Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975. 39 Kveöja: Gxmnar Sigurðsson Fæddur 2. febrúar 1928. Dáinn 26. nóvember 1975 Fyrstu kynni mín af Gunnari voru suöur á Melum, hjá gömlu loftskeytastöðinni. Þannig stóö á því, að ég var í stýrimannaskól- anum. Árið 1936, um vorið, rétt fyrir burtfararpróf, fór Ottó B. Arnar kennari með okkur nem- endur suður eftir til að sýna okkur stöðina, bæði úti og inni, og tilgang hennar. Þar hitti ég Gunnar í fyrsta sinni. Var hann þar ásamt öðrum f knattleik. Einnig var þar Guðmundur frá Brennu með tveim aðstoðarmönn- um. Voru þeir að hreinsa og mála stengurnar, þegar mig bar að. Var þá Gunnar ekki hár í loftinu og í væringjapeysu, stuttbuxum, snoð- klipptur með eldrauðar kinnar, enda fékk hann nafnið Epla- rauður, þótt síðar meir væri, enda var hann ekki nema 8 ára, þegar fundum okkar bar saman í fyrsta sinni. Hlustaði hann á þegar Ottó var að segja okkur, að stöðin hefði komizt í gagnið árið 1918, og fyrsta íslenzka skipið, er hafði fengið loftskeytatæki, væri ,,Goðafoss“, er strandaði við Straumnesfjall, hinn 30. nóvem- ber 1916. Hafði það flýtt mikið fyrir því að stöðin komst í gagnið svo fljótt, sem raun ber vitni. Hafði m.s. Goðafoss verið i Ameríku i hafnarborginni New York fyrri hluta nóvember- mánaðar árið 1916. Hafði Marconífélagið þar á staðnum sett stöðina í skipið og einnig á Melun- um á sínum tíma. Liðu nú árin. Fór ég nú til sjós að prófinu loknu á stríðsárunum síðari. Gunnar var i Bretavinnu hér í bænum, í Laugarneskampi. Þar var maður verkstjóri, er nefndur var Gústi Ben., fullt nafn: Ágúst Benjamínsson, er margir kannast við síðar meir. Gunnar vann við ýmis störf hér og þar, þó einkum við höfnina, bæði hjá Valdemar Þórðarsyni h.f., Eimskip og S.I.S. og mörgum öðrum. Var Gunnar velþekktur alls staðar, sökum dugnaðar og ósérhlffni. Var hann mjög laginn á öll ökutæki og ýmislegt fleira, enda var hann mjög sjaldan at- vinnulaus, sökum lipurðar og góð- mennsku og drengskapar i alla staði. Vil ég nú votta börnum hans og aldraðri móður mfnar innilegustu samúð. Pétur Pétursson sömand. Ellert Guðjónsson afhendir Sigurði Ólasvni, röntgenlækni, tækið, sem er á milli þeirra. Ljósm.: Sv. P. Fjórðungssjúkrah úsið á Akureyri fœr gjöf Akureyri, 15. desember — LlONS-klúbbur Akureyrar hefur um alllangan tfmasafnað fé til kaupa á leitartæki vegna brjóstakrabbarannsókna f þvf skyni að búa I haginn fyrir væntanlegar hópskoðanir kvenna. Vegna þess hve tækið er dýrt leitaði Lions- klúbburinn stuðnings frá ýms- um félagasamtökum f bæ og héraði og hlaut mjög jákvæð svör og undirtektir. M.a. munu flest kvenfélög á svæðinu hafa lagt málinu lið, og þar að auki starfsfólk Fjórðungssjúkra- hússins, Iðnaðarbankinn á Akureyri, Slippstöðin á Akureyri, Akureyrardeild Hjúkrunarkvennafélags Islands, Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélagsins og ýmsir Lionsklúbbar. Formaður Lions-klúbbs Akureyrar, Ellert Guðjónsson, afhenti tækið i gær Fjórðungs- sjúkrahúsinu og veitti Torfi Guðlaugsson, framkvæmda- stjóri, því viðtöku. Þeir Sig- urður Ölason, röntgenlæknir, og Þóroddur Jónasson, héraðs- læknir, formaður Krabba- meinsfélags Akureyrar, þökkuðu gjöfina með ræðum og Gunnlaugur Jóhannsson, raf- virki sjúkrahússins, skýrði raf- búnað og