Morgunblaðið - 05.10.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975
45
VELVAKAIMOI
0 Látinn fyrir
25 árum
Nýlega birtum við bréf frá
Breta nokkrum, sem vildi n& sam-
bandi við íslenzkan vin sinn,
Daníel Sumarliðason. Nú hafa
okkur borizt þær upplýsingar, að
Daniel hafi látizt 6. júní 1950.
Hann var vörubilstjóri og öku-
kennari hér i bæ.
# Sýning
Péturs Friðriks
Páll Daníelsson í Hafnar-
firði skrifar:
,,Ég vil með þessum línum
flytja Pétri Friðriki beztu þakkir
fyrir mikla og góða sýningu mál-
verka sinna að Kjarvalsstöðum.
Hvað minn smekk snértir, þá eru
þar fáar myndir, sem ekki væri
gaman að eiga, og svo mun fleir-
um farið.
Sjálfur get ég ekki dregið
pensil til sköpunar myndar, þótt
mér tækist e.t.v. að draga strik
eftir reglustiku eða lita blett á
blað í gegnum plötu. Ég ætla mér
heldur ekki að gerast neinn
skömmtunarmaður á list og segja
fólki hvað sé list og hvað ekki, því
að ég vil ekki láta segja mér
sjálfum fyrir verkum í þvi efni.
Einn getur talið list það sem mér
finnst ekkert varið í og öfugt.
Ég gat ekki verið við opnun
sýningar Péturs Friðriks og sá
ekki hverjir þar komu. Hins veg-
ar las ég í blaðagrein, að þar
hefðu fáir listamenn látið sjá sig
og var kennt um deilunni út af
sýningum á Kjarvalsstöðum.
Stundum er deilt hart um ýmsa
hluti en aldrei hefur stórmann-
legt talizt að fara i fýlu þótt átök
séu. En þegar menn eru að eigin
áliti orðnir svo stórir í list sinni og
egóisminn gagntekið þá svo, að
þeir líti allan almenning þeim
augum, að hann eigi bljúgur og i
auðmýkt að taka við listmolum
þeirra, þá er sannarlega stefnt i
•myrkviði afturhalds, stöðnunar
og getuleysis.
Hins vegar hefur það verið svo
og verður á meðan frjáls hugsun
er við lýði, að enginn verður lista-
maður af þvi að hrópa hátt um
sjálfan sig, heldur af þeim
verkum, sem almenningur, þótt
fáfróður sé talinn í listum, getur
Iifað sig inn í og notið.
Listamat hlýtur ávallt að verða
einstaklingsbundið. Þar getur
enginn sagt fyrirverkum.
Páll Daníelsson."
O Athyglisverö
kvikmynd
Áhugamaður um kvik-
myndir skrifar:
viðurkenndi hann þá ekki að
hann hefði farið í þessa skyndiför
til New York og staðha'fði að við-
ræðurnar hefðu borið tilætlaðan
árangur? Hann gat bara staðhæft
að hann hefði fengið Mariettu
Shaw til að fallast á að leika f
einni einustu kvikmynd ...
— Jú, auðvitað hefði honum
verið það f lófa lagið, en hann
gerði það nú ekki, svaraði Felix.
— Þér eigið sem sagt við að þér
hafið gabbað hann til að játa á sig
morðin?
— Nei, eiginlega ekki. Um var
að ræða yfirheyrslu. Þér vitið að
játning sem er gefin undir slík-
um kringumstæðum hefur ekki
gildi f rétti. Þér getið bókað að
þetta verður engu að sfður tekið
trúanlegt. Og nú þegar við vitum
hvaða nafn Kroneberg tók sér,
verður ekki erfitt að komast að
því hvaða bfl hann leigði sér til að
koma undan líki Talmeys og hafi
bíllinn ekki verið þveginn ræki-
lega verður sjálfsagt unnt að
finna þar ummerki sem taka af
öll tvfmæli. En þetta er allt eðli-
legur gangur og sjálfsagður. Ekki
satt, Línk?
— Jú, svaraði David og sfðan
leit hann til Diönu Quain, sem
einnig kinkaði kolli...
SÖGULOK
„Einstöku sinnum kemur fyrir
að gerðar eru myndir, sem eru svo
nærri raunveruleikanum, venju-
legum mannlegum raunveru-
leika, að þær vekja enga forvitni.
