Morgunblaðið - 05.10.1975, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKT0BER 1975
□ Pétur Friðrik: Kjarvalsstaöir.
□ Hafsteinn Austmann: Loftinu.
Q Sigurþór Jakobsson: Hafnarstræti 5.
□ Ljósmyndasýning: Franska bókasafnið.
Pélur Fridrik Sigurðsson
hefur haldið fjölda málverka-
sýninga, frá því að hann kom
fyrst fram sem eins konar
undrabarn í málaralistinni, og
jafnan hafa þessar sýningar
borið vitni mikilli málaragleði
og atorku, — á stundum um of,
þvf að veggrýmið hefur ekki
borið ailan þennan fjölda
mynda, þótt þétt væri hengt og
þá jafnvel tekið til bragðs að
stilla myndum upp í kringum
gæslu við inngang sýninga.
Sýning Péturs að Kjarvals-
stöðum nú er engin undantekn-
ing fyrri sýninga að þessu leyti
að það ber mikilli atorku vitni
að hafa málað nær allar þessar
myndir á sl. tveimur árum,
jafnvel þótt Pétur sé einn
þeirra gæfusömu raanna, sem
hafa getað helgað sig málverk-
inu að öllu leyti um langt skeið.
Pétur markaði sér snemma
þá stefnu að feta í slóð braut-
ryðjendanna Ásgríms, Schev-
ings og nú sfðast aðallega Kjar-
vaB o! hefui gerl það af leikni,
kunnáttu og litagleði, Jóns
Stefánssonar hefur hann hins
vegar sótt lftið sem ekkert til,
enda þar um gjörólíkt svið að
ræða sem fellur ekki að skap-
gerð og vinnumáta Péturs.
Nú hefur það verið svo, að
þeir hafa ekki þótt háttsigldir,
sem slíkt hafa gert en hins
vegar þótti það listrænn gæða-
stimpill í langa tíð að vera und-
ir áhrifum frá Þorvaldi Skúla-
syni eða Svavari Guðnasyni,
enda voru þeir nær okkur í
tímanum.
Allir sóttu þessir brautryðj-
endur lærdómsvizku sína á er-
lendar slóðir og hlutu frum-
skólun sína í Kaupmannahöfn,
Osló og London. Það er þannig
jafngamalt íslenzkri málaralist,
að málarar sæki áhrif erlendis
frá og jafnframt gæfa
íslenzkrar listar, að þeir skuli
vera og hafa verið, jafn opnir
fyrir áhrifum, því að öll list
byggist á víxlverkun áhrifa og
persónuleika og hvorugt getur
án annars verið ef stefnt skal
til einhverra varanlegra gilda.
Ennþá er ekki hægt að tala um
neina eiginlega erfðavenju i
nýrri íslenzkri málaralist, en þó
má segja, að landslagið hafi
lengi verið rfkjandi þáttur og
þá meir fyrir sölumöguleika en
upprunalega tjáningarþörf. Og
landslagið mun halda velli ekki
síður en ffgúran, þó þvi aðeins
að myndlistarmaðurinn gæði
það stöðugt nýjtt og fersku lífi.
Það er þannig að mínu mati
ölluhraustlegrahjámálurum að
leitast við að uppgötva eitthvað,
sem ekki hefur áður verið gerð
skil né uppfært í stað þess að
leita uppi vinsæl og viðurkennd
mótív, sem forverarnir gerðu
sígild. Allt í ríki náttúrunnar á
að geta orðið góðum mynd-
listarmanni uppspretta og hvati
frjórra hugmynda, og minn-
umst þess, að Rainer Maria
Rilke reit eitt sinn: „Hið smáa
er jafnlítið smátt og hið stóra er
stórt. Það gengur mikil og eilff
fegurð gegnum veröld alla og
henni er réttlátlega dreift yfir
stóra og smáa hluti.“ — Það er
þetta, sem ber að hafa í huga,
að það er ekki hið stórkostleg-
asta í veröldinni, sem endilega
hefur orðið kveikja mikilla
listaverka f gegnum aldirnar,
heldur og einnig hið smæsta.
Lis tsýningar
— Nú ætla ég ekki að gefa
Pétri línur í þá átt, hvernig
hann eigi að mála og hvernig
ekki, því að ég er þess fullviss,
að hann muni halda sínu striki
áfram enn um sinn a.m.k., auk
þess hefi ég svo oft skrifað um
sýningar hans, að ég kæri mig
ekki um að endurtaka fyrri
ábendingar.
— Á þessari sýningu Péturs
eru myndir, er bera leiknum
hæfileikamanni vitni, og undar-
legt er, að sumar myndanna eru
nær alveg skynrænt málaðar
eða þannig, að glitti ekki í ofur-
litla rönd himins í bakgrunni,
teldust þær abstrakt líkt og nr.
