Morgunblaðið - 18.12.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.12.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Sigurður Bjarnason sextugur Sigurður Bjarnason, sendiherra íslands i Kaupmannahöfn á sext- ugsafmæli í dag og hvarfla því hugir fjölmargra vina til hans. Minnst er fjölþættra starfa af- mælisbarnsins í landsins þágu allt frá því á námsárum. Áhugi, atorka, geðfelldur og snjall málflutningur ruddi Sig- urði Bjarnasyni fljótt leiðina til áhrifa, hvar sem hann fór. Hann var formaður Stúdentaráðs Há- skóla Islands og ungur þingmaður Norður-Isfirðinga eins og fyrr hafði verið afi hans, séra Sigurð- ur Stefánsson í Vigur. Síðan var hann um þriggja áratuga skeið oddviti Vestfirðinga innan fjórðungs sem utan með mikilli reisn. Hefur mér sem flestum öðr- um. er Sigurði hafa kynnst farið svo, að þegar ég heyri Vestfirð- inga getið kemur mér Sigurður í Vigur í hug, og er það hvorum tveggja, Vestfirðingum og Sig- urði til sóma. bað var Sjálfstæðisflokknum mikill styrkur að fá Sigurð Bjarnason til liðs við hugsjónir fiokksins og baráttumál. Hann var ótrauður eldhugi í hita barátt- unnar, sem lét sér á stundum ekki allt fyrir brjósti brenna en kunni þó ávallt fótum sfnum forráð og hafði áhuga á fjölþættustu mál- efnum er til heilla mættu horfa i andlegum og veraldlegum efnum. Þessir hæfileikar komu þá um leið og ekki síður Morgunblaðinu að gagni, en í þágu þess starfaði Sigurður um þriggja áratuga skeið, lengstum sem ritstjóri, og brúaði þar bil þróunar og breyt- inga, þegar yngri menn tóku við af frumkvöðlum, með þeim hætti, að aldrei varð lát á vexti og við- gangi blaðsins. I byrjun árs 1970 lét Sigurður Bjarnason af ritstjórn Morgun- biaðsins og þingmennsku og tók við hinu virðulega embætti sendi- herra Islands I Kaupmannahöfn. Hefur Sigurður þar sem hvar- vetna annars staðar getið sér hið besta orð, aflað sér vinsælda með Dönum og orðið islenskum hags- munamálum að miklu liði. Féll það í hans hlut að fylgja fyrstu íslensku handritunum heim, er Danir afhentu okkur þann þjóðar- arf. Enginn vafi er á, að mikil, vandasöm og vegleg störf bíða Sigurðar Bjarnasonar, og fylgja honum og konu hans. Ölöfu Páls- dóttur, myndhöggvara, og fjöl- skyldu þeirra, óskir vina heima og heiman um gæfurfka framtíð. En að lokum, svo að vitnað sé I orðalag, er allir vinir afmælis- barnsins þekkja: „Gott er að fylgja ráðum gamals og viturs Lappa“, — og þess vonumst við til, vinir þinir. Sigurður, að njóta lengi enn. Geir Hallgrímsson Herra ambassador Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyrrum al- þingismaður Norður-Isa- fjarðarsýslu og síðar Vest- fjarðakjördæmis, er sextugur I dag. — Ég vil af því tilefni færa honum hugheilar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum I lífi hans, með kærri þökk fyrir löng og góð kynni. — Þá vil ég og nota tækifærið til þess, að festa að blað nokkrar minningar mínar frá þingmennskuárum hans og sitt- hvað fleira úr önnum dagsins, en við áttum ýmislegt saman að sælda á þeim árum. Sigurður Bjarnason er fæddur I Vigur 18. desember 1915, sonur hinna merku hjóna, frú Bjargar Björnsdóttur og Bjarna Sigurðs- sonar