Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975
Yfir 100 manns leit-
uðu að rjúpnaskyttu
ÞEGAR rjúpnaskyttur komu af fjalli
við Hreðavatn í Borgarfirði í fyrradag
kom í Ijós, að einn úr hópnum
vantaði. Var strax hafin leit að
manninum og tóku þátt í leitinni hátt
á annað hundrað manns, þar af
margar björgunarsveitir SVFÍ.
Maðurinn fannst um kl. 10.30 i gær-
morgun í Langavatnsdal og voru það
menn úr björgunarsveit Slysavarna-
félags íslands, Brák í Borgarnesi,
sem fundu manninn. Var hann héill á
húfi, en hafði villst af leið i fyrra-
kvöld.
Hannes Þ. Hafstein hjá SVFÍ sagði í
samtali við Mbl. í gær að fljótlega hefði
komið í Ijós, að umrædd rjúpnaskytta
hefði skilið bíl sinn eftir efst í Bröttu-
brekku. Um kl. 8 á föstudagskvöld
fóru menn að svipast um eftir mannin-
um og bættust fleiri og fleiri í hópinn.
Síðari hluta föstudags hafði þoka
skollið á heiðar upp af Borgarfirði og
Tveir piltar
TVEIR piltar, 17 og 18 ára liggja
stórslasaðir á Borgarsjúkrahús-
inu eftir árekstur sem varð
skömmu eftir hádegi í gær.
Piltarnir voru á mótorhjóli og
óku eftir Skeiðarvogi. Fólksbíll
ók þá skyndilega f veg fyrir hjólið
og varð geysiharður árekstur, svo
harður að piltarnir flugu fram af
hjólinu og lentu á malbikinu
20—30 metra fyrir framan hjólið.
Piltarnir voru þegar fluttir á
slysadeild Borgarsjúkrahússins
þar sem gerð var á þeim mikil
aðgerð. Sá piltanna sem ók hjól-
inu reyndist hafa fótbrotnað,
handleggsbrotnað, tvíkjálka-
brotnað og nefbrotnað, auk þess
að hann hlaut einhver fleiri
meiðsl. Farþeginn fótbrotnaði og
handleggsbrotnaði. Báðir hlutu
margar skrámur og stórar. Að að-
gerð lokinni voru þeir lagðir inn á
sjúkrahús.
Sýningu Agústs
lýkur í dag
SÝNINGU Ágústs Petersen í
Norræna húsinu Iýkur í kvöld. I
dag verður hún opin frá kl. 2—10
síðdegis.
Mjög góð aðsókn hefur verið að
sýningu Ágústs og margar myndir
selzt. ____ t________
— Hjálmar
Framhald af bls. 11
Pálsson Akureyri. og Þóroddur
Guðmundsson Hafnarfirði.
Fundinum Iauk með því að hinn
nýkjörni formaður og fleiri þökk-
uðu Gunnari Thoroddsen fyrir
frábært starf í þágu Norræna fé-
lagsins og ágætt samstarf í stjórn
félagsins. Gunnar Thoroddsen
óskaði nýja formanninum heilla í
starfi og Norræna félaginu áfram-
haldandi gengis og sleit þinginu.
Um kvöldið gekkst Norræna fé-
lagið fyrir norrænni dagskrá með
fjölbreyttu efni í Norræna hús-
inu.
— Fölsuð
atkvæðagreiðsla
Framhald af bls. 25
eða mun fieiri en ailir sjomenn
og bændur á íslandi samanlagt,
verði fjölgað jafn gegndar-
laust og á siðustu árum, svo
þeir endi ekki með því að éta
sjálfan sig og aðrar stéttir út á
gaddinn.
í þriðja lagi, að nota okkar
fjölmennu samtök til þess að
koma í veg fyrir, að skattalög-
gjöf þjóðarinnar verði beitt
jafn svívirðilega og undanfarin
ár til að mergsjúga launafólk á
kostnað lögverndaðra farísea.
