Morgunblaðið - 05.10.1975, Page 44

Morgunblaðið - 05.10.1975, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKT0BER 1975 Miðdegisverður hjá galdrakarli helst veiða fiskinn sjálfur. En alifuglar verða bara betri við að standa í nokkra daga. Við verðum líka að fá okkur nokkr- ar pylsur. Það er auðvelt. Hann tók litla leirflautu upp úr vasan- um og blés í hana. Út úr hinum enda flautunnar kom löng, brún kúla, lík pylsu. Oliver tók við henni og setti hana á heitan disk. Og þetta VAR pylsa, því ég borðaói hana. Hann bjó til sex pylsur, og á meðan ég horfði á þetta, lagði Oliver grænmetið niður á borðið. Ég veit ekki hvaðan það kom. En sósan kom eins og áður, úr hatti hr. Leakey. Litlu síðar varð eina óhapp kvöldsins. Bjallan, sem gekk um með saltið, hrasaði um fellingu í dúknum og hellti saltinu niður rétt fyrir framan hr. Leakey, sem áminnti hann stranglega. „Það kemur þér að góðu, Leopold, að ég er skynsamur maður. Væri ég hjátrú- arfullur, sem ég er ekki, hefði ég haldið að þetta boðaði ógæfu. En það ert þú sem COSPER Við vorum svo ðheppnir að teikning arkitekts- ins krumpaðist f meðförum. verður fyrir ógæfu ef svo vill verða. Mig langar mest til að breyta þér í manneskju aftur. Ef ég gerði þaðog sendi þig á næstu lögreglustöð, myndu þeir spyrja þig hvar þú hafir falið þig. Og heldur þú að ein- hver muni trúa þér, þegar þú svarar, að þú hafir verið bjalla allt síðasta ár? Skammast þú þín ekki?“ Leopold velti sér yfir á bakið þar sem nann lá og spriklaði löppunum eins og hundur sem skammast sín. „Þegar Leopold var manneskja," sagði hr. Leakey, „lifði hann á því að féfletta fólk. Þegar lögreglan komst að því og ætlaði að taka hann fastan, kom hann til Sagan af töfra- bandinu bláa rauða bæinn sinn aftur. — „Nei, karlinn minn“, sagði piltur. „Þú skalt fá að reyna það sem ég reyndi, þó ég geti nú ekki lagt á þig blindu“. Svo setti piltur risann út í áralausan bát, — en hann hafði engin ljón til þess að fylgja sér. Nú var piltur orðinn einn eftir, og langaði til þess að hitta konungsdóttur aftur. Og að lokum hélst hann ekki við lengur. Svo útvegaði hann sér fjögur skip og menn á þau og ætlaði að fara til Arabíu og sækja konuefnið sitt. Nokkurn tíma sigldu skipin fyrir besta byr, en svo kom logn og skipin lögðust við klettaey eina. Þar gengu skipsmenn á land og gengu um sér til dægrastyttingar. Þá fundu þeir egg, sem var eins stórt eins og lítið hús. Þeir byrjuðu að berja á það með stórum steinum, en gátu ekki brotið á það gat. Þá kom piltur með sverðið sitt og fór að gá, hvað gengi á, og þegar hann sá eggið, sagðist hann ekki halda, að það væri neitt sérstaklegt þrekvirki að brjóta það, hjó í eggið, svo það klofnaði og út kom fuglsungi, sem var á stærð við fíl. „Nú höfum við víst gert skyssu", sagði piltur. „Þetta getur kostað okkur lífið“, og svo spurði hann sjómennina, hvort þeir héldu að þeir gætu siglt til Arabíu á einum sólarhring, ef þeir fengju góðan byr. Jú, þeir héldu nú að það væri lítill vandi. Vtfí> MORödKí- kAFP/NO Hann aðstoðar þig örugglega Þetta er mjög vandasamt við höggin, hann aðstoðar líka hlutverk fyrir þig: Þú átt að við að höggva skarð f seðlavesk- ieika mjög