Morgunblaðið - 23.11.1975, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.11.1975, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1975 25 Útgefandi Framkvæmdastjöri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið. Við Islendingar höf- um reynt margar leiðir í baráttu okkar við verð- bólguna. Gerðar hafa verið tilraunir með verðstöðvan- ir, sem staðið hafa lang- tímum saman. Þær hafa borið takmarkaðan árangur. Meðan kaupgjald var bundið vísitölu voru margir þeirrar skoðunar, að vísitölutengslin væru helzti bölvaldurinn. Kaup- gjald hefur ekki verið í beinum tengslum við vísi- tölu nokkuð á annað ár, en samt hefur verðbólgan ætt áfram með fullum hraða. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að reyna aðferðir, sem Norðmenn hafa að sögn beitt með nokkrum árangri, þ.e. að setja á tímabundnar verðstöðvan- ir. Hugmyndin nú er sú, að sporna gegn öllum verð- hækkunum um fjögurra mánaða skeið, nema þeim, sem eru algerlega óhjá- kvæmilegar, svo sem vegna hækkunar á innflutings- verði vöru eða á innfluttu hráefni til iðnaðarfram- leiðslu. Verðlagsstjóri hefur kynnt sér baráttuað- ferðir Norðmanna og komizt að þeirri niður- stöðu, aö jafnvel þótt duldar verðhækkanir safnist fyrir í kerfinu og brjótist fram í lok tímabils- ins leiði slíkar aðgerðir til þess að úr verðbólgu- hraðanum dregur. Þá hefur því verið lýst yfir, að atvinnufyrirtæki hljóti að mæta kostnaðarhækkun- um á þessu tímabili með niðurskurði á útgjöldum og þannig sé þessi verð- stöðvun til þess fallin aö hvetja fyrirtækin til aukinnar Hagkvæmni í rekstri. Sjálfsagt er að reyna allar hugsanlegar leiðir til þess að ná tökum á verð- bólgunni og hægja á verð- bólguhraðanum. En í þess- um efnum ber ýmislegt að athuga. í fyrsta lagi verða menn að gera sér grein fyrir því, að það er orðið nánast útilokað að reka at- vinnufyrirtæki á íslandi á heilbrigðum grundvelli. Því veldur verðbólgan. Hin æðisgengna verðbólga um tveggja ára skeið hefur valdið því, að rekstrarfé fyrirtækjanna hefur brunnið upp á báli verð- bólgunnar, kostnaður hækkar stöðugt og fyrir- tækjunum er ýmist ókleift eða gert ókleift með banni verðlagsyfirvalda að hækka verð á vöru og þjónustu til samræmis við kostnaðarhækkanir. Þess vegna hafa sjálfsagt vel flest einkafyrirtæki í landinu gert mjög víð- tækar ráðstafanir til þess síðustu misserin aö draga úr kostnaði við reksturinn og spara með öllu hugsan- legu móti. Og væntanlega er svo komið nú að flest fyrirtæki geta ekki gengið öllu lengra í sparnaði á rekstrarkostnaði nema með því að skera stórlega niður starfsemi sína og segja þar með upp starfs- fólki. Þess vegna er hægar um að tala en í að komast, þegar stjórnvöld segja, að fyrirtækin verði að taka á honum stóra sínum og auka enn sparnað í rekstri til þess að vega upp á móti þeim kostnaðarhækkun- um, sem ekki á að bæta upp í verðhækkunum á þessu fjögurra mánaða tímabili. Slíkar aðgerðir ásamt lána- takmörkunum bankanna mega ekki fara út fyrir ákveðin takmörk án þessað þær leiði til almennra upp- sagna starfsfólks í öðru lagi sýnist mörgum, að í opinberum rekstri hafi ekki verið gengið jafn myndarlega fram í niðurskurði á rekstrarútgjöldum eins og í einkarekstrinum og að ástæða hefði