Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975
23
YfhMasigor Sovétmanna
á Evrópumeistaramótinn í blaki
Sovétrfkin hrepptu Evrópu-
meistaratitilinn f blaki karla, en
keppt var f Belgrad f sfðustu viku
og lauk keppninni nú um helgina.
Er þetta í fimmta sinn sem Sovét
menn verða Evrðpumeistarar f
blaki, en f keppninni í Belgrad
sýndu Sovétmenn umtalsverða yf-
Pólland og Ítalía
gerðu jafntefli 0:0
ÍTALlA og Pólland gerðu jafn-
tefli 0—0 f leik þeirra í Evrðpu-
bikarkeppni Iandsliða f knatt-
spyrnu sem fram fðr í Varsjá á
sunnudaginn að viðstöddum
100.000 áhorfendum. Hafa Pðl-
verjar og HoIIendingar nú hlotið
jafnmörg stig f keppni fimmta
riðils, en HoIIendingarnir standa
betur að vfgi þar sem þeir hafa
leikið einum leik færra.
Mikil barátta var f leiknum f
Varsjá, og átti hinn austurríski
dðmari leiksins oft erfitt með að
hafa hemil á leikmönnunum. Pðl-
verjarnir voru yfirleitt meira í
sðkn f leiknum f Varsjá, en mark-
vörður Italanna, Dino Zoff, sýndi
oftsinnis frábær tilþrif og bjarg-
Æfingaskór
í öHum
stærðum
9 gerðir.
Verð frá kr. 2950 -
KLAPPARSTÍG 44
SÍMI 11 783.
LÓUHÓLUM 2 —6
SlMI75020
aði erfiðustu skotum. Eftir
leikinn er staðan f 5. riðli þannig:
Holland 5 4 0 1 14—7 8
Pðlland 6 3 2 1 9—5 8
Italfa 5 13 1 2—3 5
Finnland 6 0 1 5 3—13 1
Bodö
bikar-
meistari
2. DEILDAR liðið Bodö sigraði f
norsku bikarkeppninni f knatt-
spyrnu, en leikið var til úrslita f
Ósló á sunnudaginn. Mætti Bodö
öðru annarrar deildar liði f úr-
slitaleiknum, Haugasundi, og
urðu úrslitin 2—0 sigur Bodö.
Bæði mörkin voru skoruð i seinni
hálfleik og gerðu þau þeir Sturla
Solhaug á 70. mfnútu og Arne
Hansen á 85. mfnútu. Áhorfendur
á viðureign þessara 2. deildar liða
voru hvorki fleiri né færri en
30.000.
Telpnamet
í hástökki
tris Jðnsdðttir, 12 ára stúlka
úr Kópavogi setti nýtt telpna-
met f hástökki á móti sem
fram fðr f Kðpavogi um sfð-
ustu helgi, stekk 1,45 metra.
— Borðtennis
Framhald af bls. 22
Gunnar næstu lotu 21—19. Þá
tóku Finnarnir vel við sér og
unnu næstu lotu 21—16 en mikil
barátta var i fjórðu lotunni, en
henni lauk með sigri Finnanna
22—20, þannig að urslit leiksins
urðu 3—1, þeim í vil. Áttu þeir
Gunnar og Ólafur þarna mjög
góðan leik, og voru óheppnir að
sigra ekki I honum.
irburði og þðttu flestir leikir
þeirra stðrglæsilega útfærðir.
Hafa Sovétmenn breytt nokkuð
tækninni f blakfþrðttinni, sem
flest f þvf að þeir hafa útfærð
kerfi sem kallað er „hlaupara-
kerfi“ á nýjan hátt. Virtist þetta
koma öðrum Iiðum f keppninni
nokkuð á ðvart, og áttu þau fá
svör við hæfni Sovétmannanna.
í síðasta leik sínum í keppninni
mættu Sovétmenn Tekkóslóvök-
um og máttu tapa, án þess að
missa af Evrópumeistaratitlinum,
þar sem þeir voru komnir með 8
stig, en helztu keppinautarnir að-
eins með 6 stig. Sovétmenn sýndu
hins vegar jafnmikla yfirburði í
leiknum við Tékka og í öðrum
leikjum sínum í mótinu og sigr-
uðu 15—8, 15—13, og 15—3 eða
3—0. Lokastaðan í keppninni um
sex efstu sætin varð bessi:
Sovétrfkin
Pólland
Júgóslavfa
Rúmenfa
Búlgarfa
Tékkóslóvakfa
5 5 0 15—3 10
5 3 2 11—9 6
5 3 2 11—10 6
5 2 3 10—11 4
5 1 4 6—12 2
5 1 4 6—14 2
Sovézkar stúlkur hlutu Evrópu-
meistaratitilinn í blaki kvenna,
en keppni þessi hefur að undan-
förnu staðið yfir i Belgrad og lauk
nú um helgina. Sigruðu sovézku
stúlkurnar pólsku stúlkurnar i
siðasta leik keppninnar með 3
gegn engu og fóru hrinurnar i
leik þessum: 15—9, 15—4 og
15—7 fyrir Sovétrikin. Fyrir
þennan leik var staðan sú, að sov-
ézku stúlkurnar þurftu að vinna
sigur til þess að vera öruggar um
Evrópumeistaratitilinn, þar sem
Ungverjar höfðu hlotið 8 stig.
