Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÖBER 1975
Leifur Magnússon verkfræðingur:
Flugvélarkaupin — Eftirmáli
Eins og kunnugt er hafa á
undanförnum þrem mánuðum
farið fram töluverðar umræður
í fjölmiðlum um flugvélarkaup
Landhelgisgæzlunnar, og eru
menn ekki á eitt sáttir um
ágæti þeirrar ráðstöfunar fjár-
veitinga, sem samþykkt hefur
verið. Meðlimir nefndar, sem af
hálfu dómsmála- og fjármála-
ráðuneyta var falið að gera til-
lögur á þessu sviði, hafa til
þessa — að einum undanskild-
um — ekki tekið þátt í þessum
opinberu umræðum.
Nú ber hins vegar tvennt til,
sem veldur að ekki er unnt að
láta málið kyrrt liggja. I fyrsta
lagi ræða dómsmálaráðherra 1.
okt., en þar er veitzt persónu-
lega að nefndarmönnum og
þeir taldir hafa borið lítið skyn-
bragð á það verkefni, sem þeim
var falið að vinna að. I öðru lagi
hefur að undanförnu verið bor-
inn á borð í fjölmiðlum rang-
færslna og rökleysa, sem nauð-
synlegt er að leiðrétta.
Óþarft er að taka fram, að
þótt málefnalegar umræður um
þessi atriði hafi haldið áfram
eftir hina sögulegu útfærslu
lögsögunnar í 200 sjómflur 15.
þ.m., standa íslendingar ein-
huga að baki þeirri ákvörðun
og óska starfsliði Landhelgis-
gæzlunnar gengis við aukin
verkefni.
NEFNDARSKIPUN
I skipunarbréfi fyrrgreindr-
ar nefndar, dags. 1. ágúst 1974,
er verksvið hennar skilgreint á
eftirfarandi hátt: „1. Að taka
til heildarathugunar markmið,
skipulag og rekstur flugdeildar
Landhelgisgæzlunnar með það í
huga að gera starfsemina hag-
kvæmari og markvissari.
2. Að kanna hver skuli vera
flugfloti Landhelgisgæzlunnar.
3. Að gera tillögur um breyt
ingar á rekstri og skipulagi
flugdeildar Landhelgisgæzl-
unnar að öðru leyti eftir því
sem athugun nefndarinnar og
niðurstöður gefa tilefni til.“
í nefndina voru skipaðir Jón
E. Böðvarsson verkfr., deildar-
stj. í fjárlaga- og hagsýslustofn-
un (formaður), Leifur Magnús-
son verkfr., varaflugmálastjóri,
Ólafur W. Stefánsson lögfr.,
skrifstofustj. I dómsmálaráðu-
neyti, og Pétur Sigurðsson for-
stjóri Landhelgisgæzlunnar.
Ritari var ráðinn Sigurður
Haraldsson viðsk.fr., fulltrúi I
fjárlaga- og hagsýslustofnun.
Þar sem einn þáttur verkefnis-
ins fólst í úttekt og tillögugerð
um verkstæðisaðstöðu flug-
deildarinnar varð nefndin
sammála að fela það verkefni
ráðgjafarstofnuninni Hannarr
sf. (Benedikt Gunnarsson
o.fl.), sem reynslu hefur á þvi
sviði, og liggur sú skýrsla nú
fyrir.
Á timabilinu 1. ágúst 1974 til
1. júlí 1975 hélt nefndin 14 bók-
aða fundi auk þess sem farið
var í kynnisferðir um borð í
varðskip, í flugskýli flugdeildar
og til stjórnstöðvar Landhelgis-
gæzlunnar. Björgunarsveit
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli var heimsótt, og boðað til
sérstaks fundar með flugmönn-
um Landhelgisgæzlunnar.
Nefndarmönnum gafst kostur á
að fljúga i flugvélum af
gerðinni Rockwell Turbo
Commander 690A og Beech-
craft King Air E90. Þá hafði
nefndin aðgang að fróðlegri
skýrslu Hafrannsóknastofn-
unar um dreifingu fiskstofna
og veiðisvæða umhverfis
Iandið.
1. APRlL
Eins og nú er kunnugt orðið
sendi forstjóri Landhelgis-
Beecheraft King Air E90
Rockwell Turbo Commander 690A
gæzlunnar dómsmálaráðuneyt-
inu þrjár tillögur þ. 1. apríl. I
- fyrsta lagi að keypt verði heppi-
leg lítil flugvél búin nauðsyn-
legustu tækjum til gæzlustarfa.
Mælk var með flugvél af
gerðinni Rockwell Turbo
Commander 690A, og kostn-
aður áætlaður $700.000 (á
núverandi gengi 116 millj. kr.).
