Morgunblaðið - 05.10.1975, Síða 24

Morgunblaðið - 05.10.1975, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. egar Seðlabankinn og viðskiptabankarnir gerðu með sér samkomulag sl. vetur um sérstakt þak á útlán viðskiptabankanna voru margir vantrúaðir á, að þessi útlánatakmörkun gæti gengið til lengdar. Að vísu var mönnum ljóst, að í sjálfu sér væri hægt að framfylgja slíkri samþykkt af bankanna hálfu en af- leiðingarnar hlytu að verða mjög alvarlegar fyrir at- vinnureksturinn í landinu. Nú er nokkur reynsla komin á útlánatakmark- anir viðskiptabankanna og rétt að skoða þær í því ljósi. Fyrst og fremst vekur athygli, að viðskiptabönk- unum virðist hafa tekizt að standa við það samkomu- lag, sem þeir gerðu með sér snemma á árinu og hafa nú ákveðið að framlengja til áramóta. Arangurinn hefur ekki látið á sér standa. Á fyrstu 8 mánuð- um ársins 1974 nam útlána- aukning banka og spari- sjóða 10,7 milljörðum króna en á sama tímabili í ár var útlánaaukning sömu stofnana aðeins 6,9 milljarðar. Heildarinnlán fyrstu 8 mánuði 1974 jukust um 3,6 milljarða en í ár um 5,6 milljarða. Aukning spariinnlána einna nam á þessu tímabili i fyrra um 2 milljörðum króna en i ár um 3,5 milljörðum. Þessar tölur sýna, að stefnt hefur í rétta átt. Við- skiptabankarnir hafa lagt sitt af mörkum til þess að draga úr þenslunni í landinu. Á hinn bóginn verða menn að gera sér grein fyrir því, að útlána- takmarkanir viðskipta- bankanna hafa haft í för með sér geysilega erfið- leika fyrir atvinnurekstur- inn í landinu. Það er enginn leikur að reka atvinnufyrirtæki, þeg- ar verðbólguaukningin nemur tvö ár í röð um og yfir 50%. Þetta þýðir, að allur tilkostnaður fyrir- tækjanna hækkar sem þessu nemur. Þau þurfa á stórauknu rekstrarfé að halda. Öllum er kunnugt um, að ekki hefur verið búið þannig að íslenzkum fyrirtækjum að þau gætu safnað verulegu eigin fé. Þess vegna hefur rekstur velflestra fyrirtækja byggzt að verulegu leyti á lánsfé, þvi miður. En þegar skrúfað er fyrir lánsféð á sama tíma og tilkostnaður hækkar svo gífurlega eiga atvinnufyrirtækin ekki margra kosta völ. Þau verða að draga saman seglin, minnka tilkostnað, sem í flestum tilvikum þýðir að fækka fólki, sem aftur getur leitt til at- vinnuleysis, þegar til lengdar lætur. Á þessu máli eru því alveg tvær hliðar. En það breytir engu um það, að þessar aðgerðir banka- kerfisins hafa verið nauðsynlegar og óhjá- kvæmilegar til þess að draga úr þenslunni og verðbólguhraðanum. En hér hefði þurft að verða samræmdar aðgerðir á fleiri sviðum. Þannig hefði þurft að takmarka útlána- aukningu fjárfestingar- sjóðanna að sama skapi. Það átti að gera en af ein- hverjum ástæðum hefur sú fyrirætlan farið úr böndum. Það er því eitt stærsta viðfangsefnið á næstunni að ná tökum á fjárfestingarlánakerfinu að þessu leyti. Það er líka ljóst, að fjár- streymi úr ríkissjóði hefur verið mikið. Hvernig getur annað verið? Yfirgnæfandi meirihluti útgjalda rikisins er lögbundinn. Kostnaðar- hækkanir hafa verið gífur- legar. Fjármálaráðuneytið hefur staðið meira á hemlunum en menn kannski gera sér grein fyrir en það tekur sinn tíma að minnka hraðann. Það verður verkefni Al- þingis á næstu mánuðum að ganga frá fjárlögum fyrir næsta ár. Upplýst hefur verið, að fjármála- ráöherra muni leggja fram fjárlagafrumvarp, sem hækkar mun minna en dýr- tíðarvexti nemur. Þá hvílir mikil ábyrgð á alþingis- mönnum að sýna ábyrgð og festu og hækka ekki fjár- lögin upp úr öllu valdi í meðferð þingsins. Það kann að ráða úr- slitum um, hvernig núver- andi rikisstjórn tekst i viðureigninni við verðbólg- una, hvernig alþingi af- greiðir fjárlögin og hvern- ig haldið verður á mál- efnum fjárfestingarlána- sjóðanna á næstu misser- um. Það kann að vera spurning um, hvort orrust- an vinnst eða tapast nú. Menn verða að gera sér ljóst, að verðbólgan er komin út yfir öll skynsam- leg mörk. Okkar þjóðfélag þolir ekki öllu lengur þá miklu verðbólgu, sem hér hefur geisað í nokkur misseri. