Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTOBER 1975 31 Minning: Ágústa Kristín Ingimundardó ttir Fædd27. júlí 1906 Dáin 18. október 1975. I dag, þriðjudag, verður frænka mín lögð til hinztu hvílu. Ágústa Kristín Ingimundardóttir Andersen hét hún, en fyrir mér er hún alltaf Dadda. Þegar mér barst fréttin um and- lát Döddu frænku hvarflaði hugurinn til liðinna barns- og unglingsára minna, þvi á þeim árum var ég jafnan aufúsugestur á heimili hennar og manns hennar, Kai Andersen, naut þar ástar og umhyggju, og átti vináttu stóra barnahópsins, sem ég leit oft eftir meðan pabbinn og mamman voru að vinna. Því vinnusemi, dugnaður og atorka var það sem einkenndi þessa frænku mína mest. Nokkur siðustu árin átti hún við mikla vanheilsu að stríða, en hún var svo lánsöm að eiga góðan mann og góð börn, sem reyndu af fremsta megni að Iétta henni sjúkdómsbyrðina. Þessar fátæklegu línur eiga ekki að vera nein eftirmæli, að- eins litill vottur þakklætis einnar, sem löngum var tíður gestur á heimili hennar. Börnum hennar votta ég mína dýpstu samúð við fráfall móður þeirra og föður, en hann lagði upp í sína hinztu för 1. október s.l. Ég sé hann i anda biða við Gullna hliðið og taka á móti henni Döddu minni, og það er hugarfró þrátt fyrir harminn að vita þau núna saman og sæl. Margs er að minnast, margs að sakna. Hafðu þökk fyrir allt og allt frænka mín. Unna. FRÁ LEIÐBEININGASTÚÐ HÚSMÆÐRA Síðasti söludagur Um daginn hringdi úlend kona I Leiðbeiningastöð hús- mæðra og sagði eftirfarandi sögu: Ég keypti rifsberjasaft fyrir nokkrum dögum, en okkur fannst hún ekki sérlega bragð- góð. Þegar ég fór að athuga flöskuna betur, sá ég, að hún var dagsett. Ég fór með flösk- una í verslunina og fékk endur- greitt andvirði hennar, enda var verzlunarstjórinn hinn kurteisasti. Ég fór því að ræða þetta mál við hann: — Ég er viss um að engin húsmóðir á hinum Norðurlöndunum léti bjóða sér það. að I hillum kjör- búða stæðu vörur, þar sem greinilega sést, að síðasti sölu- dagur er liðinn fyrir löngu. Sölustjórinn jánkaði þvi og ég helt áfram: — Þetta er kannski nógu gott ofan I íslendinga. Sölustjórinn svaraði: — Sölu- timi þeirra matvara sem koma til íslands er yfirleitt alltaf út- runnin. Konan spurði Leiðbeininga- stöðina: „Eru Isjendingar ekki vandlátari en svo, að óhætt sé að flytja til landsins og hafa á boðstólum vörur sem ekki er unnt að selja annarsstaðar eða eru vörur geymdar óeðlilega lengi á vörulager hér á landi?" Þegar fyrirtæki láta dagsetja vörur sínar er það að sjálfsögðu til þess að tryggja það, að fram- leiðsla þeirra komist i hendur neytenda áður en gæði hennar rýrna að verulegu leyti. Inn- flytjendur, verslunarmenn og neytendur skulu hagnýta sér slíkan fróðleik. Við kaupum matvæli í vaxandi mæli i um- búðum sem framleiðandi hefur gengið frá. Það er þvi ekki unnt að dæma um gæðin með þvi að skoða vörurnar. Vörumerking- ar og vörulýsingar sem fram- leiðandi lætur fylgja vörum sin- um verðum við íslendingar að kynna okkur, áður en við festum kaup á einhverjum hlut. Að öðrum kosti er óhætt að bjóða okkur það sem aðrir ekki vilja og hætt er við að okkar eigin framleiðsla verði ekki sain- keppnisfær á erlendum mark- aði, ef við fylgjumst ekki með þeim kröfum sem gerðar eru annars staðar í heiminum. Geymsluþol matvara er m.a. undir ásigkomulagi hráefna og framleiðsluaðferð komið, enn- fremur hafa umbúðirnar og geymsluskilyrðin áhrif á geymsluþolið. Síðasti söludagur er ætíð ákveðinn þannig að varan haldi öllum gæðum sínum i hæfileg- an tíma eftir að sölutíminn er liðinn, ef farið er eftir settum reglum um geymsluskilyrði. Einnig skal tekið fram, að þótt síðasti söludagur sé liðinn fyrir löngu, er ekki þar með sagt, að varan sé skemmd. Hér á landi geta samgönguerfiðleikar vald- ið þvi að stundum verða menn, sérstaklega I afskekktum hér- uðum, að sætta sig við það að vörur séu stundum full gamlar. Sigríður Haraldsdóttir. F.F.S.Í. lýsir yfir trausti á sinn full- trúa í verðlagsráði Fréttatilkynning frá Farmanna- og fiskimannasambandi Islands: „Fundur haldinn í stjórn Far- manna- og fiskimannasambands Islands miðvikudaginn 22. októ- ber 1975, lýsir fyllsta trausti á fulltrúa sinn í verðlagsráði sjáv- arútvegsins og telur að hann hafi unnið þar af mikilli Rostgæfni. Hins vegar fagnar stjórn Far- manna- og fiskimannasambands Islands framkominni gagnrýni sjómanna á sjóðakerfi sjávarút- vegsins." ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Útsölustaöir: HJÓLBARÐASALAN Borgartúni 24, sími 14925 Reykjavík. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN MÚLA við Suðurlandsbraut, sími 32960 Reykjavík. ert þú með TOYO undir öllum VÉLSMIÐJAN LOGI Sauðárkróki. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN Glerárgötu 34, Akureyri. Umboð a íslandi KRISTJÁN G. GÍSLASON HF | AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON Húsavík. VIGNIR BRYNJÓLFSSON Egilsstöðum. Okkar þilplötugeymsla er upphituð Þiiplötur eru auðvitað meðal alls þess byggingarefnis sem við bjóðum. En við geymum plöturnar í fullupphituðu hús- næði. Það meta þeir fagmenn mikils, sem úr þeim vinna. ^ BYGGINGAVÚRUVERZLUN KÓPAVOGS IMÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:41000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.