Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 36
J 36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975 Gullfuglinn hlátur mikinn, ha, ha, ha, ha, sögöu þau og urðu að styðja sig hvert við annað. „Ef við höfum sofið svo lengi, þá er líklega best fyrir okkur að snáfa heim og leggja okkur út af aftur“, sögðu þau og fóru svo sömu leið til baka. Refurinn tók til fótanna og hélt á eftir konungssyni, en er þeir komu í þann stað, þar sem veitingahúsið og bræður hans voru, þá sagði hann: „Ég þori ekki að fara hér um fyrir hundunum, verð að taka á mig krók, en nú verðurðu að gæta þess vel, að bræður þínir nái ekki í þig“. En þegar konungssonur kom inn í Þeir voru að segja að þú hefðir fundið upp eld. — Má ég biðja þig um eld? 's_______________________________________________/ borgina fanst honum alveg ótækt að heilsa ekki upp á bræður sína, og rétt sjá þá, og leit inn í gistihúsið. En þegar bræðurnir sáu hann, komu þeir á móti honum og tóku af honum bæði jómfrúna, hestinn og gullfuglinn og fóru með allt samán heim til föður síns, en bróður sinn settu þeir i tunnu og köstuðu honum út á sjó, og svo fóru þau með allt heim til konungshallar, en er þangað kom, vildi jómfrúin fagra ekki segja eitt orð, hún varð föl og guggin ásýndum, hesturinn varð magur og vesaldarlegur, svo að það mátti telja i honum rifin, en fuglinn söng ekki og það lýsti ekki lengur af fjöðrun- um hans. En refurinn var á stjái nærri bænum, þar seip gistihús glaðværðarinnar var, og beið eftir konungssyni og meyjunni fögru og var hissa á að þau skyldu ekki koma aftur. Hann flæktist þarna lengi um og beið, en að lokum kom hann af tilviljun niður til strandar, og þegar hann sá tunnuna, sem var á reki til og frá við ströndina, kallaði hann á hana: „Ertu tóm, tunna?“ „Æ, nei, það er ég“, sagði konungsson- ur í tunnunni. Refurinn lagði nú til sunds, eins fljótt og hann gat, náði í tunnuna og tók að ýta henni til lands. Svo fór hann að naga af henni gjarðirnar og þegar hann var bú- inn að því, sagði hann við konungsson: „Spyrntu nú í“. Konungssonur tók nú til að sparka og spyrna og féll þá tunnan í stafi. Síðan lögðu þeir af stað saman til hallarinnar, og þegar þeir voru þangað komnir, varð hin fagra mey aftur blómleg og tók að tala, en hesturinn varð svo feitur og fallegur, og það stirndi á hvert hár, fugl- inn ljómaði og tók að syngja, en meyjan unga sagði: — „Þetta er sá, sem bjargaði okkur“. Nú átti næstyngsti konungssonurinn DRÁTTHAGI BLÝANTURINN /T------ MORödh/ KAFF/NU Varðandi breytinguna sagdi arkitektinn að nauðsynlegt væri að hún ætti sér fyrst stað hjá sjálfum þér. Drengur minn. Ég verð að Ég gæti verið trúlofuð þér biðja þig um að fara strax úr fram til mánaðamóta, en þá þessu herbergi fröken Marfu. ætla ég að giftast Snúlla. Maður nokkur átti hest, hínn mesta kjörgrip, sem allir vinir hans öfunduðu hann af. Einn þeirra, slyngur kaupsýlsumað- ur, hafði oft boðið vel f hest- inn, en hann var aldrei falur. Þegar hesturinn dó, sendi eigandinn kaupsýslumannin- um skrokkinn að gjöf. Nokkru sfðar-hittust þeir og hinn fyrr- verandi hesteigandi spurði vin sinn, hvort honum hefði ekki þótt gott að fá hestinn. — Ég græddi 5000 dollara á honum, sagði kaupsýslumað- urinn. — Hvernig fórstu að græða svona á hrossaskrokknum? — Það var enginn vandi, svaraði kaupsýslumaðurinn, ég stofnaði bara til happ- drættis. — Hvað er að heyra, komu ekki mörg mótmæfi seinna? — Ekki nema frá þeim, sem vann hestinn, og ég borgaði honum peningana hans aftur. X Skipbrotsmaður hafði verið heilt ár á eyðiey og varð frá sér nurninn af gfeði, er hann sá einn morguninn, að skip hafði lagzt við akkeri f Iftilli vík við eyna. Bátur var látinn niður og nokkrir skipverjar reru f átt að landi. Þegar þeir voru komnir upp að landsteinum, kastaði einn skipsmanna blaðapakka til mannsins á eynni og sagði: — Skipstjórinn biður að heilsa og biður þig að segja til um, þegar þú hefur lesið þessi blöð, hvort þú viljir láta bjarga þér. Moröikirkjugaröinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 18 strax og hafi verið dáinn innan tfu mfnútna. Hann missti mikið blóð á þeim tfma þar sem höggið haföi skoriö f sundur aðalæð f heilanum. En