Morgunblaðið - 05.10.1975, Side 21

Morgunblaðið - 05.10.1975, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975 21 — Stuttsíðan Framhald af bls. 15 Ken Kensey hvarf af sjónar- sviðinu. Fluttist hljómsveitin ásamt ýmsum vinum að 710 Ashbury i miðju Haight. En Haight/Ashbury var alger mið- punktur hippamenningarinnar á þessum tíma. Lifði stórfjöl- skylda Grateful Dead nú ham- ingjusömu lífi að sagt var. Tók hljómsveitin að halda konserta í nágrenni San Francisco, sem i öllum tilfellum voru opnir fólki án gréiðslu. Ekki leið þó ^ á löngu þar til Grateful Dead tók að ferðast um öll Bandaríkin. Umboðsmenn urðu tveir úr fjölskyldunni, þ.e. þeir Rock Scully og Danny Rifkin. Fjár- málahæfileikar þeirra voru miður góðir svo hljómsveitin var kominn í stórar skuldir eft- ir 2 ára skeið. Tók það hana því næstu tvö árin að rifa sig upp úr þessum skuldum og þá með aðstoð nýs umboðsmanns að nafni Mclntyre. Stöðugt stress i kringum pen- inga, endalausar erjur við hljómplötufyrirtækið Warner Brothers, aukið eftirlit lögregl- unnar með eiturlyfjum ásamt löngum og þreytandi hljóm- leikaferðum orsökuðu ákveðna sundrung innan Grateful Dead- fjölskyldunnar. Þetta kom t.d. mjög greinilega fram í Evrópu- ferð hljómsveitarinnar, sem átti sér stað árið 1972. Ferðaðist stórfjölskyldan þá saman í rút- um, sem átti að vera tákn ákveðinnar sameiningar. Einn af henni ferðaðist þá ekki í samfylgd hennar, en það var Pig Pen eða Ron McKern- an sem þá var all illa haldinn af lifrarsjúkdómi. Þótti það ein- faldlega of stressandi fyrir hann að ferðast með hópnum. Annars er talið þrátt fyrir allt að þessi ferð hafi flýtt fyrir dauða hans í nóvember 1973. Aðeins einu til einu og hálfu ári siðar ákvað hljómsveitin svo að draga sig i hlé frá tónleika- haldi, vegna þess að þeim þótti einfaldlega allt þetta tiistand orðið allt of yfirborðskennt. Hér með lýkur þvi fyrsta hluta sögu Grateful Dead. En í þeim næsta mun svo verða tek- ið til við að rekja tónlistarferil eða tónlistarsögu hljómsveitar- innar. A.J. Leiðréttingar Á SlÐASTA sunnudegi áttu sér stað all leiðinlegar villur í grein Saltsíldarverð A fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær, voru ákveðnar reglur um verð á síld til heilsöltunar, til viðbótar verð- ákvörðun nefndarinnar þann 19. f.m. Við afhendingu á síld, sem er heilsöltuð um borð í veiðiskipi gildir sú regla, að hver tunna, sem inniheldur 95 kg af heilsaltaðri síld, reiknast 104 kg af ferskri síld. Lágmarksverð á síld til heilsölt- unar skal vera það sama og ákveðið var fyrir smærri síld en 32 cm, þ.e. hvert kg kr. 26.00. Merkjasöludag- ur SÍBS í dag ARLEGUR merkjasöludagur Sambands fslenzkra berkla- sjúklinga er f dag, sunnudag. Um leið verður blað sambandsins, Reykjalundur, selt, en efni þess er að miklu leyti helgað Vinnu- heimilinu að Reykjalundi, sem varð 30 ára á þessu ári. Þá er kynntur félagsskapur astma- og ofnæmissjúklinga sem nýlega gerðist aðili að SlBS. Stöðugt er unnið að byggingar- framkvæmdum að Reykjalundi, þar sem nú er sjúkrarými fyrir 165 sjúklinga. Sambandið rekur einnig vinnustofu í Reykjavík, þar sem nú starfa um 35 öryrkjar. r© minni um tónlistarkvöldið í Hamrahlfðarskólanum og Spil- verk þjóðanna. Þar gefur fyrst á að líta eftirfarandi setningu: Framhald þeirrar samkomu er átti.... I stað orðsins samkomu átti að koma orðið seinkun. 1 öðru lagi byggist grundvöllur Spilverksins á tónleikahaldi upp í kringum lítinn kostnað á tækja- flutningi. I stað: Grundvöllur Spilverksins er lftill kostnaður á tækjaflutningi. Að lokum kom ákveðin setning þar sem fjallað var um flutning Spilverksins á laginu All Hands On Deck nokkuð brengluð og óvænt inn í textann. Þetta atriði vil ég sérstaklega leið- rétta og biðjast velvirðingar á. En flutningur Spilverksins á þessu lagi Sigurðar Bjólu þetta ákveðna kvöld sýndi greinilega hvað það býr og þá miða ég við útsetningu Jakobs Magnússonar. Byggingarfélög — Verktakar Byggingarlóð rúmir 4000 ferm. er til sölu á stór-Reykjavíkursvæðinu. Hornlóð við mjög fjölfarna umferðaræð. Þeir sem áhuga hefðu fyrir nánari uppl. sendi nafn og heimilisfang til Mbl. merkt: Góður staður 5398 fyrir 8. þ.m. Þessi stórglæsilega bifreið Mercury Cougar RX — 7 árgerð 1974, ekin aðeins 18.000 km er til sölu á bílasölu Guðfinns. Upplýsingar í síma 81 588. Langi þig til Kanaríeyja, þá lestu þetta Okkur er ekkert að vanbúnaði lengur. Við Auk þess bjóðum við barna- unglinga- og höfum nú gengið endanlega frá gistingu á hópafslátt frá þessu verði. Kanaríeyjum fyrir allar okkar ferðir í vetur, og Dvöl á hótelum, íbúðum og smáhýsum, ýmist þetta er það sem við bjóðum: með eða án fæðis. VERÐ Á DVÖL í 1 VIKU FRÁ KR. 37.400 VERÐ Á DVÖL í 2 VIKUR FRÁ KR. 42.800 VERÐ Á DVÖL í 3 VIKUR FRÁ KR. 48.200 Nú er um að gera að hafa samband við söhj- skrifstofur okkar og umboðsmenn eða ferða- skrifstofur, til þess að fá ýtarlegri upplýsingar og panta siðan. loftleidir islajvds Fyrstir með skipulagóar sólarferóir i skammdeginu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.