Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKT0BER 1975 T MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1975 21 Úthalðið brást hjá KA I æsispcnnandi leik á laugardag sigraði ÍR KA með 21 marki gegn 19. Lengst af leiit út fyrir sigur KA, en á slðustu mfnútunum brást úthaldið, auk þess sem reynsla iR-inga tók að segja til sín. iR-ingarnir skoruðu fyrsta mark leiksins, en KA jafnaði þegar og komst yfir. Akureyringarnir höfðu sfðan forystu nær allan leikinn, eða allt þar til sjö mfn. voru til leiksloka, þegar staðan var 19 mörk gegn 17 KA f vil, að allt small f baklás og tR-ingar skoruðu fjögur síðustu mörkin. I leikhléi hafði KA betur, 12 gegn 8. Það leikur ekki á tveimur tungum að IR og KA eru meðal sterkari liðanna f deíldinni. Samt er ýmislegt f leik liðanna sem má betur fara. Það var t.d. eftirtektar- vert hve vörn IR var lengst af slök. I þeim efnum gætti þess áhugaleysis sem hefir verið einkcnnandi í leik iR-inga undanfarin ár og komið f veg fyrir að IR bland- aði sér f baráttu sterkari handknattleiksiiða á landinu. iR-ingarnir hafa yfir að ráða mörgum snjöllum skyttum og þurfa þvf ekki að kvfða hv'að söknarleikinn áhrærir, ef þeim tekst að útfæra hann hetur. Leikmenn KA léku þennan leik lengst af skynsamlega. Ilalldór Rafnsson átti stórlefk, allt þar til um 15 mín. voru til leiksloka að hann för að gera hverja vitleysuna á fætur annarri. enda búinn að leika nær allan tfmann af miklum krafti. Skiptingarnar hjá KA voru sem sagt ekki í lagi og mistökin þar urðu dýrkevpt að þessu sinni, kostuðu tvö stig. Þrátt fvrir þetta tap þarf KA-liðið ekki að örvænta, þvf 2. deildin f ár er með jafnasta móti og eiga liðin áreiðanlega eftir að re.vta stigin hvert af öðru. Maður leiksins var Armann Sverrisson KA. Rómarar voru Gunnar Kjartansson og Grétar Vilmundarson, og gerðu þeir erfiðum ieik ágæt skil. Mörk IR: Brynjólfur Markússnn 5 (Iv), Vilhjálmur Sigurgeirsson 5 (öll vfti), Agúst Svavarsson 4, Gunnlaug- ur Hjálmarsson 3, Bjarni Hákonarson 2, Guðjón Marteinsson og Sigurður Svavarsson eitt mark hvor. Mörk KA: Halldór' Rafnsson 8 (2v), Hörður Hilmarsson 4, Þorleifur Ananfasson og Armann Sverrisson 2 hvor, Sigurður Sigurðsson, Jóhann Einarsson og Hermann Haraldsson eitt mark hver. SigKG. Fljúgandi byrjiui IR-inga Hún er góð byrjunin hjá tR-ingum í 2. deildinni að þessu sinni. Um helgina léku þeir gegn Akurcyrarfélög- unum fyrir norðan og sigruðu í báðum leikjunum, úrslit sem koma nokkuð á óvart þvf Akureyrarfélögin hafa löngum þótt erfið heim að sækja. Það kom fljótlega í Ijós að fR-ingarnir voru sterkari aðilinn á veilinum. Þó tókst þeim ekki að hrista Þórsar- ana af sér fvrr en nokkuð var liðið á síðari hálfleik, eða þegar þeir tóku einu skyttu Þórsara, Þorbjörn Jensson, úr umferð, en hann hafði skorað fimm af átta mörkum Þórs f fvrri hálfleik. Eftir það var ekki að sökum að spyrja og ÍR sigraði með 22 mörkum gegn 15, eftir að staðan var 9 mörk gegn 8 IR f vil f hálfleik. fR-ingarnir áttu ekki f miklum erfiðleikum með að verjast Þórsurum þvf sóknarleikurinn var ákaflega slakur. AHt miðaði að þvf að sóknunum