Morgunblaðið - 18.12.1975, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.12.1975, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 — Alþýðubanka- málið Framhald af bls. 2 legar tryggingar, er tryggi endur- greiðslu þessara útlána. Þetta hefur orðið þess valdandi, að bankastjórar Alþýðubankans, þeir Óskar Haligrímsson og Jón Hallsson, hafa verið leystir frá störfum og óskað hefur verið eftir opinberri rannsókn á störfum þeirra. Nú vil ég benda á, að skv. 23. gr. samþykkta Alþýðubankans h.f. skal kjósa fimm menn í bankaráð á aðalfundi féiagsins til eins árs í senn og skipa það nú þessir menn: Hermann Guð- mundsson, form., Einar Ög- mundsson, varaform., Björn Þór- haJlsson, ritari, Jóna Guðjónsdótt- ir og Markús Stefánsson-. Bankaráðið hefur æðstu forráð segir í 25. gr. Þannig að vald þess er og á að vera mjög víðtækt. 1 24. gr. samþykktanna svo og í 39. grein reglugerðar bankans segir að bankaráðið skuli halda fundi eigi sjaldnar en tvisvar í hverjum mánuði. I 3. mgr. 39. greinar reglugerð- ar bankans segir svo: „A hverjum regiulegum fundi skal banka- stjóri leggja fyrir bankaráðið skýrslu um útlán bankans, hve mikið af fé hans sé bundið í hverri atvinnugrein, um verð- bréfaeign hans, um innlánsfé í honum og um það hve mikið af því fé megi taka út fyrirvaralaust, og annað það, er bankaráðinu þykir nauðsynlegt, til þess að geta haft fullkomið eftirlit með starf- semi bankans.“ Það fer því ekki á milli máia að bankaráðið hefði átt að fyigjast með öllum útlánum og sýnist mér því mikil þörf á að fram fari opin- ber rannsókn á því á hvern hátt eða hvort bankaráðið hefur verið í vitorði með bankastjórum Alþýðubankans, þegar tekin var ákvörðun um það að iána rúmlega 50% af ráðstöfunarfé bankans til átta aðila og jafnframt þarf að upplýsa hvað hafi legið að baki þessarar ákvörðunar. Einnig vil ég óska eftir að upplýst verði, hvort banka- stjórarnir og eftir atvikum bankaráðið hafi ieitað til lög- fræðings bankans til að fá það kannað hvort nægjaniegar trygg- ingar hafi verið settar til að tryggja það að lán þessi væru endurgreidd. Tel ég nauðsynlegt að fá þetta upplýst persónulega sem hluthafi í Alþýðubankanum h.f. svo og gagnvart öðrum hluthöfum bankans, þannig að við sem hlut- hafar getum eftir að búið er að upplýsa hvað gerst hefur, tekið afstöðu til þess hvort við felum bankaráðinu það umboð sem við höfum veitt því til að fara með yfirstjórn Alþýðubankans h.f. Ég vil benda á að ég tel það mjög nauðsynlegt að fá þetta upplýst af þar til bærum aðila til að endurvekja það traust sem bankinn hefur haft, til að tryggja hagsmuni góðra viðskiptamanna bankans bæði fyrr og síðar og ekki sist að Alþýðubankinn geti sinnt því hlutverki sem honum er ætlað í 3. gr. samþykkta hans, en þar segir: „Hlutverk félagsins er að starf- rækja banka, er hafi það sérstaka markmið að efla menningarlega og félagslega starfsemi verkaiýðs- hreyfingarinnar og tryggja at- vinnuöryggi launafólks á ís- landi.