Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 32 Þróun og hugmynd □ Sigurjón Björnsson: □ SALARFRÆÐIII. □ Hlaðbúð 1975. □ Páll Skúlason: □ HUGSUN OG VERULEIKI. Q Brot úr hugmyndasögu. □ Hlaðbúð 1975' ÞRÖUNARFERILL mannsins nefnir Sigurjón Björnsson ann- an hluta Sálarfræði sinnar. Efnið er viðamikið, en í inn- gangi kveðst Sigurjón „leggja megináherzlu „á að Iýsa þeim breytingum, sem verða á mann- inum frá einu æviskeiði til annars, og leiða í ljós ýmsa áhrifaþætti breytinganna." Sigurjón hrekur þá kenningu ,,að þróun staðni á fullorðinsár- um og síðan taki hnignunar að gæta. Þó að þetta kunni að gilda um líkamsþroska manns- ins, á það ekki við í sálrænum og félagslegum efnum. Þróun á sér stað allt til æviloka." Sálar- fræði fjallar að mestu um bernsku- og æskuár, fullorðins- ár eru miður rannsökuð að sögn Sigurjóns þrátt fyrir mikinn áhuga í þátt átt á síðustu árum. Kaflaheiti gefa nokkra hug- mynd um viðfangsefni Sigurj- óns Björnssonar að þessu sinni: Mismunandi viðhorf til þróun- ar, Áfangar á þróunarferli, Málþróun, Þróun siðgæðis- kenndar. Heimildaskrá er löng, enda leitast Sigurjón einkum við að skýra frá kenningum annarra. Margir frægðarmenn eru kallaðir til vitnis, meðal þeirra eru Sigmund Freud, Erik H. Erikson, Jean Piaget, Lawrence Kohlberg og Noam Chomsky. Þótt Sálarfræði Sigurjóns Björnssonar sé fyrst og fremst kennslubók held ég að margir, ekki síst foreldrar og kennarar, geti haft gagn af henni. Sama er að segja um fólk, sem hefur áhyggjur af aldri sínum. Sigurjón hefur margt að segja því til glöggv- unar og hughreystingar. Önnur bók, sem einnig er kennslubók eða handbók fyrir námsmann, höfðar ekki síður til almennra lesenda. Þetta er Hugsun og veruleiki, sem höfundurinn Páll Skúlason kallar brot úr hugmyndasögu. Það er ánægjulegt að geta hermt frá því að bókum um heimspeki fjölgar á íslensku. Fyrir nokkrum árum kom út Tilraun um manninn eftir Þor- stein Gylfason, mikill fjör- sprettur ungs lærdómsmanns. Páll Skúlason er mun yfirveg- aðri höfundur en Þorsteinn Gylfason, forðast flugeldasýn- ingar, ástundar heimspekilega ró eins og ekkert liggi á að ráða allar gátur. Páll Skúlason segir að ef til vill hafi flest okkar orðið fyrir svipaðri reynslu og þeirri sem Brynjólfur Jónsson frá Minna- Núpi lýsir f bók sinni Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna (1912): „Þá er jeg var kominn svo langt, að jeg hugsaði með orðum, spurði jeg sjálfan mig, af hverju það mundi vera: að jeg var jeg, en ekki einhver annar: að jeg var núna, en ekki einhverntíma áður, og að jeg var hjer, en ekki einhyerstaðar annarsstaðar." Eins og Páll Skúlason bendir á er heimspekisagan „í rauninni saga þeirrar togstreitu sem skapast á ýmsum tímum milli kenninga um heiminn og spurninga um tilveruna sem ekki hafa fengið viðunandi svar.“ Ætlun sína segir Páll Skúla- son vera „aðeins að víkja að örfáum atriðum úr þeirri sögu sem sýnir hvað skýrast óvissu manna og öryggisleit, hug- myndasögunni.“ Veigamikill þáttur bókar Páls fjallar um lífsskoðun og nauðsyn hennar með hliðsjón af skoðunum Brynjólfs Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og kenninga Hegels, sem eru ítarlega rædd- ar. En um vanda heimspekinn- ar til að „skapa alhygð meðal manna" er Páli Skúlasyni kunnugt um: „Sem tilraun til að hugsa veruleikann í heild sinni er heimspekin barátta gegn allri stundrung og tvistr- un. Sem tilraun til að sameina mannkynið er hún barátta gegn öllu ofbeldi." Heimspekin er því síður en svo fræðilegt dek- ur við allt og ekkert, heldur á hún sér tilgang. Það virðist mér Páli Skúlasyni takast að sann- færa lesandann um. Nasistarnir enn Q Francis Clifford: □ NAZISTl A FLÓTTA. QSkúli Jensson þýddi. Q Hörpuútgáfan 1975. BLAÐAMAÐUR í leit að hátt- settum SS-foringja í Suður- Ameríku. Nasistarnir enn. Óþrjótandi efni jafnt vandaðra höfunda sem venjulegra