Morgunblaðið - 23.11.1975, Side 14

Morgunblaðið - 23.11.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÖVEMBER 1975 Stuttsfðan er f umsjón Ásmundar Jóns- sonar og Baldurs J. Baidurssonar. Spilverk Þjóðanna heitir ein merkis söngsveit er getið hefur sér töluverðan orðstfr á þessu ári. Söngsveit þessi hefur nú Iátið frá sér fara sína fyrstu stóru plötu, og hefur hún verið rómuð mjög. Stuttsfðan heimsótti Va aðstan.'Ienda Spilverksins, þ.e. þá Egil Ólafsson (E), Sigurð Bjólu Garðarsson (B) og Valgeir Guðjóns- son fyrir nokkru til að forvitnast um þeirra mál. Auk þeirra lagði umboðsmaður þeirra, Steinar Berg (S) orð f belg. Fjórði aðstandandi Spilverksins, Sigrún „Diddú“ Hjálmtýsdóttir, var þó ekki viðstödd er rabb þetta, er hér fei á eftir, fór fram. UPPHAFIÐ St: Ilvernig væri að byrja á þvf að rekja sögu Spilverksins f stórum dráttum? V: Spilverkið átti upptök sín, eins og allt þetta í skólanum, í menntó. Byrjaði á því, að ég og Ragnar þessi Daníelsson vorum að syngja saman. Við gerðum þetta af og til fyrir tónlistarkvöld, en ekkert af því efni, sem við fluttum var frumsamið. Við sungum Simon og Garkfunkel og þess háttar og svo ameríska „folk-músik“. Síðan ákváðum við að fara að gera eitt- hvað með frumsömdu efni. Spil- uðum við þá þrjú lög og notuðum fiðlu og selló. Þetta mun hafa verið í kringum 1970. Þá sungum við Raggi ásamt Gylfa (—Kristinssyni úr Rifsberja) og stelpurnar Systa og Sigga léku á fiðlu og selló. Þannig lékum við við vorum á sviðinu var borið inn til okkar vin f kaffikönnu, alveg stanslaust því í öllu taugafuminu urðu menn þyrstari og þyrstari. V: Spilverkið var lengi að ná sér eftir þetta. IMYND SPILVERKSINS V: Sá misskilningur hefur ríkt hjá fólki að það heldur að við séum einhverjir grínistar, sem er alls ekki tilfellið. Við höfum aldrei sagt einn einasta brandara. E: Fólk ætti að hugsa sig um þrisvar til fjórum sinnum, áður en það hlær. V: Við erum farnir að finna, þegar við spilum, að fólk er farið að búast við einhverju mjög S<gf°n undir nafninu „Söngsveitin Hazzansmjör“. Á næsta ári var Egill með og þá var Jakob (Jakob Magnússon) einnig með. Hét þetta þá „Árni Villa og félagar" eftir Árna Vilhjálmssyni, „júr- ista“ og fyrrverandi brunaliðs- manni, sem nú býr í Safamýrinni og er einn af trúnaðarmönnum Spilverksins. Þá voru spiluð lögin „Eyjólfur Konráð" og „Hjalti Sveins“, og var þetta allt á is- lenzku á þessum árum. Síðan kom „Egils" og það voru ég, Egill, Arni og stelpurnar Helga Þórarins og Systa. Þar á eftir kom svo Spil- verk þjóðanna, sem hefur verið eftir að við vorum hættir f skól- anum. St: Voru Stuðmenn strax tengdir Spilverksmönnum? V: Stuðmenn voru allt annar hlutur. St: En það voru sömu mennirnir, sem komu þarna fyrir. V: Já, reyndar, en það er bara af þvi að við vorum vinir. B: Fyrsta Spilverkið var svo stofnað seinni hluta árs 1973 með Siggu og Systu á fiðlu og selló, sem iéku með okkur tvisvar. St: Hvers vegna hættu þessar stelpur? B: Þetta var svo mikið mál með þær. Það þurfti að skrifa allt fyrir þær og þetta var svo þungt í vöfum. V: Fyrsta skiptið, sem þessi hljómsveit lék, var á 6. reglulegu tónleikum Tónlistarfélags MH, haustið 1973, og var það mjög eftirminnilegt. E: Við vorum búnir að æfa helvíti vel, en svo fór allt í vitleysu út af fyllerii. V: Já, það var alveg æðislegt. Við ætluðum bara að hita okkur upp og verða léttmjúkir, en það varð svo meira. E: Það fór út í það að við urðum alveg dauðadrukknir og meðan miklu. Við vorum t.d. auglýstir hið frábæra, frumlega og fjöl- hæfa Spilverk þjóðanna á tónleik- um í Verslunarskólanum fyrir nokkru. St: Við urðum varir við það, að margt af þessu fólki þarna f Versló virtist aldrei hafa heyrt í ykkur. S: Nei, aldrei! Megnið af þessu fólki virtist ekki hafa heyrt í Spil- verkinu áður. Það kom þarna með j pappaglös og djúsaði sig og fór j síðan á ball, í partí eða eitthvað. St: Jú, maður varð var við mikinn umgang. S: Þetta kom greinilega fram, þegar Valgeir sagði, að þeir ætl- uðu að taka lag um vín. En við það fögnuðu margir ákaft. E: Ég gæti trúað því, að það væri ekki skemmtilegt að sitja undir mörgum þessara Iaga fullur. SpUverk þ þiöðanna TÓNLISTIN — PLATAN St: Já, það er margt af þessu nokkuð rólegt. E: Maður á þessum aldri, fullur, er svo upptrekktur. Hann vill helzt fara að brjóta glugga. — Fara á skemmtistað og vera með konur í fanginu og fá meira vfn. V: Þegar menn eru drukknir þá held ég, að þeim gangi betur að lifa sig inn í stemningu. B: Það fer nú eftir því hvað þeir eru drukknir og á hvaða lfnu þeir eru. E: Mér datt í hug þessi 'dæmigerði Verzlunarskólanemandi, sem fer á fyllirí um helgar. B: Er hann nokkuð öðruvísi en aðrir. — En aftur það sem kom lang mest á óvart á þessum marg- umtöluðu tónleikum í Verzló var kurrinn, sem fór um salinn, þegar lagið Six Pens Only var kynnt. Þú sagðir, Valgeir, að þetta væri ádeila á auðvaldsþjóðfélagið. En við það fór mikill kurr um salinn. Spilv: Jæja, svo þeir eru kommar. Helvítis kommar. St: Ætlið þið að fara að spila meira opinberlega f framtfðinni? E: Við getum eiginlega ekki spilað mikið oftar. V: Ekki opinberlega, en við ætl- um að fara meira f skólana. E: Líka það, að mjög erfitt er að vera stöðugt að breyta lagavali, þó við eigum nóg af lögum. Við erum ekki orðnir ánægðir með lögin fyrr en við erum búnir að spila þau talsvert oft opinberlega. Það þarf sem sagt að fínpússa þau. V: Við getum búið til markað, sem aldrei hefur verið búinn til áður, sem eru skólar. 1 skólum eru tugþúsundir. Það hefur aldrei komið fram slík hljómsveit sem þessi hér á íslandi. Svonalagað hefur aldrei staðið undir sér. S: Það hafa ýmsir reynt að koma fram sem skemmtikraftar á böll- um, eins og Change og Júdas. Þeir gátu það ekki. Þeir þurftu að fara út í brennivínshúsarútínuna aftur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.