Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Minning: Einar Hróbjartsson yfirdeildarstjóri Fæddur 3. nóvember 1885. Dáinn 8. desember 1975. Einar Hróbjartsson fyrrverandi yfirdeildarstjóri í bögglapóststof- unni, lézt 8. desember siðast- liðinn. Hann verður jarðsunginn f dag. Einar var fæddur 3. nóvember 1885 í Húsum í Holtum. Foreldrar hans brugðu búi og fluttist hann til Reykjavíkur um aldamótin. Ætt hans stendur föstum rótum i sunnlenzkum sveitum, og er það dugmikið og greint bændafólk. Eftir að hann fluttist til Reykja- vfkur, stundaði hann margskonar vinnu, var á skútum, vann í Bóka- búð Sigfúsar Eymundssonar og keyrði út brauð fyrir brauð- gerðarhús. En árið 1913 urðu þáttaskil á ævi hans. Þá var hafizt handa með undirbúning bygg- ingar nýs pósthúss í Reykjavík, og var Báran við Tjörnina tekin á leigu fyrir bögglapóstinn. Þá var bætt við mönnum til afgreiðslu þar, og réðst Einar þá f póstþjón- ustuna og gerði póststörf að ævi- starfi sínu. Þá var Björn Ólafsson síðar ráð- herra yfirmaður deildarinnar, og var Teitur Þórðarson, síðar gjald- keri í Alliance, aðstoðarmaður hans, en hann var sveitungi Einars. Einar minntist oft á þessa félaga sína af mikilli ánægju, enda batt hann við þá tryggð. Einar Hróbjartsson langaði mjög til þess f æsku að ganga menntaveginn, en til þess voru engin ráð. Hann var eins og flest- ir alþýðumenn á þeim árum eignalaus, og átti ekki annað til að byggja á en dugnað sinn og atorku. En hann sýndi það í verki, að hann vildi fræðast og læra. Hann lærði mörg tungumál, og svo vel, að hann gat bæði talað þau og ritað. Hann var vel að sér f Norðurlandamálunum, ensku, þýzku og frönsku. Mér er það minnisstætt, þegar Magnús Jochumsson póstmeistari ávarp- aði hann á frönsku, og svaraði Einar af mikilli kunnáttu, Og ræddu þeir þá saman um stund á hinni fjarrænu tungu. Einar hafði mikla ánægju af málanámi sfnu. Hann las mikið á erlendum málum, jafnt blöð, tímarit og bækur. Hann hafði mikið yndi af allskonar fræðum, dulfræði allskonar, sérstaklega guðspeki, stjörnufræði og stærð- fræði, og allskonar austurlenzk- um fræðum. Hann stundaði líkamsæfingar að sið jóka á hverj- um degi, og fór langar göngu- ferðir sér til heilsubótar og ánægju. Hann var mikill náttúru- unnandi og kunni manna bezt að vera einn úti í náttúrunni, leit- andi og nemandi af sönnum sam- skiptum við gróandi og grósku. Ég vann með Einari Hróbjarts- syni f tuttugu ár. Hann var sér- staklega skemmtilegur vinnu- félagi og góður húsbóndi. Hann kunni starf sitt með afbrigðum vel, og var unun að læra af honum. Hann var sérstaklega mildur við okkur strákana, sagði okkur til af sannri natni, og var aðlaðandi í hvívetna. Einar var lengi deildarstjóri, og fórst honum það í alla staði vel, jafnt gagnvart undirmönnum sfnum og yfirboðurum. Eftir að hann hætti störfum og lifði á eftirlaunum, sá hann um útreikninga á burðar- gjöldum böggia til útlanda fyrir póststjórnina. Einar Hróbjartsson var mjög vel gerður og vel gefinn og með afbrigðum snyrtimaður. Hann hafði sérstaklega mikla tilhneig- ingu til andlegrar fhugunar af heimspekilegum toga. Hann var unnandi hljómlistar og hafði yndi af söng. Hann hlustaði mikið á tónverk fram eftir ævinni, en fremur dró úr því er á leið. Hann var fyrst og fremst maður hinnar hljóðu stundar unandi sér einn í rúmi heiðríkjunnar, anda og blæ hinnar norrænu náttúru. Slíkur maður er sannur og islenzkur f lífi sínu og hugsjónum. Einar kvæntist 6. október 1913 Agústu Sveinbjörnsdóttur úr Hafnarfirði. Hún var af ætt Sveinbjarnar Egilssonar skálds. Agústa var mikil dugnaðar- og myndarkona, og reyndist manni sfnum mikill og traustur lífsföru- nautur. Hún dó árið 1965. Þau eignuðust 8 börn: Ingibjörg, gift Júlíusi Jónssyni, Asgeir, fulltrúi í póststofunni í Reykjavík, Asta, gift Kristjáni Sigurjónssyni, Sveinbjörn kennari i