Morgunblaðið - 18.12.1975, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.12.1975, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 23 Árásum hrundið í Spænsku-Sahara Madrid, 17. desember. Reuter. BARDAGAR halda áfram f sunnanverðri Spænsku-Sahara milli skæruliða frelsishrevfingarinnar Polisario, sem Alsírmenn stvðja, og herliðs frá Máritanfu. Skæruliðum hefur tekizt að hrinda árásum Máritana sem réðust fyrst á landamærabæinn La Guera fyrir tveimur dögum. Skæruliðar Polisario lögðu La Guera undir sig í síðasta mánuði Fjarstæðu- leikhús? Frá Elfnu Pálmadóttur f New York. Á blaðamannafundi með Gaston Thorn, forseta Allsherjarþingsins, sem er að Ijúka, sagði einn blaðamannanna: „Nú er barizt í Líbanon, menn drepnir á trlandi og brezk her- skip eru við tsland. Á meðan um það er rætt í Öryggisráðinu situr brezkur ambassador í forsetastóli. Eru Sam- einuðu þjóðirnar að verða fjarstæðuleik- hús?“ Gaston Thorn mót- mælti aðeins og- svaraði með almennum orðum. þegar spænska setuliðið í bænum hörfaði þaðan. Næsta setulið Spánverja er í 600 km fjarlægð, í hafnarborginni Villa Cisneros. Máritania, Marokkó og Spánn hafa myndað bráðabirgðastjórn sem fer með völdin þar til allt herlið Spánverja verður flutt burtu f febrúarlok og landinu verður að öllum líkindum skipt milli Marokkó og Máritaníu. Spænsk blöð segja að meira mannfail hafi orðið í liði Máritan- íumanna en Polisario. Frestur sem Máritaniumenn gáfu skæru- liðum í La Guera til að gefast upp rann út f dag. Suðurhluti Spænsku-Sahara hefur hingað til verið talinn ör- ugglega á valdi Polisario þar sem Spánverjar hörfuðu þaðan með herlið sitt. Máritaniumenn hafa ekki áður ráðizt inn yfir landa- mærin. La Guera er á hernaðarlega mikilvægum skaga gegnt aðal- hafnarborg Máritaníu, Port Etienne. Frá Port Etienne liggur járnbraut að járn- og eirnámum Máritaníumanna inni í landi. Fengsæl fiskimið eru undan ströndinni og olíu er leitað i Levr- ier-flóa sem bæirnir standa við. SIGRI HRÓSANDI — Phil Lyneh (til vinstri), varaleiðtogi Frjálslynda flokksins, óskar aðalleiðtoga flokksins, Malcolm Fraser, til hamingju með yfirburðasigurinn í áströlsku kosningunum.- AP mynd Bretar til gripa innflutningshafta Aðstoðin við Angola felld Washington, 17. desember. Reuter. TILRAUN til að koma í veg fyrir að Bandaríkja- menn aðstoði hreyfingar þjóðernissinna í Angola á laun var rædd í öldunga- deildinni í dag á lokuðum fundi sem er fágætt. Undirnefnd utanríkis- málanefndar öldunga- deildarinnar hefur sam- þykkt með sjö atkvæðum gegn engu að binda enda á alla leynilega aðstoð við andstæðinga marxista, sem Rússar styðja í Angola. Bandaríkjamenn veita nú hreyfingunum FNLA og Unita að- stoð sem nemur um 50 milljónum dollara samkvæmt blaðafréttum sem hefur ekki verið neitað. Andstæðingar aðgerða á vegum CIA í Angola óttast að þær verði til þess að Bandaríkin dragist inn í annað Víetnamstríð og segja að slíkar aðgerðir muni leiða til of náins samstarfs Bandaríkja- manna og Suður-Afríkumanna. Undirnefndin samþykkti einn- ig ályktun þar sem skorað er á öll lönd að binda enda á hernaðarað- stoð við deiluaðila í Angola. Lýst var yfir stuðningi við til- raunir Einingarsamtaka Afríku (OAU) til að finna friðsamlega lausn á deilumálunum í Angola og skorað á Ford forseta að gera allt sem hann gæti til að' koma á lausn. Nefndin talaði í sömu andránni um bætta sambúð risaveidanna og afskiptaleysi um málefni Angola og það var talin ábending til Rússa. London, 17. desember. Reuíer. BRETAR settu innflutningshöft f dag á nokkrar innflutningsvörur til að styðja við bakið á innlend- um iðnaði sem samdráttur ógnar. Höftin ná til innflutnings á vefnaðarvöru og klæðnaði, skóm og sjónvarpstækjum. Engin höft verða lögð á innflutning bifreiða. Denis Healey fjármálaráðherra skýrði frá þessum ráðstöfunum í þinginu og tilkynnti jafnframt að komið yrði til leiðar auðveidari afborgunarskilmálum og ríkis- framlög yrðu aukin til að skapa atvinnu. Þótt hér sé um lágmarksráðstaf- anir að ræða hafa Bretar lengi átt von á þeim. Stjórn Harold Wil- sons forsætisráðherra hefur tví- stigið í margar vikur vegna