Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975
Minning:
Þorsteinn Þorkelsson
skrifstofustjóri
Fæddur 20. ágúst 1912 —
Dáinn 17. október 1975.
Sumir menn eru þeirrar gerðar,
að þeir með látleysi sinu verða
líkt og órofa hluti af umhverfinu.
Við vitum að Esjan er hérna hin-
um megin við sundin ; okkur
þykir vænt um hana, yrkjum um
hana hástemd Ijóð — en hve mörg
okkar taka raunverulega eftir því
að hún sé þarna? Hún bara á að
vera þarna; hún er sjálfsagður
hluti landslagsins og önnur mynd
þess í huga okkar firra.
Því á þessi samlíking rétt á sér
hér, að er við samstarfsfólk
Þorsteins Þorkelssonar fregnuð-
um lát hans, skömmu eftir hádegi
föstudaginn 17. þ.m., varð okkur
líkt og Esjunni hefði verið klippt
út úr sjóndeildarhringnum; það
sem átti að vera þarna var ekki
lengur; það sem okkur fannst
sjálfsagður hluti heildarmyndar
fyrirtækisins H.F. Ölgerðin Egill
Skallagrimsson var ekki meir.
Fólki féllu verk úr hendi það sem
eftir lifði dagsins.
Þorsteinn Þorkelsson var
maður þeirrar náttúru er fágæt er
í okkar nútíma þjóðfélagi fram-
troðslu, brambolts og upphróp-
anna. Hann hafði sig lítt f frammi
— persónulega held ég að hann
hafi liðið fyrir þau skipti, er hann
þurfti þess í ábyrgðarmiklum
störfum sínum fyrir fyrirtækið —
en ótrúleg afköst hans, vinnusemi
og áreiðanleiki, skildu mun meira
eftir sig en ætla má mörgum þeim
sem mest láta og hæst gaspra.
Þótt Þorsteinn muni i eðli sinu
hafa verið feiminn maður og ekki
mannblendinn umfram það er
honum sjálfum þóknaðist, þá var
hann klettur þeim er til hans
þurftu að leita um tilsögn eða góð
ráð. Megum við samstarfsfólk
hans þar gleggst um dæma; ekki
sízt við bræður, sem ávallt áttum
þar vísan hauk í horni og hann
hvað traustastan er við gengum
okkar fyrstu spor í sViði völundar-
húss atvinnurekstrar, hráblautir
úr skóla, með þá sjálfskipuðu al-
vizku ungmennisins á herðum, að
vera guðs einu útvöldu til að leið-
rétta og bjarga kerfinu, hvar sem
það fyrir fannst. Við erum eldri
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
VALDIMAR KR. GUÐMUNDSSON,
prentari Ásvallagötu 11
lést í Landakotsspltalanum laugardaginn 25 október
Þórður Valdimarsson,
Sverrir Valdimarsson Málfrlður Jóhannsdóttir
og barnabörn.
Systir okkar
MARÍA JÓNSDÓTTIR
andaðist I Landakotsspltala sunnudaginn 26 október
Guðfinna Skagfjörð.
Ingibjorg Jónsdóttir,
Markús Jónsson.
Móðir okkar,
GÍSLÍNA SIGURVEIG GÍSLADÓTTIR,
Hverfisgötu 25, Hafnarfirði,
andaðist I Landspítalanum 26 október sl
Fyrir hönd svstkina,
Dagbjört Sigurjónsdóttir.
+
Eiginkona mln
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR.
kennari,
Lokastlg 20 A,
lést I Landspltalanum þann 26 október
Steinn Erlendsson.
+
Farðí okkar
KRISTINN GUÐJÓNSSON,
Ásvallagötu 37,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29 október kl.
13 30.
Gunnar B. Kristinsson,
Hrafnhildur Kristinsdóttir.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SVEINBJÖRG EINARSDÓTTIR,
Bræðratungu við Holtaveg, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29 október kl
10 30
Eyjólfur Elfasson,
börn, tengdabörn, og barnabörn.
Minning:
Sveinbjörn Sigurður
Tómasson, kaupmaður
síðan — Þorsteinn átti eflaust
sinn hógværa þátt í þvl.
Þó mönnum álengdar muni
hafa litizt sem Þorsteinn gæfi sér
fáar frístundir, kunni hann öðr-
um mönnum betur að nota þær.