bónda, hreppstjóra og odd- vita í Vigur, sem ungur að árum hlaut mikil mannaforráð I fæðing- arsveit sinni, Ögurhreppi, að látn- um föður sínum, síra Sigurði Stef- ánssyni alþingismanni frá Vigur. Bjarni í Vigur er Iátinn, en móðir Sigurðar, frú Björg, lifir mann sinn og dvelur í skjóli barna sinna. Sigurður frá Vigur ólst upp I glöðum systkinahóp á hinu merka og mannmarga heimili foreldra sinna I Vigur og fór að vinna að búinu strax og aldur og þrek leyfði. Snemma mun hugur Sigurðar Bjarnasonar hafa staðið til mennta, því góðum gáfum var hann gæddur svo sem hann á kyn til. Hann hóf nám við Menntaskól- ann á Akureyri strax og aldur leyfði og brautskráðist þaðan stúdent árið 1936, 21 árs að aldri. Þá lá leið Sigurðar í Háskóla Islands og þaðan varð hann lög- fræðingur árið 1941. Hann fór síð- ar til framhaldsnáms I lögfræði til Englands. Árið 1942, þá 27 ára gamall, hugði Sigurður á framboð til Al- þingis fyrir Norður- Isafjarðarsýsiu, hafði hann af því tilefni samband við mig og fleiri Hnífsdælinga um stuðning við framboð sitt og uppfrá því hafa kynni okkar verið mikil og góð og ávallt hef ég treyst Sigurði til fulltingis hverju máli er til heilla horfði fyrir kjördæmi hans, hvort sem það var Norður- Isafjarðarsýsla eða síðar allt Vest- fjarðakjördæmið. Sigurður vann yfirburðasigur í kosningunum 1942 og hélt ávallt síðan þingsætinu f sýslunni. Strax við komu sína á þing sýndi Sigurður að hann var fullur áhuga á að vera kjördæmi sínu að eins miklu liði og frekast var unnt. Hann þurfti að mörgu að hyggja, því á þessum árum var þetta víðlenda kjördæmi mann- margt, þá var búið við nær hvern fjörð og hverja vík, ef svo má að orði komast. Sigurður ávann sér fljótt traust og álit kjósenda sinna og fjöl- margra annarra íbúa héraðsins fyrir dugnað sinn og var ávallt kosinn með miklum meirihluta á þing. Sigurður tók upp þann sið, að halda leiðarþing f kjördæminu, hverju sinni að loknu Alþingi, en þann hátt á hafði Jón Auðunn haft á sfnum þingmennskuárum, að ég man. Á þessum leiðarþing- um skýrði Sigurður frá gangi mála á Alþingi og hvað áunnist hefði í málum héraðsins hvað fjárframlög snerti. Við tíðar heimsóknir í kjördæmið varð Sig- urði vel ljóst hverjar voru brýn- ustu þarfir þess og hvernig bæri að leysa þær í samvinnu við heimamenn. Sigurði varð snemma ljóst hve samgöngur á landi í héraðinu voru erfiðar og erfitt að ráða bót á þeim vanda. Hann beið því ekki boðanna er það spurðist að til sögunnar væru komin mikilvirk tæki til vegagerðar, er áður voru óþekkt hér á Iandi, jarðýturnar. Þær komu með Amerfkumönnum til landsins, er þeir tóku við af Bretum. Sigurði var það mikið áhugamál, að þorpin vestanvert við ísafjarðardjúp kæmust öll í vegasamband. Hann beitti sér því fyrir lagningu Bolungarvfkurveg- ar um Óshlíð. Þetta var söguleg framkvæmd, stórvirki, sem fáa dreymdi um að væri möguleg, en með komu jarðýtunnar tókst þessi vegalagning með ágætum undir umsjón góðs verkstjóra og verk- fræðingá. Þá má heldur ekki gleyma því, að Sigurður barðist árum saman fyrir lagningu vegar um tsafjarðardjúp og alltaf tókst honum að þoka veginum áfram spotta fyrir spotta, en á sl. sumri var vegurinn