, sem fylgir í kjölfar mik- ils iðnbúnaðar. Fátækt verður út- rýmt. Þekking og alheimslögmál munu auðvelda mönnum að lifa á jörðunni hagkvæmara lífi en hingað til. Buckminster Fuller segir m.a. í samtalinu, að ef mannkynið standist lokaprófið, muni menn þjóta um allan heiminn og einn getur spurt annan í hversdagslegu tali: „Hvar áttu heima?“ Og hinn svarað: ,,Á jörðinni." Eða: „A tunglinu." AIl- ur heimurinn verður undir einni stjórn og þá verða ekki til orð eins og: peningar, samkeppni í við- skiptum, að afla sér lífsviðurvær- is. Vopn, skuldir, stríð heyra þá einnig til fortfðinni, segir Buck- minster Fuller. „Byltingin kemur ekki frá stjórnmálakenningum, heldur hugljómun og tæknifram- förum.“ Allar stjórnmálastefnur byggj- ast, að sögn Buckminster Fullers, á firrunni um að „það er ekkert til nægilegt og mun aldrei verða“; sem sagt á kenningunni um skort- inn. „Allar þykjast þær hafa beztu lausnina til að dreifa þvi sem vantar (!),“ segir hann enn- fremur. „En nú er samfélag mannsins að uppgötva að tilveran býður ekki upp á skort, heldur gnægð. En það hefur tekið mann- inn tvær milljónir ára að gera sér grein fyrir því, að hugurinn er allt, vöðvarnir ekkert. Hin nýja veröld samtíðarinnar „hefur ekk- Vt að gera við hræsni, lygar né skammsýnt arðrán. Hún lætur sér ekkert nægja nema öll orka al- heimsins sé notuð öllu mannkyn- inu til hagsbóta." Og á öðrum stað í fyrrnefndri samtalsgrein er vitnað í þau orð Buckminster Fullers, „að hann sjái allt í nýju ljósi“. Hann hefur átt mikinn þátt í að breyta heim- inum til hins betra óg sér inn f framtíð mikilla tækifæra og möguleika mannkyni öllu til handa, framtíð sem byggist á leit og þekkingu, sem er eins og orkan að því leyti, að unnt er að beizla hana f þágu lffsins. Hann líkir þróun mannsins á jörðinni enn sem komið er við unga í eggi. Þar er hann sjálfum sér nægur. En maðurinn er byrjaður að brjóta skurnið og leita nýs umhverfis, sem hann verður að laga sig að, leita frelsis „undan skurni hinnar leyfilegu vanþekkingar.“ Buckminster Fuller er einstakl- ingshyggjumaður. Hann leggur aðaláherzlu á þekkingarleit ein- staklingsins og þroska hans. Eins og kenningar hans um samverk- andi orku beinast að því, að sam- eining einstakra frumefna geti ní- faldað styrkleika veikasta hlekks- ins, þannig lítur hann einnig á sarflstarf einstaklinga og hvetur menn til að taka höndum saman um að nífalda a.m.k. kjör manna og hagkvæmni, þannig að veikasti hlekkurinn fái stoð i hinum styrk- asta. Hann sér inn í framtíðina með augum, sem þekkja hugljóm- un, en hún á ekkert skylt við draumóra, byggist þvert á móti á reynsluþekkingu og stærðfræði- legum niðurstöðum, þ.e. alheims- lögmálum. Þórbergur Þórðarson var marx- isti, en það er einkennileg til- viljun, að hann virðist sjá svipaða veröld og Buckminster Fuller, Kveðjur frá Vest- ur-Islendingum FÓLKIÐ i Vatnabyggðum, Dafoe, Kandahar, Wynyard, Mozart, Elfros, Leslie og Foam Lake f Kanada hafa beðið Morgunblaðið fyrir innilegar kveðjur til leik-og söngflokksins frá Þjóðleikhúsinu í Reykjavík, sem kom til Wynyard f byrjun ágúst í sumar. Fólkið þakkar hópnum komuna og lætur þess sérstaklega getið að ánægju- legt hafi verið að kynnast per- sónulega þessu fólki. þegar hann gægist inn fyrir for- tjald framtiðarinnar í lokakafla samtalsbókarinnar I kompaníi við allffið. Þessir tveir menn „Bucky“ og Sobbeggi afi, sem ættu að vera andstæður vegna ólíkra skoðana, virðast hafa svipaða sjón inn f framtíð mannsins á jörðinni, og er það út af fyrir sig