Hlutfall unninna hrina var þó til
muna hagstæðara fyrir Sovétrík-
in.
Lokastaðan í
þessi:
Sovétrfkin
Ungverjaland
Austur-Þvzkaland
Búlgarfa
Tékkóslóvakfa
Pólland
keppninni varð
5 5 0 15—2 10
5 4 1 12—7 8
5 2 3 8—11 4
5 2 3 8—11 4
5 2 3 8—11 4
5 0 5 6—15 0
Norðurlandamót
hér1977?
Jafnhliða Norðurlandameist-
aramótinu var háð þing norrænna
borðtennisleiðtoga. Á þinginu
voru Færeyingar formlega teknir
inn í sambandið. Næsta Norður-
landamót mun fara fram árið
1977, og hafa íslendingar boðið til
þess. Ekki er þó enn ákveðið
endanlega hvort mótið verður
haldið hérlendis, en verði svo
ekki, hafa Sviar boðist til að halda
það.
— Enska
knattspyrnan
Framhald af bls. 24
þar með á toppnum i deildinni,
með betra markahlutfall, en sama
stigafjölda og Manchester United
og West Ham United. Þetta var
hins yegar 12. ósigur Sheffield
United í siðustu 14 leikjum, þann-
ig að ástandið er allt annað en
glæsilegt hjá liðinu. Hefur það
ekki byrjað keppnistímabil svo
illa síðan liðið komst í 1. deild
árið 1931.
Gífurleg aðsókn var að leik
Liverpool og Derby County
í Liverpool, eða samtals 46.324
áhorfendur. Liverpool sótti án af-
láts I leiknum og tókst að skora
mark á 27. mínútu. Kevin Keegan
hafði þá betur i viðureign við
Colin Todd og sendi knöttinn til
John Toshack sem skoraði með
vinstri fótar skoti. Vörn Derby-
liðsins var hins vegar vel á verði
og gaf ekki fleiri færi á marki
sínu. Á 60. mínútu tókst Derby
svo óvænt að jafna eftir góða sam-
vinnu Francis Lee og David Nish,
sem sendi knöttinn að lokum á
Phil Thompson sem þurfti lítið
annað að gera en að renna honum
í Liverpool-markið. Skömmu fyrir
leikslok kom fyrir mjög umdeilt
atvik í þessum leik. Einum leik-
manna Liverpool sem kominn var
í skotfæri innan vítateigs var
brugðið harkalega og virtist ekk-
ert annað en vítasþyrna geta kom-
ið til mála. En dómarinn var
meisturunum hliðhollur og
dæmdi aðeins aukaspyrnu.
Leeds United heldur sig ekki
langt frá toppliðunum og vann á
Iaugardaginn öruggan sigur yfir
Coventry City. Til að byrja með
gekk þó hvorki né rak fyrir Leeds
að komast í gegnum sterka vörn
Coventry og var það ekki fyrr en í
seinni hálfleik, sem liðinu tókst
að tryggja sér sigurinn. Fyrra
markið skoraði Terry Yorath eftir
góða sendingu Peters Lorimers og
var það á 60. mínútu og níu
mínútum síðar bætti Allan Clarke
um betur, eftir mistök I vörn
Coventry.
Aðrir leikir í ensku 1. deildar
keppninni á laugardaginn voru
tilþrifaminni, og úrslit þeirra
nokkuð á þann veg sem fyrirfram
hafði verið búizt við. Helzt var
það sigur Tottenham Hotspur
yfir Leicester á útivelli sem kom á
óvart, en þetta var jafnframt
fyrsti sigur Tottenham Hotspur
yfir Leicester á útivelli á þessu
keppnistímabili. Sigurinn var
mjög sanngjarn og segja sér-
fræðingar í málefnum ensku
knattspyrnunnar að Tottenham-
liðið hljóti nú að fara að ná sér vel
á strik, það hafi fremur burði til
þess að berjast á toppnum i deild-
inni en botninum. Þá vakti góður
sigur Arsenal yfir Middlesbrough
einnig athygli, en Middlesbrough
liðið var óvenjulega dauft I dálk-
inn í þessum leik. Ekkert lið í 1.
deildar keppninni hefur náð eins
góðum árangri á heimavelli í vet-
ur og Middlesbrough, sem hefur
þar hlotið 10 stig af 12 möguleg-
um, og hefur ekki fengið þar á sig
eitt einasta mark.
