Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975 17 Axel og Kristbjörg — þau eru bæði meðal þátttakenda f Evrðpu- mötunum I handknattleik. Fimm „íslenzk” lið í Evrópumótunum ÍSLENZKT handknattleiksfóik tekur I ár þátt í Evrópukeppni í handknattleik með fimm félögum. Auk fslenzku liðanna Vík- ings, FH og Vals tekur lið þeirra Ólafs H. Jónssonar og Axels Axelssonar, / Dankersen, þátt f Evrópukeppni bikarmeistara og Kristbjörg Magnúsdóttir, kona Axels, leikur með félaginu Minden, sem einnig tekur þátt f Evrópukeppni. Frá þvf var greint f Morgunblaðinu á sunnudaginn hverjir verða mótherjar Víkings, Vals og FH f Evrópukeppninni, en hér fer á eftir listi yfir hvaða lið leika saman f 2. umferð Evrópumót- anna. Þess má geta hér til gamans að Valsstúlkurnar höfðu rætt það sfn á milli áður en dregið var að þær mundu örugglega fá HG frá Kaupmannahöfn sem mótherja f keppninni, vegna þess að þær væru sjálfar með auglýsingu frá HG (Herði Gunnarssyni) á búningum sfnum. Liðin sem enn eru eftir f keppninni leika þannig saman f annarri umferð: MEISTARALIÐ KARLA: Hapoel Rohovot (Israel) —Calpisa Alicante (Spáni) Slask Wroclaw (Póllandi) —Sittardia Sittard (Hollandi) Sparta IF (Finnlandi) — Sasja HC Antwerpen (Belgfu) Borac Banja Luka (Júgóslavfu) — CH Bratislava (Tékkóslóvakfu) MarseiIIes (Frakklandi) —Fredericia KFUM (Danmörku) Vfkingur (Islandi) —Gummersbach (V-Þýzkalandi) Sportist Kremikovzi (Búlgarfu) —Grasshoppers Ziirich (Sviss) Drott Halmstad (Svfþjóð) —Fredensborg (Noregi) BIKARMEISTARAKEPPNIN Universite Club Paris (Frakklandi) — Hapoel Ramat-Gan (Israel) UHC Salzburg (Austurríki) — Griin-Weiss Dankersen (V- Þýzkalandi) BSV Bern (Sviss) —Crvena Belgrad (Júgóslavfu) Vástra Frölunda (Svfþjóð) —Balonmano GranoIIers (Spáni) East Kilbride (Skotlandi) — Progres HC Seraing (Belgfu) Bred Boys Differdange (Luxemburg) — AHC 31 Amsterdam (Hollandi) Oppsal (Noregi) — FH (Islandi) FIF Kaupmannahöfn (Danmörku) — Sporting Lisbon (Portúgal) KVENNAKEPPNIN HG Kaupmannahöfn (Danmörku) — Valur (Islandi) Hapoel Raanana (Israel) — Polisens IF (Svfþjóð) ZSKA Sname Sofia (Búlgarfu) — IF Vestar (Noregi) Inter Bratislava (Tékkóslóvakfu) — Danicki Belgrade (Júgóslavfu) Eintracht Minden (V-Þýzkalndi) — Admira Landhaus Vfn (Austurríki) Byes aus Lyons (Frakklandi) — Mora Swift Roermond (Hol- landi) Medina san Sebastina frá Spáni situr yfir f umferðinni. Björgvin í Víking lSLANDSMEISTURUM Víkings hefur bætzt góður liðsauki þar sem er Björgvin Björgvinsson. Þessi reyndi landsliðsmaður hyggst flytjast 'til Reykjavfkur upp úr áramótum og hefja þá að leika með Víkingsliðinu. Ástæðan fyrir því að Björgvin gekk í Vfk- ing, en hélt ekki áfram að leika með Fram, mun m.a. vera sú, að honum Iíkar mjög vel við Karl Benediktsson þjálfara Víkinga. Gengið var frá félaga- skiptunum nú um helgina og flugu þeir Rósmundur Jónsson og Viggó Sigurðsson austur á Egils- staði á sunnudaginn með nauð- synleg plögg og komu til baka með nauðsynlegar undirskriftir. Björgvin má byrja að leika með Vfkingum eftir einn mánuð og gæti því leikið seinni leikinn gegn Gummersbach f Evrópu- keppninni. Hannes Guðmundsson formaður Handknattleiksdeildar Vfkings sagði f viðtali við Morgunblaðið f gær að hann teldi fullvfst að Björgvin færi með til Þýzkalands. Jón U við 200 mílumar á tæpri viku MITT í ös kvennadagsins s.I. föstudag kom Jón Guðlaugsson, HSK, í mark úr 200 mílna landhelgis- hlaupi sínu. Var það þá búið að standa í tæpa viku. Jón lauk hlaupinu við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli, og var þar til staðar Hafsteinn Þorvalds- son, formaður