“ Ég ieyfi mér þvt' herra ríkissak- sóknari að þér hlutist tii um að fram fari opinber rannsókn á framangreindum atriðum. Virðingarfyllst, Kristján Jóhannsson“ Þetta lfnurit sýnir árlega endurnýjun fiskibáta frá 1938 til 1974. Á árinu 1974 komu 90.3% fiskibáta erlendis frá, en aðeins 9.7% voru smfðuð innanlands og hlutfallið mun verða mjög Ifkt á þessu ári. Afmœliskveðja: Huxley Olafsson í Keflavík Þótt nokkuð sé um liðið frá því er vinur minn Huxley Ólafsson í Keflavík varð sjötugur — það var 9. janúar siðastliðinn — vil ég ávarpa hann með nokkrum orðum. Hann var fæddur að Þjórsár- túni 9. janúar 1905. Foreidrar: Ólafur Isleifsson læknir og Guð- ríður Eiríksdóttir, frá Minni- Völlum f Landsveit. Þau stund- uðu búskap, greiðasöiu og lækn- ingar. Hann tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. — 1 Sandgerði stundaði hann versl- unarstörf, bókhald og verkstjórn (frá 1924—1930). Varð aðili að kaupum Keflavikur-eignar og starfaði þar 1934—1936 og frá 1939 og ennþá. Framkvæmdastjóri Fiskiðj- unnar í Keflavík frá stofnun hennar til 1965. Síðar fram- kvæmdastjóri við Fiskimjölsverk- smiðjuna í Njarðvík til 1969 — síðan hverskonar félags- og verslunarstörf. Samkvæmt ofanrituðu verður séð, að Huxley hefur eytt mestum hiuta sinnar starfsævi í þágu Suðurnesja og hika ég ekki við að segja, að margt væri hér á annan veg en nú er, ef hans hugsjóna og starfskrafta hefði ekki við notið. Öll þau fyrirtæki, er hann hefur starfað við og verið for- stjóri fyrir, báru þess merki, að þeim hefði verið stjórnað af hug- sjóna-, framkvæmda- og fyrir- hyggjusömum manni. I féiagsmálum er Huxley jafnan virkur þátttakandi, sem leiðandi maður, enda hafa á hann hlaðist félagsstörf. Að eðlisfari er hann hlédrægur, mildur og hógvær, sést aldrei sinni bregða. — Á mannafundum, þá máiefni eru rædd, situr Huxley oft hljóður og hugsar sjálfstætt hvert mál, en er nálgast atkvæðagreiðsiu, kveður hann sér hljóðs, flytur málefni sitt skýrt og greinilega, bendir á margt er bet- ur mætti fara og nýjar ieiðir. Hefur æði oft farið svo, við nánari athugun, að tillögur Huxley voru samþykktar, en aðrar til hliðar lagðar, er áður voru komnar að samþykktum. Stundum kom það fyrir, að menn gerðust orðhvassir, á meðan þeir voru að átta sig á því, er betur mátti fara í tillögum Huxley, en aldrei heyrði ég hann svara í sama tón. Ég sá oft léttan roða færast yfir andlitið, sem benti til þess, að innra ólgaði skap, er haldið væri í skefjum. — Slik skapfesta og hóg- værð er aldanna arfur, góðra og göfugra ættstofna. Það var ekki líklegt að svo djúp- hygginn maður sem Huxley er, léti sér framvindu hins æðra lífs litlu skipta. — Hann er formaður guðspekistúkunnar i Keflavík og hefur mikið starfað í framvindu þess félagsskapar. Hann fór til Austurlanda skamma hríð og kynnti sér austurlenska speki og telur sig hafa mikið af því lært. Hann lítur á lifið háð sáningar- og uppskerulögmáli, eða: „svo. sem maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera." Fátt er heilbrigðari kenning að lifa eftir, því flestir þrá að eiga von í góðri uppskeru. Hitt gleymist mörgum, að upp- skeran byggist á þeim sáðkornum, sem sáð er í akra lifsins, á langri eða skammri ævitíð. Samkomulag stjórnmálaflokka við herinn til endurskoðunar Lissabon 17. desember— Reuter. 