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt um að setja hömlur á hana. Útlánatakmörkun bankanna j Reykjayíkurbréf Laugardagur 4. okt. Fasismi Mikið hefur verið talað um detente. eða slökunarstefnu, eftir að Helsinki-ráðstefnan um við- skipti, mannréttindi og öryggis- mál var haldin f höfuðborg Finn- lands ekki alls fyrir löngu. Það væri synd að segja að niðurstöður ráðstefnu þessarar, sem svo mjög hafa verið tíundaðar í fjölmiðlum, hafi með augljósum eða áþreifan- legum hætti náð til einræðisrlkj- anna í Evrópu. Héimurinn hefur staðið þrumu lostinn og horft upp á grimmdarleg hermdarverk fasistastjórnarinnar á Spáni, en þar hafa verið notaðar aðferðir við réttarhöld og aftökur, sem menn héldu satt að segja að væru úreltar, jafnvel þar f landi. En sú hefur því miður ekki orðið raunin á. Einræðisöflin eru sjálfum sér samkvæm hvar f heiminum, sem þau sýna vígtennurnar. Allir lýðræðissinnar (ogýmsir aðrir) fylltust réttlátri reiði, þeg- ar þeir fylgdust með aftökunum á Spáni og afsaka þær ekki, jafnvel þótt sum fórnarlambanna hafi gefið höggstað á sér með ofbeldis- verkum, sem hefðu ekki átt að heyra til þessari öld, ef því tak- marki, sem að hefur verið stefnt, væri náð. En meðan ófreskjur valdsins, sem Garcia Lorca orti um af eigin reynslu hafa yfir- höndina á Spáni, má alltaf búast við voðaverkum af því tagi, sem heimurinn hefur nú orðið vitni að. Jóhann Hjálmarsson hefur þýtt ljóð eftir Lorca, sem féll fyrir böðulshendi: Dauðinn starir á mig úr turnum Kordóvu, segir í „Saung riddar- ans“. Jóhann Hjálmarsson hefur ný- verið gefið út merka og nýstár- lega ljóðabók, Myndin af Iangafa, sem ljóðaunnendur og aðrir ættu að kynna sér. Hún fjallar m.a. um blóðugt ofbeldi fasisma, nasisma og kommúnisma og er uppgjör skáldsins við sjálfan sig og samtíð, allt frá því Jósep Stalín (eða ,,langafi“) var ritstjóri Þjóð- viljans og fram til þessa dags. Skáldið segir m.a.: I Varsjá lásu túlkarnir fyrir okkur ljóð um frelsið eftir þjóðskáldið Adam Mickiewicz, sem var búið að vera dáið nógu lengi til að sleppa við ritskoðunina, en eftirfarandi línum úr Ljóði handa fullorðnum eftir Adam Wazyk, sem enn var á lífi, kynntumst við ekki fyrr en löngu seinna: „Þeir komu hlaupandi, hrópuðu: í sósíalfsku samfélagi getur maður stungið sig án þess að finna til. Þeir stungu sig i fingur. Þeir fundi til. Þeir fóru að efast." Kommúnismi Andinn frá Helsinki virðist ekki heldur hafa náð.til einræðis- rfkja kommúnista, a.m.k. er þar einnig traðkað grimmilega á mannréttindum, eins og kunnugt er. En á sama tíma og voðaverk í fasistaríki vekja andúð alls heimsins, er eins og Iítið eða ekkert gerist, þó að menn séu pyntaðir og sveltir og hverfi jafn- vel í þrælabúðum kommúnista- ríkjanna, bæði í Gulag-eyja klasanum og annars staðar. Þar hafa milljónir manna verið teknaraf lífi án dóms og laga, eins og kunnugt er, og pólitískum föngum er enn sýnt grimmilegt ofbeldi í öllum þessum löndum, þó ekki séu aftökur þeirra lengur auglýstar með sama hætti og geð- þóttastjórn Frankós hefur látið sér sæma. Einræðisöfl, hvar sem er í heiminum, eru jafn ógeðfelld, og hefur verið rætt um það hér í Reykjavfkurbréfi undanfarið með þeim hætti, að ekki þykir ástæða til að vega enn í þann sama knérunn. Sakharov-vitna- leiðslurnar „The international Sakharov Hearing" hefur nýlega sent út boðsbréf til ýmissa aðila, þar sem mönnum er gefið tækifæri til að koma til Kaupmannahafnar og vera viðstaddir vitnaleiðslur fjöl- margra þekktra og óþekktra fyrr- verandi fanga í Sovétrfkjunum. Vitnaleiðslur þessar sem eru könnun á raunverulegum mann- réttindum í Sovétríkjunum, — eða öllu heldur mannúðarleysi kommúnismans —hafa hlotið nafn eins hugrakkasta og merkasta andófsmanns í