verið til að leggja miklu meiri áherzlu á sparnað í rekstri opin- berra fyrirtækja og í opin- berum umsvifum en gert hefur verið. Á sama tíma og ríkisvaldið krefst þess af einkafyrirtækjum, að þau taki á sig kostnaðar- hækkanir með sparnaði hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til ríkisins að það gangi á undan með góðu fordæmi, m.a. má spyrja, hvort þannig hafa verið að málum staðið hjá opinberum fyrirtækjum eins og Pósti og síma, Raf- magnsveitum ríkisins og Ríkisútvarpinu, en öll þessi ríkisfyrirtæki eiga nú við mikla f járhagserfiðleika að etja. Væri fróðlegt að fá upplýsingar um, hvort mittisólin hafi verið hert þar að sama skapi og óum- deilanlega hefur verið gert í einkarekstrinum. Þessar athugasemdir eru ekki settar fram hér til þess að draga úr því, að leitað verði nýrra leiða til þess að draga úr verðhækk- unum og hægja á verð- bólguhraðanum. Sjálfsagt er að gera það. En ekki má of oft höggva í sama kné- runn. 1 dag skiptir mestu máli í baráttunni við verð- bólguna, að ríkisstjórn og Alþingi takist að ná tökum á útgjaldaþróun fjárlaga á næsta ári. Það verður mesta framlagið til barátt- unnar gegn verðbólgunni, ef tekst að afgreiða fjárlög innan þess ramma. sem f jármálaráðherra setti með fjárlagafrv. sínu. Og enn- fremur yrði það mikið framlag til þessarar bar- áttu, ef ríkisstjórninni tæk- ist að ná tökum á útlán- um fjárfestingarlánasjóða, sem fóru gersamlega úr böndum á þessu ári. Þetta tvennt getur ráðið miklu meiru um verðlagsþróun- ina á næsta ári en fjögurra mánaða verðstöðvun. Leitað nýrra leiða Listaverk Jóns eða nefndur hluti þess f Búnaðarbankanum við Austurstræti. Ég tel rétt að vekja athygli á því, að fyrirsögn greinar minn- ar um listamanninn Jón Engil- berts, sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag var misprentað ferill og lffsvenjur í stað ferill og Iffsverk! Prentvilia þessi er ekki svo alvarleg í sjálfu sér, enda héldu tveir þjóðkunnir ritsnillingar því fram, að hún hefði sennilegast orðið til þess, að nokkur þúsund fleiri Iásu greinina fyrir bragðið, — því að Nlyndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON óttast að tapa viðskiptum borgar- sem sveitaaðalsins. Neituðu þeir því að taka við verkinu, nema Jón málaði kjól á konuna, en listamaðurinn stolti var hinn þráasti, en gerði það þó um siðir fyrir þrábeiðni og mun fjárskortur einnig hafa átt drjúgan hlut að máli. Málaði hann því kjólinn á konuna, en yfir brjóstin vildi hann ekki fyrir nokkurn mun mála frekar en yfir ásjónu guðsmóðurinnar, Jón Engilberts hver vill ekki vita um lífsvenj- ur slíkra kjarnakarla sem Jóns Engilberts? Hins vegar tel ég það ekki hlutverk mitt að af- hjúpa lifsvenjur félaga minna og starfsbræðra með skrifum mínum, og vil ég því leiðrétta þetta hér með. . . • En þar sem ég er aftur farinn að ræða um Jón þá langar mig til að bæta við smáfrásögn, sem gleymdist i fyrra skrifi, en sem lýsir vel ástandinu og listmati Islendinga á árunum eftir stríð, sem er mjög einkennandi varð- andi erfiðleika Jóns i listsköp- un sinni hérlendis. — Jón Engilberts fékk þá það verkefni að mála stórt málverk fyrir Búnaðarbankann, sem nú er fest við vegg í gróp fyrir miðjum afgreiðslusal Aðal- bankans við