Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975
Æfa í Mið-Evrópu í rúman mánuð
fjrir Ólympíuleikana í Innsbruek
Atta íslendingar verða meðal keppenda á leiknnnm
VERKEFNI skíðamanna f vetur
verða fleiri og veglegri en undan-
farin ár og ber þar að sjálfsögðu
hæst Ólv mpíuleikana f Austur-
rfki í hvrjun febrúar á næsta ári.
Verða sendir átta keppendur
þangað og byrjuðu æfingar lands-
liðshópsins þegar í sumar, en um
miðjan júlfmánuð fór fram tfu
daga æfing f Siglufjarðarskarði
við hinar ákjósanlegustu að-
stæður.
Fjórir keppendur verða í alpa-
greinum karla og eru það þeir
Arni Óðinsson, Haukur Jóhanns-
son, Tómas Leifsson, Sigurður
Jónsson, Hafþór Júlíusson og
Guðjón Ingi Sverrisson. Auk þess-
ara var Hafsteinn Sigurðsson val-
inn til æfinganna, en hann gaf
ekki kost á sér vegna annríkis.
Búast má við að keppnin um sætið
í landsliðinu komi til með að
standa á milli Tómasar og Haf-
þórs, en möguleikar Guðjóns eru
sýnu minnstir, en þeir fjórir
verða valdir, sem flesta punkta
hafa hlotið á alþjóðamótum skíða-
manna.
Tvær íslenzkar stúlkur verða
meðal keppenda í alpagreinum
kvenna og hafa þær Jórunn
Viggósdóttir, Steinunn Sæmunds-
dóttir, Margrét Baldvinsdóttir og
Katrín Frimannsdóttir verið vald-
ar til æfinga. I norrænu greinun-
um verða tveir keppendur frá Is-
landi, báðir í göngu. Til æfinga
hafa þremenningarnir Halldór
Matthíasson, Trausti Sveinsson
og Magnús Eiríksson verið valdir.
Austurríkismaðurinn Kurt
Jenni mun þjálfa landsliðið i
alpagreinum og var hann með
æfinguna i Siglufjarðarskarði i
sumar. Auk þess hefur hann út-
búið æfingaáætlun, sem skíða-
fólkið æfir eftir. Björn Þór Ólafs-
son hefur hins vegar séð um
æfingar fyrir göngumennina.
Einn nauðsynlegasti þátturinn í
undirbúningnum fyrir Ólympíu-
leikana er að gefa keppnisfólkinu
kost á að taka þátt í mótum er-
lendis við svipaðar aðstæður og
verða á sjálfum Ólympíuleikun-
um. Þvi hefur verið ákveðið að
hluti keppendanna í alpagreinun-
um fari i æfinga- og keppnisferð
til Mið-Evrópu og dveljist þar i
meira en mánaðartíma, eða frá 15.
nóvember og til jóla. Munu þau
Árni, Haukur, Tómas, Sigurður,
Hafþór, Jórunn, Steinunn og
Margrét taka þátt í þessari ferð.
Endanlegt lið fyrir Olympíuleik-
ana verður siðan valið strax að
þessari ferð lokinni.
Nokkrir þeirra, sem valdir hafa
verið til æfinganna, hafa farið
utan til æfinga á eigin vegum.
Þannig stunduðu Sigurður og
Hafþór æfingar i Austurríki I
sumar, Jórunn dvelst um þessar
mundir við æfingar í Austurríki
og á ítalíu og þangað er Tómas
nýfarinn. Halldór Matthíasson
hefur undanfarin ár stundað nám
i sjúkraþjálfun í Noregi, en vegna
Ólympíuleikanna gerði hann hlé á
námi sínu og hefur æft göngu í
Sami fjöltíi punktamóta
og á undanförnum árnm
PUNKTAMÓT skiða-
fólksins verða í vetur
með svipuðum hætti og
undanfarin ár og fjöld-
inn verður sá sami.
Landsmót fullorðinna fer
að þessu sinni fram á
Akureyri, en unglinga-
meistaramótið verður
haldið í Reykjavík. Verð-
ur mót unglinganna að
þessu sinni haldið viku
áður en mót þeirra eldri
fer fram. Er það gert
með það í huga að þeir
sem standa sig bezt á
unglingamótinu eigi
möguleika á að sanna
ágæti sitt á sjálfu lands-
mótinu.
Punktamót unglinga
verða þrjú talsins og
meðal þeirra staða sem
falið hefur verið að halda
punktamót er Seyðis-
fjörður en þar er skíða-
fþróttin nú í miklum upp-
gangi og til að ýta undir
þann áhuga er Seyð-
firðingum falið annað ár-
ið í röð að halda punkta-
mót. Punktamót vetrar-
ins á skíðum verða sem
hér segir.