gáfaða konu! ið fyrir þig. i Einkennileg tilviljun: Mér Ég sé: Hann var mjög mynd- var nefnilega ifka spáð miklum arlegur maður, en er nú aðeins frama! svipur hjá sjón. — Hvers vegna ertu svona alvarlegur? — Ég er að hvfla mig. — Hvað áttu eiginlega við með þvf? — Ég er gamanleikari. — Veiztu hvers vegna það eru stjörnur og strik í ameríska fánanum? — Nei. — Stjörnurnar eru frá Hollywood en strikin frá Sing- Sing. — Svo þú ætlar að verða rithöfundur og getur ekki skrifað eina einustu óbjagaða setningu á fslenzku. — Það gat Shakespeare ekki heldur. Mennirnir eru máli gæddir til þess að dylja hugsanir sfnar. Ungfrúin: — Ég vil fá tvö kirsuber f kokkteiiinn minn. Læknirinn segir að ég eigi að borða mikið af ávöxfum. — Talar maðurinn þinn nokkurn tíma upp úr svefn- inum? — Já, það er hræðilegt. í fyrra varð hann sér til skamm- ar f kirkjunni. Hún: — Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Hann: — Nei. Hún: — Jæja, við sjáumst kannski seinna. — Hvernig er Sigurður f verzlunarviðskiptum? — Það eina, sem hann hefur komizt yfir með heiðarlegum hætti, er gigtin f skrokknum á honum. Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 64 Dianc roðnaði og það fór henni reyndar ósköp vel. — Mér þvkir leitt að heyra að hann varð að nota sinn dýrmæta tfma f mig. Hún brosti um leið og hún mælti þessi orð en sfðan færðist alvörusvipur yfir andlit hennar. — Ég get ekki að þvf gert að ég hef samúð með Jariusi Krone- berg. — Þér skuluð spara meðaumk- un yðar. læknir, svaraði Felix. — Ég skal viðurkenna að það var aumkunarvert að sjá hann áðan — hann er veikur og gamall maður, sem sjáffsagt iðrast gerða sinna. Ég er sannfærður um að lögfræðingi hans muni takast að slá á samúðar strengi, þegar mál hans verður tekið fyrir. En þér skuluð þá einnig hugleiða að hann hafði þrek til að fresta því, ef svo má segja að bugast þangað til dauði Mariettu Shaw var opin- berlega gerður heyrin kunnur. Kannski var það þessi bið, sem gerði það að verkum, að hann lét algerlega og endanlega bugast, þegar að þvf kom. Þér verðið að gera það upp við yður hvort það skal rakið til iðrunar egna hræði- legra ódæða hans eða vegna þess að hann var fokbrjálaður af reiði að vita að hann hafði eyðilagt allt fyrir sjálfum sér. — Það var ekki áform hans að drepa hana. — Hvers vegna fór hann þá flugleiðis til New Vork undir röngu nafni og bjó einnig á hóteli undir öðru nafni, skaut David inn f samræðurnar. — Vegna þess að honum var mjög f mun að kona hans fengi ekkcrt að vita, sagði Diane gremjulega. — Ég skal nú rekja þetta fyrir vður f megindráttum, sagði Fclix. — Jarius Kroneberg kom til Palm Springs á föstudagskvöld. Það eitt vakti fyrir honum að dvelja þar sér til hvfldar og hress- ingar áður en hann kastaði sér út f mikla vinnu sem hann taldi að myndi veita honum aftur fyrri virðingu og metorð í kvikmynda- borginni. Á laugardag lék hann golf og hefur sjálfsagt baðað sig upp úr hamingjuóskum sem fylgdu f kjölfar frétta um að hin mikla leikkona væri að snúa aftur og hann hefði náð samningi við hana. En sfðan hringir Marietta Shaw til hans um hádegið. Ilún sagði honum f stuttu mðlí að hún hefði ekki lengur minnsta áhuga á að