I öðru lagi, að samið verði um
smfði á sérhæfðri flugvél af
sömu gerð og TF-SYR (F27).
Kostnaður var áætlaður 4,9
millj. $ (nú 811 millj.kr.). 1
þriðjalagi var lagt til að núver-
andi gæzluflugvél TF-SYR
verði notuð áfram og endur-
bætt án verulegra kostnaðar-
samra breytinga þar til ný
gæzluflugvél sömu tegundar
komi í gagnið.
Tillögur þessar munu fljót-
lega hafa verið lagðar fyrir
ríkisstjórnina því skömmu
síðar óska hlutaðeigandi ráðu-
neyti eftir umsögn nefndar-
innar um fyrstu og þriðju til-
löguna, en Fokker-kaupin væru
ekki til umræðu á þessu stigi
vegna kostnaðarins. A nefndar-
fundi laugardaginn 19. aprfl
lagði forstjóri Landhelgis-
gæzlunnar fram gögn stofn-
unarinnar varðandi val á minni
flugvél. Einungis lá fyrir verð-
tilboð fyrir Rockwell 690A og
tækniupplýsingar um hana f
formi almennra sölubæklinga.
Svipaðar tækniupplýsingar um
Beechcraft King Air og
Mitsubishi MU-2 voru frá árun-
um 1971—72.
Gögn þessi voru að sjáfsögðu
með öllu ófullnægjandi til að
kanna hæfni þessara flugvéla
til sérhæfðra verkefna flug-
deildar, einkum varðandi eftir-
litsflug f lægri flughæðum.
Skrifaði undirritaður þvi til
Rockwell eftir viðbótarupplýs-
ingum (Flight Manual), sem
bárust í fyrri hluta maf.
Við nánari könnun þessara
gagna, og samanburð við
Beechcraft King Air E90 kom
fljótlega í Ijós að ekki yrði unnt
að mæla með kaupum á Rock-
well 690A. Samanburður þessi
tók til atriða varðandi öryggi,
afköst, áhafnaraðstöðu,
viðhalds, sérhæfðra þarfa, fjár-
festingarkostnaðar og fram-
leiðanda, sbr. greinargerð mfna
til nefndarinnar, dags. 2. júní.
Flugdrægni Beechcraft King
Air E90 var t.d. 40% meira en
hjá Rockwell 690A þegar miðað
var við eftirlitsflug í 1000 feta
flughæð og gert ráð fyrir 45
mínútna varaeldsneyti.
VERKSVIÐOG KRÖFUR
Af hálfu meiri hluta nefndar-
manna var strax í upphafi lögð
áherzla á að verksvið flugdeild-
ar, svo og kröfur til mismun-
andi loftfara (flugvéla og
þyrla), verði skilgreint áður en
ákvörðun yrði tekin um val ein-
stakra gerða. Slíkt er f raun
sjálfsögð forsenda fyrir þvf að
unnt sé að gera raunhæfan
samanburð á hæfni og afköst-
um einstakra geða til verkefna
flugdeildarinnar.
Þar sem skilgreiningar af
þessu tagi lágu ekki f lausu af
hálfu Landhelgisgæzlunnar,
setti nefndin þær fram f stuttu
máli í áfangaskýrslu sinni, og
hafði þá m.a. hliðsjón af kröf-
um bandarísku strand-
gæzlunnar. Helztu almennar
kröfur til flugvélarinnar voru
eftirfarandi: „Fullnægjandi
vinnuaðstaða fyrir fjögurra
manna áhöfn. Tveir skrúfu-
hverflar (turboprop hreyflar).
Jafnþrýstiklefi. Fullkomin
blindflugstæki, flugleiðsögu-
tæki og fjarskiptatæki. Afís-
ingartæki. Salerni um borð.
Flugdrægi a.m.k. 1000 sjómflur
og flugþol a.m.k. 6 klst.“ Þá
var jafnframt gefin sú for-
senda, að flugvélin sé f fjölda-
framleiðslu hjá viðurkenndu
fyrirtæki og að næg reynsla sé
komin á notkun hennar hjá öðr-
um þjóðum. Viðhalds- og vara-
hlutaþjónusta þyrfti að vera
trygg.
I viðtali við Þjóðv. 11. okt.
telur Guðmundur Kjærnested
skipherra að lágmarksáhöfn
gæzluflugvélar skuli vera
fimm, þar af tveir flugmenn.