loks opnaður alla leið, þó hann sé ekki að fullu frágenginn. Að þessu máli stóðu svo allir þingmenn Vestfjarða- kjördæmis, eftir kjördæmabreyt- inguna. Þegar ég varð oddviti Eyrar- hrepps árið 1948, varð samvinna okkar Sigurðar mjög náin. Oft þurfti ég að leita til hans um úrlausn mála fyrir heimabyggð mína og ávallt varð Iiðveisla hans jákvæð, þó um erfið fjármál væri að ræða og ávallt hafði hann ráð undir hverju rifi. — Já, það er margs að minnast frá þessum ár- um og þingmennsku Sigurðar fyr- ir hérað á norðurhjara veraldar. Mér verða alltaf minnisstæð við- brögð hans, er þá raun bar að dyrum okkar Hnífsdælinga, að stílhreint og mjög gott barna- skólahús okkar hreinlega fauk á sjó út 27. febrúar 1953. Þá varð hreppsnefnd Eyrarhrepps að leita fljótt ásjár Sigurðar, sem brást vel við og kom strax á vettvang, enda búinn að hafa samband við mig sem oddvita strax og hann frétti af atburðinum. Mér er það enn í fersku minni, er fé þraut til að ljúka byggingu hins nýja skóla- húss í stað þess sem fauk, að Sigurður hafði milligöngu við rík- isstjórnina um að fá bætur fyrir gamla húsið. Hann fór á fund formanna þingflokkanna og ræddi vandamálið. Þeir brugðust vel við og hétu málinu stuðningi sfnum, að því tilskildu að þing- flokkarnir samþykktu það og sú varð raunin á og þannig leystist þessi vandi. Það er ekkert leyndarmál, að Sigurður Bjarnason sinnti marg oft allskonar kvabbi kjósenda sinna á þingmennskuárum sfnum um útvegun á einu og öðru, sem beinlínis, svo ekki sé meira sagt, heyrði ekki til störfum hans sem þingmanns. Ekki síst var þetta áberandi á þeim árum, er innflutningshöftin voru í al- gleymingi og gæti ég komið með mörg dæmi þessa, en það heyrir fortfðinni til. Einn var sá málaflokkur, sem Sigurður bar mjög fyrir brjósti, en það voru umbætur i hafnar- málum kjördæmisins. Þegar hann kom fyrst á þing, var mörgu ábótavant í þeim málutn. Hann beitti sér fyrir bryggjubyggingu á helstu viðkomustöðum Djúpbáts- ins. Þetta bætti mjög aðstöðu bænda við að koma frá sér afurð- um og draga björg í bú. Af því, sem ég hefi sagt um atorku og dugnað Sigurðar, ekki síst á þingmennskuárunum fyrir Norður-Isafjarðarsýslu, er ekkert ofsagt, því hann leit á starf sitt sem þjónustu við byggðarlagið og vildi ávallt hlut þess sem mestan. Eitt var það líka, sem ég tók eftir í fari Sigurðar en það var hve um- talsfrómur hann var um stjórn- málaandstæðinga sína, ef þá bar á góma i viðræðum, enda hafði hann traust manna langt út fyrir sinn eiginn flokk, það sannaði fylgi hans f fjölmörgúm kosning- um. Svo sem kunnugt er kom Sig- urður víða við á vettvangi stjórn- mála. Hann var um tima ritstjóri blaðsins Vesturlands á Isafirði, bæjarfulltrúi og forseti bæjar- stjórnar Isafjarðarkaupstaðar og átti þá í miklu stjórnmálaþrasi, sem þó virtist ekki raska ró hans. Síðar gerðist hann blaðamaður og meðritstjóri við stærsta blað landsins, Morgunblaðið. Sigurður Bjarnason er mikill ræðumaður á mannfundum, eins og þeir fleiri, Vigurmenn, og mun það ættarfylgja. Sigurður Bjarnason er kvæntur mætri konu, listakonunni frú Ólöfu Pálsdóttur Ólafssonar frá Hjarðarholti f Dölum. Hafa þau hjón eignast tvö efnileg og vel- gefin börn. Ég vil að lokum endurtaka af- mæliskveðju mína til vinar míns og árna honum og fjölskyldu hans allra heilla um ókomin ár. Einar Steindórsson. Fishing News International: „Án fisks á ísland enga framtíð Fyrsti hluti Náttúruminjaskrár Norðurlands vestra kominn út „ÁN FISKS, sem er meir en 75% af útflutningnum, á Island sér enga framtíð: Næst stærsta eyja Evrópu á engar aðrar auðlindir til að nýta.