Morgunblaðið - 05.10.1975, Page 38

Morgunblaðið - 05.10.1975, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTOBER 1975 Hjónaminning: Anna Pétursdóttir 09 Magnús Stefánsson Á morgun verðijr til moldar borin frá Fossvogskapellu tengda- móðir mín frú Anna Pétursdóttir Rauðarárstíg 34, Mig langar nú að leiðarlokum að minnast tengdaforeldra minna, þeirra Magnúsar Stefánssonar, f. 15/5 1892, d. 18/5 1974, og konu hans Önnu Pétursdóttur f. 26/7 1892, d. 25/9 1975. J>essi hjón voru dæmigert íslenzkt alþýðufólk. Þau unnu hörðwm höndum frá barnæsku til dauðadags við störf til sjávar og sveita, komu upp stórum barna- hópi við knöpp kjör, en með miklum sóma. Gestrisni og glað- værð einkenndi heimili þeirra, enda vinsæl og vinamörg hvar sem þau bjuggu. Þau fæddust bæði sama ár aust- ur í Þykkvabæ, hann að Borg en hún að Stóra-Rimakoti. Anna var dóttir hjónanna Péturs Magnús- sonar og Önnu Benediktsdóttur og ólst upp i foreldrahúsum, ásamt Benedikti bróður sínum. Benedikt var 7 árum yngri en t Þökkum mmlega sýnda samúð vegna andláts ÞURÍÐAR JÚLÍUSDÓTTUR frá Syðra-Seli. Vandamenn. t Konan mín, móðir okkar. tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ljósheimum 1 0 verður jarðsungm frá Fossvogskirkju, mánudaginn 6 okt kl 1 3 30 Sæmundur Sigurtryggvason, börn, tengdabörn og barnabörn t Eigmmaður mmn, faðir, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR F.E. BREIÐDAL, húsgagnasmíðameistari, Barmahlíð 40, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 7 október kl 13 30 María Þórðardóttir, Ásta Breiðdal, Birgir Breiðdal, Ragnhildur Smith, Guðmundur, Laufey Ásta, Birgir. t Þökkum af alhug samúð, einlægan vinarhug og margskonar stuðning okkur veittan, við andlát og útför sonar okkar og bróður, EIRÍKS ÁSGRÍMSSONAR. Sérstakar þakkir færum við skólasystkinum hans og vinum frá Laugar- vatni, sem heiðruðu fagurlega minningu hans Þorbjörg Eiriksdóttir, Ásgrímur Jónsson, Guðrún Ásgrimsdóttir, Sigurður Benediktsson, Stefán Ásgrimsson, Sif Knudsen Konráð Ásgrímsson, Elin Siggeirsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, EINARS GUÐNASONAR, bifreiðastjóra, Sérstakar þakkir viljum við færa Jónasi Guðlaugssyni, rafveitustjóra, og Albert Krístinssyni, verkstjóra fyrir einstaka vinsemd við hinn látna svo og öðru samstarfsfólki hans og félögum. Guð blessi ykkur öll. Laufey Guðnadóttir, Þorsteinn Eyjólfsson, Benedikt Guðnason, Þuríður Guðjónsdóttir, SigurðurM. Jóhannsson, Daðey Sveinbjörnsdóttir. t Öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns, sonar, föður tengdaföður og tengdasonar ÁRNA HINRIKSSONAR, framkvæmdastjóra Bröttubrekku 5, Kópavogi, færum við innilegustu þakkir og kveðjur Einkum viljum við færa stjórn Sjómannadagsráðs og starfsfólki stofnana þess bestu þakkir okkar fyrir hlýhug og virðingu við minningu hins látna. Fyrir hönd vandamanna Helga Henrýsdóttir, Anna Árnadóttir, Wagle Ellen Ingibjörg Árnadóttir, Hörður Svavarsson, Anna Árnadóttir, Gunnar Hinrik Árnason, Guðrún Árnadóttir, Helga Dagný Árnadóttir, Árni ÞórÁrnason, Guðrún