reyfarahöfunda. Spenningur, átök, makleg málagjöld. Hvað vilja lesendur meira? Er þetta ekki tilvalið til afþreyfingar? Francis Clifford er að mfnum dómi góður reyfarahöfundur. Bækur hans eru afþreyingar- efni án þess að vera ein- feldntngslegt. Kostur þeirra er m.a. hraður stíll, sem leyfir enga útúrdúra. Clifford er til dæmis ekkert gefinn fyrir það að vera sífellt að fræða lesand- ann. Hann snýr sér beint að efninu. Lesandinn er fljótlega orðinn þátttakandi í æðislegum leik og sleppir ekki bókinni fyrr en henni er lokið. Satt er það að bækur Cliffords skilja ekki mikið eftir. En var það nokkurn tíma markmið hans? Á frummálinu nefnist Nazisti á flótta spænska nafninu Amigo, amigo. Sögusviðið er Guatemala. Við kynnumst frumstæðu lffi í afskekktu byggðarlagi. Þar hefur SS- foringinn fyrrverandi komið sér fyrir, stundar lækningar og er vinsæll. Blaðamaðurinn gengur hreint til verks. En þegar hann hefur náð bráðinni gerast óvæntir atburðir. Stiga- menn taka sem gísla SS- foringjann, innfædda sambýlis- konu hans og blaðamanninn. Blaðamaðurinn kynnist klókindum SS-foringjans, sem hefur gert sínar ráðstafanir þegar hann sá hvert stefndi. Aberandi einkenni stíls Francis Cliffords eru hin mörgu samtöl, sem stundum ná yfir margar síður. Þessi samtöl detta ekki út úr atburðarásinni eins og stundum vill verða f reyfurum, heldur eru þau ómissandi þáttur. Mikið er af spænskum orðum og jafnvel heilum setningum. Hugsanlega er þetta til trafala fyrir lesanda, sem ekki kann spænsku. Þó held ég að spænsk- an skýri sig að mestu sjálf f textanum. Lesandinn getur með dálitlu ímyndunarafli (sem reyfaralesendur þurfa líka að hafa) áttað sig á merk- ingu orðanna. Svo vikið sé að þýðingu Skúla Jenssonar er hún betri en þýðingin á Njósnara í netinu eftir sama höfund f fyrra. Þegar Skúli vandar sig getur hann náð prýðilegum árangn. Það er algjör misskilningur að litlar kröfur eigi að gera til þýðinga afþreyingarbóka. Sigurjón Björnsson Páll Skðlason Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Norrœni andinn Grímur Thomsen: ÍS- LENZKAR BÓKMENNTIR OG HEIMSSKOÐUN. Andrés Björnsson þýddi og gaf út. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1975. ÍSLENZKAR bókmenntir og heimsskoðun er ein þeirra fáu bóka á jólamarkaði, sem opnuð er með mikilli eftirvæntingu. Ritgerðir og ræður eftir Grfm Thomsen f umsjá Andrésar Björnssonar og með formála eftir hann er bók, sem enginn áhugamaður um íslenskar bók- menntir að fornu og nýju getur látið fara fram hjá sér. Þetta hljómar kannski eins og auglýs- ing. En að þessu sinni hafa þessi orð við rök að styðjast. Efni bókarinnar er frumsam- ið á dönsku og birt í þýðingu Andrésar Björnssonar. Eins og kunnugt er komst Grímur Thomsen til metorða í Dan- mörku þrátt fyrir áhyggjur móður hans af hinum gust- mikla syni. Hann kynntist skáldum og lærdómsmönnum og á honum var tekið mark eins og Andrés Björnsson lýsir í for- málanum. Blöðin fóru um hann lofsamlegum orðum og til stóð að hann semdi íslenska bók- menntasögu á dönsku þótt ekki yrði úr því. En drög þessarar bókmenntasögu er að finna i Islenzkar bókmenntir og heims- skoðun. Nokkuð lýta bókina þrálátar endurtekningar Gríms vegna þess að hann fjallar yfir- leitt um sama efni og skoðanir hans haggast ekki, en hjá þessu verður ekki komist nema um- skrifa bókina. Metnaður fyrir Islands hönd og íslenskra bókmennta er ein- kenni á málflutningi Gríms. Hann er að ræða við erlenda menn um Island. I fyrirlestrin- um Um stöðu Islands í Skandi- navfu einkum með tilliti til bók- Grfmur Thumsen Andrés Björnsson mennta segir hann til dæmis um uppruna Islendinga: „Ekki var það svo, sem stundum vill verða, að þangað kæmi afhrak- ið eða óharðnaðasti hlutinn af þjóðum Skandinavíu, öðru nær. Hér var ekki aðeins um að ræða kjarna hinna gömlu Skandi- nava, hrausta Norðmenn, held- ur og hina djörfustu þeirra, sjálfan