UMFl, ásamt fleirum og afhenti hann Jóni verðlaunabikar fyrir hlaupið og var mynd þessi tekin við það tæki'færi. Celtic tókst ekki að verja deildarbikarinn Jóhannes kom Celtic f úrslitin, en hvorki honum né félögum hans tókst að brjótast f gegnum vörn Rangers. Glasgow Rangers hreppti skozka deildarbikarinn f ár, en leikið var til úrslita um þennan eftirsóknarverða grip á Hampden Park, f Glasgow á laugardaginn. Mótherjar Rangers f úrslitaleiknum voru Celtic, en þau eru ótalin skiptin sem þessi tvö lið hafa mætzt f úrslitaleikum f skozku knattspyrnunni á undanförnum árum. Þannig hafði Celtic t.d. eigi færri en 10 sinnum unnið deildarbikarinn, og að þessu sinni veðjuðu mun fleiri á Celtic f leiknum. Varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðunum, og ekki tekin hin minnsta áhætta. Virtist markalaust jafntefli blasa við er Rangers herti sig loks upp f sókn þegar langt var liðið á leikinn og úr henni skoraði Alex MacDonald. Ágnst sigraði í Englandi AGUST Ásgeirsson varð sigur- vegari í 7,5 kílómetra víðavangs- hlaupi sem fram fór við Durham f Englandi um síðustu helgi. Hljóp Ágúst vegalengdina á 24:30,0 min., en sá er varð i öðru sæti, Ian Beuchamp, hljóp á 24:49,0 mln., þannig að yfirburðir Ágústs í hlaupinu voru umtalsverðir. — Ég var engan veginn búinn að jafna mig eftir götuhlaupið i Amsterdam á dögunum sagði Ágúst, er Morgunblaðið ræddi við hann. Ég var með blöðrur á fótunum og þreytan sat i mér, þannig að ég átti alls ekki von á góðum árangri, ekki sízt þar sem brautin var nokkuð erfið, m.a. i henni þrjár snarbrattar brekkur og auk þess moldarsvæði, sem voru sem eðja. Ágúst sagðist lítið hafa skipt sér af hraðanum fyrstu 2 kiló- metrana, en þá tekið forystu og farið greitt næstu kílómetra, og náð þá um 100 metra forskoti á aðalhópinn. — Andstæðingar minir hafa látið blekkjast af tíma mínum frá Amsterdam og ekki tekið það með í reikninginn að ég var ekki búinn að jafna mig eftir það hlaup, þannig að þeir slepptu mér frá sér, sagði Ágúst, sem sagðist siðan hafa hlaupið síðasta spölinn afslappaður til þess að hætta ekki á meiðsli. Alls voru 35 hlauparar i hlaupi þessu og meðal þeirra allir beztu langhlauparar Durham- háskólans, að Sigfúsi Jónssyni undanskildum. Ágúst sagði, að næsta stór- keppni sem hann tæki þátt í færi fram 8. nóvember og væri þar um að ræða 4x5,5 kílómetra boð- hlaup. Sveit Durham hefði unnið þetta hlaup í fyrra, og ætlaði sér að endurtaka það. Róðurinn yrði þó erfiður þar sem meðal and- stæðinganna í þessu hlaupi yrði Walter Wilkinson, sá Breti sem oftast hefur hlaupið milu undir 4 mínútum. Þá sagði Agúst að hann og Sigfús væru að reyna að komast inn i 10 mílna hlaup í Englandi, en fyrirhuguð er þátt- taka allra beztu hlaupara Bret- lands í þvi hlaupi. 4gg^: Ljósm. MorgunblaðrthFrióþjöfur. Meistarar REYKJAVÍKURMEISTARAMÓTINU í körfu- knattleik Iauk á laugardaginn með sigri ÍR í úrslita- leik við Ármann. Mót þetta hefur vakið meiri athygli en flest önnur körfuknattleiksmót hérlendis fyrir þátttöku tveggja blökkumanna, sem nú þjálfa lið KR og Ármanns. En það var samt sem áður lið ÍR sem hreppti titilinn. Myndin er af Reykjavíkur- meisturunum. Aftari röð frá vinstri: Ásgeir Guð- laugsson, formaður ÍR, Hólmsteinn Sigurðsson, liðs- stjóri, Stefán Kristjánsson, Jón Jörundsson, Krist- inn Jörundsson, fyrirliði, Agnar Friðriksson, Sig- urður Gíslason og Einar Ólafsson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Sigurbergur Bjarnason, Þorsteinn Guðnason, Kolbeinn Kristinsson, Þorsteinn Hall- grímsson og Erlendur Markússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.