Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 SÉRVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT SÍLD & FISKUR ÞÓR — 1 gær var unnið af fullum krafti við að gera til bráðabirgða við skemmdir á varðskipinu Þór. Hluti af þyrluþilfarinu var tekinn burtu og verður ekki gert við skemmdirnar til fullnustu fyrr en meiri ró verður á miðunum umhverfis landið. Ljósmynd Sv. Þorm. Vemdarskipum Breta fækkar SAMKVÆMT TALNINGU Land- helgisgæzlunnar á miðunum f gær voru 19 brezkir togarar að ólöglegum veiðum á miðunum fyrir austan. 16 þeirra eru nokkuð dreifðir á svæðinu austnorðaustur af Langanesi, en þrír voru að veiðum norðaustur af Hvalbak. Varðskipið Týr fór f gær til þess að stugga við togurunum þremur, en þeir hífðu allir vörpurnar um leið og sást til varð- skipsins. Togaranna er gætt af tveimur freigátum, Leander og Brighton, en aðeins einn dráttarbátur er enn á miðunum og er það Euroman. Lloydsman hefur hald- ið heim. Þá er Othello farinn af miðunum, en hann hefur Hausa leyst af hólmi og er annað aðstoðarskipið á miðunum, hitt er Miranda. A miðunum fyrir austan eru nú Týr, Öðinn og Ægir, en f tveimur Fiskbirgðir í lágmarki: „Þrisvar sinnum meiri sölu- möguleikar 1976 en 1974 — segir Guðjón B. Olafsson — VIÐ HÖFUM þegar orðið alvarlegar áhvggjur af að hafa ekki nóg af þorskflökum þegar kemur fram á mitt næsta ár og sama gæti orðið upp á teningnum með aðrar tegundir fisks. 1 stað þess að liggja með óþægilega miklar fiskbirgðir, eru þær nú þegar f lágmarki, sagði Guðjón B. Olafsson, framkvæmdastjóri Icelands producfs f Bandarfkjun- um, en það er dótturfvrirtæki Samhandsins þar. Stjórnarfundur í fvrirtækinu var haldinn í Harrisburg fvrir skömmu og þar kom fram, að á fvrstu 10 mánuð- um þessa árs hefði orðið mikil söluaukning á freðfiski. A þetta einkum við um þorskflök, en f lok nóvember hafði salan á þeim orð- ið rúmlega 50% meiri en hún var allt árið 1974. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Guðjón B. Olafsson í Harrisburg og spurði hann hverju hann þakkaði þessa miklu sölu- aukningu. Hann sagði, að ekki væri hægt 'ð þakka 1 ' inn einu aukningun,;. cn unnið hefði verið að þessu allt árið Þýðingarmiklir kaupendur hefðu bætzt í hópinn. Þá hefði verið unnið að aukinni fiskaframleiðslu heima á Islandi, þar sem kaupendur notuðu þenn- an fisk sífellt meir. „Salan á Bandaríkjamarkaði hefur gengið mun betur en ég þorði að vona fyrir 4—6 mánuð- um. Ég hef þegar orðið áhyggjur af að hafa ekki nóg af þorskflök- um þegar kemur fram á mitt næsta ár. Sölumöguleikar á þorsk- flökum á árinu 1976 gætu orðið þrisvar sinnum meiri en 1974. I stað þess að liggja með óþægilega miklar birgðir, eigum við nú al- gjörar lágmarksbirgðir. Þá sjáum við einnig fram á að eiga ekki nægar birgðir af blokk á næsta ári.“ Guðjón sagði, að þegar Alaska- ufsinn hefði komið á Bandaríkja- markað á árunum 1972 og 73 hefði hann tröllriðið öllu og ýtt þorskinum m.a. til hliðar. Þá hefði blokkin fallið úr 84 centum pundið niður í 57 cent vegna þessa. Allt síðastliðið ár hefði hins vegar betri fiskur unnið á að nýju og væri enn í sókn. Aðspurður sagði Guðjón, að ekki væri hægt að húast við frekari hækkun á þroskflökum á næstunni, Langstærstu kaupend- urnir væru veitingahúsakeðjur þ.e. „fish and chips" staðir, og verðið þar væri eins hátt og frekast væri hægt. Benda mátti á að góður