Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Afastrákur Eftir Ármann Kr. Einarsson Teikningar: Þóra Sigurðardóttir Skyndilega hljóp grábröndótt kisa yfir gangstiginn í garðinum og rak löppina í rauðan bolta, sem lá á grasflötinni. Kisa í fótbolta, hrópaði Nonni og hljóp samstundis til hennar. En boltinn valt ekki nema stuttan spotta, og kisa hljóp í burtu, þegar ungi knattspyrnumaðurinn kom þjótandi. Nonni elti kisu út að limgirðingunni og reyndi að lokka hana til sín. Litli snáðinn var ekki búinn að gleyma skemmtilegu leikfélögunum sínum, þeim Mána og Runka rófu. Bros breiddist yfir litla and- litið og sólskinið ljómaði að nýju. Það skipti meira að segja ekki neinu máli, þótt ókunnugi kötturinn fengist ómögu- lega til að leika fótbolta. Og hamingjan lýsti úr svip mömmu, þegar hún sá, að drengurinn hennar hafði tekið gleði sína að nýju. En þetta litla atvik varð henni íhugunarefni og kannski lærdómur. Nonni litli fylgdist með leikjum barn- anna í götunni og stundum tók hann þátt í þeim, þótt ekki væri hann hár í loftinu. Iðulega kom það fyrir að einhver datt og hruflaði sig, eða steyptist á hrammana í drullupoll. Yngstu börnin ráku þá upp hljóð og kölluðu á mömmu eða pabba. Nonni hafði líka verið vitni að því, að stundum slettist upp á vinskapinn, jafn- vel meðal bestu leikfélaga. Smápollar gátu átt það til að veltast um í hörku- áflogum. eða slást upp á líf og dauða. Þá er oft eina úrræðið að hrópa á pabba. í augum lítilla drengja eru allir pabbar góðir, en sér í lagi hugaðir og sterkir. Enn hafði Nonni litli ekki orðið alvar- lega ósáttur við leikfélaga sína. Hann hafði heldur aldrei lent í slagsmálum. Dag nokkurn bar það til tíðinda að eitthvert torkennilegt hljóð barst til eyrna afa í gegn um opinn eldhúsglugg- ann. Afi lagði við hlustir. Nei, það var ekki um að villast, þetta var sár og ekka- þrunginn grátur. Afi vissi að Nonni litli var úti að leika sér með krökkunum í götunni. Hafði kannski...? Afi spratt á fætur hann þorði tæpast að hugsa hugsunina til enda. Hafði kannski orðið slys? Afi þaut út og skimaði óttasleginn í allar áttir. Snöggvast sortnaði honum fyrir augum. Neðan götuna kom nágrannakona og bar Nonna litla hágrát- anidi í fanginu. Er hann slasaður? hrópaði afi og það var ekki laust við að röddin titraði. Nei, það held ég ekki, svaraði konan rólega. En þeir Bogi og Nonnu urðu ósáttir, flugust á og börðust heiftarlega. Mér fannst ég ekki geta staðið aðgerðar- laus og horft á. Nonni litli er svo miklu yngri enda fór hann halloka í viðureign- inni. Þakka þér fyrir, sagði afi og tók við dóttursyni sínum. Afi seildist í vasann og dró upp vasa- klút til að þurrka burtu tárin af grát- bólgnu andlitinu. En það var þá ekkert að þurrka tárin voru þornuð. Leiftursnöggt grúfði Nonni litli sig upp að afa sínum og greip svo fast um háls hans, að hann kenndi til. Afi greindi öran hjartaslátt og djúp DRÁTTHAGI BLÝANTURINN tfte MORödKí kaff/no beittu þér að nýju meti — og ekkert kjaftæði! Viljið þér ilmvatn, sem dregur athygli karlmannanna að yður, eða það, sem heldur þeim I hæfilegri f jarlægð? meðan við vorum að kalka veggina f fflabúrinu. Björn var mjög alvarlegur, þegar hann kom á Lions-fund og settist við borðið. Félagar hans biðu með óþreyju eftir þvf að hann segði eitthvað skemmtilegt, því að Björn var aldrei alvarlegri en þegar hann ætlaði að segja einhvern brandara. — Ósköp ertu alvarlegur, sagði Finnur loks. — Er það nema von, Siggi Jóns er dáinn. öilum brá, en I sama bili kemur Siggi Jóns galvaskur inn f salinn. Björn gaf félög- um sfnum aðvörunarmerki: — Þey, látið hann ekki sjá neitt á ykkur. Hann veit þetta ekki sjálfur ennþá. X — Þér finnst rétt að ég láni honum þessa peninga? — Já, tvfmælalaust. — Hvers vegna? — Annars leitar hann til mfn. Sigga er að rffast við unnust- ann. — Karlmenn geta haft augu án þess að sjá, hrópaði hún, og eyru án þess að heyra. Unnustinn: — En kvenfólk getur ekki haft munn án þess að tala. ^ — Hvers vegna siturðu á pfanóstólnum? Þú getur ekki spilað. — Það getur Ifka enginn annar á meðan ég sit hér. X — Það er ekki hægt að treysta kvenfólkinu. Konan mfn sagðist skilja við mig, ef ég léti mér vaxa skegg — en hún sveikst um það eins og annað. ^ — Þau kynntust gegnum auglýsingu f blaði. — Það hlýtur að hafa verið grfnblað. Með kveðju frö hvítum gesti J O dóttir