Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 BÓKAFLÓÐIÐ — Sagt er að góð bókasala verði fyrir þessi jól, enda hefur mikil gróska verið í bókaútgáfu að undanförnu. Ólafur K. Magnússon tók þessa mynd af afgreiðslustúlkunum í bókabúð Lárusar Blöndals I Vesturveri í gær, en fyrir framan þær eru þær bækur sem komið hafa út í haust, nokkuð á þriðja hundrað titlar. Samband málm- o g skipa- smiðja á 1300 millj. kr. útistandandi af skuldum SAMBAND málm- og skipasmiðja hefur ákveðið að stofna sérstaka innheimtustofnun til að sam- ræma aðgerðir f innheimtu skulda til félaga sambandsins. Fyrirtæki innan sambandsins eiga 1300 milljónir útistandandi um þessar mundir og hefur þetta leitt af sér mikil vanskil hjá þess- um fvrirtækjum. Þetta kom fram er Mbl. ræddi við Guðjón Tómas- son framkvæmdastjóra sam- bandsins í gær. Guðjón Tómasson sagði, að þessi ákvörðun hefði verið tekin á 2. þingi sambandsins, sem hald- inn var 6. desember s.l. Það kom fram hjá Guðjóni, að söluskattur- inn hefur farið mjög illa með margar skipasmíðastöðvarnar. Stöðvunum væri gert að inn- heimta söluskatt og skila mánaðarlega, en útgerðir væru undanþegnar greiðslu söluskatts. Síðan gæti útgerðarmaðurinn fengið söluskattinn endurgreidd- an samkvæmt reikningi hjá við- komandi yfirvaldi, með því að framvísa reikningi. Oft og einatt Jarðskjálfta- hrinan virðist gengin yfir Jarðskjálftahrina sú, sem vart varð víð í Grímsey í fyrrinótt virð- ist gengin yfir. Ragnar Stefáns- son, jarðskjálftafræðingur, sagði, að engir skjálftar hefðu komið fram á mælum í Reykjavík í gær. hefði það komið fyrir, að endur- greiðsla söluskatts hefði átt sér stað, áður en skuldúnauturinn hefði borgað skuldir sinar hjá við- komandi skipasmíðastöð. 1 samþykkt, sem gerð var á þinginu, segir, að S.M.S. lýsi furðu sinni á 20% heimild nemenda til þess að vanrækja skóla á framhaldsskólastiginu og mótmælir að menntamálaráðu- neytið ákveði einhliða að setja fyrrnefndar reglur um mætingar- skyldu samningsbundinna iðn- nema í iðnskólum landsins, reglur sem tæplega eru til þess fallnar að styrkja skyldurækni og ástund- un. Þvf felur þingið stjórn S.M.S. að óska eftir, að þetta ákvæði reglu- gerðarinnar verði breytt i fyrra horf, svo og að kannað verði hvort ráðuneytið hafi lagaiegan rétt til að ákveða án samráðs við vinnu- veitendur iðnnema mætingar- skyldu nemans, sem er hluti af samningi nemans og vinnu- veitandans. Reynist ákvörðun menntamála- ráðuneytisins brjóta í bága við lög, og eða ráðuneytið breytir ekki ákvörðun sinni, er stjórn SM.S. falið að fá reglugerðinni breytt með dómi. Guðjón sagði að í einni af sam- þykktunum væri fjallað um innlenda skipasmiði. Þar segði að í málefnasamningi núverandi rikisstjórnar svo og nokkurra undanfarandi ríkisstjórna hefði efling innlendra skipasmíða verið á stefnuskrá enda þyrfti um 4.500 milljónir króna á ári til nýrra skipa til þess eins að halda stærð fiskiskipaflotans óbreyttri. Þess vegna harmaði S.M.S. þá aðstöðu sem hinn óskipulegi inn- flutningur fiskiskipa undanfarin ár hefði sett íslenzkar skipa- smíðar i. Þó keyrði um þverbak þegar fjárhagserfiðleikar Fisk- Framhald á bls. 26 KRISTJAN Jóhannsson, sem áður var starfsmaður Dagsbrúnar og er einn af hluthöfum Alþýðu- bankans, h.f., hefur ritað ríkis- saksóknara bréf, þar sem hann óskar eftir þvf, að rannsókn fari fram m.a. á því atriði, hvort bankaráðið hafi verið í vitorði með bankastjórum Alþýðubank- ans. Kristján sagði i viðtali við Mbl. f gær, að hann hefði skrifað bréfið vegna þess, að hann teldi fyrir allra hluta sakir, að nauð- synlegt væri að upplýsa málið. Sagðist hann m.a. óska eftir opin- berri rannsókn til þess að banka- ráðið gæti þvegið sig af þvf, sem um málið hefur verið sagt, og að það liggi ekki f láginni. Kristján sagðist f einfeldni sinni hafa talið að bankaráðið ætti að leita til lögfræðings bankans — eins og hann tekur fram I bréfinu — en 1 NVUTKOMNUM Hvamms- tangafréttum segir, að innvegið mjólkurmagn fyrstu 11 mánuði ársins sé 2.041.678 kg., eða 100.284 kg minna en árið áður hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga og Kaupfélagi Hrútfirðinga á Borðeyri. Er þetta 3,41% minnkun. Þá segir, að afurðasala hafi gengið mjög vel og ekki verið hægt að anna eftirspurn eftir mjólkurosti, enda sé hann lands- þekktur að gæðum. Sú nýbreytni v ar tekin upp í september að gera tilraun til að framleiða mjólkur- ost með notkun undanrennumjöls frá MBF á Selfossi. Tókst þessi tilraun það vel, að búið er að nota um 119.500 kg af undanrennu, sem blönduð er úr mjölinu, og hefur ostaframleiðslan aukizt um 10.500 kg., en þetta er nýmæli hér á landi. ef hins vegar sú hlið ætti að vera uppi á teningnum, sem lýst sé f forystugrein Dagblaðsins f gær þá þvrftum við að læra upp á nýtt. Kristján hefur gefið Morgun- blaðinu leyfi til að birta bréf sitt til ríkissaksóknara, en það er dag- sett sfðastliðinn mánudag. 15. desember: „Hr. rfkissaksóknari. Eins og yður er kunnugt um og fram hefur komið í fjölmiðlum, er það á flestra vitorði, að Alþýðu- bankinn h.f. hafði staðið í mjög vafasömum lánaviðskiptum og m.a. hefur verið bent á það, að átta aðilum hafi verið lánað rúm- lega 50% af því fé, sem bankinn hefur haft til ráðstöfunar. Einnig hefur komið fram, að vafasamt sé hvort bankinn hafa tekið nægjan- Framhald á bls. 26 Alþýðubankamálið: Hluthafi óskar eftir opinberri rannsókn Saudi Arabian Airlines leigir þotu a£ Air Viking SAUDI ARABIAN Airlines hafa nú tekið eina af þotum Air Viking á leigu. Verður þotan notuð jöfnum höndum til innan- landsflug milli Mekka og Jedda f Saudi-Arabfu og til utanlands- flugs, m.a. til Kóreu. Að sögn Guðna Þórðarsonar forstjóra Air Viking, þá hefur þessi þota verið að undanförnu að flytja píla- grfma til baka frá Mekka frá trúarhátfð múhameðstrúarmanna til annarra staða á Arabfuskagan- um og til V-Afrfku. Hefur þotan verið f notkun dag og nótt og verkefni hafa alltaf verið að bætast við. Gera osta úr undanrennudufti Um þessar mundir eru tvær áhafnir Air Viking í Mið- Austurlöndum og verið er að senda þriðju áhöfnina en samningar hafa verið gerðir um að þessir flutningar haldi áfram a.m.k. til áramóta. Flogið hefur verið fyrir stjórnvöld í 5 löndum Afríku og Mið-Austurlanda. M.a. var farin sérstök ferð með forseta Súdans og föruneyti þegar forset- inn hélt til aðaltrúarhátíðar múhameðstrúarmanna sem nýlokið er f Mekka. Að sögn Guðna hafa þegar verið flognar 40 ferðir og er farþega- fjöldinn orðinn 7200 manns. Lýst eftir roskinni konu Rannsóknarlögreglan hefur lýst eftir Ragnhildi Erlings- dóttur sem er 59 ára að aldri, til heimilis að Hátúni 10 í Reykjavfk. Ragnhildur hefur verið týnd frá þvf á mánudag sl. en þá fór hún að heiman frá sér um kl. 15 og hefur ekkert spurzt til hennar sfðan. Ragnhildur er með dökkleitt hár, þéttvaxin og sennilega f brúnni kápu. Hún er ein stæðingur og hefur ekki gengið heil til skógar. Biður lögreglan alla þá sem séð hafa ti! ferða Ragnhildar frá því um miðjan dag á mánudag og til þessa eða geta gefið upplýsingar um ferðir hennar á þessum tíma að gefa sig fram hið fyrsta. Skipað í bygging- arnefnd Lista- r safns Islands menntamAlaráðherra hefur skipað byggingarnefnd Listasafns Islands. I nefndinni eiga sæti: Guðmundur Þórarins- son, verkfræðingur, sem jafn- framt hefur verjð skipaður for- maður nefndarinnar, dr. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður, Runólfur Þórarinsson, stjórnar- ráðsfulltrúi, og myndlistar- mennirnir Jóhannes Jóhannesson og Steinþór Sigurðsson. Hefur verið týnd- ur í hálfan mánuð Rannsóknarlögreglan hef- ur lýst eftir 22ja ára göml- um manni, Hallgrfmi Georg Guðbjörnssyni, til heimilis að Hverfisgötu 32. Fór Hallgrímur að heiman frá sér þriðjudaginn 9. des- ember og hefur ekkert til hans spurzt sfðan. Hallgrímur Georg Guðbjörns- son er 185 sm á hæð, grannur vexti, dökkhærður með slétt, sítt hár skegghýjung á efri vör og klæddur grænni mittisúlpu, með loðkanti á hettunni svörtum síðbuxum og svörtum leðurstíg- vélum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um, hvar Hallgrimur muni vera niðurkominn, eru vinsamlega beðnir að Iáta lögregluna vita. mm .....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.