lyki með skotum frá Þorbirni og þegar hann var tekinn úr umferð hrundi leikur liðsins með öllu. Með svo einhæfum leik er Þórsliðið ekki líklegt til að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Þá veikir það liðið og að markvörðurinn, Tr.vggvi Gunnarsson, er meiddur og getur ekki leikið með á næstunni. tR-ingarnir virðast ætla að verða sterkir f vetur, stað- ráðnir í að endurheimta 1. deildar sætið, sem þeir giötuðu f fyrra. Áhuginn virðist alia vega vera meiri nú en f fyrra. Vörnin er höfuðverkur liðsins og batni hún er ekki fjarri þvf að álykta að iR sigri í deildinni. Alla vega er byrjunin fljúgandi hjá liðinu. Maður leiksins var Jens Einarsson, markvörður IR. Dómarar voru þeir sömu og daginn áður, Gunnar Kjartansson og Grétar Vilmundarson, og voru heldur óöruggir f leiknum á sunnudag. Mörk IR: Brynjðlfur Markússon 6 (Iv), Vilhjálmur Sigurgeirsson 5 (3v). Ágúst Svavarsson 4 (2v), Bjarni Hákonarson, Hörður Hákonarson og Gunnlaugur Hjálmarsson 2 hver, Guðjón Marteinsson og Ulfar Samúelsson eitt mark hvor. Mörk Þórs: Þorbjörn Jensson 8, Sigtrvggur Guðlaugs 4 (1 v) Benedikt Guðmundsson 2 og Oskar Gunnarsson eitt mark. Sigb.G. Ingi Björgvinsson, einn hinna efnilegu leikmanna KR, skorar þarna í leiknum við Leikni. Hermann Gunnarsson þjálfari Leiknismanna hefur orðið of seinn að stöðva hann. Leiknir var KR anðveld bráð KR-ingar þurftu ekki mikið að hafa fyrir sigri f fyrsta leik sfnum f 2. deildar keppninni f handknattleik í ár. Mótherjarnir, Leiknir, voru næsta auðvcldur and- stæðingur, enda urðu úrslit leiksins í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið yfirburðasigur KR-inga, 29—16, eft- ir að staðan hafði verið 15—9 í hálfleik. Oftast fengu KR-ingar að vaða gegnum galopna vörn Leiknismanna, og það var fremur klaufaskapur þeirra en hæfni Leiknis- manna að mörkin urðu ekki fleiri, en greinilegt er að lið Leiknis er nú mun slakara en það var t.d. f bikarkeppni HSl f fyrra, þar sem það komst í undanúrslit. Með meirj æfingu ætti liðið þó að hressast og varla þarf það að kvíða falli niður f 3. deild f ár. Flestir spá þvf að KR-ingar muni berjast á toppnum f 2. deild í vetur, enda bendir frammistaða liðsins f Reykja- víkurmótinu til þess að svo verði. Ohugsandi er að segja nokkuð til um styrkleika liðsins eftir leikinn á sunnu- dagskvöldið. Til þess var andstæðingurinn of léttur, en auðséð er þó að Geir Hallsteinsson þjálfari liðsins, hefur náð að slfpa helztu vankantana af því, og með meiri rósemi f Jeik getur liðið sjálfsagt gert stóra hluti. KR-ingar tóku forystu I leiknum á sunnudagskvöld þegar f upphafi, og juku hana síðan jafnt og þétt. Færin sem þeir fengu við Leiknismarkið voru oft ævintýralega góð, og stundum voru tveir—prír menn í dauðafærum. Beztu leikmenn KR-liðsins f ieiknum voru þeir Símon Unndórsson sem er skotfastur vel, en helzt til óagaður I leik sfnum, Hilmar Björnsson, sem átti drjúgan þátt f spili liðsins, a.m.k. meðan hann var ekki tekinn úr umferð, og Kristinn Ingason, þar er mjög efniiegur piltur á ferð. Leiknisliðið var ákaflega tætingslegt, en með meiri æfingu ætti þó þetta Jið að geta náð árangri. 