Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975
Danir gegn
miðlínunni
EINHLIÐA Utfærsla íslenzku
landhelginnar spillir fyrir mögu-
leikum á árangri viðræðna á haf-
réttarráðstefnunni um efnahags-
lögsögu strandrfkja segir í orð-
sendingu sem danska rfkisstjórn-
in hefur sent út samkvæmt frétta-
tilkynningu danska utanrlkis-
ráðuneytisins. Danir gagnrýna
einnig miðllnuna milli fslands og
Færeyja ogGrænlands.
Hörður Helgason, skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðuneytinu,
sagði blaðinu að orðsendingin
hefði borizt á fimmtudagskvöld
og ákvörðun yrði tekin í málinu
þegar Einar Agústsson utanrikis-
ráðherra sem hefði ekki séð orð-
sendinguna kæmi heim frá við-
ræðunum i London. Hann sagði
að orðsendingin hefði ekki komið
á óvart þar sem vitað hefði verið
um afstöðu Dana.
Danir láta í ljós skilning á af-
stöðu Islendinga í orðsending-
unni þar sem þeir eru nær alger-
lega háðir fiskveiðum en gagn-
rýna einhliða útfærslu meðan
störfum hafréttarráðstefnunnar
er ólokið.
Þeir láta einnig i ljós óánægju
með miðlinuna milli Islands og
Grænlands og Færeyja þar sem
þeir segja að hún sé hagstæð Is-
lendingum en óhagstæð Græn-
lendingum og Færeyingum.
Danir lýsa jafnframt óánægju
vegna þess að lfnan hafi verió
dregin án þess að viðræður hafi
farið fram við dönsk yfirvöld.
Dansiku stjórnin fer því fram á
samningaviðræður um miðlínuna.
Sprengingar 1
3 stórborgum
New York, 27. okt. AP.
SAMTÖK aðskilnaðarsinna frá
Puerto Rico lýstu því yfir I dag
að þau hefðu staðið að sprcng-
ingum við níu byggingar í New
York, Washington og Chieago.
Sprengingarnar urðu næstum
samtfmis en ollu litlu tjóni og
engan sakaði.
I Chieago brotnuðu rúður á
fyrstu og annarri hæð hæstu
byggingar heims, Sears-
turnsins. I sprengingum við
fjóra banka i New York var
notað svipað sprengiefni og i
fimm sprengingum fyrir einu
ári er aðskilnaðarsinnar frá
Puerto Rieo kváðu sig ábyrga
fyrir.
Samtök þeirra, FALN, segja
að með sprengingunum vilji
þau minnast 25 ára afmælis
byltingar á Puerto Rico og
leggja áherzlu á kröfur um að
Puerto Rico fái sjálfstæði og að
sleppt verði úr haldi manni sern
var ákærður fyrir að reyna að
myrða Truman forseta 1950,
Oscar Collazo, og fjórum
mönnum sem voru ákærðir
fyrir að særa fimm þingmenn í
skotárás í fulltrúadeildinni.
Ein sprengjan í dag sprakk
Framhald á bls. 39
Scotsman býst við
öðru þorskastríði
EDINBORG — Oháða blaðið The
Scotsman telur að Islendingar og
Bretar hafi lítinn tlma til stefnu
að afstýra nýrri fiskveiðideilu
sem geti ef til vill komið af stað
nýju þorskastríði.
Blaðið segir I forystugrein að
Bretar geti 'ekki fallizt á að togur-
um þeirra verði bannað að veiða
innan 50 mílna þar sem þeir fái
mestan hluta afla sfns en telur
liklegt að þeir verði að fallast á
tilslakanir, til dæmis um minnk-
un aflamagns og að samningar
gildi í stuttan tíma.
„Málamiðlun sam fæli það í sér
að dregið yrði úr fiskveiðum
Breta á íslenzkum miðum yrði
vissulega ógeðfelld en þróunin
stefnir I þá átt að veruleg stækk-
un verði á svæðum þar sem ríki
geta gert kröfu um að þau ein
hafi rétt til nýtinga sjávarauð-
linda,“ segir The Scotsman.
