Morgunblaðið - 18.12.1975, Síða 45

Morgunblaðið - 18.12.1975, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 45 VELVAKANDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Skilvfsi og heiðarleiki □ Hansfna Einarsdóttir, Engja- vegi 29, Isafirði, skrifar: „Góði VELVAKANDI, Samfélag okkar á líka sínar björtu hliðar. Það sanna eftir- skráð tvö dæmi: I haust var stálpaður sonur minn á ferðalagi fyrir sunnan m.a. f þeim erindum að afla sér gagna vegna skólans í vetur. Hann var svo óheppinn að týna veski sinu, en I því var aleigan ásamt skilríkjum og farseðlinum heim. Okkur hérna fyrir vestan bár- ust tíðindin þannig, að ung stúlka hringdi vestur og kvaðst hafa fundið veskið i strætisvagni. Þess- um boðum var komið áfram — og þegar drengurinn sótti veskið var unga stúlkan — jafnaldra hans — ófáanleg til að þiggja fundarlaun. Ogviðþaðsat. Skömmu seinna týndi maður- inn minn frá sér veskinu á ferð i Reykjavík. I því veski voru ennþá meiri fjármunir auk persónuskil- rikja og farseðils. Bjartsýnin var komin i lágmark hjá hinum óheppna veskiseiganda þegar hringt var vestur og tilkynnt að veskið væri fundið. Búðarstúlka I Kópavogi hafði fundió veskið og varðveitt það með öllu sem i því var, en þegar maðurinn minn kom að sækja það vildi hún ekki þiggja nein fundarlaun og ekki einu sinni símkostnað, sem hún þó hafði lagt fram. Ennþá hefir manni minum ekki tekizt að bæta stúlkunni heiðarleikann. Og segið svo að samtiðin eigi ekki sinar björtu hliðar. Með beztu þökk fyrir birtinguna, Hansina Einarsdóttir." 0 Eigum við að fslenska erlend mannanöfn? Björn L. Jónsson skrifar: Kæri Velvakandi. I þætti þínum I gær (sunnud. 14. des.) ritar Viggó H.V. Jónsson nokkrar linur um rithátt á nafni hins nýkrýnda spánarkonungs, og leggur til að hann sé kallaður annaðhvort Jóhann, Jón eða Jón- as Karl. Ég hélt satt að segja, að enginn mundi taka þetta alvar- lega. En nú heyri ég i síðdegis- fréttum útvarpsins í dag, að hann er nefndur Jóhann Karl. Ég get ekki orða bundist um þetta, sem mér finnst hreinasta óhæfa. Það þykir surnum langt gengið að skikka erlenda menn sem sækja hann yrði að segja honum að hún hefði þá allan timann iegið uppi á háaloftinu. Það var rakt og kalt þarna uppi. Einhver húsgögn voru þarna og Burden greindi rimlarúm sem stóð víð gluggann. Parsons þreif- aði sig áfram f mvrkrinu og skrufaði peruna f. Eins og aðrar perur I þessu húsi var hún dauf og kastaði fölu og draugslegu skini yfir ónotalega vistarveruna. Engin gluggatjöld voru fvrir glugganum og skær og háðslegur máni glotti við þeim fyrir utan. — Hún er ekki hér, sagði Parsons. Skórnír hans höfðu skilið eftir sig spor á hvfta teppinu sem var eins og Ifkklæði á rúminu. Burden yfti upp horni af tepp- inu og gægðist undir rúmið. önnur húsgögn voru ekki f her- berginu. — Við skulum lfta inn f hitt herbergið sagði hann. Enn einu sinní skrúfaði Parsons peruna úr og aðeins tunglbirta vfsaði þeim veg inn f hitt herbergið. Það var minna, en þar voru fieiri húsmunir. Burden opnaði skáp og lyfti lokinu á tveimur koffortum sem þar stóðu. um ríkisborgararétt hér á landi, til að taka sér íslensk heiti. En þarna finnst mér skörin færast upp í bekkinn. Þetta er f minum augum afbökun á nafni mannsins og uppsetning, gjörsamlega ástæðulaus. Nafnið Juan Carlos getum við ritað óbreytt og borið það fram samkvæmt íslenskum framburðarreglum, og jafnvel þulir okkar þurfa ekki að bera kinnroða fyrir það að kunna ekki spænskan framburð út í æsar eða framburðarreglur annarra tungu- mála. Beyging nafsins er ekki meiri vandkvæðum bundin en beyg- ing ótal annarra erlendra heita á mönnum, borgum og löndum, og þar mun alltaf gilda meira og minna handahóf. Og heiti úr fram- andi tungumálum, eins og tungum austurlandaþjóða og slavneskra þjóða t.d., verður oft ekki komist hjá að umrita. En ekki held ég það yrði vel séð, ef einhver færi að rita nafn Schuberts Sjúbert, kalla Michel Angelo Mikkel (eða Mikjál) Engil eða Einstein Eystein. Erlend staðaheiti getum við að sjálfsögðu umritað eða þýtt, og sama gildir um mannanöfn í þýddum skáld- sögum. Og í þessu sambandi hafa lika skandinavisk mannanöfn sér- stöðu, þar eð mörg þeirra eru norræn að uppruna. Én yfirleitt tel ég okkur eiga að bera það mikla virðingu fyrir erlendum mannanöfnum að við afbökum þau ekki að nauðsynjalausu. Reykjavik, 15. des. 1975 Björn L. Jónsson." 0 Kveðjur frá Cornwall Blaðinu hefur borizt bréf frá Samtökum Kelta í Cornwall I Bretlandi, og er það á þessa leið: „Við sendum annarri smáþjóð beztu óskir í baráttu hennar við Englandsvaldið. Við skiljum mál- stað ykkar fullkomlega og vonum, að ykkur takist að vernda og verja það, sem lif þjóðarinnar byggist á. Sjómennirnir okkar eiga jafnan við sama vandamál að etja. Megi sá dagur er öll lönd öðlast 200 milna fiskveiðilandhelgi koma sem fyrst. Megi allar þjóðir standa 'saman i þvi efni. Með beztu kveðjum, M.R. Davey.“ HÖGNI HREKKVlSI Heyröu nú! Ég sá þig klófesta fiskinn! Hvar er hann? Brauðbær Veitingahás ar25090 20490 Þið hafið séð mig áður ég er þessi margumtalaði Tobbi og í dag býð ég ykkur: Súpa: „Maria Louisa". Soðinn fiskur með rækjusósu eða Glóðar- steikt lambalæri „Bonne Femme" með grænmeti._______________________ Fjörið verður í Brauðbæ í dag. Tobbi. 'xlSZiW. íþróttatöskur. Verð frá kr. 1.198 13 gerðir. Lóuhólum 2—6, sími 75020 \ Klapparstig 44 sími 11 783. ; .,rv.wwí.«iVatá V.51 BRÚÐULAMPINN ER EFST Á ÚSKAUSTA BARNANNA 26 TEGUNDIR VERD FRÁ KR. 1610 SENDIIM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.