Sama sinnis er Helgi Hallvarðs
son skipherra í útvarpserindi 6.
okt. 1 nefndinni varð enginn
ágreiningur um áhafnar-
stærðina, þ.e. fjórir, og var þá
gert ráð fyrir tveim flugmönn-
um þrátt fyrir að minni flug-
vélagerðirnar krefjist aðeins
eins flugmanns. Þess skal hér
getið, að frá upphafi var gert
ráð fyrir að vélin yrði búin
nútíma fjarskipta- og flugleið-
sögutækjum, sem hönnuð væru
fyrir notkun um borð i Ioftför-
um. Því var hvorki gert ráð
fyrir reglubundnum sextant-
mælingum né heldur miðað við
notkun skipatækja lik þeim,
sem nú eru í notkun um borð í
TF-SYR.
Áhafnaraðstaða i Beechcraft
King Air hefur borist í tal, og af
sumum talin knöpp. Satt bezt
að segja furðar maður sig á því
að í alvöru skuli haldið fram, að
þröngt verði um fjögurra
manna áhöfn í luxus-flugvél,
sem skráð er fyrir allt að 10
sæti. Þótt lofthæð sé aðeins 146
cm (hún er 137 cm i Rockwell
690A), eru ýmsar leiðir færar
til að rétta úr sér í 5—6 klst.
gæzluflugi.
VIÐBÓTARFLUGVÉL
í umræðum og yfirlýsingum í
fjölmiðlum hafa flugvélakaup-
in oftast verið rædd á þeim
grundvelli að nota beri ein-
göngu F27 eða eingöngu King
Air til gæzluflugs. Þetta er
grófleg einföldun málsins, og
starfar í sumum tilfellum ber-
sýnilega að því að hlutaðeig-
andi hafa ekki átt kost á að
kynna sér að fullu efni áfanga-
skýrslunnar, og þaðan af siður
þau gögn, sem hún byggir á.
Sérstök athygli er vakin á heiti
skýrslunnar: „Um aukningu á
gæzluflugi og kaup á viðbótar-
flugvél.“
Þar eð engar-upplýsingar var
að fá um áætlaða aukningu á
flugtima gæzluflugvéla við út-
færlu lögsögunnar I 200 sjó-
mílur varð nefndin sjálf að gefa
sér tilteknar forsendur, þ.e.,
tvöföldun eða þreföldun flug-
tímans, og kanna síðan á hvern
hátt þeirri aukningu verði
skynsamlegast mætt. I tillögum
nefndarinnar er því gert ráð
fyrir áframhaldandi rekstri TF-
SYR, en vélin þá jafnframt
búin þeim öryggistækjum, sem
hún hefði átt að fá strax fyrir
þrem árum síðan.
I viðtali við Bjarna Helgason
skipfterra (Alþ.bl. 21. ágúst),
þar sem hann leggst gegn
kaupum á minni flugvél, segir
hann þó „að liklega geti lítil
flugvél annað 80% af verkefn-
um flugvéla Landhelgis-
gæzlunnar". En það var einmitt
slíkt sjónarmið, sem nefndin
hafði með tillögu sinni um kaup
á minni flugvél en F27. I gr.
6.3.1. i áfangaskýrslunni, þar
sem gerð er grein fyrir
aukningu flugtima og skiptingu
hans á einstakar gerðir, er
miðað við að minni flugvélar
annist 50—67% verkefnanna,
en afgangurinn verði í verka-
hring TF-SYR.
Undanfarnar vikur hefur til
muna fjölgað ýmiss konar yfir-
lýsingum af hálfu Landhelgis-
gæzlunnar, sem stefnt er gegn
kaupum á hagkvæmari við-
bótarflugvél. Samt gerði for-
stjórinn 1. apríl tillögu sina um
kaup slíkrar flugvélar og í sjón-
varpsviðtali 15. ágúst segist
hann „mjög gjarnan vilja eiga
nýja litla vél“. Að beiðni for-
stjórans samdi undirritaður í
október 1973 greinargerð, er
ber heitið: „Athugun á nokkr-
um gerðum af Beechcraft King
Air flugvélum vegna þarfa
íslenzku Landhelgis-
gæzlunnar". Mér er kunnugt
um að afrit af þessari greinar-
gerð er að finna í skjalasafni
dómsmála- og fjármálaráðu-
neyta, og gætu e.t.v. hafa valdið
því að óskað var eftir því að
undirritaður tæki sæti I nefnd-
inni margumtöluðu.
Ein frumlegasta röksemdin
gegn kaupum á minni viðbótar-
flugvél er i þeim ummælum
forstjóra Landhelgisgæzlunnar
(Þjóðv. 11. okt.) að við
Loran/C-viðtöku þurfi
„helmingi stærra loftnet á
vélarnar en hægt er að koma