1 þvf eru margir reyndir handknattieiksmenn, sem ættu að vita að það er ekki nóg að skora mörk — það þarf líka að verjast mörkum. Beztu menn liðsins f leiknum voru Hafliði Pétursson, Finnbjörn Finnbjörnsson og Halldór Björns- son, en ögmundur Kristinsson var einnig frískur framan af og ógnaði nokkuð. iMörk KR skoruðu: Sfmon Unndórsson 9 (2 vfti), Hilmar Björnsson 5 (2 vfti), Kristinn Ingason 4, Þor- varður Jón Guðmundsson 4, Ingi Steinn Björgvinsson 3, Björn Blöndal 2, Haukur Guðmundsson 1 og /Evar Sig- urðsson 1. Mörk Leiknis skoruðu: Finnbjörn Finnbjörnsson 4, Hafliði Pétursson 4, Ilermann Gunnarsson 3, Arni Jóhanncsson 2, Diðrik Olafsson 1 og Ögmundur Kristins- sonl(víti). —stjl. Hilmarsson hefur smeygt sér inn á lfnu framhjá Þróttarvörninní, en mistókst svo að skora. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Hart barizt f leik Vals og Hauka. Hörður Sigmarsson hefur sloppið f gegn, en Jóhannes Stefánsson náði á sfðustu stundu að hindra að hann næði að skjóta. Þegar Valsmenn Jireytlnst tékst Hankiim að loka vbmmni og ná jöfnn Leikur Vals og Hauka f 1. deildar keppni Islandsmótsins f handknattleik f Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld minnti á þá gömlu og góðu daga er Valur og FH börðust hnffjafnri baráttu um Islandsmeistaratitilinn; þann tfma er vörn Valsliðsins var kölluð mulningsvélin og baráttan stóð frá fyrstu mfnútu til sfðasta andar- taks. Þannig var í leiknum á sunnudagskvöldið, að bæði liðin léku mjög góða vörn og markverðirnir stóðu fyrir sínu. Það voru heldur ekki skoruð nema 26 mörk f leiknum og það segir auðvitað sfna sögu. En þreyttir voru leikmenn þegar flauta dómaranna hljómaði að leikslokum, og raunar var svo komið í þessum leik, að það var úthaldið eitt sem skar úr um úrslit hans. Og þar höfðu Haukar vinninginn. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður mátti segja að þeir væru með tapað tafl. Staðan var orðin 13—9 fyrir Val og vörn Valsmanna hafði sýnt það í leiknum, að ótrúlegt var að Haukunum tækist að vinna upp þennan mun. En sú hin mikla „keyrsla“ sem verið hafði á Valsvörninni f leiknum átti eftir að koina fram. Leikmennirnir misstu snerpu sína bæði f vörn og sérstaklega f sókn, og á síðasta andartaki ieiksins tókst Elíasi Jónasyni að skora jöfnunarmark Haukanna, 13—13. Þegar á heild þessa lfeiks er litið verður ekki annað sagt en að hann hafi verið gífurlega spenn- andi, og jafnframt vel leikinn. Bæði þessi lið hafa breytt leikút- færslu sinni, verulega frá í fyrra og byggja nú meira upp á liðs- heild en einstaklingum. Einkum á þetta þó við um Val, en í fyrra voru Ólafur H. Jónsson og Gísli Blöndal aðalmennirnir í öllu sem Valsmenn voru að gera, og væru þeir ekki í formi var Valsliðið ekki upp á marga fiska. Nú er greinilega miklu meiri breidd í Valsliðinu, þótt ekki séu skytturn- ar á borð við þá Ólaf og Gísla. Liðið reynir að halda uppi mikl- um hraða í sóknarleiknum og opna þannig vörn andstæðing- anna. Það var þvf ekkert smáræð- isálag á Haukavörnina í þessum leik, en hún stóð fyrir sínu eins og í leikjum liðsins við FH og