Reykjavík, kvæntur Huldu Hjörleifsdóttur, Sigrún gift Ríkharði Sumarliða- syni, Hróbjartur kennari i Dan- t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát og jarðarför VALDIMARS KJARTANSSONAR, Stórholti 39 sérstakar þakkir til Járniðnaðar- félagsins og vinnufélaga hans, sömuleiðis lækna og starfsfólks á deild A-6 og deild E-6 Borgar- spítalanum Móðir, eiginkona og börn. mörku, kvæntur Asbjörgu Einars- son, norskri, Haukur og Agnes dóu á barnsaldri. Ég minnist þess, að lífsbarátta launamanna var oft erfið áður fyrr, og er fremst f lemstri hús- næðisskorts. Einar Hróbjartsson og kona hans urðu oft fyrir barð- inu á slíku. Þau bjuggu um skeið inni við Elliðaár, og varð Einar að fara á hjóli til vinnu. Sfðar áttu þau heima suður á Seltjarnarnesi og var það einnig löng leið til vinnu. En úr rættist. Einar fékk byggingarlóð við Brekkustig og byggði þar myndarlegt hús f áföngum. Með tilkomu þess var mikill sigur unninn í lífi fjöl- skyldunnar. Einar Hróbjartsson var einn af stofnendum póstmannafélags Is- lands og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann ritaði f blað félagsins, og bera greinarnar þess skýran vott, að hann var mjög vel ritfær. Eg vil að leiðarlokum þakka Einari Hróbjartssyni fyrir góða samvinnu og samstarf. Ég mun alltaf minnast hans sem vel- gerðarmanns. Ég flyt börnum hans og öðrum ættingjum mína fyllstu samúð. Jón Gíslason. I dag er kvaddur hinstu kveðju Einar Hróbjartsson, póstfulltrúi í Reykjavík, en hann andaðist á Landakotsspítála í Reykjavík 8.12. og er útför hans gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík f dag. Einar fæddist 3. nóvember 1885 að Húsum í Holtum. Foreldrar hans voru þau hjónin Hróbjartur Ölafsson bóndi þar og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir. Einar kvæntist 5. október 1913 í Reykjavík Agústu Sveinbjarnar- dóttur fæddri f Hafnarfirði 22.10. 1887. Hennar foreldrar voru hjón- in Sveinbjörn Stefánsson trésmið- ur og Astrfður Guðmundsdóttir. Einar lifði i hamingjusömu hjónabandi þar til kona hans andaðist f Reykjavik 28. júlí 1965. Þau eignuðust 8 börn, 2 dóu i æsku en hin eru: Ingibjörg, gift Júlíusi Jónssyni, verkstjóra, Sig- rún, gift Ríkharði Sumarliða- syni, deildarstjóra hjá Landssfma tslands, Asta, gift Kristjáni Sigur- jónssyni fv. yfirvélstjóra, Svein- björn, kennari, kvæntur Huldu Hjörleifsdóttur, Hróbjartur, lektor, kvæntur Ásbjörgu, norskri konu, þau eru búsett í Kaupmannahöfn, Asgeir, póst- fulltrúi í Reykjavík, ókvæntur. Nú að leiðarlokum langar mig til að minnast míns kæra tengda- föður með nokkrum kveðjuorðum sem verða því miður fátækleg. En þótt tíminn hafi ekki verið langur sem við áttum samleið minnist ég hans ætíð sem sérstaks prúð- mennis og snyrtimennis í hví- vetna, mér er kunnugt um það að hann mátti ekki vamm sitt vita á nokkurn hátt og hans nærgætni og alúð gagnvart mér og minni fjölskyldu gleymi ég aldrei. Einar Hróbjartsson var atorku- maður til vinnu og skyldurækinn með afbrigðum og dagfarsprúður maður. Hann var dulur f skapi og fáskiptinn um annarra hagi en þeim mun heilli var hann þeim fáu sem hann taldi til vina sinna. Oft hafði hann orð á þvf við mig að sig hefði langað til að ganga menntaveginn sem kallað var á sínum yngri árum, en fjárhagur- inn hafði ekki leyft það. En þrátt fyrir það gat hann bæði lesið franskar og enskar bækur sér að gagni, og um tíma kenndi hann þessi mál. Hann var og mikils metinn í nærfellt 40 ár eða þang- að til hann varð að hætta vegna aldurs. Nú á þessari kveðjustund er hugur minn fullur trega, saknaðar og þakklætis fyrir allan þann hlýhug og vináttu sem tengdafaðir minn sýndi mér frá fyrstu kynnum. Kristján Sigurjónsson. útlaraskreytlngar blómouol Gróðurhúsið v/Sigtun sími 36770 Kveðja frá Póstmannafélagi Is- lands Áttunda þ.m. andaðist hér í borg fyrrverandi yfirdeildarstjóri Bögglapóststofunnar