Morgunblaðið - 18.12.1975, Síða 24

Morgunblaðið - 18.12.1975, Síða 24
24- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Landhelgisdeila okkar við Breta er háð á þremur vígstöðvum, á fiskimiðunum við landið, á hinum stjórnmála- lega vettvangi og í fjölmiðlum úti i heimi, aðallega þó í Evrópu. Margt bendir til þess, að við höfum ekki hugað nógu vel að þriðjá þættinum, fjöl- miðlum. Enda þótt starfandi fréttamönnum hafi lengi verið það Ijóst, er ástæða til að ætla, að atburðirnir i mynni Seyðis- fjarðar og sú staðreynd, að sjónarmið Breta á þeim atburð- um komust mun fyrr á framfæri við fjölmiðla i nálægum lönd- um, hafi opnað augu emb- ættismanna og stjórnmála- manna fyrir því, að þessum mikilvæga þætti þorskastriðs- ins hefði ekki verið sinnt sem skyldi. Sem dæmi um áhrif upp- lýsingamiðlunar má nefna, að fyrstu fregnir, sem bárust til höfuðstöðva Atlantshafsbanda- lagsins í Brússel af atburðinum við mynni Seyðisfjarðar hljóð- uðu á þá leið, að íslenzkt varð- skip hefði skotið þremur skot- um að óvopnuðum brezkum verndarskipum. Þessi fregn olli uppnámi meðal þess fjölmenna hóps erlendra fréttamanna, sem þar voru saman komnir og þegar islenzka hliðin á málinu kom að lokum til skila höfðu fyrstu fregnir mótað afstöðu manna í of rikum mæli til máls- ins. Jafnvel utanrikisráðherra sjálfur, sem var á þýðingar miklum ráðherrafundi i Brússel kvartaði undan því, að hann hefði fengið fréttirnar of seint. íslendingar i Danmörku voru furðu lostnir yfir þvi, þennan dag, að lengi dags flutti hljóð- varp og sjónvarp i Danmörku ekki aðrar fréttir af atburði þessum, en þær sem komu frá Lundúnum og hið sama er að segja um fréttaflutning í Bret- landi. íslenzka hliðin komst ekki fyrr en seint og um síðir á framfæri og þar með var mikill skaði skeður, þótt dagblöð í Bretlandi og á meginlandi Evrópu birtu síðar mikið af Morgunblaðsmyndum frá þess- um árekstrum sem gáfu allt annað til kynna en Bretar höfðu viljað vera láta. í viðtali við Morgunblaðið hinn 10. desember siðastlið- inn, sagði Níels P. Sigurðsson, sendiherra, m.a.: „Það hefur komið sér mjög illa fyrir okkur hér og málstað okkar, hve fréttir af atburðum berast seint að heiman. Um leið og eitthvað hefur gerzt hafa Bretarnir sent það i útvarp, sjónvarp og aðra fjölmiðla, jafnvel á sömu minútum og atburðirnir gerast. í sama mund hringja fréttastof- ur víða um Bretland til okkar og spyrja um okkar frásögn og þær gera það jafnharðan, hvort sem er á nóttu eða degi og við lendum oft í vandræðum vegna þess, hve seint gengur að fá fréttir að heiman. Sá sem kemur fyrstur með fréttirnar stendur mun betur að vigi, því þetta eru ekki hlutlausar fréttir og það er alltaf erfiðara að koma að leiðréttingum svo gagni eitthvað." Þessi ummæli sendiherra íslands i Lundúnum, sem stendur daglega í fremstu viglínu þar, eru staðfesting á þeim sjónarmiðum, sem hér hafa verið skýrð. Hér er áreiðanlega um margþætt mál að ræða og ekki alveg einfalt. Það er t.d. vitað, að um borð i brezku skipunum á fiskimiðun- um er margfalt fullkomnari tækjabúnaður til þess að koma fréttum samstundis til Bret- lands heldur en eru um borð í íslenzku varðskipunum. Liklegt má telja, að forsenda þess, að hægt sé að koma þessum málum i betra lag hjá okkur sé sú, að tækjabúnaður varðskipanna verði bættur mjög verulega en jafnframt þarf þá að tryggja, að þær fréttir, sem landhelgisgæzlan með þeim hætti fengi fljótar frá varðskipunum, komist strax til íslenzkra fjölmiðla og islenzkra fréttaritara hinna alþjóðlegu fréttastofnana. Þá er því ekki að leyna, að fréttamenn fjölmiðla hér á landi hafa verið mjög óánægðir með þá aðstöðu, sem þeir hafa haft til þess að flytja íslendingum sjálfum sem itarlegastar fréttir af