“ Þetta segir m.a. í forystugrein brezka tímaritsins Fishing News International sem er nýkomið út. 1 þessu tölublaði er 10 sfðum varið undir frásagnir af íslenzka hraðfrystiiðnaðinum, og nefnist fyrirsögnin „Island byggir sina framtíð á 100 hrað- frystihúsum." Sá sem ritar þessa grein nefnist David Glen og hefur hann ferðast víða um landið í þvf skyni að kynnast fiskiðnaðinum, og hefur hann viðað að sér miklu efni, sem sagt er frá á nokkuð skilmerki- legan hátt. I fyrstu segir hann frá uppbyggingu frystihúsanna og sögu íslenzks sjávarútvegs á þess- ari öld. Þá fjallar hann nokkuð um íslenzka togaraflotann. Einnig hefur greinarhöfundur heimsótt islenzk frystihús víðsvegar á landinu eins og t.d. Isbjörninn h.f. í Reykjavík, Isfélag Bolungar- víkur h.f„ Isfélag Isfirðinga h.f., Hraðfrystihúsið Norðurtanga h.f. á Isafirði, Freyju h.f. á Suðureyri, Hraðfrystihús Eskifjarðar h.f. og Síldarvinnsluna h.f. f Neskaup- stað. Er sagt frá hvernig þessi Forsfðumynd Fishing News er tekin f fslenzku frystihúsi, þar sem verið er að vinna humar. fyrirtæki fá hráefni frá togur- unum og segir höfundur grein- arinnar að ef skuttogaraflotinn væri ekki fyrir hendi, væru þessi hús illa á vegi stödd. SAMTÖK um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) hafa á undanförnum árum unnið að skrásetningu náttúruminja á Norðurlandi f samvinnu við Nátt- úruverndarráð. Með náttúruminjum er átt við hvers konar sérstakar landslags- myndanir, svo sem fossa, hella, dranga, gil, framhlaupshóla o.s.frv., jarðfræðilegar minjar, svo sem fundarstaði steingerv- inga, svo og staði með rikulegum eða sérstökum gróðri, dýralífi o.s.frv., en þar má nefna t.d. flæðiengjar. Félagið hefur nú sent frá sér fyrsta hluta þessarar svonefndu náttúruminjaskrár, þ.e. Náttúru- minjaskrá Norðurlands vestra (Húnaþings og Skagafjarðar), í fjölrituðu formi. I skránni eru tilgreindir rúm- lega eitt hundrað staðir og svæði, sem félagið telur mikilvægt að vernda í vestursýslum Norður- lands. Er þeim skipt í fjóra flokka: I. Stór landslagssvæði, II. Strandlendi og eyjar, III. Vot- lendi og vötn og IV. Ymsar lands- lagsminjar. Af stærri svæðum, sem SUNN leggur til að vernda sérstaklega, má nefna Bjargasvæðið í V-Hún„ hluta Vatnsdals og Þings í A-Hún. og hluta af Hegranesi í Skaga- firði. I formála skrárinnar kemur fram, að tilgangur hennar sé fyrst og fremst að vekja athygli á nátt- úruverndargildi hinna skráðu minja. Félagið vonar, að vitneskjan um þetta gildi geti orðið minjunum einhver vernd, eða a.m.k. orðið til þess að menn hugsa sig um áður en þeir raska þeim. Skráin fæst afhent á Náttúru- gripasafninu á Akureyri (Nátt- úruverndarstofu). (Frétt frá SUNN).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.