Kvikm.vndir eru um ýmiskonar
drauma, drauma um ástir.
drauma um ofbeldi, og drauma
um hetjulund. Stjörnubíó sýnir
aftur á móti ntynd um þessar
mundir, sem nefnist Vandamál
lífsins, og fjallar um þær harð-
neskjulegu staðreyndir, þegar
fólk kemst á elliheimilaaldurinn
og ýtist til hliðar i því samfélagi,
sem það átti þátt i að skapa, og
þar sem það lagði fram krafta
sína. Það er að vísu búið að ræða
þessi mál mikið hérna megin
hafsins, og margt hefur verið gert
til að létta fólki aldurdóminn. Og
vitnað er til þess í myndinni, að
svona sé fólk orðið gamalt vegna
nýrra læknisdóma. Fólk hverfur
því ekki lengur héðan úr kröm-
inni, heldur úr skínandi velsæld,
margt hvert, þrúgað eftirlaunúm
og aðgerðaleysi.
Myndin í Stjörnubfói höfðar
ekki til drauma áhorfandans. Hún
er um staðreyndir, sem hver ein-
asti maður, karl sem kona verður
að fást við einhverntíma á ævinni.
Kunnur leikari og leikstjóri,
Melvyn Douglas, fer með aðal-
hlutverk ásamt Gene Hackman,
sem lífir við mikinn orðstir fyrir
leik i æsimyndum. Þeir gera sina
hluti vel i myndinni, og á þaþ sinn
þátt i þvi að flytja áhorfendum
heim sanninn um erfiðleika þess
að verða gamall."
% Happdrætti
Krabbameins-
félagsins
Jón Oddgeir Jónsson skrif-
ar:
„Magnús Þórðarson skrifar ný-
lega i dálka yðar um vandkvæði
þeiiTa, sem kaupa happdrættis-
miða ýmissa félaga. Þetta á þó
ekki, sem betur fer, við um öll
félagshappdrætti. Tökum sem
dæmi happdrætti Krabbameinsfé-
lagsins. Drætti er aldrei frestað.
Daginn eftir (og stundum sam-
dægurs) að dregið hefur verið um
vinningana hjá borgarfógeta-
embættinu eru vinningsnúmer
lesin margoft i rikisútvarpinu.
Næstu daga eru númerin birt í
dagblöðum, annað hvort i fréttum
eða auglýsingum. Ef eigendur
vinningsnúmeranna gefa sig ekki
fram eftir nokkra daga, er hafizt
handa að nýju með tilkynningu í
útvarpi.
Auk þess eru gefnar upplýs-
ingar um vinninga allan sólar-
hringinn i simsvara félagsins i
nokkra mánuði eftir að dregið
hefur verið, en félagið hefur, að
jafnaði tvö happdradti á ári —
vor og haust.
Félagið hefur spjaldskrá um
alla þá, sem fá happdrættismiða
senda heim og er þvi unnt að
tilkynna þeim strax um vinninga,
svo framarlega sem greiðsla fyrir
miðana hefur verið send fyrir
þann dag, sem dregið er. í lok
greinar sinnar leggur Magnús til
að öll félög, sem selja happdradt-
ismiða, verði látin birta tilk.vnn-
ingar sínar um vinninga og fleira
í ákveðnum dálki dagblaða, og.vil
ég gjarnan vinna að því að svo
verði.
Jón Oddgeir Jónsson."
HOGNI HREKKVISI
Amma? Vissir þú, að kettir voru dýrkaðir í Egyptalandi
til forna?
Opið í kvöld
Kvartett Árna
ísleifs leikur
HOTEL BORG
Modelsamtökin
sýna haust- og
vetrartískuna
á Hótel Sögu
í kvöld kl. 21.00
Brynja og Sæmi sýna
Jitterbuck
Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar leikur fyrir
dansi til kl. 1.
Aðgöngumiðasala
við innganginn.
eftir kl. 7
Mode/samtökin.
KRAKKAR
Þaö veröur aftur barnaskemmtun
í Háskólabíói núna sunnudaginn
5. október klukkan 1.15
á vegum Foreldrasamtaka barna með sérþarfir.
Fyrir ári fengu ekki allir miða sem vildu Nú fá
þeir tækifæri.
Dregið verður um tíu happdrættisvinninga og
kynnir verður ekki Aldinborrinn eins og í fyrra,
heldur Mikki refur. Auk þess skemmta skóla-
hljómsveit Kópavogs, Ómar Ragnarsson, Bald-
ur Brjánsson, nemendur frá Heiðari Ástvalds-
syni, Guðrún Ásmundsdóttir, Kjartan Ragnars-
son og Soffía Jakobsdóttir, Halli og Laddi o.fl.
53^ SIGGA V/öGÁ 11/LVERAM