Vfk- ing. Glæsileg er útkoma Hauk- anna í þremur fyrstu leikjum mótsins, sem verið hafa við þau lið sem álíta má sterkust f 1. deild- inni. Valsmenn reyndu ekki að taka þá Hörð Sigmarsson og Elías Jónasson úr umferð eins og FH- ingarnir gerðu með góðum ár- angri í leiknum í Hafnarfirði á dögunum, en lögðu hins vegar* kapp á að stöðva þá i tíma, og þá sérstaklega Hörð, sem jafnan var kominn með mann, á sig, þegar hann reyndi að ógna að vörninni. Elías fékk hins vegar meira að leika la.usum ha|a og nýtti það frelsi mjög vel, bæði lék hann félaga sína upp og sköraði sjálfur. falleg og þýðingarmikil mörk, m.a. jöfnunarmark Haukanna á siðustu stundu. Hafa það senni- lega verið mistök hjá Valsmönn- um að reyna ekki að hefta þá félaga betur en raun varð á, eink- um er líða tók á leikinn og Hauk- arnir fóru að saxa á það forskot sem Valur hafði aflað sér. Úthald Haukanna í leik þessum var aðdáunarvert, enda voru leik- menn liðsins greinilega ekkert að spara sig, heldur börðust til síð- ustu stundar. Var engu líkara en sumir leikmannanna væru að koma úr sturtu í leikslok, svo voru þeir gegnblautir af svita. Nái Haukar að halda uppi slíkri baráttu í leikjum sínum eftirleið- is verða þeir ekki auðveldir við- fangs f mótinu, en rétt er að minn ast þess að í fyrra byrjuðu Hauk- arnir mjög vel f Islandsmótinu, en duttu síðan mikið niður þegar á mótið leið. Valsmenn skoruðu ekkert mark síðustu 14 mfnútur leiksins á sunnudagskvöldið, og það jafnvel þótt þeir fengju dæmt vítakast á Haukana. Gunnar Björnsson, sem skorað hafði úr fyrri vítaköstum Valsmanna í leiknum virtist ekki þola þá gffurlégu spennu sem orð- in var f leiknum og skot hans fór hátt yfir markið. Sennilega;hefði Hilmar Björnsson ValSþjálfari leikið sterkari leik í þessari stöðu, hefði hann teflt fram einhverjum öðrum leikreyndari leikmanni til þess að taka þetta vítakast. Var leiðinlegt fyrir Gunnar að skora ekki úr vítakasti þessu, þar sem hann hafði átt mjög góðan leik til að byrja með, eða fram til þess að Haukar áttuðu sig á hve hættuleg- ur leikmaður hann er og gættu hans sérstaklega vel. Helztu stjörnur Valsliðsins, Stefán Gunnarsson og Jón Karls- son, voru óvenjulega daufir í þessum leik, sérstaklega þó Jón sem gerði sig sekan um mistök oftsinnis. Bætti hann þó fyrir þau að nokkru með því að skora falleg mörk. Jón Pétur Jónsson kom hins vegar með miklum ágætum frá leiknum og tók ekki áhættu í aðgerðum sínum. þá átti Jóhann- es Stefánsson einnig góðan leik í vörninni, og í markinu stóð Jón Breiðfjörð Ólafsson sig með mikl- um ágætum, og varði stundum mjög erfið skot frá Haukunum. Það sem fyrst og fremst hefur breytt Haukunum til hins betra í vetur, er hversu leikmennirnir allir eru virkir og hve mikill bar áttuandi er í liðinu. Bezti maður liðsins í þessum leik var Elías Jónassoh, og haldi svo fram sem horfir verðskuldar sá piltur sann- arlega að fá að spreyta sig með íslgnzka landsliðinu. I STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild Laugardalshöll 26. október. ÚRSLIT: Valur — Haukar 13—13 (8—6) 47. 13:11 Inglmar 48. 13:12 Hörður 60. 