Austurstræti. Mál- verk þetta varð mögnuð sin- fónía grósku, gróanda og ástríðu hjá mönnum sem dýr- um, — sveitalífsrómantík i hámarki óskhyggjunnar. Yst til hægri getur að líta mann, sem heldur utan um lostfagra konu, sem snýr gegnt áhorfendum, kjóll konunnar er blár, en nak- in brjóst hennar hafa á ein- hvern dularfullan hátt náð að brjótast fram i gegnum kjól- inn. Kona þessi mun uppruna- lega hafa verið nakin, en virðu- legum viðtakendum þótti hér einum of langt gengið hvað vel- sæmið snertir og hafa líkast til og gleðja þau því enn í dag augu skoðenda, þótt annað sé þeim hulið, en er opið fyrir frjótt hugarflug að geta í eyð- urnar. Að slepptu öllu gamni, þá er það mitt mat, að þessi breyting hafi stórskaðað málverkið í öllu tilliti með visun til heildar- myndarinnar, enda var Jón meistari þess að mála munaðar- fulla kvenlíkama, þegar best lét, og væri rétt ef sagan er sönn, að fagmenn væru fengnir til að birta okkur málverkið i sinni upprunalegu mynd þ.e. afklæða konuna.. . Þá vil ég og vekja athygli á að sýning Jóns hefur verið framlengd til sunnudags. Batík Katrfn H. Ágústsdóttir er ung listakona, sem um árabil hefur unnið að gerð batík-mynda og tvisvar haldið sýningar á verk- um sinum í Bogasal. A þessum tima hafa orðið frekar litlar breytingar á vinnuaðferðum frúarinnar, formin eru mjög smágerð og myndheimurinn höfðar mjög til hins þjóðlega og þá frekar i fortið en nútið. A þessari sýningu sinni sækir hún þó efniviðinn meir til nú- tíðarinnar og næsta umhverfis. Athafnalífið og borgin sjálf hafa þrengt sér inn á myndsvið- ið en hins vegar eru tækni- brögðin að mestu hin sömu og fyrr. Af hinum 32 myndverkum sem eru á sýningunni bera nýj- ustu verk Katrínar mjög af að mínum dómi og þá einkum myndir líkt og „Borgin" (4), „Borgarglott" (14), „Verkefni" (29), „Vélavinna" (31) og svo „Tryllum, tryllum'1 (5) sem er unnin í hinum gamla stíl svo sem hann reis hæst. Hvað fyrst- nefndu myndina áhrærir, þá býr hún yfir hnitmiðuðustu og sérkennilegustu myndbýgg- ingu sem ég hef séð frá hálfu listakonunnar og væri ástæða til að hún einbeitti sér meir að slikri myndgerð. Svo bregður við er Katrin snýr sér að lifi og umhverfi, að þá virðist áhugi fólks dofna fyr- ir verkunum og þannig eru bestu verk sýningarinnar óseld! Menn skilja ekki ævin- týrið hið næsta sér, en frekar hið gamla og þjóðlega, álfa- meyjar og skartbúnar konur, og skipta þá myndgæðin harla litlu máli að þvi er virðist. Katrin H. Ágústsdóttir á sýningu sinni. Þetta á a.m.k. við hvað þessa tækni áhrærir sem í sjálfu sér er umvafin fjarrænni slikju Austurlanda þaðan sem hún er upprunnin (Malasíu). Sem fyrr er teikningu lista- konunnar ábótavant i hinum stærri konuformum, en úr þvi ætti að vera hægt að bæta með þjálfun og vægðarlausri skólun handarinnar. Það er ráðið til að sækja fram og forðast vana- vinnubrögð, sem eru hemill á skapandi tjáningu. Þar fyrir ut- an er batík frekar þröngt svið tæknilega séó og þvi skiptir mestu að stækka tjáningarsvið- ið, víkka myndheiminn. | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<-Laugardagur 22. Horfur 1 kjaramálum I miðjum þeim umræðum, sem nú standa yfir um landhelgismál og vafalaust munu spinnast um samkomulagsdrögin við