sfðan koma sér- fræðíngar okkar og bæta um betur. Þeir vekja athygii á að blóð var á fötunum hans og sömu- leiðis voru stórir blóðpollar á gólfinu og sérfræðingar segja að hann hafi skollið aftur á bak á gólfið milli afgreiðsluborðsins og veggsins. — En... það er meira en metri frá þessum bióðpollum og á stað- inn þar sem hann var, þegar ég fann hann. Og þá lá hann með andlitið inn undir borðið.. Christer andvarpaði. — Já, það er nú einmitt það sem okkur finnst mjög skrftið. Eða svo að ég segi það hreínt út: það merkilega er að hann hefur verið fluttur til EFTIR AÐ HONUM ER HÆTT AÐ BLÆÐA . . . Og þá kemur Ifka f ljós að einhver hefur stigið ofan f blóðpollinn og ég hef ákveðinn grun um að lögregiustjórinn telji að fótsporin séu eftir þig og þfna fögru fætur, mín Ijúfa. Ég leit skelfingu lostin niður á skóna mfna. Ég hafði tekíð þá af mér um nóttína og ég hafði sett þá aftur á mig f morgun og ég hafði ekki hugsað út í slíkan niöguleika. Gat það átt sér stað að ég gengi með blóð úr Arne Sandells á skónum mfnum. Ég skjögraði að öðrum kerfu- stólnum og sparkaði af mér þess- um andstyggðarskóm. — Taktu þá og frfaðu mig við að sjá þá meira. Gráhærður maður kom inn f herbergið f sömu andrá og upp- fyflti ósk mfna tafarlaust. Þegar hann hafði rétt skóna til einhvers sem var frammi f búðinni kom hann aftur og settist á hrörlegan þrffót. Christer kynnti hann fyrir mér sem Karsten lögreglustjóra og annar, hressilegur ungur mað- ur kom nú með segulband f eftir- dragi og skrúfaði ótal hnappa og setti leiðslur f samband og það feið ekki á löngu unz ég var f óða önn að skýra frá atburðum kvöldsins. En ef þessi vinsamlegi lögreglustjóri hafði vonast eftir þvf að ég hefði ýtt líkinu undir afgreiðsluborðið varð ég þvf mið- ur að valda honum vonbrigðum; ef undan var skiliö að ég kom óvart við Ifkið með fætinum hafði ég sannarlega forðast að hreyfa Ifkið af blessuðum manninum. Svo var slökkt á tækinu og við sátum um hrfð og spjölluðum saman. Lögreglustjórinn virtist Ifta á mig sem eins konar að- stoðarmann Christers og það þótti mér sérdeilis jákvætt f alla staði og hann ræddi hreinskilnislega þau vandkvæði sem við væri að etja þessa stundina. — Það get ég ekki fengið neinn botn f, hvernig á þvf stendur að líkið hefur verið fært úr stað. Ég get að mínnsta kosti ekki komið auga á nema þrjú hugsanleg svör við þvf: f fyrsta lagi, moröinginn hefur f mestu makindum verið hér f búðinni eftir að maðurinn var dáinn og f að minnsta kosti hálftfma þar til Ifkið er fært úr stað. I öðru lagi: hann hefur horf- ið á braut en komið aftur tif að flytja líkið þótt það virðist ger- samlega tilgangslaust og f þriðja lagi að annar aðilí hafi komið á vettvang, séð Ifkið og reynt að fela það. Hvernig hljómar þetta? Christer brosti skilningsrfkur. — Ekki sériega sannfærandi. Það er alveg öldungis rétt hjá þér. Sérstaklega þar sem ekkert bendir til að neitt vanti f vasa Sandells. Hann var með verulega f járupphæð f veskinu sfnu. — Já, svo við tölum um það, sagði fögreglustjórinn og hallaði sér fram. — Ég get sagt ykkur annaö sem er jafnvei cnn ein- kennilegra. Hansson hefur verið að endurskoða og telja upphæð- ina f peningakassanum og ÞAÐ VIRÐIST EKKI VANTA SVO MIKIÐ SEM EINA EINUSTU KRÓNU. Mennirnir tveir horfðu hissa hvor á annan og ég hvfslaði hissa: — Það hefur þá ekki vakað fyrir morðingjanum að ræna hann? — Það er augijóst, sagði Christ- er án þess að virðast beinlfnis trúa því sjáffur — að morðinginn hafi orðið yfir sig hræddur og flúið áður en hann kom höndum yfir nokkra peninga. Hann þagnaði þegar hávaði barst að eyrum okkar. Lögregluþjónninn fþrótta- mannslegi kom sveittur og mædd- ur f dyragættina og sagði: — Hér er einhver furðufugl sem heitir Lundgren og gerir uppsteyt yfir þvf að mega ekki fara inn f herbergið og ná I eitt- hvað sem hann segist hafa gleymt... en hann neitar að segja hvað það er. I sömu stundu þrengdi Connie Lundgren sér framhjá honum með öllu þvf offorsi sem fokreíð- ur maður býr yfir. Hann var klæddur f krumpaðan frakka yfir kirkjubúningnum sfnum og hann var blóðrauður f andliti og ég var satt að segja örlftið smeyk um að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.