Blaðið segir að „brezkur sjávar-
útvegur telji réttilega að hann sé
fórnarlamb reglugerða sem
kannski séu nauðsynlegar til
verndunar fiskstofnum en séu
ekki almennt hafðar í heiðri og
tregðu rfkisstjórna til að viður-
kenna hve mjög hann hafi lamazt
vegna uppsprengds kostnaðar og
minnkandi afla.“
~».m - *
Símamynd AP
EYÐIMERKURGANGA — Nú munu um 100.000 manns hafa safnazt saman skammt frá landamærum
Spænsku Sahara. Ekki er líklegt að nokkuð verði úr „friðsamlegri innrás" Marokkómanna í nýlenduna
í bráð þar sem miðað mun hafa í samkomulagsátt í viðræðum við Spánverja. Þeir virðast fúsir að afsala
sér nýlendunni þrátt fyrir mikil fosfatauðæfi sem þar eru fólgin í jörðu.
Sakharov rekinn
úr akademíunni?
París, 27. október. AP. Reuter.
DREIFT var í dag áskorun frá
Andre Sakharov friðaverðlauna-
hafa og öðrum heimsþekktum
mönnum um að sleppt verði Ur
haldi öllum föngum sem hafa ver-
ið fanglesaðir fyrir skoðanir sfn-
ar. Áskoruninni er einkum beint
til landa eins og Chile, Spánar,
Sovétríkjanna, Brasilfu og Tékkó-
slóvakíu.
Meðal þeirra sem undirrita
skjalið eru Sakharov og eiginkona
hans Elena Banner-Sakharov,
þýzki rithöfundurinn Heinrich
Bölli Alfred Kastler, Nóbelsverð-
launahafi í eðlisfræði, Friedrich
Diirrenmatt, svissneskur rithöf-
undur, Pierre Emmanuel og Eug-
ene Ionesco, fulltrúar í frönsku
akademíunni, Ludek Pachman,
skákmeistari frá Tékkóslóvakíu,
og sovésku útlagarnir Andrei
Siniavski, Vladimir Maximov,
Viktor Nekrassov og Alexander
Galitch.
Hvorki Pravda né önnur blöð i
Moskvu hafa birt bréf frá 72 full-
trúum úr sovézku vísindaakademí
unni þar sem þeir segja það
„móðgun við háleitar hugsjónir
mannúðarstefnu, friðar, réttlætis
og vináttu þjóða í milli“ að
Andrei Sakharov var veitt friðar-
verðlaunin.
Með þessu bréfi virðist vera
hafin svipuð herferð gegn Sak-
harov og gegn Alexander Solzhen-
itsyn fyrir tveimur árum. I mót-
mælabréfinu segir að Nóbels-
nefnd norska Stórþingsins hafi
Framhald á bls. 39
Sadat velfagn-
að í Washington
Hann mun reyna að fá efnahags- og vopnaaðstoð hjá Ford
V aldbeiting
gegn valdapólitík
— segir hollenzkt sjávarút-
vegstímarit um útfærsluna
HOLLENZKT tfmarit um
sjávarUtvegsmál „De Viss-
erijwereld“, fjallar nýlega
um Utfærslu fslenzku landhelg-
innar í 200 mflur. 1 greininni er
forsendum fslendinga fyrir Ut-
færslunni eindregið hafnað, og
sagt, að Island reki þarna
valdapólitfk, sem eigi sér enga
líka, jafnvel ekki þótt horfið sé
aftur f svartnætti nýlendutfma-
bilsins.
Hollendingar taka útfærrl-
unni sem beinni móðgun, segir
í greininni, þar sem réttur er
fótum troðinn, og þau fiskiskip
sem hingað til hafa veitt á mið-
um innan 200 mílnanna munu
nú leita suður á bóginn og veiða
í Norðursjó, þar sem fiskstofn-
ar verða senn uppurnir.