Þorsteinsdóttir. Anna. Hann lézt fyrir tveimur árum. A þessum árum tóku heil biigó börn snemma til hendinni við bústörfin og mun Anna ekki hafa látið sinn hlut eftir liggja í þeim efnum. Hún var eftirsóttur starfskraftur í sveitinni, þegar ár- in liðu, vegna dugnaðar og sam- vizkusemi við öll störf, sem henni voru falin. Ekki tafði skólanámið aldamótabörnin lengi frá vinnu. En sú stuttá skólaganga, sem þau fengu fyrir ferminguna, var vel nýtt af glöggum unglingum. Anna hefði vissulega kosið lengri skóla- göngu, því að hún var kona bók- hneigð alla sfna tið. En brauðstrit- ið sat í fyrirrúmi. Magnús var sonur hjónanna Stefáns Magnússonar og Sesselju Magnúsdóttur. Magnús var einn af tólf börnum þeirra hjóna. Hann fór f fóstur sjö ára til hjón- anna Katrínar Kristjánsdóttur og Jóns Þórðarsonar í Unhól og ólst þar upp til fermingaraldurs. Eftir ferminguna fór hann í vinnu- mennsku að Páls-Nýjabæ. Þar vann hann við sveitastörf á sumrum, en fór á vertiðir á vetr- um suður í Garð eða Þorlákshöfn. Jafnræði var því með þeim Magnúsi og önnu hvað snerti dugnað til allra starfa. Magnús og Anna voru skóla- og fermingarsystkini. En þeirra sam- leið var ekki þar með lokið. Þau gengu í hjónaband 29. okt. 1916. Siðan leiddust þau hamingjusöm gegnum Iifið á hverju sem gekk í 58 ár, eða þar til Magnús lézt 18/5 ’74. Anna mun ekki hafa óskað eftir löngum aðskilnaði við mann sinn þá fremur en áður á lífs- Ieiðinni. Svo varð heldur ekki. Það liðu aðeins sextán mánuðir þar til hún kvaddi einnig þennan heim. Og nú ætti ekkert að geta skilið þau að lengur. Magnús og Anna leigðu sér jörð i Þykkvabænum fljótlega eftir að þau gengu í hjónaband og hófu búskapinn. Efnin voru lítil og bústofninn eftir þvi. En þau voru ung og sterk og staðráðin í því að standa á eigin fótum í lífinu, þó að lífsbaráttan væri oft erfið. Eft- ir fáein ár var jörðin seld, en ungu hjónin höfðu ekki fé til þess að festa sér jörðina. Þá fluttust þau til foreldra Önnu og bjuggu í sambýli við þau í tvö ár, meðan þau hugsuðu ráð sitt. Arið 1923 fluttu þau svo búferlum úr heimabyggð sinni, Þykkvabæn- um, að Ráðagerði i Vetleifsholts- hverfi. Þessi ákvörðun þeirra var áreiðanlega ekki sársaukalaus. I Ráðagerði bjuggu þau í ellefu ár. Með dugnaði og árvekni tókst búskapurinn allvel. Magnús varð samt oft að afla heimilinú tekna með því að fara á vertiðir til Vest- mannaeyja. Arið 1934 fluttust þau að Vetleifsholti og bjuggu þar til ársins 1946. Það ár hættu þau búskap og fluttust suður eins og svo margir fleiri. Þau festu kaup á húsinu Sólvöllum á Sel- tjarnarnesi. Magnús stundaði ýmis störf í Reykjavík t.d. bygg- ingarvinnu. Um árabil starfaði hann hjá Gólfteppagerðinni og síðast hjá Sveini Egilssyni. Vinnuferli hans lauk, þegar hann var orðinn 78 ára, þá farinn að heilsu og kröftum. Síðustu árin bjuggu þau hjónin að Rauðarár- stíg 34, i sambýli við dóttur sína Þóru. En hún var þeim stoð og stytta í ellinni. Magnús og Anna eignuðust átta börn, sjö dætur og einn son. Börnin eru öll á lífi og búsett i