1 annarri deild skeði svo helzt
það, að Sunderland náði aftur
forystunni með því að sigra Luton
Town 2—0, á sama tima og Bristol
City tapaði sinum fyrsta leik á
heimavelli í vetur, fyrir West
Bromwich Albion. Staðan f 2.
deild er nokkuð óljós, sérstaklega
vegna þess hve liðin hafa leikið
mismunandi marga leiki á heima-
velli. Þannig hefur Suriderland
t.d. leikið 8 af 14 leikjum sinum á
heimavelli, og hefur þar ekki tap-
að stigi. Bolton Wanderes sem
komið er í þriðja sæti í deildinni
hefur hins vegar ekki leikið nema
5 af 13 leikjum sínum á heima-
velli.
Jose Olivera frá Brasilfu — setti glæsilegt heimsmet f þrfstökki á
Amerfkuleikunum og vann langbezta afrek mðtsins.
Bandaríkiamenn beztir
á Ameriiuleikunnm - en
Kúbumenn komn mjög á óvart
Amerfkuleikunum f fþrðttum
lauk f Mexfkóborg f Mexfkð á
sunnudaginn. Urðu Bandarfkja-
menn yfirburðasigurvegarar f
keppni leikanna, svo sem fyrir-
fram hafði verið búizt við, en
Kúbumenn komu hins vegar mest
á ðvart á leikunum með því að
tvöfalda uppskeru sfna á gull-
verðlaunum frá sfðustu leikum
sem fram fóru f Kolombfu fyrir
fjðrum árum. Álls hlutu Banda-
rfkjamenn 114 gullverðlaun á
leikunum, en Kúba hins vegar 58
og Kanada sem varð f þriðja sæti
að þessu leyti hlaut 17 gullverð-
laun.
Síðustu keppnisgreinar leik-
anna voru körfuknattleikur, þar
sem Bandarikin hlutu gull bæði í
karla- og kvennaflokki og blak,
þar sem Kúba hlaut bæði gull-
verðlaun karla og kvenna.
Árangur á leikunum þótti mjög
mismunandi, en það fþróttaafrek
sem ber langhæst var heimsmet
Brasilíumannsins sem stökk 17,89
metra í þristökki, og er þvi helzt
jafnað við heimsmet Bandarikja-
mannsins Bob Beamons í lang-
stökki, þvi er hann setti á sama
stað á Olympíuleikunum 1968.
Orslit í verðlaunabaráttu Ieik-
anna varð sem iiér segir:
Bandaríkin íiull Silfur Brons All.s 114 82 47 243
Kúba 58 44 32 134
Kanada 18 35 38 91
Mexikó 9 12 37 58
Brasilía 8 13 23 44
Argentfna 3 5 7 15
Kolombía 2 4 4 10
Ecuador 1 1 1 O.
Guyana 1 1 0 2
Perú 1 1 0 2
Puerto Rico 0 3 7 10
Panama 0 2 4 6
Venezúela 0 1 11 12
Dóminíkanska lýðveldið 0 1 7 8
Jamaica 0 1 3 4
Bahamaeyjar 0 1 1 2
Hollenzku Antillaeyjar 0 1 0 1
Trinidad-Tobago 0 1 0 1
Chile 0 0 2 2
Uruguay 0 0 2 2
Barbados 0 0 1 1
Nicaragua 0 0 1 1
E1 SalvadoF- 0 0 1 1
Dómaranámskeið
DOMARANEFND K.K.Í. hefur
ákveðið að gera aðra tilraun með
að halda dómaranámskeið I
Reykjavík. Þetta var reynt fyrir
u.þ.b. mánuði síðan með afar lé-
legum árangri, en nú skal reynt
til þrautar. Námskeiðið verður i
KR-heimilinu n.k. laugardag og
hefst kl. 13. Ieiðbeinandi verður
Kristbjörn Albertsson, og þátt-
tökugjald er kr. 500.
Nú ættu félögin i Reykjavik, að
sjá sóma sinn í því að senda menn
á námskeiðið, en um þátttöku í
því mun verða getið hér i blaðinu
eftir næstu helgi. gk.
HEBfSMET
MENN dunda við að setja
heimsmet í hinum ótrúleg-
ustu íþróttagreinum. Um
helgina var t.d. sett nýtt
heimsmet í dýfingum, er
Frakkinn Jacques Ma.vol
stökk niður af 92 metra
háum kletti við Elbu.