Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975 Landhelgis- gæzlan hefur áhuga á Baldri ÞAÐ ER eins og við höfum sigrað Þjóðverjana, þeir sjást vart hér við land. V- þýzku togararnir eru fyrir utan mörkin við Austfirði og fyrir utan úti af Vest- fjörðum, vitað er um eitt skip á siglingu fyrir sunn- an land, sagði Pétur Sig- urðsson forstjóri Land- helgisgæzlunnar þegar Mbl. hafði samband við hann í gær. Morgunblaðið spurði Pétur, hvort Landhelgisgæzlan hefði hug á að taka skuttogara á leigu. Hann sagði, að eins og fram hefði komið hjá dómsmálaráðherra, þá væri það mál í athugun, en ekkert væri afráðið ennþá. Þá spurði Mbl. Pétur hvort það væri rétt, að gæzlan hefði hug á að leigja skuttogarann Baldur, sem staðið hefur til að ríkissjóður keypti sem rannsóknaskip. „Það skip kemur til greina eins og aðrir togarar. Baldur er örugg- lega ágætis skip og ber meira að segja ásanafn, eins og varðskip- 4 í bílveltu á Neskaupstað Neskaupstað 28. okt. AOFARARNÓTT s.l. sunnudags um kl. 23 veitti lögreglan athygli btl sem ók mjög greitt og hugðist hún gæta betur að, en skömmu seinna á eftiriitsferðinni kom lögreglan að bflnum þar sem hann lá neðan vegar I djúpum skurði fyrir neðan Naustahvamm. Hafði blllinn stungizt niður f skurðinn, en I honum voru fjórar manneskj- ur. tvær stúlkur og tveir karl- menn. Lögreglan kom á slysstað aðeins 1—2 mln. eftir að óhappið átti sér stað. og voru þau öll flutt á sjúkrahúsið. Önnur stúlkan var ökla- og rifbeinsbrotin, en hin fékk taugaáfall, en bflstjórinn var rif- brotinn og eitthvað skaddaður á lunga og hinn karlmaðurinn, sem var aftur f bflnum, skaddaðist á hrygg og var hann fluttur með sjúkraflugvél suður til Reykjavfkur f dag. Bfllinn er trúlega gjör- ónýtur. — Ásgeir. 3 kippir við Kröflu VIÐ höfðum samband við Jósep Hólmjárn, starfsmann Orkustofn- unar við Kröflu. f gærkvöldi og inntum frétta af jarðskjálftunum þar f gær. Hann sagði að vart hefði orðið við þrjá kippi, en þeir hefðu ekki verið mjög snarpir, heldur af þeirri mæligráðu sem algeng væri á þessu jarðhita- svæði. Kvað Jósep þrjá jarð- skjálftamæla vera f gangi á þessu svæði sérstaklega, einn við Kröflu, einn við Reynihlfð og einn við Gæsadal. Skjálftakippir í Mývatnssveit Mývatnssveit 28. okt. f DAG kl. 11.36 urðu margir hér f Mývatnssveit varir við allsnarpan jarðskjálftakipp, en talið er að hann hafi átt upptök nálægt Kröflu og verið 4,4 stig á Richter- kvarða. — Kristján. Siglufjörður: Reytingsafli hjá bátum Siglufirði, mánudag. STÁLVÍK og Sigluvlk sem sigldu I höfn f sjómannaverkfallinu láta úr höfn f dag, Stálvfk fyrst sfðan Sigluvfk. Lfnubátarnir fóru aldrei I verkfall og hefur verið reytings- fiskirl hjá þeim, 4—7 tonn. Hér er hvftt niður undir sjó og var snjó- koma fyrsta vetrardag. — mj. — Ljósm.: Friöþjófur. Vestur-þýzku ráðherrarnir við komuna til Reykjavlkur f gær. Til vinstri er Hans-Jiirgen Wischnewski, aðstoðarutanrfkisráðherra og til hægri Fritz Logemann, aðstoðarfiskimálaráðherra. Wischnewski, ráðherra, formaður þýzku nefndarinnar: „Vonast eftir árang- ursríkum viðræðum Samningaviðræður hefjast 1 Reykjavík í dag Islenzku síldarbátarnir seldu fyrir 66 milljónir 99 „ÉG VONA að við komum til með að eiga árangursrfkar viðræður á morgun,“ sagði Hans-Jiirgen Wisehnewski, aðstoðarutanrfkis- ráðherra Vestur-Þjóðverja, við komuna tii Islands f gær, en við- ræður milli íslendinga og Vestur- Þjóðverja vegna fiskveiðilögsög- unnar hefjast f dag í Reykjavfk. „Við komum hingað sem vinir,“ sagði ráðherrann, „og vonumst til að viðræðurnar beri þann árangur, sem bæði löndin geti sætt sig viðrÉg er þess fullviss, að unnt er að ná samkomuIagi.