Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR
246. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975 PrentsmiSja MorgunblaSsins.
Samræma Bretar
og V-Þjóðverjar
nú afstöðu sína?
Mynd AP.
GÖTUBARDAGARNIR t BEIRUT — Líbanskur skæruliði hleypur í skjól bak við sandpoka með
sprengjuvörpu sína rjúkandi i götubardögunum í Beirut.
Útlendingar flýja frá
Beirut vegna bardaga
SÉRFRÆÐINGAR Efnahags-
bandalagslandanna f fiskveiði-
málum ræddu I gær við Pierre
Lardinois, forstöðumann land-
búnaðarmála hjá EBE f Briissel, f
þeim tilgangi að samræma við-
ræður Breta og Vestur-Þjóðverja
við Islendinga um tvfhliða sam-
komulag f fiskveiðideilunni, að
þvf er Reuter-fréttastofan hefur
eftir áreiðanlegum heimildum f
Briissel f gærkvöldi. Bretar og
Vestur-Þjóðverjar leituðu þó ekki
eftir sameiginlegri afstöðu
bandalagslanda til viðræðnanna,
heldur væri vettvangur EBE
notaður til að miðla af reynslu
beggja frá viðræðunum við Is-
lendinga. Einar Ágústsson utan-
rfkisráðherra sagði f samtali við
Morgunblaðið f gærkvöldi að
hann hefði vitað um þennan fund
f Briissel, en sér væri ekki
kunnugt um eðli hans eða um þá
samræmingu á viðhorfum sem
minnzt er á í Reuter-fréttinni.
I fréttinni segir að Bretar og
Þjóðverjar hafi einnig skýrt
öðrum EBE-löndum frá gangi við-
ræðna við Islendinga. Helzti
þrándur í götu viðræðna Breta við
íslendinga sé að ákveða árlegan
veiðikvóta fyrir brezka togara
Norðmenn
og Sovét-
menn ræða
200 mílur
Ösló 27. október — NTB
SOVÉZKI sjávarútvegsráðherr-
ann Aleksander Ishkov hóf f dag
ásamt sendinefnd sinni viðræður
um fyrirhugaða útfærslu
norsku fiskveiðilögsögunnar f
200 mflur við Jens Evensen
hafréttarráðherra Noregs,
og munu viðræðurnar
Framhald á bls. 39
innan 200 mílnanna, en Bretar
geri kröfu til um 130.000 tonna
árskvóta. Einar Ágústsson var
spurður að því hvort Bretar hefðu
ekkert slakað á þessari kröfu i
Lundúnaviðræðunum fyrir
helgina, en hann kvað svo ekki
hafa verið. í frétt Reuters segir
ennfremur að íslenzka ríkis-
stjórnin hafi hins vegar boðið
lægri árskvóta. Um þetta sagði
utanríkisráðherra: „Við höfum
ekkert boðið.“
Líf Francos
á bláþræði
Madrid, 27. október. AP — Reuter — NTB
LÆKNAR börðust f dag enn við
að bjarga lífi Francisco Francos,
einræðisherra á Spáni, en heilsu
hans hélt engu að síður áfram að
hraka. Eftir röð hjartaáfalla f
nótt fékk Franco sótthita sfðdeg-
is, ásamt innvortis blæðingum og
óreglulegri hjartastarfsemi. Hinn
82 ára gamli einræðisherra var
samt með fullri meðvitund að
sögn lækna, en mikill fjöldi fyrir-
manna streymdi til Pardohallar-
innar þar sem hann hefur legið
sfðan hann veiktist fyrir 11 dög-
um, þ. á m. Carlos Arias Navarro
forsætisráðherra og æðsti maður
kaþólsku kirkjunnar á Spáni,
Marcelo Gonzales Martin
kardináli.
Tvisýnan um lif Francos hefur
skapað mikla óvissu og spennu i
stjórnmálalifi landsins. I dag
komu enn upp kröfur um að Juan
Carlos prins tæki nú við völdum
því ekki væri lengur stætt á
því að tómarúm væri á æðsta
valdasti^i spánskra stjórn-
mála. Þetta getur annað hvort
gerzt með skipun Francos
sjálfs eða með flókinni stjórn-
arskrárlegri aðferð þar sem
Franco er lýstur líkamlega ófær
um að stjórna. Allt er með kyrr-
um kjörum og virðast menn bíða
átekta, t.d. hefur hermdarverka-
starfsemi legið með öllu niðri.
Beirut, 27. október.
AP—Reuter.
0 HATRAMMIR götubardagar
breiddust út eins og eldur f sinu
um Beirut, höfuðborg Lfbanons f
dag, milli kristinna hægri manna
og vinstri sinnaðra Múhameðs-
trúarmanna studdum af
Palestínuskæruliðum. Sem fyrr
voru átökin útbreiddust f hinum
fátæklegri borgarhverfum f
austurhluta borgarinnar, en f
kvöld höfðu þau borizt til norð-
vesturhlutans, þar sem auðmenn
ýmsir og útlendingar búa. Er
talið að hægri menn reyni nú að
styrkja stöðu sfna á þessu svæði,
en barizt var með vélbyssum, eld-
flaugum og sprengjuvörpum.
Ekki ber mönnum saman um tölu
látinna f átökunum f dag, sem eru
ein þau hörðustu hingað til, en
lögreglan segir a.m.k. 20 manns
hafa beðið bana en aðrir opin-
berar heimildir segja 120. Meir
en 6000 manns hafa beðið bana
sfðan f aprfl.
