Morgunblaðið - 05.10.1975, Side 48
GNIS
lAUGAVEGl í78.
SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1975
I -
Sjö þyrluslys á nokkrum árum:
GNA var tryggð
fyrir 58 millj. kr.
„VIÐ erum þcgar farnir að hugsa
um kaup á nýrri þyrlu, en á þess-
ari stundu er ekkert hægt að
segja um hvaða tegund verður
fyrir valinu. Þyrlan GNÁ var
tryggð fyrir 360 þús. dollara eða
58 millj. krðna. Hún var af eldri
gerð og átti eftir stuttan tíma að
fara f stóra skoðun,“ sagði Pétur
Sigurðsson forstjóri Landhelgis-
gæzlunnar í samtali við Morgun-
blaðið f gær.
Pétur Sigurðsson sagði, að eftir
helgi yrði farið að vinna í málinu
af miklum krafti, enda gætu
landsmenn ekki verið án stórrar
þyrlu, sem oft væri búin að sýna
ágæti sitt. Flakið af GNÁ væri nú
komið í geymslu og á næstunni
kæmu sérfræðingar frá Banda-
ríkjunum til að skoða gírinn, sem
bilaði, enda þyrfti að skoða þetta
nákvæmlega til að fyrirbyggja að
svona nokkuð gæti hent sig aftur.
Morgunblaðið spurði Pétur,
hvort það hefði verið algengt, að
Vísitala á spari-
merki reiknuð
4 sinnum á ári
— segir Gunnar Thorodd-
sen félagsmálaráðherra
1 FRAMHALDI af frétt Mbl. í
fyrradag um að verðbætur á
sparimerkjum hjá Húsnæðis-
málastjórn rfkisins væiu.að-
eins reiknaðar út einu sinni á
ári 1. febrúar og þvf yrðu
menn að bfða þar til eftir þann
tfma með að leysa sparimerkin
sfn út til að fá fullar verð-
bætur, hafði Mbl. samband við
Gunnar Thoroddsen félags-
málaráðherra og spurði hann
um þetta mál. Ráðherra sagði:
„Þetta hefur verið framkvæmt
á þennan hátt, en ég tel að
útreikninga eigi að gera á
þriggja mánaða fresti eða 4
sinnum á ári og hefur verið
ákveðið að þessu verði brevtt f
það horf.“
þyrlan hefði unnið fyrir fyrirtæki
eða félagasamtök.
Pétur sagði, að Landhelgisgæzl-
an hefði alla tíð reynt að aðstoða
fólk eftir beztu getu, hvort sem
væri á sjó eða landi. Nauðsynlegt
væri að halda flugmönnum þyrl-
unnar í toppþjálfun og með því að
taka að sér ýmiskonar verkefni
við allskonar aðstæður hefði það
tekizt. Svona óhapp hefði alls-
staðar getað komið fyrir.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Skúla Jón Sigurðsson,
fulltrúa hjá Flugmálastjórn.
Hann sagði, að það sem hefði
gerzt við Skálafell lægi hreint
fyrir, og nánari athugun á bilun-
inni færi ekki fram fyrr en eftir
helgi.
Aðspurður sagði Skúli, að
ekkert samband væri milli þeirra
mörgu þyrluslysa, sem orðíð
hefðu að undanförnu, en þrjár
þyrlur hafa farizt á íslandi á
þessu ári. Slysið í Skálafelli
stafaði af tæknigalla og allt
bendir til að svo hafi einnig verið
fyrir stuttu á Fáskrúðsfirði, er
Brandley-þyrla Andra Heiðbergs
eyðilagðist. Slysið í Hvalfirðinum
var hinsvegar að lfkindum af
mannlegum mistökum.
Sjö þyrluslys hafa orðið á Is-
landi á tiltölulega stuttum tfma.