merkilegur hlutur. Það er ekki bylting stjórn- málamannanna, sem ráða mun úr- slitum, heldur bylting þekking- arinnar, tækninnar, hagkvæmn- innar og þeirra möguleika, sem alls staðar blasa við í þessari blessaðri veröld okkar, sem virð- ist fyrst og sfðast hlíta lögmálum orku af ýmsu tagi. „Ég er sann- færður um að okkar heimur á dýrðlega framtið fyrir höndum svo framarlega, sem friður helzt,“ segir Þórbergur í Kompaníinu . .. „Mér mun óhætt að fullyrða að stjórnin (alheimsríkisins) verður ekki í höndum refjóttra pólitík- usa, heldur sérfróðra fagmanna frá öllum löndum á hverju sviði, og stjórnarframkvæmdirnar verða miðaðar við hag alheims- heildarinnar ... Þá verða engar kreppur, ekkert atvinnuleysi og lífsgæðin 'svo mikil, að allir geta borið úr býtum eftir þörfum sinum. Her verður enginn, enda grundvöllur hans, stéttaátök og landræningjamennska, þá úr sög- unni. Sú þróun er lika framundan og mun ganga hratt fram að vélar og ýmis önnur tæki vérða meira og meira sjálfvirk. Af þvi og bættu skipulagi leiðir svo það, að vinnutíminn mun styttast mjög mikið, kannski niður í tvo eða einn tíma á dag. Menn spyrja: Hvað á fólk þá að gera? — Strit- vinnan hefur komið þeirri heim- speki inn í fólk að án strits og erfiðis verði mennirnir að skepnum. Ég hef engin rök fyrir, að svo fari. Allt uppeldi verður auðvitað að miða við mannfélags- ástandið. Það verður ekki eins og nú að einn rffi niður það sem annar byggir. Það verður reynt að kalla fram í öllum það bezta, sem í þeim býr . . . Vísindalegum við- fangsefnum eru engin takmörk sett, svo og svo margir setja saman bækur og þýða bækur, svo og svo margir semja tónverk, svo og svo margir mála myndir, svo og svo margir iðka leiklist, svo og svo margir fást við listiðnað margs konar, svo og svq margir glíma við uppfinningar. Hin og þessi störf, sem áður voru lífsnauðsyn, verða iðkuð sem skemmtun miklu al- mennar en ennþá tíðkast. Hver maður á sinn hest og skemmtibát. Það verður mikið gengið upp á fjöll og staðið uppi á háum tindum .. . Flugvélar verða svo hraðfleygar að maður mun fara héðan af stað klukkan 9 að morgni og éta miðdegisverð kl. 12 á hádegi í Peking. Og sá timi mun koma að þetta mun jafnvel þykja lúsaskrið. Sálræn vísindi verða stunduð af kappi og þar verða geysilegar framfarir. Mönnum mun í framtiðinni verða kennt að fara úr líkamanum og ferðast í sínum andlega likama milli landa og jafnvel hnatta með öllum sálar- gáfum i fullu standi. Þá eru menn komnir til Peking á sama augna- bliki og þeir hugsa sér það. Og menn geta spásserað um tunglið án þess að hafa nokkurt súrefni, né lóð á fótunum. Það sýnir útá- þekjuskap visindamanna, þegar þeir fullyrða að ljóshraðinn sé mestur þekktur hraði. .. — Með þessu verður næstum búið að brjóta niður vegginn milli lífs og dauða. Heldurðu ekki að það verði gert í enn ríkari mæli? (segir spyrillinn). — Jú, tæki verða fundin upp sem menn geta séð með inn i annan heim og líf fólks í öðrum heimi. — — Þú talaðir mikið um sport áðan, Ileldurðu að Ferðafélagið verði þá við lýði? — Máske. Forseti þess verður þjálfari i utanskrokksferðalögum Þórbergur Þórðarson tengdi þessa framtíðarsýn sína að sjálf- sögðu við marxisma. Buckminster Fuller tengir hana við þekkingu, tækni óg vísindi. Það skiptir ekki höfuðmáli, aðalatriðið er: Við getum enn, sem betur fer, gægzi inn í framtiðina með augum þeirra, sem frumlcgastir eru og séð eitthvað annað en offjölgun, hungur, mengun — og heims- endi(!).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.