Morgunblaðið - 05.10.1975, Síða 34
■mi
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975
Bergljót Halldórsdóttir, Björg
Ragnarsdóttir og Lilja Ólafsdóttir.
Einarsdóttir,
Rádstefna BSRB
UM síðustu helgi, dagana
26. til 28. september, var
haldin ráðstefna í Munaðar-
nesi á vegum Bandalags
starfsmanna rtkis og bæja
og Alþýðusambands ís-
lands
Ráðstefnan fjallaði um
þátttöku kvenna í atvinnulíf-
inu.
Þátttakendur voru um 70
manns víðsvegar að af land-
inu, flest konur.
Flutt voru framsöguerindi
um eftirtalin málefni:
Anna Sigurðardóttir talaði
um stöðu kvenna í atvinnu-
lífinu fyrr og nú.
Jóhannes Siggeirsson
hafði framsögu um atvinnu-
þátttöku og launakjör.
Haraldur Steinþórsson
ræddi um þátttöku kvenna í
stéttarfélögum.
Helga Sigurjónsdóttir
talaði um almenna menntun
og starfsmenntun kvenna.
Gerður Óskarsdóttir talaði
um hefð og fordóma. Adda
Bára Sigfúsdóttir hafði fram-
sögu um félagslega
þjónustu.
Guðmundur Sveinsson
fjallaði um fullorðinsfræðslu
og éndurhæfingu.
Jón Sigurðsson hélt
erindi, sem hann nefndi
„Kvenþjóðin og þjóðar-
tekjurnar".
í framsöguerindunum
kom m.a. fram, að árið
1960 var 21% giftra
kvenna virkir þátttakendur í
atvinnulífi hér á landi. Siðan
hefur orðið „hljóðlát
bylting", því að árið 1975
hefur þátttakan aukist í
50%. Árið 1 980 er gert ráð
fyrir, að sú tala verði komin
upp í 55%, en í 60% árið
1990. (Spá Þjóðhagsstofn-
unarinnar). Sé þessi þróun
höfð í huga og það framlag,
er konur skila í þjóðarbúið,
er Ijóst að uppbygging dag-
vistunarstofnana hefur verið
vanrækt. Þar hefur stöðnun
ríkt og enn í dag eru það
einungis hinir svokölluðu
forgangshópar, sem aðgang
fá að þessum stofnunum og
þó er eftirspurn þess hóps
engan veginn fullnægt. Árið
Askorun
Þátttakendur í ráð-
stefnu A.S.Í. og
B.S.R.B. í Munaðar-
nesi 26. til 28. sept.
1975, um þátttöku
kvenna í atvinnulífi,
skora á islenskar konur
að taka sér frí frá störf-
um á degi Sameinuðu
þjóðanna þann 24. okt.
n.k. til að sýna fram á
hve vinnuframlag
kvenna er þjóðfélaginu
mikilvægt.
Áskorunin var sam-
þykkt samhljóða.
1971 gerði Félagsmála-
stofnunin skoðanakönnun
meðal mæðra 0—10 ára
barna i Reykjavík á þörf fyrir
dagvistunarrými. Niður-
stöður sýndu, að rými skorti
fyrir 2950—3600 börn og
skiptist þannig:
1/10 hluti dagvöggustofu-
rými
1/5 hluti dagheimilarými
2/ 5 hlutar leikskólar
3/10 hlutar skóladagheimili
Tölur þessar sýna, að
þörfin er brýn.
Fram kom, að engin áætl-
un hefur verið gerð um upp-
byggingu dagvistunar-
heimila. Einnig kom fram,
að skólinn hefur á engan
hátt gegnt því hlutverki að
vera börnum athvarf meðan
foreldrar eru við vinnu.
Þvert á móti hefur sundur-
slitin stundaskrá oft valdið
meiri bindingu móður heima
en nauðsynlegt hefði verið
ef áhersla hefði verið lögð á
að gera skólatimann sam-
felldari og gefa börnum kost
á máltíðum í skólunum.
Mikið var rætt um hið tvö-
falda vinnuálag kvenna og
þá hindrun, sem það er kon-
um við atvinnuþátttöku.
Hlutastörf kvenna leysa síð-
ur en svo vanda þeirra við
að öðlast jafnstöðu á vinnu-
markaði. Auka jafnvel á
launamun þar sem hluta-
störfin eru verr launuð og
veita síður framamöguleika,
en 90% allra hlutastarfa eru
unnin af konum.
B.H. og L.Ó.
Punktar
• •
frá Onnu
GRÁGÁS — þingskapa-
þáttur: .. Karlmaður 16
vetra gamall skal ráða
sjálfur heimilisfangi sínu og
eldri. Mær tvítug eða eldri
skal og sjálf ráða heimilis-
fangi sínu. " Ákvæði er og
um að gift vinnukona má
ráða sig sjálf í vist, ef maður
hennar hefir ekki ráðstafað
henni fyrir vissan tíma: „Ef
henni þá er ófenginn ‘staður
svo að hún viti og er rétt þá
að hún taki sér grið þar er
hún vill og skal hún þann
stað hafa þá 12 mánuði."