blómann af frjáls- huguðustu, ríkustu og óháðustu mönnum Rogalands og Þrænda- laga, sem leituðu í fjarlægð til Islands undan harðstjórn Haralds hárfagra“. Það eru hin- ir útvöldu, sem Grfmur er að tala um og öll ræða hans um Island og íslenska menningu mótast af þessu viðhorfi. Ef okkur þykir það gagnrýnilaust ættum við að hafa í huga tíma Gríms og hans eigin skáldskap. Honum var það að minnsta kosti mikilvægt að sanna fyrir sjálfum sér að til nokkurs væri að vinna að yrkja á islensku. I ritgerðinni Sérkenni ís- lenzkra bókmennta er fróðleg- ur samanburður á grískri og íslenskri menningu. Að dómi Gríms er það „ekki aðeins ástríðan í hæglátu þolgæði sínu, ekki heldur kyrrlát gníst- andi vonzka, sem skilur norrænan og suðrænan anda, það er miklu fremur óbifandi viljafesta, sem æðir ekki né ólmast með ofsa náttúruaflsins, heldur lægir sífellt ofsann og sígur hann í sig, lætur hann jafnt og þétt knýja innstu drif- fjöður ákvörðunarinnar, sem hæfilegt væri að nefna kyrrleiksástríðu“. Um þessa kvrrleiksástrfðu fjallar Grímur aftur og aftur, styður mál sitt með dæmum úr bókmenntum og mannlífi. Hann dregur fram kosti norræns anda í því skyni að hvetja Skandinava að leita „til þess tungumáls, sem sér- staklega er skuggsjá anda þeirra“. Skandinavísk skáld, sem að hans mati eru trú sér- kennum norræns skáldskapar, eru Oehlenschláger í Dan- mörku, Tegnér í Svíþjóð, Wel- haven í Noregi. En það eru ekki aðeins tengsl og mótsagnir grísks og islensks skáldskapar, sem Grfmi er í mun að sýna. Indverskur og arabískur skáldskapur kemur einnig við sögu. Meðal þess, sem ég býst við að vekja muni Framhald á bls. 38 Stakan og tímans tönn VÍSNASAFNIÐ III. Sigurður Jðnsson frá Haukagili tók saman. Ið- unn 1975. Einkunnarorð Vfsnasafnsins eru sótt til Sveins Hannessonar frá Elivogum: Flest þó moli timans tönn trausta boli hylji, stakan þolir frost og fönn flóðaskol og bylji. Við höfum heyrt margar vís- ur af þessu tagi. Skáld stökunn- ar óttast aðlist þeirrasé ekki Iengur f hávegum höfð og glati- gildi sínu. Þess vegna kveða þeir í sjálfa sig og aðra kjark. Að þeirra dómi er mikilvægt að stakan falli ekki í gleymsku. Vísnasöfn Sigurðar Jónsson- ar frá Haukagili, þrjú eru kom- in út, sanna að engin ástæða er til að örvænta. Hagmælt fólk er enn á meðal okkar. Vísurnar eru að minnsta kosti iðkun máls, ögun hugsunar. Þegar best lætur skáldskapur. Aftur á móti held ég að leitun sé á vel hagmæltu ungu fólki. Um end- urnýjun vísunnar er víst ekki Sigurður Jónsson frá Haukagili að ræða. Hún verður áfram inn- an hins hefðbundna ramma. Ég er einn þeirra, sem hafa ánægju af að blaða í Vfsnasöfn- um Sigurðar Jónssonar frá Haukagili. Þótt allt sé ekki gull- vægt í þeim eru þau skemmti- leg heimild um lausavísuna. Sigurður „beitir vfða veiðiklón- um“ eins og Sigurður Snorra- son bóndi á Gilsbakka í Hvftár- síðu yrkir um hann. Hann er auk þess smekkvís, vandar val sitt eftir föngum, er góður leið- sögumaður vísnanna. Það er dá- lftið áberandi í þessu nýja safni að hann skýtur inn vísum eftir kunn skáld til þess að auka reisn safnsins: Guðmund Böðv- arsson, Guðmund Friðjónsson, Jakob Thorarensen, Jóhann Sigurjónsson, Jóhannes úr Kötlum, Jón úr Vör, Sigurð Breiðfjörð, Stefán frá Hvítadal, Steingrím Thorsteinsson, Stein Steinarr, Stephan G. Stephans- son og Þorstein frá Hamri svo nokkir séu nefndir. Meðal af- kastamestu vísnaskálda safns- ins eru Egill Jónasson, Karl Kristjánsson, Páll H. Jónsson, Rósberg G. Snædal og Stein- grímur Baldvinsson. En það eru ekki eingöngu hinir frægu (skáld og hagyrð- ingar), sem kunna list stökunn- ar. Hér læt ég standa að lokum vfsu eftir Guðrúnu Auðunsdótt- ur húsfreyju í Stórumörk: 1 æsku minni ól ég djúpa þrá eins og blómið kyrrt á sinni rót. Aldrei var mér greitt við Galtará, en garpur bar mig yfir Markarfljót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.