Ef stjórn BSRB bæri gáfu til
að þoka þessum þrem málum í
rétta átt, þá kæmust samtökin
úr þeim sjálfsánægju-trans,
sem þau hafa svifið í undanfar-
• 1ð.----------------------
höfðu sumar skyttur átt i erfiðleikum
með að rata til byggða
Þá sagði Hannes, að það hefði verið
eftir miðnætti sem samband var haft
við hann og hann beðinn að athuga
með frekari leit. Hann hafði strax
samband við Hjálparsveit skáta í
Hafnarfirði og það þá að fara af stað
með sporhund sveitarinnar. Siðan voru
björgunarsveitir SVFI i Borgarfirði
kallaður út, en þær eru Ok i Breiðholts-
dal, Heiðar i Varmalandi, Brák í
Borgarnesi og Glámur i Bifröst en sú
sveit er skipuð nemendum Samvinnu-
skólans. Alls vöru þetta yfir 100
manns. Þá tók þátt i leitinni fjöldi
rjúpnaskytta sem ætluðu að dveljast i
Borgarfirði um helgina. Leitað var á
stóru svæði alla nóttina og i birtingu i
gærmorgun fór að kemba af heiðum,
en þó var ekki talið fært að senda þyrlu
til leitar Eins og fyrr segir fundu
félagar úr Brák siðan manninn um kl
1 0.30 i Langavatnsdal, heilan á húfi
stórslasaðir
Hjólið var gjörónýtt og bif-
reiðin mikið skemmd.
— Yfirlýsing
Framhald af bls. 2
nýju flokkun er ekki fyrir hendi
í viðræðum við samstarfsnefnd
áhafna þeirra fiskiskipa, sem hlé
gerðu á róðrum um sinn, kom fram,
að hún áliti, að hækkun á verði
haustaflans væri mun minni en 3%,
eða jafnvel væri um beina lækkun
að ræða. Ástæðan væri einkum sú,
að áhrif lækkunar verðs á miðlungi
stórum ufsa væri vanmetin í þessari
áætlun Tölur um aflaverðmæti úr
nokkrum veiðiferðum togskipa
haustið 1 975 taldi nefndin benda til
þess, að verðhækkunin væri afar
lítil.
4 Vegna markaðsaðstæðna og
þróunar innlends og erlends fram-
leiðslukostnaðar var svigrúm til fisk-
verðshækkunar frá 1 október s.l.
ekki til staðar. Einkum virtust verð-
lags- og söluhorfur á ufsaafurðum
afar erfiðar, ef undan er skilið tak-
markað magn af söltuðum ufsaflök-
um, sem unnin eru úr allra stærsta
ufsanum. Allt þetta ár hefur fiskverð
reyndar byggst að nokkru leyti á
framlögum úr Verðjöfnunarsjóði
fiskiðnaðarins til frystihúsanna, og
er talið, að þær greiðslur muni nema
allt að 2.000 m.kr. vegna fram-
leiðslu þessa árs Við lok síðasta
verðtímabils var svo komið, að inn-
stæða frystideildar var til þurrðar
gengin og raunar námu greiðslur
vegna nokkurra tegunda — einkum
ufsa — hærri fjárhæðum en áður
hefðu verið lagðar inn í sjóðinn
þeirra vegna.
Samtímis þessu var Ijóst, að
brýna nauðsyn bar til, að tekjur
sjómanna af aflahlut og tekjur út-
gerðar yfirleitt ykjust a.m.k sem
næmi almennum launabreytingum í
landinu, en sem kunnugt er fólu
núgildandi launasamningar f sér
3— 4% meðalhækkun launa frá 1
október s.l. (2.1 00 krónur á mánað-
arkauptaxta fyrir dagvinnu og hlið-
stætt á aðra taxta). Við þessar að-
stæður var Ijóst, að fiskverðið mán-
uðina október til desember yrði að
byggjast á því, að ríkisstjórnin
ábyrgðist greiðslugetu frystideildar
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins til
áramóta, og var þá miðað við
greiðslureglur, sem rúmað gætu
þær breytingar á fiskverði, sem eðli-
legar voru taldar af öllum aðilum í
yfirnefnd Verðlagsráðs, til þess í
senn að tryggja sjómönnum og út-
vegsmönnum tekjuauka og að laga
hráefnishlutföllin að markaðsverð-
um.
Niðurstaðan varð síðan sú, að
vegna markaðserfiðleika hlyti milli-
ufsaverð að lækka, en sá ufsi fer
nær allur til frystingar, en annað
ufsaverð skyldi haldast óbreytt, hins
vegar var þorskverð hækkað um
6—7% að meðaltali, ýsuverð um
4— 5%, steinbítsverð um 3—4%,
karfaverð um 2,6% og aðrar fiskteg-
undir hækkuðu yfirleitt um 4% I
verði nema langa, sem lækkaði
nokkuð í verði
5 Með tilliti til allra aðstæðna og
til þess að róðrar hefjist á ný, mun
ríkisstjórnín beita sér fyrir eftirfar-
"arrdT TáðstöfununT tif -þess ~3& eyða-
óvissu um tekjur áhafna og útgerðar
á yfirstandandi verðtímabili:
а. Svo skjótt sem við verður komið
að loknu verðtímabilinu 1/10--------
31/12/75 mun ríkisstjórnin láta
fara fram athugun á því, hver hafi
orðið raunveruleg hækkun á verði
þess fiskafla, sem berst á land mán-
uðina október, nóvember og desem-
ber 1975.