Hann helgaði heimili sínu og fjöl-
skyldu allan sinn tíma utan starfs
og féll tómstundaiðkan hans vel
inn í þann ramma; hann var
fagurkeri, bar gótt skyn á mynd-
list og mun málverkasafn hans
með þeim vandaðri I einkaeign
hérlendis, enda fastagestur á öll-
um málverkauppboðum, I vinnu-
stofum listmálara og sjálfsagður
boðsgestur við opnanir sýninga
þeirra margra. Kona hans deildi
með honum þessum áhuga, enda
jafnræði mikið með þeim hjónum.
— O —
Þorsteinn var fæddur að Hamri
I Gaulverjabæjarhreppi hinn 20.
ágúst 1912 og því réttra 63ja ára
er hann lézt. Hann var sonur
Þorkels bónda þar Þorsteinssonar
og Guðrúnar konu hans, en föður-
nafn hennar, né heldur frekari
ættir þeirra hjóna, kann ég ekki
að rekja. Kvæntur var Þorsteinn
Friðgerði Friðfinnsdóttur, hinni
mætustu konu, ættaðri úr fjörð-
um vestur. Lifir hún mann sinn
ásamt þremur börnum þeirra
uppkomnum, Jóhanni, Gunnari
og Sigríði Helgu. Ég og fjöl-
skylda mín vottum þeim einlæga
samúð.
— O —
í dag verður Þorsteinn Þorkels-
son kvaddur í Fossvogskaþellu.
Við öll sem með honum störfuð-
um — og þá sérstaklega faðir
minn og hlutafélagið sem
Þorsteinn helgaði sína mestu og
beztu starfskrafta um áratuga
skeið — færum minningu hans
þakkir fyrir frábært og ómetan-
legt samstarf. Skarð er fyrir
skildi.
Tómas Agnar Tómasson
Afmælis-
og
minningar-
greinar
ATHVGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á I mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.
F. 21. ágúst 1921
D. 30. september 1975.
Norður I Siglufirði, þar sem
séra Bjarni Þorsteinsson safnaði
saman íslenzkum þjóðlögum og
samdi eigin tónverk; þar sem
Karlakórinn Visir söng sumarið
inn I hjörtu fólks á myrkum vetr-
arkvöldum; þar sem reist var eitt
fyrsta raforkuverið á Islandi og
þar sem unnin var nótt með degi á
árum Norðurlandssíldar, þróaðist
aðlaðandi og sérstætt mannlíf um
áratugi. Þar urðu til þau verð-
mæti og sá gjaldeyrir, sem á fyrri
helmingi þessarar aldar varð ein
af undirstöðum þeirrar tækniþró-
unar, menntunarmöguleika og fé-
laglegra framfara, sem breyttu
þjóðfélagi okkar úr frumstæðu og
fátæku samfélagi í velmegunar-
þjóðfélag dagsins í dag. Þangað
sóttu námsmenn vinnu og fjár-
muni til langskólanáms. Og þar
söfnuðust saman sjómenn og
landverkafólk af öllum lands-
hornum og fjörðurinn var skógur
siglutrjáa isl. og erl. skipa. Siglu-
fjörður var ekki einn um hituna,
en hann var höfuðborg sildveiða
og sildariðnaðar, sem þjóðarbúið
sótti drjúgan skerf til.
Þessi staður sumarmanna, vetr-
ariþrótta og margslunginna
menningarstrauma varð vettvang-
ur æsku og ævistarfs Sveinbjarn-
ar Tómassonar, sem nýlega var
lagður hinztu hvílu i grafreitinn
undir Gimbrarklettum. Svein-
björn Tómasson fæddist á Dalvík
21. ágúst 1921. Foreldrar hans
vóru Sigrún Kristinsdóttir og
Tómas Sigurðsson, þá þar til
heimilis. Annan son eignuðust
þau Sigrún og Tómas, Guðjón að
nafni, nú starfsmann í Straums-
vík og búandi í Reykjavík. Þeir
bræður misstu föður sinn ungir
að árum og fluttust til Siglufjarð-
ar með móður sinni árið 1930.
A unglingsárum og nokkuð
fram á fullorðins ár stundaði
Sveinbjörn íþróttir af kappi og
'varð einn af burðarásum í starf-
semi íþróttahreyfingarinnar á
staðnum. Hapn var frábær knatt-
spyrnumaður og lék með Knatt-
spyrnufélagi Siglufjarðar þegar
vegur þess var mestur og meist-
aratitill Norðurlands var færður
heim í fjörðinn. Hann var einnig
virkur skfðamaður og iðkaði þá
iþrótt alla tið, einnig eftir að
heilsa hans brást og sá sjúkdómur
gerði vart við sig, sem að lokum
batt enda á hans hérvistardaga.