Fyrir allmörgum árum fórst
bandarfsk þyrla á Skarðsheiði,
síðan fórst önnur við Kúagerði og
ein undir Eyjafjöllum, og með
þessum vélum fórust menn. Þá
eyðilagðist hin gamla þyrla Land-
helgisgæzlunnar, TF-EIR, á
Rjúpnafelli fyrir nokkrum árum.
Á þessu ári hafa sfðan farizt þrjár
þyrlur, vél Þyrluflugs, sem fórst í
Hvalfirði, vél Andra Heiðbergs,
sem eyðilagðist á Fáskrúðsfirði,
og nú síðast TF-GNÁ.
Þá er Morgunblaðinu kunnugt
um að alloft hefur komið fyrir, að
nauðlenda hefur þurft litlu
þyrlunum tveimur, sem Land-
helgisgæzlan á, en vélar þeirra
hafa viljað brotna.
I fyrra munaði mjög Jitlu að
önnur litla þyrlan hafnaði í
Skjálfandaflóa. Þá var hún að
Framhald á bls. 2.
— Ljósm.: Sv. Þorm.
Sporhundar skátanna. Tfkin Comet er til vinstri, en með hundunum er þjðlfari þeirra, Snorri
Magnússon. Báðir hundarnir eru 5 ára. Sjá rammafrétt neðst á sfðunni.
Rauðsey með háhyrning í spotta:
Allt að átta millj. kr. í
1 boði fyrir háhyrning
SlLDVEIÐISKIPIÐ Rauðsey AK
14 fékk háhyrning f nótina f gær-
morgun og er Mbl. fór f prentun f
gær hafði skipshöfninni tekizt að
koma kaðli um sporðinn á
háhyrningnum. Lá skipið og beið
eftir Frakkanum, sem hingað er
kominn til þess að verða sér úti
um háhyrning, en hann flaug f
gær til Vestmannaeyja og ætlaði
með bát út til Rauðseyjar, sem er
suður af Mýrartanga.
Á þessum slóðum eru 8 síld-
veiðiskip og í fyrrakvöld köstuðu
skipin að sögn Sve'ins Svein-
björnssonar leiðangursstjóra á
Árna Friðrikssyni. Síldin var að
mestu smásfld í fyrstu, en síðan
færðu skipin sig að Skarðsfjöru-
vita og þar fannst stærri síld, sem
er mjög sæmileg. Kunnugt var
1 sædýrasafninu f Nissa f Frakk-
landi er einn háhyrningur, sem
nefnist „Clovis“
Stórkostlegt afrek sporhunds:
Rakti slóð gamals manns
20 km og fann hann í gjótu
TlKIN Comet, sem er sameign
hjálparsveita skáta f Hafnar-
firði og Reykjavfk, vann í fyrri-
nótt það afrek að finna týndan
mann, sem auglýst hafði verið
eftir. Tfkin fann manninn í
gjótu í öskjuhlfð og mun hann,
sem er 78 ára, hafa fengið ein-
hvers konar aðsvif og var
villtur. Maðurinn var fluttur í
slysadeild Borgarspftalans og
sfðan f Landakotsspftala, þar
sem hann liggur nú. Mun
maðurinn yera fótbrotinn.
Lögreglan lýsti eftir mann-
inum í fyrrakvöld. Hann hafði
farið að heiman um klukkan 19.
Þegar hann var ekki kominn
heim um klukkan 23,30, hófst
leit og óskaði lögreglan þá eftir
sporhundi skátanna. Hóf
hundurinn leitina um miðnætti
og rakti slóðina frá heimili
mannsins í Hlíðunum. Hundur-
inn hljöp sem leið lá úr Hlíð-
unum yfir Kringlumýrarbraut,
um Háaleitishverfi og inn á
Grensásveg. Þaðan tók hundur-
inn stefnuna I Fossvogshverfi,
hljóp um Grundarland og að
Borgarsjúkrahúsinu, niður
Sléttuveg yfir Kringlumýrar-
braut og Hafnarfjarðarveg.