I trausti samstöðuvilja þjóða
Efnahagsbandalagsins og Norð-
austuratlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar leggja Hollend-
ingar til, að gripið verði til
löndunarbanns gagr.vart Is-
lendingum og að sfldveiðikvóti
þeirra f Norðursjó verði skert-
ur. Þá yrði kannski bundinn
endi á þennan fáránlega sjón-
leik, sem Islendingar settu á
svið með því að greiða atkvæði
gegn kvótaákvörðun vegna síld-
veiða í Norðursjó. Þessi afstaða
var ekki sfzt hlægileg fyrir það,
að íslendingar voru ein þriggja
þjóða, sem áttu sök á útrým-
ingu Atlantshafssíldarinnar og
eru þar með samábyrgir fyrir
ofveiði í Norðursjó.
Lönd, sem reka slíka valda-
pólitík sem Island, er ekki hægt
að eiga við nema með mótað-
gerðum, sem einnig eru byggð-
ar á valdbeitingu, segir að lok-
um í greininni.
Washington 27. október AP—Reuter
ANWAR Sadat, Egyptalandsforseti, ræddi f dag, — á öðrum degi 11
daga opinberrar heimsóknar sinnar til Bandarfkjanna —, við Gerald
Ford, Bandarfkjaforseta í Hvíta hUsinu, og ræddu þeir um leiðir til að
fylgja frekar eftir friðarumleitunum f Miðausturlöndum. Ford sagði
fyrir fund þeirra að hann væri talandi tákn um að þróunin í átt til
varanlegs friðar „mun ekki stöðvast**, — og er talið að þar hafi hann
átt við deilu Sýrlendinga og fsraela. Fóru viðræðurnar f dag, að sögn
talsmanna, fram f anda „einlægni og vinsemdar". Sadat er fyrsti
forseti Egyptalands sem kemur til Bandarfkjanna sfðan Nasser kom til
New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 1960.
Sadat hlaut afar góðar viðtökur
hjá Ford, og síðar ræddi hann við
Henry Kissinger, utanríkisráð-
herra. Mannfjöldi fagnaði for-
setanum í Washington, en ara-
bískir stúdentar héldu mótmæla-
fund vegna saihninga Sadats við
Israela. I ræðu sinni við komuna
til Washington minntist Sadat
ekki á helztu markmið sín með
heimsókninni, þ.e. að reyna að fá
Bandaríkjastjórn til að draga úr
hernaðaraðstoð við Israel og að
veita Egyptum efnahagsaðstoð og
hergögn. Sadat og kona hans
munu dveljast í tvo daga í
Washington en síðan heimsækja
New York, Chicago og Houston og
snúa aftur til Washington til að
ávarpa Bandaríkjaþing.
Stokkhólmi 27. október —
Reuter
OLOF Palme, forsætisráðherra
Svfþjóðar, tilkynnti í dag um
minni háttar uppstokkun innan
stjórnar sinnar, og er helzta
breytingin sú, að Kjell-Olof Feldt,
viðskiptaráðherra, fær mikil-
vægari stöðu sem ráðherra án
stjórnardeildar innan fjármála-
ráðuneytisins og fer með launa-
Feldt eftir-
maður Stráng?
mál. Talið er líklegt.^að þetta sé
undanfari þess, að Feldt taki við
fjármálaráðherraembættinu af
Gunnari Stráng, sem nú er 69 ára
og mun væntanlega draga sig í hlé
eftir þingkosningarnar næsta
haust. Aðrar breytingar, sem
allar taka gildi 11. nóvember, eru
þær að Carl Lidbom, ráðherra án
stjórnardeildar, verður viðskipta-
ráðherra og Tage Peterson,
aðstoðarutanríkisráðherra verður
ráðherra án stjórnardeildar.