V- Þjóðverja næstu daga, er kannski til of mikils ætlazt að leiða athygli fólks að kjaramálum og horfum í kjarasamningum þeim, sem fram- undan eru, þar sem vel flest launaþegafélög munu hafa lausa samninga um áramót. En þó verð- ur þess freistað, enda svo skamm- ur tími til stefnu, að timabært er orðið, að almennar umræður hefj- ist i landinu um, hvaða leið beri að velja í launamálum á næsta ári. Enn hafa engar eiginlegar viðræður hafizt á vinnumarkaðn- um nema milli fulltrúa ríkisins og opinberra starfsmanna. Hins veg- ar má búast við því, að í kjölfar kjararáðstefnu ASI, sem haldin verður á næstunni, hefjist samningaviðræður á hinum al- menna vinnumarkaði. Samninga- viðræður þessar munu fara fram við afar erfiðar aðstæður. Mönn- um er nú orðið ljóst, að kreppa sú, sem siðustu mánuði og misseri hefur gengið yfir þjóðarbúið er líklega hin þriðja versta á hálfri öld. Þjóðartekjur á mann munu minnka á þessu ári um 9%, sem er meiri minnkun þjóðartekna en á erfiðleikaárinu mikla 1968. Ástandið í viðskiptum þjóðarinn- ar út á við er orðið þannig, að gjaldeyrisstaðan er neikvæð um 3300 milljónir króna og Seðla- bankinn hefur í öryggisskyni tek- íð stórt lán, sem hefur þvi eina hlutverki að gegna að tryggja, að íslendingar geti staðið við greiðsluskuldbindingar sínar út á við. Inn á við eru horfurnar mjög alvarlegar af ýmsum ástæðum. Verðbólgan frá byrjun til loka þessa árs, mun væntanlega verða rúmlega 50%, en hefur hins veg- ar hægt svo mjög á sér síðari hluta ársins, að miðað við hraða hennar þann tíma, nemur verð- bólgan á ársgrundvelli um 25—30%. Er það vísbending um, að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar séu byrjaðar að bera einhvern árangur. Staða ríkissjóðs hefur verið mjög erfið á þessu ári, eins og vænta mátti og hefur fjármála- ráðherra því lagt til við Alþingi, að útgjaldaaukning ríkissjóós nemi aðeins rúmlega 20% á næsta ári, þrátt fyrir rúmlega 50% verð- bólgu, sem þýðir í raun mjög um- talsverðan niðurskurð á ríkisút- gjöldum. Rekstrarafkoma at- vinnuveganna er mjög veik, svo að ekki sé meira sagt, og allt er i rauninni óvíst um horfur í sjávar- útvegi gagnvart þeirri óhaggan- legu staðreynd, að draga þarf stórlega úr þorskveiðum á næsta ári, ef ekki á illa að fara. Við þessar aðstæður fara kjara- samningar fram og hljóta að veru- legu leyti að mótast af þeim. En þrátt fyrir þessar erfiðu að- stæður í efnahags- og atvinnumál- um má samt sem áður sjá þess nokkur merki, að víðtæk sam- staða kunni að skapast meðal ólikra þjóðfélagsafla um leiðir I kjaramálum og spurning er, hvort hægt er að efla þá samstöðu á næstu vikum og mánuðum. Skal nú leitazt við að rökstyðja þessa fullyrðingu. Stefnuræða forsætisráðherra Í stefnuræðu þeirri, sem Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, flutti á Alþingi hinn 23. október fjallaói hann um launamál og sagði m.a.: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir viðræðum allra aðila um samræmda launastefnu og leiðir til að komast fyrir rætur verðbólgunnar. Jafnframt þarf að vinna að því að móta nýjar reglur um meðferð vinnudeilna og lausn kjaramála í ljósi reynslu undan- farinna ára. Takist ekki samkomulag um hóflega hækkun launa á næsta ári, er atvinnulifinu og efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar bein- línis stefnt í voða. Nýtt launa- kapphlaup, við ríkjandi aðstæður, yrði einungis geigvænleg barátta um tekjuskiptinguna. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okk- ur, að áhrif þessa kapphlaups á kjör hinna tekjulægstu eru oft allt önnur en að er stefnt í orði kveðnu. Hinir tekjulægstu troðast ávallt undir í slíku kaupgjalds kapphlaupi. Rfkisstjórnin er reiðubúin til að láta fara fram athugun á tekju- skiptingunni í réttlætisátt. Hér koma til greina breytingar á sviði lifeyristrygginga og Iffeyrissjóða, skattamála og húsnæðismála. Jafnhliða yrði stefnan í verðlags- málum tekin til endurskoðunar. Ríkisstjórnin hefur m.a. i þessu skyni tekið til endurskoðunar ýmis ákvæði skattalaga, svo sem ákvæði um afskriftarreglur, skattlagningu tekna einstaklinga vegna reksturs cinkafyrirtækja og skattlagningu söluhagnaðar. Öll þjóðfélagsöfl innan AI- þingis og utan verða að leggjast á eitt til að finna sanngjarna lausn kjaramála í þeirri vandasömu stöðu sem við okkur blasir." Svo mörg voru þau orð forsætis- ráðherra. Ummæli Gylfa Þessu næst er ástæða til að skoða ummæli, sem Gylfi Þ. Gísla- son, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, viðhafði í ræðu um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Hann sagði m.a.: „... er það mjög athyglisvert, að forystu- menn Alþýðusambands islands hafa undanfarið gefið yfirlýsing- ar um, að þeir séu, vegna þess óvenjulega erfiða ástands, sem ríkir, reiðubúnir til þess að fylgja ábyrgri stefnu í launamálum og stuðla að vinnufriði. Þeir hafa lýst nauðsyn þess að ráðast gegn orsökum verðbólgunnar i stað þess að berjast við afleiðingar hennar." Síðar í þessari ræðu vék Gylfi Þ. Gíslason að þeim aðgerðum, sem hann taldi nauðsynlegar jafn- framt á|<vörðunum um kaup- gjaldsmál. Hann sagði: „i fyrsta lagi nefni ég nauðsyn þess að gera gagngerar breyt- ingar á skattakerfinu. Nú- verandi tekjuskattsheimta er orðin að ranglátri skatt- greiðslu launafólks. Ég er þeirrar skoðunar að stefna eigi að algjöru afnámi tekjuskatts til rikisins og að sveitarfélög eigi að hluta að taka upp aðra tekjustofna í stað útsvars.... 1 öðru lagi nefni ég þann vanda, sem mikill fjöldi fólks, einkum ungt fólk, á við að etja vegna þeirra lausaskulda, sem hefur verið efnt til í sam- bandi við húsbyggingar. Þeim þarf að vera hægt að breyta í föst lán. 1 þriðja lagi nefni ég vanda- mál lífeyrissjóðanna og það gífur- lega misrétti, sem þar er á ferð- inni vegna mismunandi reglna um verðtryggingu. i fjórða lagi er nauðsynlegt að vekja athygli á þeirri stefnu, sem enn er fylgt i fjárfestingarmálum þjóðarinnar. Þar er enn þá ætt áfram í blindni án nokkurrar heildarstefnu, án athugunar á hagkvæmni þeirra1 verkefna, sem lagt er út í... I fimmta og síðasta lagi nefni ég nauðsyn þess að gera breytingar á stefnunni í landbúnaðarmálum. .. við eigum að stefna að því, að sú hagsbót, sem rikissjóður veitir neytendum I formi niðurgreiðslna verði smám saman að frjálsu ráð- stöfunarfé neytendanna.. Ég hef hér nefnt 5 svið, þar sem ég tel ríkisstjórnina verða að sýna jákvæðan vilja til þess að bæta hag launþega, ef von á að vera til þess að launþegasamtökin