Fulltrúum sjómanna mun gefast
kostur á að fylgjast með þessari
athugun.
b Sýni niðurstaða þessarar athug-
unar, að fiskverðshækkunin þessa
mánuði hafi, miðað við heildarafla,
sem landað er hérlendis, numið
minna en 3'/2% mun ríkisstjórnin
fela yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins að ákveða sérstaka uppbót á
stórufsa og milliufsa í 1 gæða-
flokki, sem sé nægilega há til þess,
að meðalfiskverðshækkunin fyrir
haustaflann I heild nái þeim 31/2%,
sem við var miðað í ékvörðunum
yfirnefndar Verðlagsráðs og stjórnar
Verðjöfnunarsjóðs fyrir tímabilið til
áramóta. Með þessum hætti er m.a.
dregið úr þeirri óvissu um tekjur af
haustaflanum, sem fylgir því, að lítið
kann að verða um siglingar togskipa
með afla á erlendan markað á þess-
um vetri
c. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir
nauðsynlegum lagabreytingum, ef
til þess kæmi, að ákveða sérstaka
uppbót á ufsaafla á tlmabilinu
okt.—des. 1975, sbr b. hér að
framan, og mun beita sér fyrir sam-
komulagi við fiskkaupendur um
það, hvernig undir hugsanlegum
kostnaði, sem af þessu hlytist, yrði
staðið.
б. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir
þvf, að uppbætur úr ríkissjóði á
línufisk í 1. gæðaflokki verði frá og
með 1. október 1975 hækkaðar úr
kr. o,60 á hvert kg í kr. 0,90 á hvert
kg, enda hækki fiskkaupendur að
sínu leyti línuuppbætur að sama
skapi.
7. Við fiskverðsákvörðun Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins frá 1. janú-
ar 1976 verður stærðarflokkakerfið
tekið til endurskoðunar og þá mun
m.a verða tekið tillit til þeirra sjón-
armiða, sem fram hafa komið af
hálfu sjómanna í þessum viðræðum.
8 Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir
því, að störfum tillögunefndar um
breytingar á sjóðakerfi og hlutaskipt-
um í sjávarútvegi verði hraðað og
að þvf stefnt, að tillögur komi fram
fyrir mánaðamótin nóvember /
desember n.k. Ríkisstjórnin metur
þær ábendingar, sem fram hafa
komið frá sjómönnum um ágalla
sjóðakerfisins, og mun beita sér fyrir
sem nánastri samvinnu við samtök
sjómanna og útvegsmanna í þessu
máli.
Hreinni hlutskipti og launakerfi,
sem stuðlar að því, að þeir sem vel
afla og fara vel með afla, og útgerð-
arvörur og eldsneyti, njóti þess í
sfnum hlut, er tvfmælalaust brýn-
asta framfaramál sjávarútvegsins
um þessar mundir. Á hitt verður þó
að benda, að vegna þess, hve þetta
mál er margslungið og snertir ekki
aðeins löggjöf heldur ekki síður
kjarasamninga, er naumast við því
að búast, að það verði leyst í skyndi
f heilu lagi. Að þessu verður kapp-
samlega unnið á næstu vikum.
9 Ráðstafanir þær, sem lýst er í 5.
til 8. hér að framan, eru gerðar í
Trausti þess, að róðrar hefjist á ný
þegar í stað. Ríkisstjórnin ítrekar þá
skoðun sína, að tilgangurinn með
þessum aðgerðum sé fyrst og fremst
sá að draga úr óvissu um tekjubreyt-
ingar sjómanna á þessu hausti og
nánast að ábyrgjast að forsendur
hskverðsákvörðunar yfirnefndar
Verðlagsráðs frá 1. október til 31.
desember standist. Ríkisstjórnin er
þess fullviss, að sjómannastéttin í
heild þekkir sinn litjunartíma og veit
hvenær á rfður að sýna raunsæi og
hófstillingu í kröfugerð. Sá tími er
einmitt nú. Nú er mikilvægara en
nokkru sinni, að sjávarútvegurinn
gangi snurðulaust. Að því mun ríkis-
stjórnin vinna og leita samstarfs við
samtök sjómanna.
