Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975
11
ins, ef erlend veiðiskip héldu
áfram samningsbundnum veiðum
innan 50 mílnanna. Skoraði hann
á talsmenn stjófnarinnar að lýsa
því yfir, 'strax við þessar um-
ræður,' að slíkir samningar væri
útilokaðir.
Vilhjálmur Hjálmarsson mennta-
málaráðherra.: Villandi mál-
flutningur stjórnarandstöðu.
Ráðherrann vék fyrst að þeim
viðfangsefnum, sem unnið væri
að i ráðuneyti hans, og löggjöf,
varðandi þá málaflokka, einkum á
grunnskóla pg framhaldsskóla-
stigi.
Þvi næst vék hann að málflutn-
ingi talsmanna stjórnarandstöð-
unnar, sem hann sagði villandi og
mótsagnakenndan.
Ragnar Arnalds bergmálaði
skrif Þjóðviljans, sem birt hefði
alls konar mótmæli undir 15 yfir-
skriftum í einu og sama blaðinu.
Hann talaði um skertan hlut
byggðasjóðs, sem hefði verið stór-
efldur i tíð núv. ríkisstjórnar.
Hann talaði gegn gengislækkun-
um og söluskattshækkunum, sem
hann og flokkur hans hefðu staðið
að í tið fyrrv. ríkisstjórnar. Sama
máli gegndi um ýmsa opinbera
þjónustu, sem þá hefði verið
hækkuð.
Benedikt Gröndal hefði að vísu
verið málefnalegri í sinni ræðu.
Hann hefði þó bæði mótmælt
tilurð 12% vörugjalds en síðan af
engu minni móði væntanlegri
niðurfellingu þess. Stjórnarand-
stæðingar mæltu með hvers konar
útgjaldahækkunum, en gegn
hvers konar lækkunum þeirra.
Hins vegar stæðu þeir á móti
öllum tiltækum leiðum til að
mæta kostnaði, sem af kröfum
þeirra leiddi. Aukin útgjöld væru
óhugsandi án meiri skattheimtu.
Ráðherrann vék að ýmsum
gjörðum núv. ríkisstjórnar:
útfærslu fiskveiðilandhelginnar,
framkvæmdum í vatnaflsvirkjun-
um og varmanýtingu, vinnslu-
stöðvun í landbúnaði og sjávarút-
vegi, framkvæmdum í vegamál-
um og skólamálum, nýjum tækja-
kosti landhelgisgæzlu o.fl.
Þá fór ráðherrann nokkrum
orðum um hallarekstur ríkissjóðs,
viðskiptahalla við útlönd, rýrn-
andi kaupmátt útflutningstekna
þjóðarinnar og minnkandi þjóðar-
tekjur, stöðu fjárfestingarsjóða
og verðjöfnunarsjóða atvinnuveg-
anna. Hér væri vandi á höndum,
sem horfast þyrfti í augu við og
mæta á raunhæfan hátt. Efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar
þyrfti að tryggja með samstöðu og
samátaki allra afla i þjóðfélaginu.
Geir Gunnarsson (K): „Það býr
ekki ein þjóð f þessu landi.“
Halla á ríkisrekstri er mætt
með skuldasöfnun við Seðlabank-
ann. Gjaldeyriseyðslu þjóðar-
innar með skuldasöfnun erlendis.
Þessi er raunin í hægri fjármála-
stjórn. Verðbólgan er 'A meiri í ár
en á sl. ári.
Orsakir verðbólguvaxtar liggja
m.a. í gengislækkunum, sköttun á
selda þjónustu og neyzluvörur al-
mennings og taumlausu fjárfest-
ingaræði fjárplógsmanna, sem
hafa aðstöðu og aðgang að láns-
fjármagni. Hins vegar er gengið á
hlut láglaunastétta. „Það lifir
ekki ein þjóð í þessu landi."
Verzlunin heldur áfram að
mata krókinn. Skattareglur koma
ranglátlega niður. Verðbólgu-
gróðinn ekki síður. Verðbólgu-
vöxturinn mæðir þyngst á launa-
stéttum. Niðurskurður námslána,
væntanlegur niðurskurður al-
mannatrygginga auk undangeng-
innar kaupskerðingar eru ein-
kenni hægri stjórnar. „Nei, það
lifir ekki ein þjóð í þessu landi.“
Rikisstjórnin sveik skatt-
lækkunarloforð við verkalýðs-
hreyfinguna. 12% vörugjaldið
var dæmi þess. Lækkun niður-
greiðslna á landbúnaðarafurðir
mun stórhækka verð á helztu
nauðþurftum almennings. Verka-
lýðshreyfingin er nú tilneydd til
að gripa til sinna ráða.
Lárus Jónsson (S): Þreföldun
f járlaga f vinstri stjórn.