taki I fyrir sitt leyti þátt í lausn vandans." Aukaþing Alþýðuflokks Um síðustu helgi var haldið aukaþing Alþýðuflokksins. Þar var samþykkt stjórnmálaályktun, sem ástæða er til að vekja athygli á, en frá þýðingarmesta hluta hennar var skýrt í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Í þessari stjórn- málaályktun eru talin upp 10 atr- iði, sem nauðsynlegt sé að fjalla um í sambandi við kaupgjalds- málin. Þar er um að ræða alla sömu þættina og Gylfi Þ. Gíslason fjallaði um í tilvitnaðri ræðu hér að framan og síðan sagði: „Flokksþingið lýsir þvi yfir, að Alþýðuflokkurinn er reiðubúinn til þess að styðja ráðstafanir á Alþingi, sem tryggja framgang þessara stefnumála og heitir laun- þegasamtökunum fullum stuðn- ingi í baráttu þeirra fyrir þvf, að þau meginmarkmið náist, sem lýst var í upphafi þessarar álykt- unar.“ Með þessari stjórnmála- ályktun eru þau sjónarmið, sem Gylfi Þ. Gislason, lýsti í framan- greindri ræðu, orðin opinber stefna Alþýðuflokksins. Ræða Snorra Jónssonar Nú er ástæða til að vikja að flokksráðsfundi Alþýðubanda- lagsins, sem einnig var haldinn um síðustu helgi. Þar flutti annar af tveimur helztu verkalýðsfor- ingjum Alþýðubandalagsins, Snorri Jónsson, framkvæmda- stjóri og varaforseti ASÍ afar eft- irtektarverða ræðu, sem birt var að hluta til f Þjóðviljanum sl. fimmtudag. I ræðu þessari fjallar Snorri Jónsson um horfur í kaup- gjaldsmálum og segir m.a.: „Reynsla undanfarinna margra ára hefur sýnt okkur að kjarabæt- ur verða ekki tryggðar með kaup- hækkunum einum saman. Við- brögð þings og stjórnar eru ákvarðandi um það, hve lengi sú kaupmáttaraukning helzt, sem um er samið hverju sinni. Verka- lýðshreyfingunni má þvi vera Ijóst, að við óbreytt kerfi er veruleg hætta á þvi, að stórfelld kauphækkun veiti aðeins skamm- vinna kaupmáttaraukningu, þar sem óðaverðbólgubálið mundi fljótlega brenna kauphækkunina upp. Við núverandi aðstæður virðist það hins vegar betri kostur að freista þess að ná samkomulagi sem fæli í sér samræmdar aðgerð- ir til að draga úr verðbólgunm og tryggja aukinn kaupmátt. Kaup- hækkunin ásamt hliðaraðgerðum virðist raunhæfari lausn en kaup- hækkun einsömul án annarra að- gerða.“ Siðan skýrði Snorri Jónsson frá drögum að stefnumótun í efna- hagsmálum, sem fjallað hefði ver- ið um í miðstjórn ASl og endan- leg afstaða yrði tekin til á kjara- ráðstefnu Alþýðusambandsins. Drög þessi, eins og Snorri Jónsson skýrði frá þeim, eru birt i heild á bls. 3 í Morgunblaðinu i dag og eins og sjá má eru þau efnislega samhljóða þeim skoðunum, sem Gylfi Þ. Gislason, setti fram hinn 23. október sl., en hins vegar eru drög Snorra mun ítarlegri og bet- ur útfærð. Þegar varaforseti ASt hafði lokið við að skýra flokks- ráðsfundi Alþýðubandalagsins frá þessum punktum sagði hann: „Verkalýðshreyfingin stendur nú frammi fyrir þvi að taka ákvarð- anir um, hvernig hún ký^ að standa að málum í sambandi við kjarabaráttuna fram undan. Sú afstaða kemur til með að ráðast á næstu dögum og vikum. Þar er aðallega um tvær leiðir að velja i sambandi við baráttuna um kaup- ið og kaupmáttinn: I fyrsta lagi: Það sem ég vil kalla hefðbundnu leiðina — það að settar verði fram tiltölulega háar kaupkröfur með mið af þeirri