Reykjavfk 27. október 1975.
— Banaslys
Framhald af bls. 40
ráðstafanir til að ná bílnum úr
ánni og gekk það vel. Þau Svavar
og Þórhildur reyndust bæði vera
látin, en ekki er ljóst hvort þau
hafa látizt samstundis. Lík þeirra
voru flutt flugleiðis til Reykja-
víkur í gærkvöldi. Bíllinn er stór-
- skemmdur.----------•*
Svavar Helgason var fæddur 18.
maí 1931. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og þrjú börn af fyrra
hjónabandi. Þórhildur Jónasdótt-
ir var fædd 4. maí 1946. Hún
lætur eftir sig eiginmann og tæp-
lega ársgamalt barn.
—Flugvélarkaup
Framhald af bls. 13
að unnt verði aö selja vélina
fyrir þriðjung verðs hinnar
nýju flugvélar eða sem næst
183 millj. kr. Hvort hér sé um
að ræða raunhæfa áæltun eða
ekki geta menn dæmt með hlið-
sjón af því að unnt er á fá vel
búnar, notaðar F27 flugvélar
sem hafa verulega lægri flug-
tíma en TF-SYR, fyrir 115 til
230 millj. kr. Ég hef t.d. í
höndunum nýlegt tilboð um
slíka flugvél, búna viðbótar-
geymum, og hefur aðeins rúma
7000 flugtíma að baki og boðin
er á 116 millj. kr.
KAUPVERÐ F-27
Fokker flugvélin sem pöntuð
var 13. ágúst, er hliðstæð þeirri,
sem forstjórinn kynnti í bréfi
sinu 1. apríl nema að fallið er
frá fyrri kröfu um 360° leitar-
radar neðan á vélinni og í hans
stað tekinn tiltölulega ódýr
veður og leitarradar í nef vélar-
innar. Þá eru felld niður sér-
hæfð fjarskipta- og flugleið-
sögutæki, ljóskastarinn, radio-
hæðarmælirinn, ýmsar innrétt-
ingar og búnaður áhafnar í far-
þegarými, svo og „VIP“-
innréttingin aftast í vélinni.
Skráð samningsverð er yfir
7,5 millj. gyllini (yfir 470
millj.kr.) Hins vegar hefur í
yfirlýsingum Landhelgis-
gæzlunnar um 436 millj. kr.
kaupverð vélarinnar láðst að
geta þess að samningsákvæði
um erlendar verðhækkanir á
hinum langa tíma, er liður frá
pöntun til afgreiðslu, veldur
því að afgreiðsluverð í
nóv./des. 1976 verður nær 550
millj. kr. Þar sem enn hefur
ekki verið gerð nein opinber
greinargerð fyrir því til hverra
verkefna eigi að nota vélina eft-
ir afgreiðslu,en áður en hún er
búin nauðsynlegum viðbótar-
búnaði, er eðlilegast að gera ráð
fyrir honum frá upphafi. Af
hálfu Landhelgisgæzlunnar
hafa verið nefndar 50 millj. kr.
í þessu skyni, þannig að endan-
legt verð vélarinnar miðað við
núverandi gengi er 600 miilj.
kr.
FJÁRVEITINGAR
Ráðstöfun fjárveitinga til
hinna fjölbreyttu fram-
kvæmdaverkefna ríkisins er að
sjálfsögðu eitt af hlutverkum
Alþingis, og þar fer fram end-
anlegt mat á hlutfallslegri for-
gangsröð hinna ýmsu þátta
ríkisbúskaparins. Þeir sem á
undanförnum mánuðum hafa
unnið að gerð frumvarps til
fjárlaga fyrir árið 1976 hafa
orðið að hafna ótöldum beiðn-
um um nauðsynleg rekstrar- og
fjárfestingarútgjöld, sem mörg
hver hafa bein áhrif á öryggi
mannslífa.