1 KVÖLD hófust viðræður um hvernig takmarka mætti afskipti hersins af stjórnmálum. Taka fulltrúar hersins og stjórnmála- leiðtogar þáft i viðra-ðunum. Er ætlunin að endurskoða samkomu- lagið sem stærstu stjórnmála- flokkarnir undirrituðu vegna hót- ana frá hernum, skömmu fvrir þingkosningarnar i aprfl. Samkomulagið veitir byltingar- ráði hersins neitunarvald gegn öllum ákvörðunum borgaralegrar stjórnar næstu 3 árin og tryggii hernum úrslitaáhrif um skipan helztu ráðherra og forseta lands- ins. Fyrr í dag átti Costa Gomes, forseti, fund með leiðtogum þriggja flokka úr samsteypu- stjórninni, þar sem reynt var að semja um breytingar á ríkis- stjórninni, sem nauðsynlegar eru vegna klofnings í flokki miðdemó- krata. Ekkert hefur verið látið uppi um útkomuna úr þessum við- ræðum. Aður en viðræðurnar hófust í kvöld, sagði einn úr samninga- nefnd hersins, Vasco Lorenco, herforingi, að herinn ætti að draga sig út úr stjórnmálum á réttu augnabliki. Huxley er einn þeirra manna er vill hvers manns vanda leysa, enda eru þeir ærið margir, er notið hafa stuðnings hans, með veittum góðum ráðum og alhliða fyrirgreiðslum. Árið 1934 giftist Huxley fluggáfaðri og glæsilegri konu, Vilborgu Amundadóttir, dóttur Ámunda Árnasonar kaupmanns og konu hans Guðnýjar Guðmundsdóttur. Huxley og Vilborg hafa verið samhent í sínu lífsstarfi og heimili þeirra alla tíð verið með miklum glæsibrag. Þau hafa eignast tvo mjög efni- lega syni, Ámunda flugstjóra og Ólaf verslunarstjóra. Heimsókn til þeirra hjóna verður flestum föst í minni, sök- um hlýhugs, einlægni og hins sál- ræna innri yls, er frá þeim streymir. Ég árna ykkur heilla og bless- unar á ókomnum tímum. Karvel ögmundsson — Rabbað við Arna Johnsen Framhald af bls. 12 ljóð sin á enska tungu. Það þarf umfram allt að efla plötuútgáfu með íslenzkur.i ljóðum, tengja plötuútgáfuna meira fslenzkum skáldum. Vinir okkar Færey- ingar og Grænlendingar leggja metnað sinn í að semja texta við lög á eigin máli og virðast auðveldlega geta hugsað á eigin tungu. Við getum lært mikið af þessum vinum okkar, því mér virðist sem stór hluti okkar framtakssama fólks eigi i stök- ustu vandræðum með að hugsa á okkar máli. Milljónaútgáfan Einidrangur hefur hug á að gefa út ögn af íslenzku efni í framhaldi af þessari Laxness- svftu, því nóg eru verkefnin. — áij. — 1300 millj. Framhald af bls. 2 veiðasjóðs Islands beindust fyrst og fremst og eingöngu að útgerðaraðilum þeim sem samið hefðu við innlendar skipasmíða- stöðvar, þar sem sjóðurinn hefði nú ákveðið að skera niður greiðslur til þeirra verkefna, sem nú er unnið að um helming um ófyrirsjáanlegan tíma. A sama tíma gengju samningar erlendis með eðlilegum hætti, með banka- og ríkisábyrgð að bakhjarli. Sagði Guðjón að eftir að innborgunarfé Fiskveiðasjóðs var Iækkað úr 71% í 31,5% um miðjan nóvember hefðu skuldir skipasmíðastöðvanna aukizt um 69,5 milljónir króna tvær siðustu vikur nóvember. Þvf væri Ijóst að ef ofangreindu yrði haldið til streitu leiddi það til stöðvunar innlendra skipasmfða um áramót- in og til atvinnumissis þeirrat sem við þessa atvinnugrein störfuðu. Jón Sveinsson forstjóri Stál- vfkur í Arnarvogi sagði hins vegar f samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að stjórnvöld hefðu heitið því að gamla innborgunar- reglan tæki gildi á ný um áramót til þess