“ Morgunblaðið spurði þvf næst um þær tillögur, sem Þjóðverjarnir kæmu með og svaraði ráðherrann þvf að eins og hann hefði áður skýrt frá í viðtali við Morgun- blaðið, fyndist honum það ókurteist að skýra frá tillögum stjórnar sinnar áður en þær yrðu kynntar fyrir fslenzkum stjórn- völdum. Viðræðurnar hefjast í dag klukkan 10,30 í ráðherrabústaðn- um. Af Islands hálfu taka þátt í viðræðunum ráðherrarnir Einar Ágústsson og Gunnar Thorodd- sen, Hans G. Andersen, sendi- herra, Már Elisson, fiskimála- stjóri, Jón Jónsson, forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar- innar, þingmennirnir Guð- mundur H. Garðarsson og Þór- arinn Þórarinsson, Jón L. Arn- alds, ráðuneytisstjóri, Þórður As- geirsson, skrifstofustjóri, Ólafur Egilsson, deildarstjóri, og Árni Tryggvason sendiherra. Af hálfu Þjóðverja taka þátt í Stolið ávísunum fyrir 200 þúsund BROTIZT var inn hjá Kirkju- sandi hf um helgina og stolið þar gömlum og ógildum ávfsunum að upphæð 200 þúsund krónur. Þetta voru þrjár ávísanir, stílaðar á Landsbankann og gefnar út fyrir 5 árum. I gærmorgun gerði þjóf- urinn tilraun til að leysa eina þeirra út f Landsbankanum, en bankafólkið sá við honum og var maðurinn handtekinn. viðræðunum Hans-Júrgen Wischnewski, aðstoðarutanríkis- ráðherra, Fritz Logemann, aðstoðarfiskimálastjóri, dr. Karl- August Fleischhauer, dr. Fredo Dannenbring, Berhard Zepter, Gero Möcklinghoff, dr. Arno Meyer, dr. Breloh, Winninger, framkvæmdastjóri fylkisþingsins í Bremen, Raimund Hergt, sendi- herra Þjóðverja á Islandi og Giesna Niederste-Ostholt. 17 tSLENZK sfldveiðiskip seldu afla sinn f Danmörku f sfðustu viku, samtals 1476 lestir fyrir 66,3 milljónir króna. Meðalverð var 45 krónur kflóið. Jón Finnssón GK hafði mestan afla, 161 lest sem hann seldi fyrir 7,4 milljónir. Loftur Baldvinsson EA seldi 136 Iestir fyrir 6 milljónir. I fyrra höfðu íslenzk síldveiði- skip fengið 34 þúsund tonn frá 7. maí til 26. október og selt fyrir 975 milljónir. 1 ár hafa íslenzku skipin aflað á svipuðum tíma 16 þúsund lestir og selt fyrir 672 milljónir. Meðalverð í ár eru 42 krónur kílóið en var f fyrra mun lakara, eða 28 krónur. Loftur Baldvinsson EA hefur fengið mestan afla nú, 1661 lest og selt hann fyrir 66 milljónir. Súlan EA hefur fengið 1224 lestir og selt fyrir 54 milljónir og Gísli Árni RE hefur fengið 1023 lestir og selt fyrir 50 milljónir. Stálu 262 lítrum af spíra frá varnarliðinu SJÖ ungir menn hafa viðurkennt að hafa á undanförnum vikum stolið 262 lítrum af hreinum vfn- anda frá varnarliðinu á Keflavfk- urflugvelli. Aðeins hluta af þessu mikla spfritusmagni komu þeir f verð og seldu þriggja pela flöskuna á 4000 krónur. Ef þeir hefðu hins vegar selt allt magnið fyrir sama verð, hefðu þeir fengið hátt á aðra milljón króna fyrir góssið. Þessi spíritusþjófnaður úr geymslum varnarliðsins hefur viðgengist í 6—7 vikur. Lögreglan I Keflavík fékk málið til með- ferðar og hafði upp á þjófunum sem reyndust vera 7 ungir menn. Sat einn þeirra í gæzluvarðhaldi um tíma. Vínandans höfðu ungu mennirnir annað hvort neytt sjálfir, selt, gefið eða hellt niður en 40 lítra gerði lögreglan upp- tæka. Vínandinn hafði borizt víða áður en lekinn var stöðvaður, m.a. norður á Húsavik. Guðmundi gengur vel í Búlgaríu GUÐMUNDI Sigurjónsson stór- meistari hefur staðið sig mjög vel f fyrstu umferðum svæðamótsins f Vrasa f Búlgarfu. Er Guðmund- ur f efsta sæti með 3 vinninga eftir 4 umferðir. Guðmundur tefldi í gærkvöldi við hollenska alþjóðameistarann Ree og að sögn Björgvins Vig- lundsonar, aðstoðarmanns Guð- mundar, tókst Guðmundi ekki að knýja fram vinning þrátt fyrir betri stöðu og sömdu þeir kapp- arnir um jafntefli eftir 30 leiki. 