13:13 Elfas Gangur leiksins Mín., Valur Haukar 4. 0:1 Elfas 5. 0:2 Eifas 7. Guðjón 1:2 8. 1:3 Þorgeir 13. Gunirar (v) 2:3 14. Gunnar 3:3 20. Gunnar 4:3 21. Jón P. 5:3 26. 5:4 Hörður (v) 26. Jóhann 6:4 26. Jóhann 7:4 27. 7:5 Jón 28. 7:6 Hörður 30. Stefán 8:6 Hálfleikur 33. JónK. 9:6 35. 9:7 Hörður (v) 36. Jón K. 10:7 38. 10:8 Sigurgeir 39. JónP. 11:8 41. 11:9 Ingimar 42. Gunnar (v) 12:9 44. Jón K. 13:9 45. 13:10 Hörður — ÞETTA var okkur ákaflega dýrmætt stig, sagði Bjarni Jóns- son þjálfari Þróttarliðsins að loknum leik þess við Fram f 1. deildar keppni Islandsmótsins 1 handknattleik 1 Laugardalshöll- inni á sunnudagskvöldið, en þeim leik lyktaði með jafntefli 12—12. Bjarni Jónsson lék þennan leik sárlasinn. Steig beint upp úr rúm- inu til þess að leika, og var svo slappur að leik loknum að hann varla stóð uppi. Áuk lasleikans fékk svo Bjarni slæmt höfuðhögg 1 leiknum og mun hafa rotast andartak. — Það er búið að vera að tala um okkur sem fallkandi- data f 1. deildinni en ég held að það stig er við náðum út úr þess- um leik gefi strákunum aukna trú á sjálfa sig, og sýni að það sé óþarfi að bóka okkur strax á botn- inn sagði Bjarni. Þótt Bjarni gengi ekki heill til þessa leiks, var hann Þróttarlið- inu samt sem áður mikill styrkur. Hann var með til að byrja með.í leiknum og kom svo aftur inná, þegar staðan var 10—6 fyrir Fram og sigur þeirra virtist blasa við. Reyndi Bjarni að mætti að spila félaga sina upp og ógna Framvörninni, og smátt og smátt tóku Þróttarar að saxa á forskotið og áður en yfir lauk, jafna. Jafn- tefli voru ekki ósanngjörn úrslit í þessum leik, en handknattleikur- inn sem liðin buðu uppá var hins vegar ekki til að hrópa húrra fyr- ir, a.m.k. ekki sóknarleikurinn. Varnir beggja liða voru hins veg- ar lengst af mjög virkar og spil- uðu oft með ágætum. Auðveldaði það liðunum mjög mikið vörnina hvað sóknarleikurinn var lítið ógnandi og fábrotinn. Hjá Fram- liðinu snerist allt í kringum Pálma Pálmason, en hjá Þrótti var Friðrik Friðriksson sá eini sem var verulega ógnandi. Á það örugglega eftir að reynast þessum liðum þungt í skauti að hafa ekki yfir fleiri skyttum að ráða. Sem fyrr greinir virtist svo sem Fram væri búið að tryggja sér sigur í leiknum um miðjan seinni hálfleikinn, er staðan var 10—6. Höfðu Þróttarar farið heldur klaufalega að ráði sínu og m.a. fengið á sig mark er þeir voru eitt sinn tveimur fleiri inni á vellin- um, og mistekist að skora á sama tíma. Var svo í leiknum að ein- stakir leikmenn Þróttarliðsins reyndu ekki að skjóta á markið, jafnvel þótt þeir hefðu færi til þess. Vörn Þróttarliðsins var hins vegar mjög hreyfanleg með Trausta Þorgrímsson sem bezta mann en þau voru ófá skot- in sem hann varði með árvekni sinni í þessum leik. Markvörður Mörk Vals: Gunnar Björnsson 4, Jón Karlsson 3, Jón Pétur Jóns- son 2, Jóhann Ingi Gunnarsson 2, Guðjón Magnússon 1, Stefán Gunnarsson 1. Mörk Hauka: Hörður Sigmarsson 5, Elías Jónasson 3, Ingimar Har- aldsson 2, Þorgeir Haraldsson 1, Jón Hauksson 1, Sigurgeir Mart- einsson 1. Brottvfsanir af velli: Guðmundur Haraldsson, Haukum og Hörður Sigmarsson, Haukum 12 