ryðjast aftur til frægðar og frama í kvikmyndaheiminum. Kannski hefur hún einnig reynt að hafa samband við Hagen, en það tókst ekki vegna þess að hann var staddur í Connecticut. Þegar hún náði loks f hann á mánudag frestaði hann að hitta hana f hálfa klukkustund. En Jarius Krone- berg brást samstundis við. Endur- koma Mariettu Shaw skipti sköp- um fyrir hann og sjálfsagt hefur hann verið farinn að taka forskot á sæluna. Ég get vel fallist á engu að sfður, læknir, að hann hafi ekki tekíð fyrstu vél til New York í þeim cina tilgangi að drepa hænuna sem átti að verpa gull- egginu. Nci, eins og hann sagðí sjálfur, fór hann þangað til að reyna að koma vitinu fyrir hana — fá hana til að taka málið til endurskoðun- ar — og reyna að lokka hana með enn glæstari gylliboðum. Það er rétt að hann ferðaðist undir fölsku nafni og að hann lét konu sfna ekki vita af fyrirætlun sinni — kannski var honum í mun að það fréttíst ekki að hann ætfi í vandræðum með stjörnuna sfna. En allar tilraunir hans voru árangurslausar, viðræður við Mariettu Shaw leiddu ekki til neins. Hún HAFÐI tekið sfna ákvörðun og alllr vita hversu þrjózt hún virðist hafa getað verið, þegar sá gállinn var á henni. Þegar hún daufhcyrðist við öllum hans bænum hcfur hann gert sér ljóst að hann yrði að einbeita sér að þcirri ástæðu sem lá til grundvallar hinni breyttu afstöðu hennar, sem sé Arthur Talmcy. Hann hafði feng- izt við svipuð vandamál áður. Ég er alveg sannfærður um að málið með Eric Dorf gekk fyrir sig sem hér segir: þegar Kroneberg komst á snoðir um að Dorf var farinn að gera sig heldur heima- kominn hjá Mariettu Shaw, aflaði hann sér vitneskju um einkamál hans og sá um að frú Dorf var kvödd til HoIIywood og kom mál- unum þannig f kring að Marietta Shaw skyti upp kollinum á við- kvæmu augnahlikí. Ef þér kallið þetta ekki að undirbúa málin með köldu blóði og fullkomiega til- finningalaust, þá þekki ég yður illa! En Talmey var ckki jafn auðveldur viðfangs, þvert á móti. Enginn þarf að halda þvf fram að Kroneberg hafi ekki veríð full- komlega með sjálfum sér, þegar hann drap hann og þvf næst gróf hann Talmey úti f skóginum, pakkaði niður föggum hans og kom öllu fyrir f geymslu á Cen- tral Station. — Ég hafði eiginlega einnig vissa meðaumkun með honum til að byrja með, sagði David. — Meira að segja þegar ég skildi að fyrra morðið var ekki framið til að hindra að Marietta Shaw sneri aftur til Hollywood, heldur til að TRYGGJA að hún gerði það — ekki fór mig samt að gruna að Kroneberg hefði framið ódæðis- verkin. Og svo þessi fjárans upp- hringing! Ekki nóg með það að ég kyngdi því sem góðu og gildu að viðkomandi hefði verið Talmey f eigin persónu — meira að segja þegar ég vissi að það GAT ekki hafa verið hann, var Kroneberg ekki kominn f tölu þeirra sem ég tortryggði hvað mest. Ég reiknaöi einhvern veginn með að hringing- in hefði komið héðan og ég vissi að Kroneberg var þá f Hollywood. Ég verð að venja mig á að trúa að við höfum sjálfvirkan sfma um þvert og endilangt landið. En Diane Quain var ekki full- komlega ánægð. — Ef Kroneberg er virkilega svona útsmoginn, hvers vegna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.