Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 47
Islenzkar lilj ómplötur í Karnabæ á kasettum YosVúyuk* v&MIAHA orggj teikur ■yOSHIVUKI tAO Gefið Islenska hljómplötu í jólagjöf Verzlið þar sem hljómplötuúrvalið er mest Fengu ekki œfingu í Höllinni HVERSU undarlega sem það kann að hljóma þá er það stað- reynd að íslenzka handknatt- leikslandsliðið fékk ekki inni í Laugardalshöllinni með æfingu í gær. Virtist um tíma útilokað að fá hús fyrir æfingu liðsins, en Viðar Sfmonarson landsliðsþjálfari sagði að fvrir sérstaka velvild fþrótta- fulltrúans f Hafnarfirði hefði loks fengist þar tími fvrir landsliðið. — Þetta er ótrúlega erfitt sagði Viðar, — fslenzku lands- liðsmennirnir eru allir f vinnu og geta því ekki komið til æfinga fyrr en eftir vinnu- tíma, og þá var hvergi húsnæði að fá. Var sérlega bagalegt fvr- ir okkur að fá ekki inni f Laugardalshöllinni með þessa æfingu. Viðar sagði einnig að þetta væri ekki ný bóla hjá landsliðinu. Aðstöðuleysi þess væri næstum algjört, verið væri að reyna að snapa tfma f æfingatímum félaganna sem sýndu jafnan eins mikinn skilning á þessum vandræðum og mögulegt væri að ætlast til að þau gerðu. Norskir dómarar NORSKIR dómarar munu dæma leik íslands og Júgóslavíu f kvöld. Eru það þeir Bolstad og Larsen, sem báðir hafa dæmt hérlendis áður. Þá verður á leiknum sér- stakur eftirlitsmaður frá alþjóðasambandinu, Norð- maðurinn Karl Wang. Forsala FORSÖLU aðgöngumiða að landsleik Islands og Júgóslavfu f Laugardals- höllinni f kvöld verður fram haldið úr happdrættisbifreið Handknattleikssambandsins f Austurstræti f dag. Hefst salan kl. 12.00 og stendur til klukkan 18.00. Einnig verður selt í Laugardalshöllinni sfðustu klukkustundir fyrir leikinn sem hefst kl. 20.30. Liðakeppni í badminton EINS og undanfarin ár er ákveðið að liðakeppni f bad- minton fari fram á þessum vetri. Ætlunin er að keppni á einstökum svæðum hefjist f janúar og ljúki eigi sfðar en um miðjan marz. Framkvæmd og tilhögun keppninnar verður að öllum Ifkindum eins og undanfarin ár. Þau félög sem ætla að senda lið f keppnina skulu tilkynna þátttöku sfna til Ragnars Ragnarssonar, Öldutúni 13, Hafnarfirði sfmi 53585, fyrir 1. janúar n.k. Telpnamet í hástökki KORNUNG stúlka úr Kópa- vogi tris Jónsdóttir, setti nýtt telpnamet í hástökki innan- húss er hún stökk 1,50 metra á innanfélagsmóti Breiðabliks f Baldurshaga f fyrrakvöld. Eldra metið átti Ása Halldórs- dóttir, Armanni, og var það 1,45 metrar. A móti þessu var einnig keppt f hástökki karla og náðu þeir Hafsteinn Jóhannesson og Karl West Frederiksen þar ágætum árangri, Hafsteinn stökk 1,90 metra og Karl 1,85 metra. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 FJARVEITING TIL ALLSIÞROTTASTARFS SVARAR TIL TEKM RÍKISSJÓDS AFIil- FLllTMSGI SKÍBA OG SKÍBASTAFA 1075 LATA mun nærri að fjárveit- ing ríkisvaldsins til íþróttastarfs- ins i landinu nemi sömu upphæð og aðflutningsgjöld og sölu- skattur af skfðum og skíðastöfum gefa ríkissjóði í ár. Er heildarfjár- veiting ríkissjóðs til íþróttahreyf- ingarinnar sem hefur innan sinna vébanda um 50 þúsund manns, eða fjórða hvern Islending, 16,6 milljónir króna — sama upphæð og var i fyrra, þrátt fyrir hina miklu verðbólgu og verðgildis- rýrnun krónunnar á árinu. Tekjur ríkissjóðs af íþróttastarf- seminni eru hins vegar mjög um- talsverðar, og samkvæmt athugun sem ISI hefur gert á verzlunar- skýrslum fyrir árið 1974 mun láta nærri að aðflutningsgjöld og sölu- skattur af innfluttum iþróttavör- um hafi numið um 138 milljónum króna. Miðað við hækkun verðlags og vfsitölu má áætla að þessi upphæð nemi u.þ.b. 200 milljónum króna árið 1975. Sem dæmi um tekjur ríkissjóðs af íþróttavörum má nefna að ef flutt eru inn 12 borðtennisborð nemur heildarverð þeirra kr. 444.600.00. Af þessari upphæð tekur ríkið til sin í tolla og sölu- gjald kr. 291,798. en aðrir aðilar fá í sinn hlut 152.802,00 kr. (þ.e. framleiðandi, flutningsaðilar og verzlunin, og er hlutur fram- leiðandans þar langstærstur). ISl hefur nú einnig látið fara fram athugun á ferðalögum íþróttafólks til annarra landa, heimsóknum erlendra íþrótta- flokka hingað til lands og ferða- lögum milli héraða hér innan- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.