mikils þrýstings frá helztu viðskipta- löndum Breta sem vilja forðast hvers konar aðgerðir sem geti komið af stað viðskiptastrfði. Talsmaður Ihaidsflokksins, Sir Geoffrey Howe, sagði að ráðstaf- anirnar mundu valda þjóðinni al- varlegum vonbrigðum þar sem þær gengju ekki nógu langt. Brian Sedgemore úr vinstra armi Verkamannaflokksins sak- aði stjórnina um ragmennsku þar sem hún hefði ekki þorað að skerða hagsmuni Bandarikjanna, Efnahagsbandalagsins og Japans, þó að vísu hefði verið gengið nærri Japönum i einu smátilfelli. Svíar ræða við Evensen Þúsundir erlendra hermanna í Angola New York, 17. desember. Reuter. ÁHEYRNARFULLTRÚI marxistahreyfingarinnar MPLA hjá Sameinuðu þjóðunum, Elisio de Figueiredo, sagði í dag að 11.200 hermenn frá Zaire og 4.000 hermenn frá Suður-Afríku berðust I Angola. Hann sagði að 2.500 suður- afriskir hermenn til viðbótar væru í Suður-Angola nálægt landamærum Suðvestur-Afrfku (Namibíu). Hann sagði að 50 suður-afrískir hermenn hefðu verið teknir til fanga og yrðu sýndir blaðamönnum í Luanda. De Figueiredo hélt því einnig fram að bandarískir hernaðar- ráðunautar væru i Zaire þar sem þeir þjálfuðu hermenn er væru sendir til Angola. Hann sagði að engir bandariskir hermenn hefðu verið teknir til fanga í Angola en kvað bandariska málaliða berjast þar. ERLENT Ósló, 17. desember.NTB. Landbúnaðarráðherra Svfa, Svante Lundkvist, ræddi í dag við Jens Evensen hafréttarráðherra og Eivind Bolle sjávarútvegsráð- Fyrsta þing kúbanskra kommúnista Havana, 17. desember. Reuter. FYRSTA þing kúbanska komm- únistaflokksins hófst i dag eftír margra ára undirbúning og er kallað mikilvægasti stjórnmála- viðburður á Kúbu síðan byltingin var gjerð fyrir 17 árum. Ný stjórnarskrá og fyrsta fimm ára áætlun Kúbumanna eru með- al mála á dagskrá. Þingið sækja fulltrúar frá rúmlega 80 löndum, þeirra á meðal foringjar kommún- istaflokka sem eru í stjórn, stjórn- arandstöðu eða bannaðir. herra f Ösló um áhrif landhelgis- stefnu Norðmanna og hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á veiðar Svía í Norðursjó. Evensen og Lundkvist munu haida þessum viðræðum áfram og viðræður munu einnig fara fram milli norskra og sænskra embætt- ismanna. Síðan í haust hefur Evensen rætt á mörgum fundum við full- trúa þeirra ríkja sem landhelgis- stefna Norðmanna mun hafa áhrif á og fundurinn i dag var sá næstsíðasti. Síðasti fur.durinn verður haldinn í byrjun janúar þegar rætt verður við fulltrúa finnsku stjórnarinnar i Helsingfors. Óveðurskafli á Grænlandi Frá Henrik Lund f Julianchaab. SNJÖAÐ hefur samfellt hér á Grænlandi f margar vikur og óvenjulega mikill snjór safnazt fyrir. Á Suður-Grænlandi hafa skipzt á snjókoma og rigning og þykkur snjór hefur orðið að fshellum sem snjóað hefur ofan á. Fé á Grænlandi hefur verið f alvarlegri hættu vegna óveðurs- ins en henni hefur verið afstýrt vegna skeleggrar framgöngu yfirvalda og bænda. Mestallt fé er komið f hús og vfðast eru til nóg hey til margra mánaða. Ég hef verið í kynnisferð f Igalikofirði og ekki er að sjá að bændur hafi lært af fyrri nátt- úruhamförum, en þeir hafa get- að smalað fénu þrátt fyrir erfið skilyrði, sem ollu þvf að ekki var einu sinni hægt að nota snjósleða. Rigningar sem fylgdu í kjöl- far fyrstu snjókomunnar, gerðu illt verra og ollu snjóflóði i Igalikofirði. Það gengur krafta- verki næst að aðeins skuli hafa orðið eignatjón, en gripahús sluppu. Umferð hefur gengið skrykkjótt vegna óveðursins og Greenlandair hefur tilkynnt að félagið geti ekki flutt alla far- þega sina á ákvörðunarstað fyr- ir jól. Fróðlegt verður að vita hvort veðurguðirnir verði okkur hlið- hollari um jólin. Kínverjar skjóta enn gervihnetti Hong Kong. 17. desember. Reuter KlNVERJAR hafa skotið á braut enn einum gervihnelti, hinum fimmta sfðan f aprfl 1970 og hin- um þriðja á þessu ári. Fjórða gervihnettinum var skotið skömmu fvrir heimsókn Fords forseta og komið aftur til jarðar sex dögum síðar. Þá var talið að verið gæti að þess væri skammt að bfða að Kfnverjar gerðu tilraunir með eldflaugar sem draga milli heims- álfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.