(Grágas I, bls. 129. Ljós-
prentun 1 974)
I kirkjuritúalinu frá 1685
segir, að yfirsetukonum
skuli greitt sanngjarnlega
fyrir ómak sitt, „en fátækum
skulu þær hjálpa fyrir guðs
sakir." (SJ bls. 33)
Búa-lög — Alþingissam-
þykkt 13. júní 1722 um
lausamenn, vinnuhjú og
lausgangara. Þar segir m.a.,
að ef kona „gjörir karl-
mannsverk með slætti, róðri
eða torfristu, þá á að meta
verk hennar sem áður segir
um karlmann til slíkra
launa."
Verkalýðs- og sjómanna-
félagið Bjarmi á Stpkkseyri,
sem stofnað var 1904, aug-
lýsir fyrsta kauptaxta sinn 8.
febrúar 1905. Þar segir
m.a., að laun skuli vera frá
1. apríl 20 aurar á klst. fyrir
karla og 15 aurar fyrir
konur, en frá 1. júlí til 10.
sept lægst 30 aurar á klst.
fyrir karla og 20 aurar fyrir
konur. (Ár og dagar)
29. mars 1961 voru sam-
þykkt lög um launajöfnuð
kvenna og karla. Launajöfn-
uðurinn skylþi framkvæmd-
ur í áföngum á 6 árum,
1962—1967. Lögin eru þó
án nokkurs ákvæðis um
sömu laun fyrir jafnverðmæt
störf.
Lög nr. 71, 28. nóv.
1919 um laun embættis-
manna. Lægst launuðu em-
bættismennirnir eru talsíma-
konur við bæjarsímann í
Reykjavlk og kennari við
Málleysingjaskólann.
(Kennarinn mun hafa verið
kona).
(Úr ártalaskrá sem Anna
Sigurðardóttir forstöðu-
maður kvennasögusafnsins
lagði fram á ráðstefnunni)
Um jafn-
launaráð
ÚR lögum um jafnlaunaráð
nr. 37, 24. apríl 1 973:
1. gr. „Konum og körlum
skulu greidd jöfn laun fyrir
jafnverðmæt og að öðru
leyti sambærileg störf."
2. gr. „Atvinnurekendum
er óheimilt að mismuna
starfsfólki eftir kynferði.
Gildir þetta ekki aðeins um
launagreiðslur heldur um
hvers konar greinarmun, úti-
lokun eða forréttindi til at-
vinnuráðningar og skipunar
í starf, Tilunninda og hækk-
unar í starfi."
Jafnlaunaráð á m.a. að
taka við ábendingum um
brot á ákvæðum laganna,
rannsaka málið af því tilefni
og senda að rannsókn lok-
inni málskjöl til þeirra aðila,
sem málið snertir.
(I jafnlaunaráði eru:
Guðrún Erlendsdóttir, form.,
Áslaug Thorlacius, Haraldur
Ólafsson, Ólafur Jónsson og
Þórunn Valdimarsdóttir)
í umræðum á ráðstefn-
unni kom fram, að misbrest-
ur hefði orðið á að launþega-
samtök og stéttarfélög
hefðu kynnt félagsmönnum
sínum lögin og mörgum
væri með öllu ókunnugt um
tilvist þeirra. Einnig kom
fram, að Jafnlaunaráð hefur
aðeins afgreitt 5 mál á þess-
um tveim árum.
ASI
Fæðinga-
orlof
Tækifæri til heimaveru
vecjna barnsburðar.
I umræðuhópi um félags-
lega þjónustu var m.a. rætt
um framkvæmd 3ja mánaða
fæðingarorlofs opinberra
starfsmanna og talið
nauðsynlegt að gera konum
í þjónustu ríkisins Ijóst, að
þann rétt eiga þær án
nokkurra kvaða.
Hópurinn lagði áherslu á,
að hraða yrði reglugerð um
fæðingarorlof kvenna í
verkalýðsfélögum og tryggt
að konur úr félögunum
fengju sæti í nefnd þeirri er
semur reglugerðina. Þá taldi
hópurinn mjög mikilvægt að
bráðabirgðaákvæði laganna
um fæðingarorlof, sem sam-
þykkt var á Alþingi 1 6. maí
1975, verði að veruleika. í
því ákvæði felst að tryggður
skuli tekjustofn í því skyni
að veita öllum konum á
landinu samþærilegt
fæðingarorlof.
Skoðana- ~
könnun
Skoðanakönnun var gerð á
því hverjar ráðstefnugestir
teldu helstu orsakir fy.rir lítilli
þátttöku kvenna í starfi
stéttarfélaga
Eftirtaldar ástæður töldu
flestir veigamestar:
1. Tvöfalt vinnuálag
kvenna á vinnustað og
heimili
2. Almenn hlédrægni eða
minnimáttarkennd kvenna
sem stafar af uppeldislegum
fordómum og hefðum
3. Getu og hæfni kvenna er
fyrirfram vantreyst af félags-
mönnum.
4. Skilningsskortur maka,
fjölskyldu og vina
5. Forystuhópur karla tor-
veldar þátttöku kvenna.
6. Fræðsla um stéttar-
málefni er vanrækt.
7. Lögð er verulega meiri
áhersla á hagsmuni og
stéttarmálefni karla en
kvenna.
99
Undir lok ráðstefnunnar var þetta kveðið:
Kvennaráðstefna er þarfaþing
þar var gaman að masa og lúra.
En þegar allt er komið í kring
karlana vantar til að skúra.
Valborg Bentsdóttir.
99