27 „A móti só)u“ og nr. 40
„Gráviðri", sem er vafalítið
heillegasta landslagsmynd sýn-
ingarinnar og með sterkust
persónuleg höfundarmark.
Pétur kemst sem fyrr betur frá
húsamyndum sfnum en lands-
lagi, og að þessu sinni sýnir
hann í fyrsta skipti portrett-
myndir, sem staðfesta leikni og
tæknileg tilþrif og verða til
þess, að maður óskar eftir
meiru af slíku, einkum þótti
mér myndin „Steini" renna
stoðum undir slfkar óskir, því
að Pétur nær hér fram sterkri
skapgerð og heillegri mynd-
byggingu.
Óþarfi er að efast um, að sýn-
ingin hljóti góða aðsókn og að
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
sala muni sem fyrr verða með
ágætum, og er þá eftirsóknar-
verðum tilgangi náð.
Hafsteinn Austmann sýnir
þessa dagana og til 10. október
33 vatnslitamyndir á „Loftinu"
á Skólavörðustíg. Er hér um að
ræða myndir, sem Hafsteinn
hefur málað með þessari tækni
í rúma tvo áratugi og búið til
sýningar. Elstu myndirnar, sem
eru frá 1952, hafa yfir sér lit-
rænan, ungæðislegan þokka
manns, sem er að uppgötva lit-
ina í fyrsta skipti og kannar
áhrif þeirra, aðrar eru undir
sterkum áhrifum frá Snorra
Arinbjarnar, sem staðfestir, að
það voru ekki hin „flottu"
áhrif, sem hrifu hinn unga
listamann í upphafi, heldur
frekar hinar hrjúfu óvenjulegu
litasamsetningar. Næst kemur
gvass-mynd frá 1956, og hér
hefur Hafsteinn greinilega
kynnst og hrifist af flatarmáls-
listinni og litirnir eru brúnir og
þungir, því að allt var þungt á
dögum kalda strfðsins í stjórn-
málum sem listum. Um 1960
virðist svo nýr og ferskur tónn
hafa haldið innreið sfna í mynd-
heim Hafsteins, svo sem sjá má
á myndum líkt og 13 „Mynd“ og
14 „Speglanir“ og eru þetta að
mínu mati með sterkustu
myndum sýningarinnar Ijóð-
rænar og ferskar. Hið ljóðræna
gengur eins og rauður þráður
um alla sýninguna, tengir hana
saman, þannig að hún er mjög
samstæð, lifandi og fersk. Segja
má, að svipuð myndræn vanda-
mál hafi tekið hug Hafsteins
síðustu 15 árin, en þó án þess að
hann hafi tapað nokkru f fersk-
leika í sambandi við meðferð
lita og forma. Hann fer sér
hægt og vinnur vel úr efni-
viðnum, og slík fhaldsemi skilar
oft raunbeztum árangri, þegar
fram sækir. Þessi sýning Haf-
steins er ein sú heillegasta, sem
ég hefi séð frá hans hendi og er
honum til mikils sóma og verð
allrar athygli.
Sigurþór Jakobsson er liðlega
þrítugur maður f. 1942, sem
hefur opnað sýníngu á 34 mál-
verkum og vatnslitamyndum á
vinnustofu sinni að Hafnar-
stræti 5. Hann stundaði nám í
Kvöldskóla Myndlistarskóla
Reykjavíkur í nokkur ár eftir
1960, en hélt svo til Englands
til frekari náms. Litir mynda
hans eru hvellir og harðir og
form sömuleiðis, og eru það
e.t.v. áhrif frá vinnu hans í
auglýsingaiðnaðinum á undan-
förnum árum, en hér kemur
einnig greinilega fram ónóg
skólun í lita- og formfræði. Líkt
og réttilega er bent á í sýn-
ingarskrá, farast Sigurþóri
átökin við liti og form betur í
hinum stærri myndum en hin-
um minni. Greinileg eru áhrif
frá Karli Kvaran, en enginn
hægðarleikur er að feta í fót-
spor þess stranga myndsmiðs.
Af þessari sýningu verður lítið
dæmt um hæfileika Sigurþórs á
myndlistarsviðinu og skal því
ekki spáð um framvinduna.
Sýningarskrá sýningarinnar er
óvenjulega vel og haganlega
hönnuð og að flestu mjög til
fyrirmyndar.
1 Franska bókasafninu við
Laufásveg sýna um þessar
mundir tveir Frakkar ljós-
myndir i lit og svart-hvitu.
Nokkrar myndanna eru hinar
ásjálegustu, en athygli vekur,
hve illa er frá þeim gengið og
uppsetning bágborin. Er ljóst,
að hér verður að gera meiri
kröfur, einkum vegna þess að
staðurinn er hinn skemmtileg-
asti heim að sækja — mikið af
listaverkatímaritum og bókum
liggja þar frammi og er áhuga-
fólk um listir hvatt til að líta
þar inn.