Reykjavík og á Scltjarnarnesi. Auk sinna átta barna ólu þau upp að nokkru leyti þrjú barnabörn sín. Heimili þeirra hjóna var þvi oftast mannmargt. En þau hjón voru þannig gerð, að aldrei' leið þeim betur, en þegar gest- kvæmast var og flest í heimili. Alltaf var rúm fyrir fleiri gesti, þótt húsakynnin hefðu ekki verið stór. Afkomendahópurinn var orðinn fjölmennur. Börn þeirra 8 hafa eigr.ast 30 börn og barna- börnin hafa eignazt ellefu. Hjónin Magnús og Anna skil- uðu löngu og erfiðu dagsverki, en jafnframt hamingjurfki dags- verki, bæði fyrir þau sjálf og niðja sína. Ég mun jafnan minnast tengda- foreldra minna með hlýhug og þakklæti og er þess fullviss að þannig muni minning þeirra geymast í hugum allra, sem kynntust þeim á lífsleiðinni. Blessuð sé minning þeirra. J.Þ.J. Haukur Kristjáns- son - Minningarorð I gær var jarðsunginn frá Húsa- vikurkirkju Haukur Kristjánsson. Hann var fæddur 28. febrúar 1956, sonur hjónanna Kristjáns Arnljótssonar rafveitustjóra og Gerðar Björnsdóttur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, HELENU GESTSDÓTTUR. Böðvar Guðmundsson, Inga Gestsdóttir, Ásta Gestsdóttir, Gústaf Gestsson, Nína Guðmundsdóttir. + Hjartans þakkir til allra er vottuðu samúð við andlát og útför eigin- manns mins og föður, SIGURÐAR GUOMUNDSSONAR, Lokastlg 9. Sólveig Kristjánsdóttir, Valtýr Sigurðsson. + Útför eiginkonu minnar. GABRIELU JÓHANNESDÓTTUR, Bakkavegi 4, Hnlfsdal, fer fram frá Kapellunni i Hnifsdal þrið,udaginn 7 október kl 14.00. Jóakim Pálsson. 23. september s.l. barst okkur sú harmafregn að vinur okkar hefði látizt aðfararnótt mánudags 22/9 af slysförum. Þetta var mikið reiðarslag. Það er erfitt að sætta sig við að svona ungur og lífsglaður maður skuli vera tekinn frá okkur á svo svip- legan hátt. Haukur var einn hinna rólyndu manna, sem vaxa við nánari kynni, hann var tryggur vinum sínum og ávallt hægt að leita til hans ef erfiðleikar steðjuðu að. Seint mun fyllast skarð það er kom í vinahópinn við fráfall hans. Ófáar voru þær kvöldstundir er við sátum að tafli. Haukur var skákmaður góður og oft sat hann langtímum saman við að ráða ein- hverja taflþrautina. Hann hafði nýlega hafið nám við rafvirkjun og lífið virtist brosa við þessum góða dreng. Sár harmur er nú kveðinn að ástvin- um hans, aðstandendum og vin- um. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Hauki og vott- um fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Vinir. + Eigmmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi KARL G. PÁLSSON, Grettisgötu 48, B verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 6. okt. kl. ^ ^ ^ Jóna Guðjónsdóttir, Ólafur G. Karlsson, Guðrún A. Árnadóttir. og barnabörn. + Móðir min tengdamóðir og amma okkar, CLARA GUÐJÓNSDÓTTIR, Heiðarlundi 21, Garðahreppi, áður Ránargötu 1 5, sem andaðist 30 sept verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavik, kl 3 siðdegis, þriðjudaginn 7. október Halldóra Ólafsdóttir, Óli Þ. Haraldsson, Emil Gunnar, Ólöf Hanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.