1 3. umferð tefldi Guðmundur við ungverska stórmeistarann Sax, og sigraði Guðmundur sannfærandi i 38 leikjum og þótti skákin sérlega vel tefld að hálfu Guðmundar, eftir því sem Björgvin tjáði blað- inu. Helstu keppinautar Guð- mundar um efstu sæti mótsins eru stórmeistararnir Matulovic og Matanovic. YIIRLVSING RIKISSTJ (jRNARINNAR Hér fer á eftir yfirlýsing sú, sem rlkisstjórnin birti I gær og leiddi til lausnar fiskverðsdeilunnar, sem staðiS hefur undanfarna daga Forsætisráðherra hefur undan- farna daga átt viðræður við forystu- menn hagsmunasamtaka í sjávarút- vegi, yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins og samstarfsnefnd áhafna þeirra fiskiskipa, sem hættu róðrum um sinn, um ástæður róðra- stöðvunar og þann vanda, sem henni fylgdi ' Helstu niðurstöður þessara við- ræðna eru: 1. Fiskverðsákvörðunin fyrir tima- bilið 1. október til 31. desember n.k var I alla staði i samræmi við lögin um Verðlagsráð sjávarútvegs- ins; og var hún tekin með samhljóða atkvæðum fulltrúa seljenda (sjó- manna og útvegsmanna) og kaup- enda (fiskvinnsluaðila). Verð- ákvörðunin er óuppsegjanleg að óbreyttum lögum og felur þar með í sér lögboðið lágmarksverð til ára- móta. 2. I viðræðum kom skýrt fram, að allir aðilar i sjávarúrvegi eru sam- mála um, að ekki sé unnt að benda á heppilegri leið fyrir fiskverðs- ákvarðanir en þá tilhögun, sem felst I starfsemi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, ekki sist vegna þess, að þótt ákvarðanir ráðsins hafi oft verið umdeildar, hefur starfsemi þess tryggt starfsfrið í sjávarútvegi miklu betur en tókst með fyrri aðferðum Rikisstjórnin telur þvi mikilvægt, að samningar, sem takast á vettvangi Verðlagsráðsins séu virtir! hvívetna. 3 Fiskverðsákvörðunin frá 1 október s.l. fól I sér 4,6% meðal- hækkun á lágmarksverði þeirra fisk- tegunda, sem um var fjallað. Þessi meðalhækkun er miðuð við teg- undaskiptingu þess hluta ársaflans 1974, sem landað var hérlendis, skv skýrslum Fiskifélags íslands, og við áætlaða skiptingu í stærðar- og gæðaflokka Sern kunnugt er var tekin upp ný stærðarflokkun helstu fisktegunda um s.l. áramót, sem m.a fól I sér, að upp var tekin þrlskipting þorsks og ufsa eftir stærð og að þvi stefnt að halda I við verð á smáfiski en hækka verð á stórfiski. Áætlanir um stærðarskiptingu voru m.a. reistar á skýrslum Hafrannsókna- stofnunar Niðurstöður aflaskýrslna Fiskifélags um stærðarflokkun þorskaflans veturinn 1 975 benda til þess, að ofangreint mat á fiskverðs- breytingunni 1 október s.l. sé frem- ur of lágt en of hátt, e.t.v. svo nemi 0,5 til 0,7% Mat Verðlagsráðs á fiskverðsbreytingum hefur yfirleitt verið miðað við samsetningu árs- afla. Ástæðurnar til þessa eru eink- um tvær: í fyrsta lagi er það megin- regla laganna um Verðlagsráð að ákveða skuli fiskverð „fyrir eitt ár i senn og aldrei fyrir skemmri tima en eitt veiðitímabil." [ öðru lagi eru flestar heimildir, sem ráðið hefur á að byggja, reistar á árstölum og ársreikningum, t.d. rekstrarreikn- ingar. Þrátt fyrir þessa verklags- reglu, er jafnan til þess litið, að þegar verð hinna ýmsu fisktegunda breytist misjafnlega koma breyt- ingarnar misjafnlega niður eftir greinum útgerðar og árstiðum Þannig var talið sýnt, að miðað við samsetningu haustaflans væri fisk- verðshækkunin 1. okt. s I. mun minni en 4,6% eða 3—3’/2%, og er þá miðað við tegundasamsetningu aflans mánuðina október til desem- ber 1974. Þessi áætlun er þó nokkru óvissari en áætlunin um verðhækkun ársaflans vegna þess, að bein vitneskja um stærðarflokka- skiptingu haustaflans skv hinni Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.