í Reykjavík, Einar Hróbjartsson. Hann hóf starf hjá Póststofunni í Reykjavík 1913 og lét af störfum 1955 vegna aldurs. Einar var einn af 11 stofn- endum Póstmannafélags Islands 1919, eftir lifa Kara Briem, Sæmundur Helgason og Helgi B. Björnsson. Hann lét félagsmál póstmanna alla tíð mikið til sín taka og bera greinar, sem birtust eftir hann í Póstmannablaðinu, þess glöggt merki. Þegar S.S.R. (Samband starfsmanna ríkisins, undanfari B.S.R.B.) var stofnað, varð Einar ásamt Teiti Kr. Þórðarsyni fulltrúi póstmanna í þvf sambandi. Ég leyfi mér að birta hér smá kafla úr grein eftir Einar, sem birtist í Póstmanna- blaðinu þjóðhátíðarárið 1944: „Við pðstmenn vildum allir mega vona og vænta þess, að upp úr þessum merkilegu og ánægjulegu tímamótum í Iffi þjóðarinnar, þegar hún loks losnar til frelsis og fullveldis, mætti nýtt tímabil og farsælt í þróun póstmálanna sem og í öðruin greinum, að hér rfsi af grunni á næstu árum vegleg póst- húsbygging, reist með þeim stór- hug og framsýni, sem hæfir frjálsri menningarþjóð." Það er trú mín, að þessi 30 ára gamli óskadraumur Einars muni rætast fyrr en síðar undir stjórn núverandi yfirmanna póstmála. Sá sem þessar lfnur ritar átti því láni að fagna að starfa undir stjórn Einars um tíma sem ungur maður. Það var bæði hollur og góður skóli, hann var sívakandi við að leiðbeina og kenna ungu starfsmönnunum. Hann taldi nauðsynlegt að starfsmenn kynntust alhliða störfum enda væri það okkur og stofnuninni fyrir bestu. Af yfirmönnum hafði Einar mestan skilning á störfum og kjörum þeirra, sem lægst höfðu launin, og var alltaf reiðubúinn að taka þeirra málstað. Við póst- menn munum alla tíð minnast Einars sem frábærs yfirmanns og góðs drengs og þökkum honum vel unnin störf til heilla fyrir póstmannastéttina. Við sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. Póstmannafélags Islands Reynir Armannsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. — Norræni andinn Framhald af bls. 32 athygli, er sú virðing fyrir kon- unni, sem Grímur finnur f ís- lenskum bókmenntum and- stætt virðingarleysi Grikkja f garð kvenna. Grímur er í þessu efni siðvandur og kemur það ekki á óvart með hliðsjón af ljóðum hans. Þau mótast mjög af ströngum siðferðilegum boð- skap. Athuganir Gríms á fornum norrænum skáldskap lýsa inn- sæi skáldsins og eru ekki síst verðmætar fyrir þá, sem rann- saka vilja ljóð hans. En hvað segir Grímur um samtímaskáld sín? Ann hann þeim sann- t Útför BIRGIS GUNNARSSONAR fyrrverandi lögregluþjóns sem lést af slysförum 13 desember s.l., fer fram frá Fossvogskirkju f dag, fimmtudaginn 18 desember kl 3. Börn og systkini hins látna. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN ÞÓRÐARSON. múrari Hringbraut 66, Keflavlk sem lézt 14 þ m , verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju, föstudaginn 19 des kl 14 Karltas Finnbogadóttir, Þórdls Kristjánsdóttir Gunnar Valdimarsson Laufey Kristjánsdóttir Sigurbjörn Gústafsson Ingibjörg Kristjánsdóttir Hildur Björk Gunnarsdóttir. Gunnar Þór Gunnarsson Útför föður mlns, HELGA BENEDIKTSSONAR fyrrverandi skipstjóra, frá jsafirði, sem andaðist 12 desember, fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 1 9 desember kl 3. Bllferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 2.30 Þeir, sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti llknarstofnanir njóta þess. F.h. systkina Sigrlður Helgadóttir. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu ODDNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR Helgi Helgason Jónas Helgason Guðrún Arnadóttir Hrafnkell Helgason Helga L. Kemp Sigurður Helgason Stefanía Kemp og barnabörn t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móðurbróður okkar MAGNÚSAR BJARNASONAR kennara Sauðárkróki Marla Haraldsdóttir Bjarni Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.