þýddi 2 hefðu látið hið upprunalega steingólf halda sér. Það var hrein- asti óhugnaður að sítja hér í þessum stofum, þar sem svo hátt var til lofts og heyra merkileg og óskýranleg hljóð úr stigum og skápum, meðan hann var að lesa um eiturmorð og aftökur og alla hina hryllilegustu viðburði. — Ég hef tilkynnt hvarf eigin- konu yðar, sagði hann við Par- sons. — Það var ekkert að frétta af sjúkrahúsinu. Parsons kveikti Ijósið f borð- stofunni og Burden gekk á eftir honum inn. Dauf birtan frá loft- Ijósinu varpaði drungalegum blæ vfir miðhluta herbergisins — hornin voru sem í skugga. Par- sons setti bollana á borðið, stórt mahóniskrfmsli, hugsaði Burden. Lögreglumaðurinn settist f stóran stól með háu baki og það fór ákaflega ílla um hann f stólnum. Hann fann kuldann leita upp úr gólfinu og f iljar sér gegnum þvkka skósólana. — Og þér hafið ekki minnstu hugmvnd um hvert konan yðar gæti hafa farið? — Eg hef brotið heilann um það í allt kvöld. Alveg stan/laust hef ég velt þvf fvrir mér, en ég get ekki látið mér detta nokkurn skapaðan hlut í hug. — Hvað um vini eða ættingja? Eða móður hennar? — Móðir hennar er dáin. Við eigum enga ættingja hér f ná- grenninu. Við höfum ekki búið hér nema f hálft ár. Burden hrærði f teinu sfnu. (Jti var hlýtt og notalegt kvöld, en hann hafði á tilfinningunni að hér inni f þessu kuldabákni væri stöðugur vetur. — Ég geri það ekki af glöðum hug að spyrja yður um dálftið en þar sem hjá þvf verður ekki kom- izt er alveg eins gott að það sé ég eins og einhver annar. Gæti hún hafa stungið af með öðrum manni? Þér verðið sem sagt að afsaka spurninguna? — Auðvitað skil ég að þér verðið að spyrja slfks. Það velt ég vel. Ég hef lesið um það f öllum þessum bókum, hvernig þetta gengur til. Parsons hneigði höfuðið f átt að bókahillunum. — Ég veit að þetta er sjálfsögð og eðlileg spurning. En yður skjátl- ast þar. Ekki Margaret. Það er svo fráleitt að við borð liggur mér finnist það spaugílegt. Hann þagnaði en hann hló alls ekki. — Margaret er góð kona. Hún er aðstoðarprédikari f söfnuðin- um sem er með samkomur hérna neðar f götunni. Það var engín ástæða til að fylgja þessu nánar eftir að sinni. hugsaði Burden með sér. Ef kona hans væri ekki komin heim, þegar sfðasta lestin væri komin og sfðastí áætlunarbfllinn f Kingsmarkham, myndu aðrir fara að spyrja hann og hnýsast f einka- lff hans, hvort sem honum Ifkaði það betur eða verr. — Þér hafið auðvitað leitað alls staðar f húsinu? spurða hann. Hann hafði ekið framhjá húsinu tvisvar á dag f heilt ár en hann mundi ekki hvort það var tvær eða þrjár hæðir. Hann reyndí að framkalla mynd af þvf f huga sínum. Kvistgluggi efst og svo tveir gluggar fyrir neðan . . . og svo tveir aðrir. Ljótt hús, hugsaði hann. Ljótt og óvistlegt. — Ég hef gáð f svefnherberg- inu okkar, sagði Parsons. Ilann hætti að ganga um gólf f bili og horfði niður fyrir sig og roði hljóð fram f kinnar honum. — Haidið þér að hún gæti verið uppf á háaloftí? Kannski fengið aðsvif eða eitthvað svoleiðis. Hún myndi ekki liggja þar enn f yfirliði þó svo hún hefði fcngið aðsvif, hugsaði Burden. Heila- bióðfall kannski eða hún hafði hrasað og rotazt f fallinu. — Víð verðum auðvitað að athuga það. sagði hann. — Ég bjóst við þér hefðuð gengið úr skugga um þetta. — Ég hef re.vnt að kalla, sagði Parsons vandræðalegur. — Við notum herbergin uppi eiginlega aldrei. — Komið með mér, sagði Burden. Forstofan var enn drungalegri en stofan. Rauður dregill á gólf- dúknum sem var með parkett- eftirlíkingu. Parsons gekk á undan og Burden á eftir upp brattan stigann. Húsið var stórt en greinilega illa byggt og óvand- að í hvfvetna. A miðhæðinni voru f jórar dyr. — Ég er búinn að gá f svefnher- bergjunum, sagði Parsons. — En hamingjan góða, ef hún lægí nú hjálparlaus uppi á loftinu. Hann benti f áttina að enn mjórri og brattari stiga. — Þá man ég eftir þvf að það er engin pera uppi á loftinu. Parsons gekk inn I svefnher- bergið sem sneri út að götunni og skrúfaði peruna úr. — Gætið að hvar þér gangið sagði hann. Uppi var niðamyrkur. Burden skellti hleranum upp ágátt. Hann þóttist nú sannfærður um að hér myndu þeir finna hana og hann vildi Ijúka þessu af eins fljótt og mögulegt væri. Alla leiðina upp var hann að reyna að sjá fyrir sér svipinn á andliti Wexfords, þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.