Gagnrýni á fjármálastjórn
kemur úr hörðustu átt þegar Geir
Gunnarsson (K), sem formaður
var í fjárveitinganefnd Alþingis I
tíð vinstri stjórnar, þegar fjárhæð
þeirra þrefaldaðist á skömmum
valdatima, snýst gegn nauðsyn-
legum aðhaldsaðgerðum. Nú er
stefnt að alhliða aðhaldi I rikisbú-
skapnum, verulegri niðurfærslu
rikisútgjalda, sem er í senn for-
senda jafnvægis í þjóðarbúskapn-
um og raunhæfum aðgerðum
gegn verðbólguvextinum.
Gagnrýni Karvels Pálmasonar á
byggðastefnu núv. ríkisstjórnar
fellur um sjálfa sig, þegar þess er
gætt, að framlög ríkissjóðs til
byggðasjóðs eru margföld nú á
við það, sem var í tið vinstri
stjórnarinnar. Tekjustofnar
sveitarfélaga hafa verið verulega
efldir og stefnt er að auknu verk-
sviði þeirra. Raforkuframkvæmd-
ir, sem og jarðvarmarannsóknir
og virkjanir, sem engar voru i tíð
vinstri stjórnar, eru nú umfangs-
miklar víðast hvar á Iandsbyggð-
inni. Ljóst er hins vegar, að nú-
verandi efnahagsaðstæður, sem
rætur eiga í versnandi viðskipta-
kjörum, sem og verðbólguarfleifð
fyrri stjórnar, knýja á um frestun
ýmissa framkvæmda og minni
framkvæmdahraða. — Hyggi-
legra væri og að biða með sleggju-
dóma um bætur aldraðra og
öryrkja, unz tillögur um fram-
kvæmd sparnaðar í trygginga-
kerfinu liggja fyrir.
Ef viðskiptakjör þjóðarinnar
hefðu á yfirstandandi ári verið
þau sömu og í ársbyrjun 1974, þ.e.
verðlag innfluttra nauðsynja og
útflutningsframleiðslu okkar, hið
sama, hefðu þau þýtt 10.000
milljóna króna hagstæðari út-
komu fyrir þjóðarbúið. Þessi
skerðing hlaut að segja til sin á
öllum sviðum þjóðlifsins. Þessi er
meginorsök gjaldeyrisstöðunnar
og minnkandi þjóðartekna. Þrátt
fyrir þessa stöðu hefur tekist að
halda uppi fullri atvinnu, hvar-
vetna á landinu enn sem komið
er.
Verðbólgan hefur að vísu hægt
á sér síðustu 3 mánuðina, en vöxt-
ur hennar er eitt helzta vandamál
efnahagslífsins. Fyrirhugaðar að-
haldsaðgerðir, sem stjórnarand-
staðan deilir nú á, eru óhjá-
kvæmileg forsenda þess, að takist
að hægja á verðbólguvextinum,
sem og nauðsynlegt samstarf
stjórnvalda og aðila vinnu-
markaðarins um að fyrirbyggja
nýtt víxlhækkunarkapphlaup
verðlags og launa.
Stefna þarf áfram að því megin-
marki að tryggja atvinnuöryggi
almennings, þ.e. rekstrargrund-
völl atvinnuveganna. Að þvi miða
allar aðgerðir stjórnvalda í efna-
hagsmálum. Aðhaldsaðgerðir nú
eru forsendur nýs framfaraskeiðs
í landinu.
Ólafur R. Grfmsson (SFV): Sam-
staða vinstri afla.
Leiðarljós þjóðmálanna eiga að
vera: efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar, byggðajafnvægi og
jöfnuður f kjörum þjóðarinnar.
öllu þessu er þó stefnt í hættu af
núverandi ríkisstjórn. Mál öll
hafa þróast á hinn verri veg, enda
stendur stjórnin á brauðfótum.
Erlendar skuldir vaxa, gjaldeyris-
forðinn þrotinn og lifað á skulda-
söfnun, verðbólgan vex hröðum
skrefum, hallarekstur rfkissjóðs
og skuldasöfnun við Seðlabank-
ann eru staðreyndir, sem og skert
almannakjör.
Skera á nú niður framkvæmd-
ir á landsbyggðinni — á sama
tfma og stofnað er til 20 þús.
milljóna fjárfestingar á suðvest-
urhorninu: í stórvirkjunum, her-
framkvæmdum á Keflavíkurflug-
velli og járnblendiverksmiðju.
Þessi er byggðastefnan. Aukning
fjárframlaga f byggðasjóð heitir á
máli Sverris Hermannssonar
stjórnarþingmanns „krækiber í
helvíti" f samanburði við þessa
fjárfestingu. Hann lfkir henni og
við smádúsu til að „geta f friði
byggt stórt á S.v.landi". Og hann
talar um mestu byggðaröskun af
mannavöldum!
Ólafur sagði, að þó heimilin i
landinu byggju almennt við
bjargarþrot, sæi ríkisstjórnin um
sfna. Þá, sem græddu á verðbólg-
unni, skattakerfinu og rangsnúnu
þjóðfélagi. Hann hvatti að lokum
til náins samstarfs Alþýðubanda-
Iags, Alþýðuflokks og Samtak-
anna.
Gylfi Þ. Gfslason (A): Efnahags-
legt sjálfstæði f hættu.