Alpagreinar
fullorðinna:
24.—25. janúar í Reykja-
vík
21.—22. febrúar á Húsa-
vfk
6. —7. marz á ísafirði
27.—28. apríl á Akureyri
14.—20. apríl verður
landsmótið haldið á
Akureyri.
Alpagreinar
unglinga:
7. —8. febrúar á Húsavík
13.—14. marz á Seyðis-
firði
11.—13. apríl í Reykjavík
í göngu verður keppt á
sömu stöðum á sama
tíma, nema hvað 21.—22.
febrúar verður keppt í
göngu á Siglufirði. í
stökki verða haldin tvö
mót í vetur fyrir utan
landsmótið, á Siglufirði
21. og 22. febrúar og á
Ólafsfirði 27.—28. marz.
Noregi og þá meðal annars með
norska Iandsliðinu, sem er senni-
lega það sterkasta í heimi um
þessar mundir. Fyrir helgina hélt
Halldór til Kiruna I N-Svíþjóð,
þar sem snjór fellur fyrr en á
góðum skíðastöðum í Noregi.
Á fundl með fréttamönnum á
föstudaginn sagði Hákon Ólafsson
formaður Skíðasambands Islands
að hann væri þess fullviss að
íslenzk skiðaæska væfi ekki síður
efnileg en ungt skíðafólk i öðrum
löndum. Hins vegar skorti mikið á
að Skíðasambandið hefði fjár-
hagslegt bolmagn til að veita sínu
fólki jafn góða aðstöðu til þjálf-
unar og nágrannaþjóðirnar gerðu
til dæmis.
Síðastliðið ár var velta Skiða-
sambandsins um ein og hálf
milljón og skuldir sambandsins
voru við síðasta uppgjör á milli 3
og 400 þúsund. Kostnaður við
undirbúning fyrir Ólympiuleik-
ana mun væntanlega verða nokk-
uð á þriðju milljón króna. Megin-
hluta þess fjár verður SKI að afla
upp á eigin spýtur á ýmsan hátt,
en kostnað við þátttöku Islands í
sjálfum Ólympíuleikunum greiðir
Ólympiunefndin.
Skíðasambandið hyggst á næst-
unni efna til happdrættis og hefst
miðasalan í lok þessa mánaðar.
kort af landssvæði þvf þar sem vetrarólympíuleíkarnir fara fram í vetur. Alpagreinarnar verða I
Axamer Lizum, en göngukeppnin f Seefeld.
Haukur Jóhannsson ætti að vera öruggur f landsliðið, sem keppir f
Innsbruck. Báðar þessar myndir eru teknar f Kerlingaf jöllum.
Hver græðir á hverjum?
Skfðavörur voru á síð-
asta ári seldar fyrir rúm-
lega 30 milljðnir krðna
og f ár má búast við að
salan verði um 45 millj-
ónir. 1 rauninni hefur
salan ekki aukizt svo
mjög, heldur hefur allt
verð hækkað til muna. Af
þessum upphæðum fær
ríkið um 37% þannig að
Iáta mun nærri að rfkið
hafi fengið 13 milljónir á
sfðasta ári f tolla, skatta
og annað fyrir vörur til
skfðaiðkana.
Það var Hákon Ólafs-
son formaður Skíðasam-
bandsins sem benti á
þetta dæmi á fundi með
fréttamönnum á föstu-
daginn. Setti Hákon
dæmið upp á þann hátt
að af skíðum sem eru
tveir metrar á lengd
skiptist söluverðið á
eftirfara^di hátt á milli
hinna ýmsu viðkomandi
aðila:
Framleiðandi fær
26.48% eða 53 sm
Flutningsgj. og vátr.
nemur 9% eða 18 sm
Tollur er 15.61% eða
31 sm
Ileildsalinn fær 5.83%
eða 12 sm
Smásalinn fær 18.58%
eða 37 sm
20% söluskattur fer til
rfkisins eða 16.67%, en
það eru um 33 sm af
tveggja metra skfðum og
loks fer 2.21% í ýmislegt
eða 5 sm.
Á sfðastliðnu ári fékk
Skfðasambandið hálfa
milljón króna f út-
breiðslilistyrk, sem kem-
ur í gegnum ÍSÍ frá rík-
inu. Auk þess hefur
skíðasambandið fengið
nokkurn styrk frá
Ólympíunefndinni. Rfk-
ið tekur þátt í kostnaði
við byggingu skfðamann-
virkja sem og annarra
íþróttamannvirkja, en
vfðast hvar eru það
fþróttafélögin sjálf sem
sjá um rekstur þessara
mannvirkja, nema í Blá-
fjöllum, þar sem Reykja-
víkurborg hefur að
mestu Ieyti veg og vanda
af rekstrinum.