Morgunblaðið - 18.12.1975, Side 20

Morgunblaðið - 18.12.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Artic Cat — Panther 1976 Þennan sleða PANTHERINN hafa stærstu vél- sleðaframleiðendur í U.S.A. Artic Cat Enterprises, frámleitt lítið breyttan í útliti frá 1 966 en með stöðugum tæknilegum endurbót- um. PANTHERINN sló í gegn árið 1966 og er enn sölu- hæstur á kröfuharðasta markað heims. PANTHERINN ER ÞRAUTREYNDUR FERÐALANGUR. Til afgreiðslu strax PANTHER 440 cúbic eða 40 hestöfl PANTHER 500 cúbic eða 45 hestöfl Örfá stykki óseld. VÉLABORG Sundaborg — Klettagörðum 11 — Simi 86680. Nytsamar jólagjafir VtamlJorQ Nýkomnir krómaðir bakkar margar gerðir hæða Kr. 2.945 hæða Kr. Köku- bakkar Kr. 1.795.— fallegir bakkari bakkabönd Kr. 2.750.- SENDUM f PÓSTKRÖFU GLERVÖRUR Laugav. 22 - Hafnarst. 1 - Bankast. 11 - Reykjavik Kaupmenn, Kaupfélög, innkaupastjórar. Hið vinsæla og þroskandi Matador-spil fyrirliggjandi. Hagstætt verð. Pantið strax. R.8B3ET: 'i:? APPÍRSVÖRUR^ Skúlagötu 32. Simi 84430 — 84435. Hlýog falleg bók... Þorjpir Þor^irsson Það ereitthyaðsem enginn veit b'jidurinimínwr Unryjar Jó/unmesdónur frn/jixmuýri |f Það er eitthvað sem enginn veit eftir Þorgeir Þorgeirsson Bernskuminningar Líneyjar Jó- hannesdóttur frá Laxamýri eru fágætlega kvikar og lifandi myndir frá horfinni veröld. Hnit- miðaðar frásagnir og skörp at- hyglisgáfa bregða birtu yfir ó- venjulegt mannlíf á höfuðbólinu Laxamýri í Þingeyjarsýslu og æftmenn Jóhanns Sigurjónsson- ar skálds. Þetfa er hlý og falleg bók sem ber vitni um næma skynjun og djúpar tilfinningar. Þorgeir Þorgeirsson hefur farið meistarahöndum um efnivið sinn. Hann hefur þjappað miklu efni saman f knappan og kjarn- yrtan texta. Honum hefur tekist að halda í frásögninni yfirbragði eðlilegs talmáls en gætt hana um leið þeim eigindum góðs rit- máls sem gera hana fnarkvissa og eftirminnilega. Þorgeir held- ur fullum trúnaði við málfar Lín- eyjar, sem er sérkennílegt og blæbrigðarfkt og nær oft skáld- legri upphafningu. Þetta er bók sem er allt í senn: þjóðlífslýsing, safn skemmtilegra frásagna, einstakar persónulýs- ingar og meitlað bókmenntaverk. IÐUNN Geir Hallgrímsson: „Aldrei komið til tals að ég fari til London” „ÞAÐ HEFUR aldrei komið til tals að ég færi til London,“ sagði Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra er Mbl. bar undir hann frétt brezka blaðsins Sunday Mirror, þar sem haft er eftir diplómatískum heimildum á Is- landi, að Geir myndi innan fárra daga þiggja boð Wilsons forsætis- ráðherra um að koma til Lundúna til viðræðna um lausn landhelgis- deilunnar. Ung hjón í gæzlu grunuð um fjársvik HJÖN um tvítugt hafa verið úrskurðuð í allt að 30 daga gæzlu- varðhald af sakadómi Reykjavík- ur vegna gruns um aðild þeirra að miklu fjársvikamáli f fyrrahaust. Var þá svikin tæp milljón út úr opinberu fyrirtæki. Handtaka hjónanna er í tengslum við hass- málið mikla sem upp komst um helgina. 4 í gæzlu vegna fíkniefnamála FJÓRIR aðilar sitja nú í gæzlu- varðhaldi í sambandi við rann- sókn tveggja stórra fíkniefnamála sem upp hafa komið á undanförn- um dögum. Þrir ungir menn eru í gæzlu vegna fíkniefnasmyglsins sem upp komst um s.l. helgi, þegar reynt var að smygla fíkniefnum I bíl sem fluttur var frá Hollandi. Þá er einn maður f gæzluvarðhaldi vegna annars máls, en sá var tekinn á Kefla- vfkurflugvelli þegar hann var að reyna að smygla til landsins 2 kg af hassi. Vitni vantar FIMMTUDAGINN 11. desember, um klukkan 8,45 var ekið fyrir leigubfl sem var á leið suður Grensásveg, en bifreið sú sem ök í veg fyrir leigubilinn kom frá Ár- múla. Til þess að koma í veg fyrir árekstur beygði leigubílstjórinn frá, en rann við það til á hálli götunni og lenti á umferðar- merki. Þetta var litill sendiferða- bíll sem ók i veg fyrir leigubílinn, en leigubílstjórinn náði ekki nið- ur númeri hans. Talið er að fjöldi vitna hafi verið að þessari ákeyrslu, og eru þau beðin að gefa sig fram við umferðardeild rannsóknarlögreglu. Kínverskur leiðtogi látinn Tokyo 16. desember — AP. KANG Sheng, einn af helztu ieiðtogum kínverska kommún- istaflokksins, lézt f dag eftir langvarandi veikindi, að þvf er segir f útvarpsfrétt frá Peking. Það var hin opinbera frétta- stofa Hsinhua, sem skýrði frá andláti hans án þess að ti 1- greina hvaða sjúkdómur varð honum að bana. Kang var einn átta meðlima fastanefndar stjórnmáladeildar miðstjðrnar flokksins. Var hann álitinn f jórði valdamesti maður Kfna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.