mfn. Misheppnuð vftaköst: Gunnar Björnsson, Val skaut yfir úr vfta- kasti á 54. mfnútu. EINKUNNAGJÖFIN LIÐ FRAM- LIÐ VALS: Guðjón Erlendsson 2 Jón B. Ölafsson 4 Arnar Guðlaugsson 1 Ólafur Benediktsson 1 Andrés Bridde 1 Jóhann Ingi Gunnarsson 2 Jón Árni Rúnarsson 1 Guðjón Magnússon 2 Pétur Jóhannesson 2 Stefán Gunnarsson 2 Kjartan Gfslason 2 Jón Pétur Jónsson 3 Gústaf Björnsson 2 Þorbjörn Guðmundsson 2 Ágúst Þórðarson 1 Gunnar Björnsson 2 Pálmi Pálmason 3 Jóhannes Stefánsson 3 Árni Sverrisson 1 Steindór Gunnarsson 2 Ragnar Hilmarsson 1 Jón Karlsson 2 LIÐ ÞRÖTTAR: LIÐ HAUKA: Marteinn Árnason 2 Gunnar Einarsson 3 Sveinlaugur Kristjánsson 2 Ingimar Haraldsson 2 Trausti Þorgrfmsson 3 Svavar Geirsson 2 Gunnar Gunnarsson 2 Ólafur Ólafsson 2 Halldór Bragason 1 Jón Hauksson 2 Ársæll Kristjánsson 1 Guðmundur Haraldsson 2 Ulfar Hróarsson 2 Sigurgeir Marteinsson 2 Erling Sigurðsson 1 Hörður Sigmarsson 3 Jóhann Frfmansson 1 Elfas Jónasson 4 Friðrik Friðriksson 2 Þorgeir Haraldsson 2 Bjarni Jónsson 2 Arnór Guðmundsson 2 Kristján Sigmundsson 1 DÓMARAR: DÖMARAR: KjartanSteinbech og Karl Jóhannsson og Kristján Örn Björn Kristjánsson 3 Ingibergsson 2 stóð einnig vel fyrir sinu, og mjög mikilvægt var er Kristján Sig- mundsson varamarkvörður kom inná og varði vítakast frá Pálma Pálmasyni, er staðan var 10—8 fyrir Fram. Pálmi Pálmason var eini Fram- arinn f þessum leik sem var veru- lega ógnandi, en Kjartan Gíslason kom nokkuð á óvart í leiknum með ágætum skotum sem gáfu mörk. Hins vegar þurfti hann helzt til mikið rými á vellinum. Varla er hægt að búast við þvi að Framliðið komi til með að blanda sér f baráttu hinna beztu f vetur. Til þess þurfa a.m.k. að verða miklar breytingar á liðinu til batnaðar frá fyrri leikjum. Þær ættu einnig að geta orðið, er liðið endurheimtir þá Sigurberg Sig- steinsson og ef Stefán Þórðarson byrjar að leika með því, en báðir þessir leikmenn eru nú frá vegna meiðsla. I STUTTU MÁLI: LaugardalshöII 26. október Islandsmótið 1. deild. ÚRSHT: FRAM — ÞRÓTTUR 12—12 (6—5). Gangur leiksins: Mfn. Fram Þróttur 1. 0:1 Sveinlaugur 7. Kjartan 1:1 8. 1:2 Friðrik 11. Andrés 2:2 13. Pálmi 3:2 16. Kjartan 4:2 16. 4:3 Gunnar 18. Pálmi (v) 5:3 19. 5:4 Friðrik 27. Gústaf 6:4 28. Hálfleikur 6:5 Friðrik 35. Kjartan 7:5 36. 7:6 Trausti 38. Pálmi 8:6 40. Pálmi (v) 9:6 44. Pálmi 10:6 47. 10:7 Friðrik (v) 52. 10:8 Sveinlaugur 55. 10:9 Bjarni(v) 55. Arnar 11:9 56. 11:10 Sveinlaugur 57. Gústaf 12:10 58. 12:11 Friðrik 60. 12:12 Trausti Mörk Fram: Pálmi Pálmason 5, Kjartan Gfslason 3, Gústaf Björnsson 2, Andrés Bridde 1, A rnar Guðlaugsson 1. Mörk Þróttar: Friðrik Friðriks- son 5, Sveinlaugur Kristjánsson 3, Trausti Þorgrfmsson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Bjarni Jónsson 1. Brottvfsanir af velli: Andrés Bridde og Pétur Jóhannesson Fram f 2 mfn. Misheppnuð vftaköst: Kristján Sigmundsson Þrótti varði vfta- kast Pálma Pálmasonar á 53. mfn. og Friðrik Friðriksson Þrótti skaut yfir úr vftakasti á 50. mfn. — stjl. R: Þróttnr náði fyrsta stigi sínn í leik við slakt Framlið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.