Sovétríkjunum, Andrejs Sakharovs, prófessors f Moskvu, sem stundum hefur verið kallaður „faðir sovézku kjarnorkusprengjunnar", en hann hefur barizt af hvað mestri hörku fyrir mannúðar- og mann- réttindamálum í heimalandi sfnu og hlotið slíkan orðstír fyrir bar- áttu sína, að einsdæmi er nú á dögum. Hann hefur viðstöðulaust dregið athyglina að því ofbeldi, sem beitt er gegn þeim mönnum, sem hafa aðrar pólitískar skoðan- ir en valdhafarnir, og raunveru- lega má segja, að hann hafi sýnt slíkt hugrekki, að fádæmi mun vera í allri veraldarsögunni. Reynt hefur verið að fara þess á leit við Sovétstjórnina, að hún veiti honum vegabréf til Kaup- mannahafnar, þar sem vitna- leiðslurnar fara fram, svo að fólk um allan heim megi heyra orð hans og frásagnir, óhindrað. En þegar þetta er ritað, hefur svar ekki enn borizt frá Sovétstjórn- inni,.og því óvíst, hvort hann fær að fara frá Moskvu til að taka þátt í þessari alþjóðlegu vitnaleiðslu, sem að sjálfsögðu á að beina at- hygli að óréttlátasta þjóðfélagi samtímans, hinu kommúnistiska þjóðfélagi sócialimperialistanna og endurskoðunarsinnanna í Kreml. Um leið og athyglinni er beint að óréttlætinu, ofbeldinu, grimmdinni og mannúðarleysinu þar i landi, hlýtur hún einnig að beinast að réttlausu fólki í öðrum einræðisríkjum, hvort sem þau eru fasistisk eða kommúnist- isk eða jafnvel hvorugt, því að stundum standa herforingja- stjórnir fyrir ofbeldinu og jafnvel lýðræðisstjórnir, eins og í þvi landi, sem bar uppi hróður lýð- ræðisins sem fjölmennasta frjálsa ríki heims, Indlandi, en þar er nú beitt aðferðum gegn pólitískum andstæðingum stjórnarinnar sem helzt minna á valdníðslu glæpa- manna (sumir kalla þá stjórn- málaforingja) I einræðisrfkjum. Slík þróun um allan heim hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um mikilvægi þess réttar, sem lýðræðið veitir okkur. Sakharov er fæddur 1921. Hann er þvi tiltölulega ungur að árum. Samt hefur hann þurft að þola ofsóknir, sem íslendingar geta í raun og veru ekki gert sér neina grein fyrir. Alexander Solzhenitsyn, Nóbels skáldið vígreifa, mun koma til Kaupmannahafnar og bera vitni um valdníðsluna í Sovétríkjun- um. Hann er fæddur 1918 og er útlagi í Svisslandi, eins og kunn- ugt er. Hann fékk Nóbelsverð- launin 1970 og hefur síðan verið sterkasta rödd mannúðar og mannréttinda í heiminum, jafn- framt því sem hann hefur verið óvægnasti gagnrýnandi þeirrar marxistisku kommaklfku, sem stjórnar fósturlandi hans. Þá mun Vladimir Maximov, rit- höfundur og ritstjóri rússneska útlagatímaritsins Kontinent, einnig koma til Kaupmanna- hafnar. Hann var rekinn frá So- vétríkjunum á siðasta ári, en hafði áður verið rekinn úr Rithöf- undasambandi Sovétrikjanna 1973, eins og Solzhenitsyn og Andrej Sinjavski. Það er því óbragð að þessu orði: „rithöf- undasamband". Maximov er fæddur 1932. Vitnisburður hans verður: Um hugsjónalega og pólitíska undir- okun i Sovétrikjunum. Andrej Sinjavski átti ekki alls fyrir löngu samtal við fréttamann Morgunblaðsins, eins og lesendur þess ýmsir muna vafalaust, en hann var einnig þekktur undir duJnefninu Abram Terts og skrifaði þjóðfélagsleg ádeiluverk um Sovétríkin undir þvf nafni. Hann er fæddur 1925 og hefur áður komið í vitnastúku sem sak- borningur, þegar hann eftir heimssöguleg réttarhöld i Moskvu var dæmdur í 7 ára þrælkunar- vinnu í febrúar 1966 fyrir þá sök eina að hafa leyft að prenta eftir sig ritverk undir fyrrnefndu dul- nefni. Viðfangsefni hans við „yfirheyrslurnar", eða vitna- leiðsluna verður: Mannréttindi fótum troðin. Fjölmiðlar og flugnasuð Fjöldi annarra vitna verður kallaður til Kaupmannahafnar, og yrði of langt mál að telja þau öll upp hér, svo mörg sem þessi nöfn eru. En heimurinn mun áreiðanlega hlusta á það, sem þetta fólk hefur að segja. Sum vitnanna eru frá Litháen,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.