Sveinbjörn Tómasson sótti nám
f Verzlunarskóla Islands og lauk
þaðan prófi árið 1940. Arið 1946
kvæntist hann frú önnu Láru
Hertervig, dóttur frú Línu og Óla
Hertervig, fyrrverandi bæjar-
stjóra og forvígismanns Siglfirð-
inga um langt árabil. Frú Anna er
sérstæð dugnaðar- og hæfileika
kona, sem reyndist manni sínum
farsæll förunautur á vegferð
þeirra. Þeim varð tveggja sona
auðið, Óla Hertervig Sveinbjörns-
sonar, viðskiptafræðings, og Tóm-
asar Sveinbjörnssonar, saum-
tæknis. Kona Óla er Guðrún Val-
garðsdóttir og kona Tómasar
Ragnheiður Pétursdóttir, og búa
báðir synirnir í Reykjavík. Sonar-
synirnir tveir vóru augasteinar
afa síns.
Sveinbjörn Tómasson vann,
eins og aðrir ungir menn nyrðra,
margháttuð störf í sinum heima-
bæ. Arið 1951 hefja þau hjón
verzlunarrekstur á Raufarhöfn og
1958 á Siglufirði, Verzlunina Tún-
götu 1 hf., sem þau ráku alla tíð.
Þau áttu og með öðrum Matstofu
Siglufjarðar um árabil. Svein-
björn var og einn af stofnendum
hlutafélagsins Togskip hf., sem
gerir út skuttogarann Dagný, og
var í stjórn þess frá stofnun þess
og á meðan hann lifði. Þau hjón
stofnuðu og með sonum sínum
verzlun og saumastofu i Reykja-
vík.
Tvennt var það i Siglufirði, sem
átti hug Sveinbjarnar öðru frem-
ur, og hann varði tómstundum
sinum einkum í. Annarsvegar í-
þróttir, en hann var í stjórn IBS
um árabil, og Karlakórinn Visir,
en f stjórn hans átti hann sæti í
fjölda ára. I þessi hugðarefni sín
sótti hann marga gleðistund. Og
þær eru ótaldar stundirnar, sem
hann vann þeim. Um það ræddi
hann aldrei, enda var hann
óvenju hógvær og háttvís, bæði i
orði og æði.
Nú, þegar Sveinbjörn er geng-
inn, eiga Siglfirðingar á bak að
sjá góðum dreng, sem unni sínum
heimahögum. Hann er kvaddur
hlýjum huga af samborgurum sin-
um. Megi lög séra Bjarna og söng-
ur Vísis óma í nýjum firði, þar
sem önnur Hólshyrna speglast í
sléttum sjávarfleti — og þær gát-
ur ráðast, sem óleystar eru hérna
megin.
Frú önnu Láru, sonum og
vandamönnum, sendi ég vinar-
kveðjur minar og minna.
Stefán Friðbjarnarson.
Erfitt að eiga
við síldina
SlLDVEIÐI var frekar litil i
fyrrinótt, en þó er vitað um tvö
skip, sem fengu sild, Reykjaborg
RE með hátt i 100 lestir og Hrafn
Sveinbjarnarson GK með um 50
lestir. Síldin veiddist á milli
Tvisker.ia og Hrollaugseyja.
Eyjólfur Friðgeirsson, leið-
angurstjóri á Arna Friðrikssyni,
sagði f samtali við Morgunblaðið i
gær, að mjög erfitt væri að eiga
við sildina. Veður væri hálf
leiðinlegt og ekki bætti úr skák að
stórstraumur væri og rifu bát-
arnir næturnar unnvörpum.
4 innbrot í Eyjum
FJÖGUR innbrot voru framin í
Vestmannaeyjum i fyrrinótt og i
þeim stolið töluverðu af tóbaki og
sælgæti. Brotist var inn í verzlan-
irnar Völund, Eyjabúð og Friðar-
hafnarskýli og heildverzlun
Kristmanns Karlssonar. Innbrot
þessi eru í rannsókn.
útfaraskreytingar
blómouol
Gróðurhusið v/Sigtun simi 36770/
Vegna jarðarfarar
ÞORSTEINS ÞORKELSSONAR,
skrifstofustjóra,
verða allar deildir fyrirtækisins lokaðar frá hádegi I dag, þriðjudag.
H/F ÖlgerSin Egill Skallagrimsson.