Persónulega blöskrar mér á
engan hátt að veitt verði um
600 millj. kr. til eflingar flug-
deildar Landhelgisgæzlunnar,
þvi starfsmenn hennar eiga
skilið betri aðbúnað og tæki en
nú er fyrir hendi. Hins vegar
tel ég fráleitt að verja slíkri
upphæð allri til aðeins eins
þáttar (F27) án þess að áður
hafi verið tekin afstaða til
annarra brýnna verkefna
deildarinnar. Á fundum
nefndarinar hefur m.a. verið
bent á nauðsyn úrbóta vegna
flugvéla, þyrla, verkstæðis,
flugskýla, fjarskiptakerfis og
stjórnstöðvar. í verksviði
nefndarinnar fólst að gerð yrði
samræmd áætlun, er tæki tillit
til allra þessara þátta. Fjárveit-
ingarvaldinu ætti alla vegaekki
að koma á óvart þótt innan
tíðar berist ýmsar beiðnir um
verulegar viðbótarfjárveitingar
til framangreindra annarra
verkefna flugdeildarinnar, sem
ekki eru sfður nauðsynleg en
kaup á'flugvél': *1 ‘ -v ^-
— EFTA-fundur
Framhald af bls. 25
fisk I höfnum Sambandslýð-
veldisins. Sú afstaða, sem
Þjóðverjar hafa tekið gegn
Islendingum og síðar Bretar, að
því er virðist, er ekki auðskilin.
Það er engum vafa undirorpið,
að hugmyndin um 200 mflna
efnahagslögsögu strandríkja
hefur hlotið meirihluta fylgi á
alþjóðavettvangi, eins og fram
kom á hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Ég get
ekki gert mér í hugarlund, að
þörfin fyrir slíka alþjóðareglu
geti verið meira knýjandi en
hvað ísland áhrærir. Vil ég
leggja á það áherzlu, að fisk-
stofnarnir umhverfis Islands
eru nú í mikilli hættu. Allar
helztu fisktegundirnar eru of-
veiddar um þessar mundir og
stofnstærð þeirra minnkandi.
Þar sem fiskveiðar eru máttar-
stoðirnar Undir efnahag
íslendinga og fiskafurðir allt að
80% útflutningsvarnings
okkar, erum við til þess knúnir
að hefjast handa þegar í stað
um að vernda þjóðarhagsmuni
okkar. Það er þess vegna, sem
ríkisstjórn Islands mun lýsa
yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu
15. október næstkomandi.
Spurning, sem
leitar á hugann.
Herra forseti.
Spurning sú, sem brennur á
vörum íslendinga, er hvers
virði samstarfið við Evrópu-
þjóðir sé okkur. Ef ákvæðin um
tolívilnanir gagnvart fiskafurð-
um munu enn um sinn ekki
taka gildi, neyðumst við til að
gera upp við okkur, hvort
ógilda eigi frfverzlunarsam-
komulagið, og í ljósi þess verð-
ur aðild Islands að EFTA ef til
vill tekin til endurmats. Þvf að
aðild að EFTA sem slfk, án
samkomulags við EBE, hefur
takmarkað gildi fyrir ísland,
þegar öllu er á botninn hvolft.
Það er einlæg ósk okkar
Islendinga að til þessa þurfi
ekki að koma, þvf að við höfum
trú á, að fríverzlun og nánari
tengsl milli þjóða Vestur-
Evrópu séu hagkvæm. Ég vil
ljúka máli mínu með því að láta
í Ijós þá von, að félagar okkar í
EFTA sýni vandamálum okkar
skilning, og að góður vilji og
gagnkvæmur skilningur ráði
ferðinni.
— Háhyrningur
Framhald af bls. 40
um dregið, þvf hann virtist hafa
fengið sjó í lungun, en skömmu
seinna hóstaði hann upp sjónum
og hresstist þá til muna. Háhyrn-
ingurinn er rúmlega 5,60 m á
lengd, en dálftið meiddur, bæði á
sporði, bakugga og neðra skolti.
Nú i kvöld er verið að vinna að
því að útbúa hengirúm sem er
nógu sterkt til að hffa háhyrning-
inn af þilfari Hafnarnessins, en
þar liggur hann á þilfarinu og er
stanzlaust sprautað sjó á hann.
Virðist hann all sprækur og gefur
frá sér alls konar hljóð. Eftir að
hann festist í netinu í morgun gaf
hann einnig frá sér mikla hljóða-
serfu og kom þá vaðandi hópur
háhyrninga allt f kring um hann.
Menn frá Sædýrasafninu í
Hafnarfirði eru væntanlegir til
Hafnar f dag til að athuga með
flutning á háhyrningnum í
Sædýrasafnið, en þeir hyggjast
athuga möguleika á að flytja hann
landleiðis á vörubil. Reiknað er
með að setja háhyrninginn I
sjóinn við skipshlið þegar búið
verður að útbúa rúma hengikoju
handa honum.
— Elfas.
1YNDAMÓT HFj
ADALSTRÆTI 6 — REYKJAVlK Æ
,PRENTMYNDAGERÐ SlMI
^AUGLÝSINGATEIKNISTOFA^^
SIMI 25810