fiskimiðunum. Sem dæmi má nefna, að í síðasta þorska- stríði var einn af blaðamönnum Morgunblaðsins um borð i varðskipi i eina viku, en hafði þá ekki leyfi til þess að hafa samband við blaðið meðan á útivist stóð og er slikt illskiljan- legt frá sjónarmiði blaða- manna. Ennfremur vakti það furðu, er Morgunblaðið hafði sent þrjá af starfsmönnum sín- um flugleiðis til Egilsstaða, með bifreið til Seyðisfjarðar og vélbát yfir í Loðmundarfjörð, að þeim var í fyrstu tilkynnt, að þeir mættu ekki koma í námunda við varðskipið Þór, en fengu síðan leyfi til þess að koma upp að hlið varðskipsins en alls ekki um borð og var upplýst, að þessi fyrirmæli kæmu frá „æðri" stöðum! Hér var þó einungis um það að ræða að fá sem ítarlegastar og nákvæmastar fréttir af at- burðunum í mynni Seyðis- fjarðar og koma þeim á fram- færi við okkar eigin lands- menn. Vissulega hefur það einnig vakið athygli íslenzkra fréttamanna, að blöð í Bret- landi birta oft mun ítarlegri fréttir af atburðum á miðunum heldur en íslenzkir fjölmiðlar geta gert fyrr en seint og um síðir, þegar skipherrar varð- skipanna koma í land. Landhelgisgæzlan hefur nú þegar hafið ýmsar aðgerðir til þess að bæta úr þessum vanköntum á upplýsinga- miðlun frá fiskimiðunum. Ekki má gleyma þeim þætti, sem snýr að utanríkisþjónustu okkar. Það er ákaflega mikil- vægt, að utanríkisráðuneytið hér í Reykjavík fái einnig sam- stundis fregnir um atburði á miðunum, sem hægt er að senda jafnharðan til sendiráða okkar erlendis svo að þau geti gefið fréttamönnum í þeim löndum sem leita til sendiráð- anna sem nákvæmastar upp- lýsingar um atburðina. UPPLÝ SINGAMIÐLUN í LANDHELGISSTRÍÐI Ovissa vofir yfir íbúum Gíbraltar Með dauða Franeos hefur að nýju vaknað spurningin um stöðu Gíbraltar. Meðan hann var á Iffi vfsuðu fbúar kletta- virkisins þráfaldlega á bug öllum tilburðum f þá átt að lima það inn I spænska rfk- ið, þrátt fvrir að þeir bvggju við hálfgert umsáturs- ástand. En hvað verður, ef lýðræði verður endurreist á Spáni og landið gerist aðili að Efnahagsbandalagi Evr- ópu og Atlantshafsbandalag- inu? Eru þá rökemdir brostnar fvrir þvf að halda uppi brczkri nýlendustjórn á Gíbraltar? Nú þegar Franco er allur, eru það ekki einungis 35 milljónir Spánverja, sem eiga sér óvissa framtíð. Syðst á Pyreneaskaga eru 25 þúdund brezkir þegnar, íbúar á Gíbraltarkletti, sem velta því fyrir sér, hvað um þá muni verða. Gíbraltarbúar töldu Franco ævinlega vera ábyrgan fyrir þeim afnahags- legu erfiðleikum, sem þeir voru hnepptir í, en samt sem áður var það hann sem manna mest virti viðleitni þeirra við að halda landi sínu brezku. Það var eðlilegt, að lýðræðis- sinnaðir íbúar Gíbraltar ynnu á allan hátt gegn því að vera lim- aðir inn í spænska ríkið, meðan þar sat við stjórnvölinn ill- ræmdur harðstjóri. En hvað verður í framtíðinni? Ekki er ólíklegt, að Spánn hneigist í átt að auknu lýðræði undir stjórn Jóhanns Karls Konungs. Með því myndu bresta mikilvægar röksemdir fyrir því að halda í brezk yfir- ráð Gíbraltar, a.m.k. yrði ekki unnt að réttlæta þau í krafti þess, að á Spáni væri fasista- stjórn við lýði. Ef lýðræði yrði endurreist á Spáni myndi landinu brátt verða boðin aðild að ýmsum samtökum og bandalögum vest- rænna þjóða, svo sem EBE og NATO. Þar með myndu einnig dvína hinar efnahagslegu hern- aðarlegu forsendur fyrir yfir- ráðum Breta á Gíbraltar. Hvað ber þá framtíðin í skauti sér fyrir ibúa Gíbraltar, sem eru síður en svo deigari i afstöðu sinni núna en fyrir ára- tug, er Spánverjar lýstu yfir þeirri áætiun sinni að ná land- inu undir sig á nýjan leik. Þeir setja traust sitt á ákvæði í formála stjórnarskrár Gíbralt- ar, sem samið var árið 1968. Þar segir að Bretar muni ekki láta af hendi yfirráð yfir Gíbraltar við nokkra aðra þjóð, nema íbú- arnir hafi lýst yfir vilja sinum þar að Iútandi með lýðræðisleg- um hætti. Árið 1967 var efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu á Gibraltar, og kom þar fram allt að því ein- róma vilji ibúanna að halda í brezk yfirráð. 