kaupmáttarrýrnun, sem orðið hefur. Sá galli er á þeirri leið — en vel getur verið, að samtökin verði af stjórnvöld- um og atvinnurekendum neydd til að fara hana — að nokkurn veginn er víst, að við óbreytt kerfi myndi sú kauphækkun duga skamma stund vegna enn aukinn- ar verðbólgu sem kynni sfðan við núverandi aðstæður að leiða af sér atvinnuleysi. I öðru lagi væri um að velja leið eftir þeim hug- myndum, sem ég skýrði frá áðan — það er að segja kauphækkun yrði eitthvað lægri í bili, en eftir hefðbundnu leiðinni, en myndi vegna breytinga, sem gerðar yrðu um leiðir innan kerfisins — duga betur til að vernda kaupmáttinn, þegar til lengri tíma væri litið. Það hefur sjaldan riðið meira á þvi en nú, að ná sem víðtækustu samstarfi innan verkalýðshreyf- ingarinnar um markmið og leiðir í hönd farandi kjarabaráttu. Og þá einkum að góð samvinna takist innan samtakanna milli Alþýðu- bandalagsmanna og Alþýðu- flokksmanna — og annarra já- kvæðra afla, sem vilja vinna með verkalýðshreyfingunni — í þess- ari baráttu, sem nú stendur fyrir dyrum." Hvað er að gerast? Glöggum lesanda er væntanlega orðið ljóst, þegar hér er komið sögu, að Gylfi Þ. Gíslason, flokks- þing Alþýðuflokksins og einn helzti verkalýðsforingi Alþýðu- bandalagsins, hafa á undanförn- um vikum verið að boða nánast sömu stefnu i kjaramálum, aðeins mismunandi nákvæmlega út- færða. Svo virðist sem sé, að nokkuð almenn samstaða hafi skapazt milli Alþýðuflokksins, ráðandi afla i Alþýðusambandinu og verkalýðsarms Alþýðubanda- lagsins (og jafnvel hluta hins pólitiska arms Alþýðubandalags- ins einnig) um það, hvaða leiðir beri að fara i kjaramálum á næstu vikum og mánuðum. Þess vegna er eðlilegt, að menn spyrji hvað sé að gerast. Svarið er, að fyrir mörgum vikum, flutti Björn Jóns- son, forseti ASl, ræðu á fundi í Alþýðuflokknum, sem stuttlega var sagt frá í Alþýðublaðinu án þess að mikla athygli vekti, þar sem forseti ASI setti í fyrsta skipti fram þær hugmyndir, sem siðan hafa verið að skjóta upp kollinum m.a. hjá þeim aðilum, sem hér hefur verið vitnað til. Þegar þessar hugmyndir eru skoðaðar fer ekki á milli mála, að margar þeirra eru skynsamlegar og ber að taka alvarlega. Stóra spurningin, sem verkalýðshreyf- ingin stendur frammi fyrir á kjararáðstefnu ASl í byrjun des- ember, þegar fjallað verður um þau drög, sem Snorri Jónsson vitnaði til, er sú, hvernig liklegt megi telja, að rikisstjórnin taki þessum hugmyndum. 1 upphafi þessa Reykjavíkurbréfs var vitn- að til kafla i ræðu Geirs Hall- grímssonar, forsætisráðherra um kjaramálin. Þegar þessi kafli í ræðu forsætisráðherraerlesinn i samhengi við það, sem hér hefur verið vitnað til, verður ljóst, að forsætisráðherra hefur haft ein- hverja hugmynd um þá stefnu- mótun, sem verið hefur að þróast innan ASl og að í stefnuræðu sinni vék hann sérstaklega að þeim þáttum sem ASl hefur áhuga á og gaf i skyn að rikis- stjórnin væri reiðubúin til þess að fjalla með jákvæðum hug um þessar hugmyndir. Með hliðsjón af þessu virðist það ekki ofmælt í upphafi þessa Reykjavfkurbréfs að grundvöllur geti verið að skap- ast til almennrar samstöðu hinna ólikustu þjóðfélagsafla um stefn- una i kjaramálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.