að skipasmíðastöðvarnar stöðvuðust ekki, enda væri það f samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. — Fromme Framhald af bls. 1 um sagði alríkisdómarinn Thomas J. MacBride við ungfrú Fromme: „Þú átt skilda hegningu, sem er jafn miskunnarlaus og sá glæpur, sem þú ætlaðir þér að fremja." Oft þurfti að gera hlé á réttarhöldunum vegna hávaða frá Fromme og í eitt skipti löðrungaði hún ákærandann. Eftir þann atburð sagði MacBride dómari, að ef hún truflaði réttarhöldin meira yrði hann að láta setja hana í hjólastól, líma fyrir munninn á henni og binda niður hendurn- ar á henni. Það var kviðdómur 8 kvenna og 4 karla, sem fann hana seka um að hafa reynt að myrða forsetann, þegar hún miðaði á hann með hlaðinni skamm- byssu, en byssan bilaði og skotið hljóp ekki af. Samkvæmt alríkislögum getur Fromme losnað úr fang- elsinu eftir 15 ár. — Tökum Framhald af bls. 1 frásögn beggja aðila hefðu dráttarbátarnir ekki sinnt lögleg- um stöðvunarmerkjum, sem gefin voru í upphafi og því brotið alþjóðalög. Þá hröktu Islendingarnir fullyrðingu Richards, ambassa- dors Breta, um að þeir hefðu sjálfir eytt síldarstofninum og farið svo að beita sömu veiðarfær- um á ungþorskinn, sem væri ástæðan fyrir minnkun þorsk- stofnsins. Ingvi sagði að það væri ekki spurning hvort tslendingar hefðu gengið langt til samkomu- lags við Breta, við hefðum i rauninni ekki eitt tonn aflögu fyr- ir aðra. Við gætum sjálfir veitt allan þann fisk, sem veiða mætti og þyrftum á honum að halda vegna sérstöðu Islands sem lifði á fiskinum. Einn blaðamaðurinn spurði: „Hvað gerið þið ef annar árekstur verður á miðunum við Island?“, og fékk það svar að Islendingar myndu f fyrsta lagi reyna að taka lögbrjótinn og í öðru lagi fara með málið til öryggisráðsins. Annar blaðamaður spurði; „En munduð þið hætta að hrekja brezka togara ef herskiþin færu út fyrir 200 mílurnar?" „Við verðum að halda uppi lögum og við höfum 200 mílna fiskveiðilög- sögu,“ var svarið. Hans G. Andersen svaraði spurningum varðandi Alþjóða- dómstólinn og leiðrétti ummæli Breta um úrskurð hans. Dómstóllinn hefði talið að þó að mörg ríki hefðu látið i ljós óskir um að færa út fiskveiðilögsögu sína þá gæti dómstóllinn ekki tekið tillit til þess í dómi sínum á þeim tíma. Benti Hans á,að alltaf væri að aukast fylgi við sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðanna yfir hafinu í kringum land sitt á haf- réttarráðstefnunni. Bretar hefðu sjalfir stutt það og mætti búast við að 200 mílurnar yrðu viður- kenndar eftir svo sem eitt ár. En hann skýrði hvers vegna íslend- ingar gætu ekki beðið lengur. „Ef þeir bíða lengur hafa þeir kannski ekkert þarna að gera, því allur fiskur verður uppurinn." — íþróttir Framhald af bls.47 lands með flugvélum. Samkvæmt þeirri athugun nemur flugvalla- skattur af þessum íþrottasam- skiptum u.þ.b. 10 milljónum króna á ári, eða meira en helmingi þeirrar upphæðar sem ríkisvaldið veitir til íþróttahreyf- ingarinnar. Þá reka íþrótta- og ungmenna- félög um land- allt margháttaða sölustarfsemi í sambandi við íþróttamót, í félagsheimilum og víðar og greiða að sjálfsögðu sölu- skatt af þeirri starfsemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.