Erlendar skuldir þjóðarinnar
hafa þrefaldast á fjórum árum.
Gjaldeyrisvarasjóðurinn er horf-
ipn. I fyrsta skipti um langt árabil
hefur þjóðin orðið að sætta sig við
lækkandi ráðstöfunartekjur.
Verðbólgan vex hröðum skrefum.
Viðskiptahallinn sömuleiðis sem
og staða ríkissjóðs.
Það var mikið góðæri um og
upp úr 1970. Þáverandi stjórn-
völd reyndust ekki vandanum
vaxin, að stjórna f góðæri. Því fór
sem fór. Núverandi ríkisstjórn
tók við ýmsum þjóðfélagsvanda.
En hún reyndist heldur ekki þeim
vanda vaxinn. 1 þessum tveimur
rikisstjórnum hafa allir íslenzkir
stjórnmálaflokkar setið, nema
Alþýðuflokkurinn. Efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar er í hættu.
Glatist það, hversu lengi tekst
okkur þá að vernda hið stjórnar-
farslega sjálfstæði?
Enginn einn aðili ræður við
hinn risavaxna aðsteðjandi vanda
sem þjóðin á við að etja, ekki
rikisstjórnin ein, ekki verkalýðs-
hreyfingin ein. Hér þarf vfðtækt
samstarf allra þjóðfélagsafla, en
til þess að það megi takast, þarf
rikisstjórnin að afla sér þess al-
mannatrausts, sem hún hefur
glatað.
Alþýðusamband Islands hefur
boðið fram sína samvinnu um að-
gerðir gegn orsökum verðbólg-
unnar, ekki siður en afleiðingum
hennar. I þvf sambapdi þarf m.a.
að hyggja að breytingum á skatta-
kerfinu, vanda ungs fólks i
húsnæðismálum, ekki sízt varð-
andi lausaskuldir, vandamálum
lffeyrissjóða og skynsamlegri
stefnu í fjárfestingarmál-
um. Stefnubreytingar er og þörf i
málefnum landbúnaðar.
Það þarf hugarfarsbreytingu
hjá þjóðinni allri, en ekki sizt
ríkisstjórninni sjálfri, ef okkur á
að takast að komast út úr þeim
vítahring, sem við erum nú f og
stefnir efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar í verulega hættu.
Hjálmar Ólafsson
kosinn formaður
Norræna félagsins
Á nýafstöðnu sambandsþingi
Norræna félagsins voru mættir 86
fulltrúar frá 24 félagsdeildum og
er þetta langfjölmennasta sam-
bandsþing Norræna félagsins. I
skýrslu framkvæmdastjóra kom
fram, að 1Ó félagsdeildir höfðu
verið stofnaðar frá síðasta sam-
bandsþingi 1973. Á sama tima
hafði félögum fjölgað um 3400,
æskulýðssamtök höfðu verið
stofnuð og samnorræn námskeið
verið haldin. Fram kom í skýrsl-
unni, að sambandið við norrænu
félögin á hinum norðurlöndunum
var mjög náið og að fslenska félag
ið tók þátt í norræna samstarfinu
af fullum krafti. Stjórn Norræna
félagsins hafði komið saman
tvisvar á ári bæði árin og fram-
kvæmdaráðið hafði á tímabilinu
haldið 36 fundi. I skýrslunni kom
fram þakklæti til styrktarfélaga
Norræna félagsins, auglýsenda í
blaðinu „Vi i Norden" og að lok-
um voru nefndir þrfr aðilar er
sýndu Norræna félaginu sér-
stakan velvilja og góða fyrir-
greiðslu en það voru, Flugleiðir,
menntamálaráðuneytið og Norr-
æna húsið.
Formenn allra félagsdeilda, er
fulltrúa áttu á þinginu, fluttu
skýrslur um störf deildanna og
kom þar í ljós, að töluverð gróska
er í starfi deildanna og vakandi
áhugi fyrir norrænni samvinnu.
Þingfulltrúar voru á einu máli
Hjálmar Ólafsson
um að megináherslu bæri að
leggja á sambandið við hinar ein-
stöku deildir.
Gunnar Thoroddsen iðnaðar-
ráðherra, sem verið hefur formað-
ur félagsins s.l. fimm ár baðst nú
eindregið undan endurkosningu.
I hans stað var kosinn formaður
til næstu tveggja ára Hjálmar
Ölafsson, Kópavogi. Aðrir í
stjórninni eru: Helgi Bergs, vara-
formaður, Arnheiður Jónsdóttir
bæði I Reykjavfk, Guðmundur
Björnsson Akranesi, Gunnar
Ölafsson Neskaupstað, Sverrir
Framhald á bls. 28
ja hérna!
Nú hefur Innréttingabúðin
enn einu sinni endurnýjað
teppalagerinn sinn.
Þeir eiga nú hvorki meira
né minna en 60 nýja liti
og mynstur, og bjóða
góða greiðsluskilmála
Okkar aðall er:
ÞEKKING - REYNSLA — ÞJÓNUSTA