12.138 greiddu atkvæði með þeim, en einungis 44 greiddu atkvæði með því að landiðyrði hluti af Spáni. Síðan hafa Gibraltarbúar orð- ið fyrir þungum búsifjum fyrir tilstuðlan Spánverja. Eftirlit á landamærunum var hert stór- lega og stöku sinnum var þeim algerlega lokað. Þá efndu Spán- verjar til mikillar áróðursher- ferðar gegn þeim, og það var jafnvel gengið svo langt að rjúfa rit- og talsímasamband við Gíbraltar, þannig að þeir hafa búið við hálfgert umsát- ursástand undanfarin 6 ár. Vitaskuld hafa þessar aðgerð- ir orðið til þess að gera Gíbralt- arbúa enn fráhverfari Spán- verjum og efla samstöðu þeirra og brezka þjóðernis- vitund. Og í raun réttri hafa aðgerðir Spánverja heft öfug áhrif við það sem til var ætlazt. Gíbraitarbúar hafa i stöðugt ríkara mæli leitað ásjár hjá Bretum, og Bretar hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafa orðið að standa við ábyrgð sína gagnvart Gí- braltarbúum eftir því sem fjandskapur Spánverja í garð þeirra hefur magnazt. Á stjórnmálasviðinu er stór hópur manna, sem hefur skipað sér undir merki flokksins „Sameining við Bretland", en hann er í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Flokkurinn hef- ur barizt fyrir traustara sam- bandi við Breta frá þvi að Spán- verjar hófu herferð sína á hendur þeim. A þessu ári hafa samningar- menn átt miklum sigri að hrósa, því að því hefur verið lýst yfir bæði af hálfu brezku rikis- stjórnarinnar og landsstjórnar- innar -4 Gíbraltar, að verka- menn á Gibraltar muni njóta sömu réttarstöðu og hafa sömu grundvallarréttindi og verka- menn á Bretlandi. En þrátt fyr- ir þetta hefur Roy Hattersley aðstoðarutanríkisráðherra lýst yfir því, að sameining Bret- lands og Gíbraltar sé ekki á döfinni eins og sakir standi. Sameiningarsinnar vænta annars sigurs innan tiðar, þvi að búizt er við að Bretar fallist á að veita íbúum Gíbraltar brezk borgararéttindi. Sagt er að hér sé um að ræða málamiðl- un leiðtoga sameiningarsinna, Maurice Xiberras, og Sir Jos- hua Hassan ráðherra, en hann er andvígur algerri sameiningu við Bretland, enda þótt hann sé mjög hlynntur áframhaldandi yfirráðum Breta á Gibraltar. Þessir tveir menn bræða nú með sér drög að stjórnarskrá, Eftir Francis J. Cantos sem lögð verður fyrir brezku ríkisstjórnina. íbúar Gíbraltar velta því nú mjög fyrir sér, hvaða stefnu eftirmenn Francos muni taka. Vitað er, að flest stjórnmálaöfl og hópar á Spáni, hvaða nafni, sem þau nefnast, vilja að Spán- verjar fái á nýjan Ieik yfirráð yfir þessu mikla klettavirki. Og ekki er ólíklegt að leitazt verði við að beita öðrum aðferðum en hingað til hafa tfðkast til að koma málinu í framkvæmd. Einnig má búast við því, að nýlenduvandamál Spánverja í Norður-Afríku geti haft ein- hver áhrif á framtíðarstöðu Gí- braltar. Getum hefur verið leitt að því, að Spánverjar muni beita sér fyrir þvi af auknum krafti að fá Gibraltar afhent, ef Marokkóbúar gera áfram tilkall til yfirráða yfir Spænsku- Sahara. Og ennfremur hefur orðrómur verið á kreiki um, að Spánverjar og Marokkómenn hafi komizt að samkomulagi í Saharadeilunni. Sé lausnin þess efnis, að Marokkómenn hafi fallizt á að leita ekki eftir áhrifum í spænsku byggða- kjörnunum í Ceuta og Melilla fyrr en Spánverjar hafa fengið Gíbraltar afhent. Það má því með sanni segja að óvissa um framtíðina svífi yfir vötnunum i litla klettavirk- inu syðst á Pýreneaskaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.