notkun tækisins. Við- staddir afhendinguna voru full- trúar flestra þeirra kvenfélaga og annarra aðila, sem unnið höfðu að söfnun fjár til kaup- anna. Hið nýja tæki er afar vandað og fullkomið að allri gerð enda að mestu leyti um sérsmíði að ræða. Það tekur mjög skarpar myndir, sem greina minnstu vefjabreytingar, en sleppir eng- um röntgengeislum út fyrir hið þrönga myndsvið. Með því er hægt að fylgjast með sjúkdóms- breytingum, sem alls ekki væri gerlegt að greina með venjuleg- um tækjum. Tækið kostaði 3,3 milljónir króna auk tolla og annarra aðflutningsgjalda. — Sv.P. Sveinn H. Skúlason formaður BFÖ 29. NOVEMBER s.l. var haldið 9. sambandsþing Bindindisfélags ökumanna í Reykjavfk. Mörg atriði varðandi áfengis- og um- ferðarmál voru rædd á þinginu. Stjórn sambandsins var kjörin til næstu tveggja ára. Forseti sam- bandsins var kjörinn Sveinn H. Skúlason. Meðal ályktana þingsins voru eftirfarandi: „9. þing BFÖ vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að stefna að auknum slysavörnum í umferð- inni og leggur m.a. til eftir- farandi: Að reglugerð um gerð og búnað bifreiða verði nú þegar endur- skoðuð og aukin, í likingu við kröfur Svía og Bandaríkjamanna. Jafnframt verði allar bifreiðar, sem skráðar verða eftir 1. júlí n.k. að fullnægja slíkum reglum. Séu reglur upprunalands bifreiðar strangari en kröfur okkar, þá verði bifreiðin ekki með minni búnaði en þar er krafist." „Sambandsþing Bindindis- félags ökumanna, haldið 29. nóv. 1975 telur, að vátryggingarupp- hæðir, sem eiganda vélknúins ökutækis er skylt að kaupa, sam- kvæmt umferðarlögum, séu allt of lágar og ófullnægjandi. Skorar þingið á háttvirt Alþingi að hlutast til um, að vátryggingar- upphæðir verði hækkaðar mun meira en lagt er til í 19. gr. frum- varps til laga um breytingar á umferðarlögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Leggur þingið til, að upphæð sú, sem skylt verði að vátryggja fyrir, verði hækkuð i 15.000.000 króna á hvern einstakling, sem fyrir líkamstjóni verður, og að heildarupphæð vegna eins og sama tjóns verði 50.000.000 króna. Upphæðir þessar gildi óháðar tegund ökutækis. Þá telur þingið nauðsynlegt, að upphæðir þessar verði bundnar framfærsluvísi- tölu.“ Nýtt smámiðahapp- drætti Rauða krossins RAUÐI kross Islands er um þess- ar mundir að hleypa af stokkun- um nýjum flokki smámiðahapp- drættis og er þetta þriðja smá- miðahappdrætti Rauða krossins á þessu ári. Að þessu sinni eru 1240 vinningar; 350 ilmvatnssett f gjafapakkningu, 520 3ja punda sælgætisgjafapakkningar, 350 baðsett f gjafapakkningu, 200 dýrir vasakveikjarar, 10 full- komnar hrærivélar og 10 ferðir til Tenerife á Kanarfeyjum. Miðin kostar 25 krónur og er innsiglaður, þannig að strax sézt hvort vinningur hefur komið upp. I fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir, að vegna eðlis miðanna og vinninganna séu þeir tilvaldir til að senda með jólakort- um og styðja góðan málstað um leið. Miðarnir eru seldir f verzlunum um land allt á vegum deilda Rauða krossins, og hagnaði einungis varið til innanlands- starfsemi. AllGI.VSlNCASÍMINN ER: 22480 JlUrgunblabib TRAMPS skórnir tilvalin jólagjöf Skóverzlun Þórðar Péturssonar V/AUSTURVÖLL, KIRKJUSTRÆTI 8, SÍMI 14181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.