hamborgari með kartöfl- um kostaði hjá McDonald 1.05 dollara, þorskur með kartöflum 1.39—1.59 dollara. — Hins vegar eru öll rök, sem mæla með því, að almennar fisktegundir eigi eftir að hækka í verði, og mestur mögu- leikar eru á að blokkin hækki f framtíðinni. Að sögn Guðjóns eru nú greidd 84 cent cif. fyrir hvert pund af flökum frá Islandi og fyrir hvert pund af blokk 60 cent. hinum síðastnefndu eru frétta- menn, frá útvarpinu i Ægi en frá sjónvarpinu i Óðni. Þá skýrði Landhelgisgæzlan frá því í gær, að olíubirgðaskip flotans, Tidepool, væri farið af miðunum, en í stað þess er komið rúmlega 30 þúsund tonna skip, Olwen A 122, og mun það sjá verndarskipunum fyrir olíu. Bráðabirgðaviðgerð á varð- skipinu Þór gengur samkvæmt áætlun, en hún hófst í gær. Mun Þór láta úr höfn til gæziustarfa fyrir helgina. Batnandi sölu- liot lur á loðnu MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að allsæmilega horfi nú með sölu á frystri loðnu til Japans á komandi loðnuvertíð. Sem kunnugt er þá gekk mjög illa að selja frysta loðnu á þennan mikil- væga markað á s.l. loðnuvertíð. Kemur þetta m.a. fram í sam- bandsfréttum. Ennfremur segir, að sala flestra fisktegunda gangi mjög vel um þessar mundir og verðlag fari heldur hækkandi. Þó finnist nokkrar undantekningar, sérstak- lega ufsinn, en söluhorfur á ufsa- afurðum séu mjög slæmar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að heildarhalli frystiðnaðar- ins verði 500—700 millj. króna á I árinu. ÍSLAND og Júgóslavía leika landsleik í hand- knattleik i kvöld i Laugardalshöllinni. Takist íslenzku leik- mönnunum vel upp eiga þeir möguleika á að komast á Ólympíu- leikana í Montreal i Kanada á næsta ári. Á myndinni sjást tveir fslendinganna, sem um þessar mundir leika í Þýzkalandi, þeir Gunnar Einarsson og Axel Axels- son, og síðan þeir Björgvin Björgvinsson og Árni Indriðason. Vörugjald framlengt: Lækkar í 10% um ára- mót 6% 1. september Minni lækkun niðurgreiðslna en ráðgerð var Matthías Á. Mathiesen, ijármálaráðherra, lagði íram á Álþingi í gær tillögu um að vörugjaldið, sem falla átti niður um áramót, yrði framlengt, þó þannig, að það lækkaði í 10% hinn 1. janúar n.k. og lækkaði sfðan aftur í 6% hinn 1. september 1976 og gilti til ársloka næsta ár. Jafnframt skýrði fjármálaráð- herra frá því, að dregið yrði úr fyrirhugaðri læ.kkun niður- greiðslna, þannig að fjárveiting til niðurgreiðslu vöruverðs yrði 700 milljónum króna hærri en ráðgert hefði verið. Sagði ráð- herrann, að þessi ákvörðun væri nauðsynleg til þess að fylgja fram þeirri meginstefnu fjárlagafrv. að það leiddi ekki til verðhækkana. Um ástæðurnar fyrir framleng- ingu vörugjaldsins, sagði Matt- hías Á. Mathiesen, að þessar ráð- stafanir sameiginlega mundu styrkja fjárhag ríkissjóðs um 1500 milljónir króna á næsta ári. Hann sagði, að búast mætti við 3,5 millj- arða greiðsluhalla á ríkissjóði í ár. Við endanlega afgreiðslu fjárlaga yrði að reikna með vöxtum og afborgunum af skuld ríkissjóðs við Seðlabankann, sem stofnað hefði verið til á þessu ári og yrði að ætla til þess a.m.k. 900 milljón- ir króna. Þá mundu margvíslegar skuldbindingar, sem efnt hefði verið til vegna sjávarútvegsins, kosta ríkissjóð um 900 milljónir króna á næsta ári. Ræða fjármálaráðherra um framlengingu vörúgjalds er birt í heild á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.