Hann hljóp sunnan við kirkju-
garðinn og I Nauthólsvík, en er
þangað kom breytti hann stefn-
unni og hljóp upp Öskjuhlíðina.
Þar fann hundurinn manninn í
nágrenni hitaveitugeymanna
og var hann skorðaður I gjótu
eða klettaskorningum. Þegar
hundurinn fann manninn var
klukkan nærri 02. Maðurinn
var meiddur á fæti og mjög
miður sín, er hann fannst. Er
áætlað að leiðin, sem hundur-
inn hljóp, sé um það bil 4ra
klukkustunda ganga sé gengið
rösklega.
Lögreglan var búin að leita á
Öskjuhlíð og hafði einskis orðið
vör. Varðstjóri lögreglunnar
fullyrðii;, að ógerningur hefði
verið að finna hinn aldraða
mann með öðru móti og hafi
hann bjargað manninum frá
því að verða úti I öskjuhlíðinni,
því að svo var af manninum
dregið, að varla hefði honum
enzt líf alla nóttina, kaldur og
sár.
Birgir Dagbjartsson hjá
Hjálparsveit skáta I Hafnar-
firði sagði, að hundinum hefði
tekizt mjög vel upp við leitina.
Þetta væri mjög sérstætt dæmi
um nytsemi hundsins, því að I
leitum áður hefði hundurinn
oft og einatt farið út á bryggj-
ur, þar sem slóðin hefur endað.
Hefur ekki verið unnt að sanna,
hvort hundurinn hafi I slíkum
tilfellum verið á réttri slóð.
Samkvæmt upplýsingum
fósturdóttur mannsins, sem
týndist, er hann talsvert þungt
haldinn í sjúkrahúsinu og kvað
hún lækna telja að hann hafi
fengið aðsvif á göngunni og
villzt. Honum var orðið mjög
kalt er hann fannst og í gær var
einnig óttazt að hann væri með
lungnabólgu.
um afla þriggja báta. Hamravík
hafði fengið 30 tonn, Jón Garðar
30 tonn og Vörður 50 tonn. Árni
Friðriksson var í gær að leita að
síld og hafði fundið torfur við
Skaftárós, en ekki virtist sfld vera
þar fyrir austan. Þó mun síldin
vera á nokkuð hraðri leið austur
með landi. Einn bátur kastaði í
gær við Alviðru, en ekki var
kunnugt um afla hans. Ágætis
veður var á miðunum í gær.
Mikið fé mun vera í boði fyrir
lifandi háhyrning og ýmis
sædýrasöfn erlendis eru tilbúin
að greiða 20—50 þús. dollara fyrir
lifandi háhyrning eða 3.3 til 8
millj. ísl. króna.
Jón Gunnarsson, forstöðu-
maður Sædýrasafnsins í Hafnar-
firði sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þeir hefðu mikinn
áhuga á að ná háhyrningi og hafa
til sýnis um tíma fyrir almenning.
Síðan myndu þeir líklega selja
hvalinn hæstbjóðanda og nota það
fé, sem í boði væri til að byggja
starfsemina betur upp.
Þá sagði Jón að sér fyndist
nauðsynlegt að náin samvinna
yrði höfð um háhyrningsveiðina
við Frakkann Roger de La
Grandiére, sem staddur væri á
landinu I því skyni að veiða
háhyrning.
Flogið eftir vara-
hlut til Glasgow
FLUTNINGASKIPIÐ Eldvík
varð fyrir óvæntri vélarbilun á
föstudag og stöðvaðist. í ljós kom
að varahlutur var ekki til hér á
landi I skrúfuöxul. Horfið var að
þvl ráði að fá flugvél frá Sverri
Þóroddssyni til að sækja varahlut-
inn til Skotlands og fór vélin frá
fyrirtækinu til Glasgow kl. 20.30 á
föstudagskvöld og var lent hér
aftur um kl. 9 á laugardags-
morgun með stykkið þannig að
viðgerð gat strax farið fram og
skipið haldið áætlun sinni.