Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 3 .jGISRAO S./b •oV*/swa2^ F ólksbíl stolið Rauðbrúnum Ford Escort var stolið frá Unnarstlg f fyrrakvöld um klukkan 19,30. Bifreiðin, sem ber einkennisnúmerið R-34751 og er 2ja dvra hafði ekki fundizt f gærkvöldi, þrátt fvrir allftarlega leit. Er bifreiðinni var stolið var hún m.a. með keðjum og þvf vel búin til aksturs f snjó. Rannsóknarlögreglan biður alla þá, er orðið hafa varir við bifreið- ina um að hafa samband við sig þegar í stað. r Avaxta féð einnig í Verzlunarbanka og Iðnaðarbanka í GREINARGERD stjórnar Happ- drættis Háskóla Islands, sem birt var í Mbl. f gær, segir að happ- drættið hafi ávaxtað fjármuni sina aðallega í Landsbankanum en einnig f Alþýðubankanum og tveimur öðrum bönkum. Morgun- blaðið spurði háskólarektor, Guðlaug Þorvaldsson, sem jafn- framt er formaður stjórnar happ- drættisins, hverjir hinir tveir bankarnir væru og svaraði hann þvi til, að það væri Iðnaðarbanki íslands og Verzlunarbanki Islands. SIuppu naumlega út úr brennandi húsi Akranesi 17. desember ÍBUÐARHUSIÐ Vesturgata 115b hér á Akranesi skemmdist mikið af eldi f morgun. Maður, sem var á gangi um kl. 7.30, varð eldsins var og vakti fólkið, hjón með þrjú börn, sem bjargaðist naumlega út. AUt innbú skemmdist mjög mikið. Mikill eldur var i húsinu þegar slökkvilið Akraness kom á vetl- vang, en þvi tókst að slökkva eld- inn á rúmri klukkustund. Húsið er timburhús, kjallari, hæð og ris og brann að innan að mestu leyti. Eldsupptök eru enn ókunn. — Júlfus. Slæmar gæftir Akranesi 17. desember SKUTTOGARARNIR Krossvik og Haraldur Böðvarsson lönduðu hér I fyrradag og í dag, Krossvfk 72 lestum og Haraldur 80 lestum. Fiskurinn er blandaður en þó mest megnis þorskur. Slæmar gæftir hafa verið hjá bátum sem róið hafa með linu, en síðustu tvo dagana hafa þeir feng- ið 3—5 lestir í róðri. Júlfus. Bæjarstiórn o •_ • Hafnarfjarðar: ðVeitartelOg ínn- heimti ekki fyrir ríkið BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar gerði á fundi sfnum sl. þriðjudag samþykkt vegna frumvarps um breytingar á almannatrvgginga- lögunum, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Samþvkktin var samþykkt samhljóða og fer hér á eftir f heild sinni: Enn engin ósk um rannsókn GUÐNI Þórðarson forstjóri Ferðaskrifstofunnar Sunnu, hefur enn ekki óskað eftir opin- berri rannsókn á viðskiptum sfnum — eins og hann sagðist mundu gera á blaðamannafundi sem hann hélt vegna viðskipta sinna við Alþýðubankann á dögunum. Ekið utan í bifreið I gærkvöldi milli kl. 20 og 23 var ekið utan f bifreiðina R-6120 þar sem hún stóð við Safamýri 19. Vinstra frambretti er dældað. R- 6120 er af gerðinni Mercedes Benz, blágrá að lit. Þeir sem ein- hverjar upplýsingar gætu gefið eru beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. „Lagt hefur verið fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á almannatryggingalögun- um, sem felur í sér, að sveitar- félögum er falið að innheimta 1% álag á gjaldstofna útsvars, þ.e. brúttótekjur gjaldenda. Skal fé þessu varið til að standa undir rekstrarútgjöldum sjúkra- trygginganna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mót- mælir þeirri stefnu, sem kemur fram í frumvarpi þessu, að ætla sveitarfélögunum aukna hlut- deild í innheimtu tekna fyrir ríkisstofnanir. Telur bæjarstjórn eðlilegast, ef nauðsyn þykir að tryggja aukna tekjustofna til reksturs sjúkra- trygginganna, að þá annist innheimtustofnanir rikissjóðs innheimtu slíkra tekjustofna og skorar á Alþingi að breyta frum- varpinu í þá átt.“ Guðsþjónusta fyrir enskumælandi fólk JÓLAGUÐSÞJÓNUSTA fvrir enskumælandi fólk verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 21. desember kl. 4 síðdegis. Séra Jakob Jónsson mun predika eins og hann hefur gert við jólaguðs- þjónustur enskumælandi fólks í Reykjavík sl. 26 ár. Verða jölin hvft? Ljósmynd Sv. Þorm. Fjórir málarar sýna á samsýningu UM helgina var opnuð samsýning 4 málara í sýningarsal Guðmundar Árnasonar að Bergstaða- stræti 15 í Reykjavík. Alls eru á sýningunni milli 30—40 verk eftir lista- mennina Eyjólf Einarsson, Jónas Guðmundsson, Rudolf Weissauer og Örlyg Sigurðsson. Guðmundur Arnason hefur staðið fyrir fjölda málverka- sýninga og hefur þar bæði verið um að ræða verk eftir innlenda og Listamennirnir fjórlr sjást hér fvrir framan nokkur verkanna á sýningunni. Þeir eru talið frá vinstri Jónas Guðmundsson. Eyjólfur Einarsson, Örlvgur Sigurðsson og Rudolf Weissauer. erlenda listamenn. Frá því snemma í haust hafa verið stöðugar sýningar í sýningarsal Guðmundar en þetta er fyrsta samsýningin, sem hann hefur gengist fyrir. Sýningin er opin daglega á almennum verslunar- tíma en á sunnudögum frá kl. 14—18. Sýningin stendur fram yfir áramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.