0 Hið hraðversnandi ástand f
höfuðborginni endurspeglaðist f
dag f tilmælum bandaríska sendi-
ráðsins til bandarfskra borgara
þar um að þeir komi fjölskyldum
sfnum frá Beirut. Talsmaður
brezka sendiráðsins sagði enn-
fremur að brezkum þegnum sem
ekki eiga brýnum erindum að
gegna f Líbanon hefði verið
ráðlagt að fara úr landi, eiginkon-
ur og börn fyrst. Önnur evrópsk
sendiráð hafa einnig brottflutn-
ing f athugun. Her Líbanons sem
telur um 18000 manns setti upp
varðstöðvar meðfram veginum til
flugvallarins, þar sem flýjandi
Vesturlandabúar sköpuðu mikla
ringulreið. Aðeins farþegar með
staðfesta farmiða fengu að koma
þar nærri.
Herinn hafði fyrirmæli um að
halda sér frá aðalbardagasvæð-
inu, en tök hinnar fjögurra mán-
aða gömlu ríkisstjórnar Rashid
Karamis forsætisráðherra á
ástandinu virtust fara minnkandi.
Tilkynning Karamis eftir ríkis-
stjórnarfund i gær um enn eitt
vopnahléð fann aldrei hljóm-
grunn og alla nóttina og allan
daginn hneggjuðu vélbyssur og
sprengjur drundu. Þuli einum i
ríkisútvarpinu í Beirut blöskraði
og sagði i beinni útsendingu:
„Hvar er þetta vopnahlé sem þið
eruð að tala um? Fólk vill vita
það. Þið hljótið að vera drukknir
að tala um vopnahlé. Hvar er
það?“
Þingmenn reyndu að koma sam-
an og ræða ástandið, en aðeins 49
þeirra tökst að komast til þing-
hússins vegna bardaganna. Þeir
sátu þar í meir en fjórar klukku-
stundir og biðu eftir að sá fimmt-
ugasti kæmi til þess að þingfund-
urinn væri gildur en án árangurs.
Síðan gáfust þeir upp og fóru.
Kínversk
kjarnorku-
sprenging
Tókýó 27. október — AP
KlNA sprengdi f dag
„velheppnaða" kjarnorku-
sprengju neðanjarðar, að þvf
er hin opinbcra Ilsinhua-
fréttastofa skýrði frá. t frétt-
inni sagði að hinar „nauðsyn-
legu og takmörkuðu" tilraunir
Kínverja með kjarnorkuvopn
séu eingöngu gerðar í „land-
varnaskyni" og til að rjúfa
„kjarnorku-einokun stórveld-
Framhald á bls. 39
Flugslys
La Paz, 27. október — Reuter.
ÖTTAZT var í kvöld að um 50
hermenn og ættingjar þeirra
hefðu farizt er herflutningavél
hrapaði til jarðar norðaustur af
La Paz, höfuðborg Bólivíu. Meðal
þeirra sem voru um borð var
frændi Hugo Banzers forseta, sem
sagði í kvöld að þetta væri „versta
og alvarlegasta slys i sögu lands-
ins.“ Björgunarsveitir voru á leið
á vettvang.
Útvegur í Bretlandi
fær annan ríkisstyrk
Frá Mike Smart í Hull.
BREZKA stjórnin hefur enn ákveðið að styrkja sjávarútveginn f
Bretlandi. Að þessu sinni nemur styrkurinn einni milljón punda
og hann nær til þriggja sfðustu mánaða ársins. Margir eru
óánægðir með að styrkurinn er ckki hærri.
Stjórnin ákvað fyrst að
styrkja sjávarútveginn i sumar
með 6.25 milljóna punda fram-
lagi sem náði frá ársbyrjun.
Hún ákvað síðan að veita 2.25
milljón punda aðstoð á þriðja
ársfjórðungi og tók þá fram að
aðstoðinni yrði haldið áfram til
ársloka.
Forystumenn sjávarútvegs-
ins höfðu gert sér vonir um
styrk að upphæð tvær milljónir
punda fram á næsta ár til að
fleyta þeim yfir mestu erfið-
leikana. Þó kemur ekki á óvart
að styrkurinn nemur aðeins
einni milljón punda.
Stjórnin hefur jafnframt til-
kynnt að styrkveitingum til
sjávarútvegsins verði með öllu
hætt um næstu áramót og vera
má að sú tilkynning sé öllu
afdrifarfkari en ákvörðunin um
styrkveitinguna.
Fred Peart landbúnaðarráð-
herra sagði i viðtali við BBC-
útvarpið í Humberside að á-
stæðan til þess að styrkveiting-
um yrði hætt frá og með 31.
desember væri sú að það væri
stefna ríkisstjórnarinnar að
draga úr ríkisútgjöldum.
Hann tók einnig fram að
sjávarútvegurinn væri að ná
sér eftir það neyðarástand sem
skapaði vegna stórhækkaðs
olíuverðs og að fiskverð í Bret-
Iandi færi hækkandi.
Forseti sambands togaraeig-
enda í Ilull, Mike Burton, sagði
að næstu þrír mánuðir yrðu
sjávarútveginum erfiðir. Hann
kvaðst vona að ekki þyrfti að
leggja fleiri togurum.
40 togarar hafa verið seldir i
brotajárn við Humberfljót á
þessu ári og útgerð er auðvitað
stunduð frá miklu fleiri stöðum
á Bretlandseyjum, en vitaskuld
hafa ekki allir þessir togarar
veitt við Island.