Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 25 Q Bóndinn og bílstjórinn Meyvant á Eiði. □ Jón Birgir Pétursson skráði. Q Örn og Örlvgur. Reykjavlk 1975. Ein ævisagan enn munu ýms- ir segja og það að vonum, en ég kvað þó fljótlega upp þann dóm við lestur þessarar sögu, að helzt mætti það að henni finna, að hún væri óþarflega stutt, svo efnismikil sem hún er og svo mörgu og mörgum sem sögu- maðurinn hefur kynnzt þau hartnær áttatiu ár, sem hann hefur lifað og starfað i Reykja- vík. Sá, sem skráð hefur sög- una, er og svo vel ritfær, að verk hans er bæði honum og sögumanninum til sóma, en hann hefði gjarnan mátt gefa sér meira tóm til að sitja yfir Meyvant og fá hann til að fara rækilegar út í sumt sem sögu- legast er af því, sem hann einn getur gert skil, en hefði að minnsta kosti haft gildi sem hressandi frásagnarefni. Meyvant er fæddur 5. apríl 1894 í Guðnabæ í Selvogi, þar sem faðir hans var fátækur út- vegsbóndi. Ur Guðnabæ fluttist fjölskyldan austur að Sogni í Ölfusi, en vist hennar þar varð ekki löng. 1 ágúst 1896 „riðu yfir Suðurlandsundirlendið hinir miklu jarðskjálftar," sem felldu í Árnes- og Rangárvalla- sýslum 1300 bæjarhús og skemmdu á þriðja þúsund húsa, að þvf er menn vita bezt. Þeim ógnum lýsti með ágætum vel Ölafur Ólafsson, þá prestur í Arnarbæli, en síðar kunnastur sem fríkirkjuprestur i Reykja- vík. Er lýsing hans á hamförun- um birt orðrétt í þessari bók. Foreldrar Meyvants hrökkluð- ust til Reykjavíkur með börn sín tvö, Meyvant og Þórönnu Rósu, sem var heitin eftir föður-ömmu sinni, dóttur þeirra Natans Ketilssonar og skáldkonunnar Vatnsenda- Rósu. Eftir flutninginn til Reykjavíkur hefur Meyvant átt hér heima. Meyvant segir svo: „I fátækrabasli okkar kom sér vel að eiga dugmikia og ákveðna móður. Dugnaður hennar og ósérhlífni var ein- stök. Vitaskuld höfðum við börnin mun meira samband við hana en föður okkar, sem var langtímum fjarri heimilinu til sjós. Húsmóðurstarfið upp úr aldamótum var ekkert sældar- brauð, en liklega var ekki kvartað eins yfir því hlutskipti þá og nú á dögum heimiistækj- anna. Mér er i fersku minni vatnsburður móður minnar. Hún hélt með skjólurnar niður í lindina, sem var við flæðar- málið, rétt austan við þann stað, sem Kveldúfshúsin standa nú við Skúlagötu. Þá bjuggum Meyvant Slgurðsson en þokaði þeim fátæku frá sér og vildi sem minnst með þau hafa. Þessi framkoma kennar- ans sárnaði mér mjög. Fór svo, að ég hreinlega neitaði að mæta meira i skólanum og þrátt fyrir að reynt var að fá mig til að láta af þessari ákvörðun minni varð mér ekki þokað, — í skólann vildi ég ekki fara framar." Tilvitnanirnar í frásögn Mey- vant ásamt því litla sem ég hef þar bætt við um sjálfsbjargar viðleitni hans í bernsku og æsku, fela 1 sér furðu nákvæma lýsingu á gerð hans, svo sem hún birtist í allri bókinni. Hann hefur haft til að bera mjög sterkt framtak, ærna hug- kvæmni og ráðsnilli til bjargar Hart gegn hörðu en hjartað gott við í Arnljótsbæ við Hverfis- götu þar sem nú er norska sendiráðið.“ ... Seinna getur Meyvant svo um það strit húsmæðra að bera hundrað punda kolapoka á bak- inu frá morgni til kvölds þegar skip komu með kolafarm. En i framhaldi af því, sem áður er til vitnað orðrétt, segir hann: „Lífsbaráttan var hörð, og í henni urðu allir að taka þátt, líka börnin. Það var litill tími til leikja, þeim mun meira að taka til hendinni við eitthvað, sem gat fleytt fram lífi fjöl- skyldunnar. Þannig kynntist ég ungur, hvernig ég gat bjargað mér og verið sjálfum mér nógur um flest.“ Hann lýsir því og rækilega, hve ráðsnjall hann var og framtakssamur um að vinna sér og heimilinu eitthvað Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN inn. Þá er það frásögnin af skólagöngu Meyvants: „Skóla- ganga mín var ekki löng. I tvo vetur var ég i barnaskóla. Það var allt mitt nám, utan það ég gekk í lýðskóla í Bergstaða- stræti 3 til að læra tungumál. Þann skóla rak Ásmundur Gestsson. en skólinn var kennd- ur við Ásgrím Magnússon. Mér gekk vel fyrri veturinn í barna- skóla, mjög vel. Ég var 1 efstu sætunum. Seinni veturinn fékk ég nýjan kennara. Þá dundu ósköpin yfir. Þessi kennari lét börn ríkra foreldra ganga fyrir, sér og sinum í hvers konar vanda og þrengingum, næma samúð með olnbogabörnum til- verunnar og þeim, sem grátt hafa verið leiknir — og verið fús til að rétta þeim hjálpar- hönd, svo sem í hans valdi hef- ur staðið. Ennfremur hefur hann verið gæddur viðkvæmu stolti og ósveigjanlegum þráa gagnvart ójöfnuði og ranglæti. Sumum mun svo áreiðanlega virðast að það sé kostuleg þver- sögn, að hann hefur ávailt verið hörkusjálfstæðismaður í stjórn- málum, en nánar að gætt er svo ekki. Lífsreynsla hans allt frá bernsku- og æskudögum hefur mótað í samræmi við eðli hans þá lífsskoðun, að fyrsta boðorð hvers og eins til eigin sjálfs- bjargar sé fyrst og fremst þetta: Sjálfur leið þú sjálfan þig, enda væru þá allir sem einhvers mættu sín skyldir til að leggja þeim lið, sem hjálpar væru þurfandi, á hvern hátt sem það kynni að reynast unnt. Svo efnismikil sem þessi ævi- saga er, eru engin tiltök til að víkja verulega að einstökum efnisatriðum jafnvel þótt skemmtileg séu og gætu verkað sem krydd f þurri og bragðlítilli ritfregn. I bókinni er ekki aðeins að finna sögu Meyvants, heldur fjölmargs þess merkasta, sem gerzt hefur á þróunarskeiði Reykjavíkur- borgar. Margt af því hefur verið áður um fjallað, en þrátt fyrir það er þorri þess mjög fróðlegur, ekki sizt hinum ungu kynslóðum i borginni og raunar á landinu öllu. Annars er mest i söguna að sækja um þróun sam- göngumála á landi, í borginni og utan hennar. Meyvant lifði áratug hestvagna og var öku- maður sem unglingur á slíkum farartækjum. meðal annars lystivögnum góðborgaranna, var og meðal annars oft og tiðum ekill séra Ólafs fríkirkju- prests. Þá var og Meyvant einn í fararbroddi þeirra, sem óku hér fyrst bifreiðum, bæði til mann- og vöruflutninga, og er urn það efni víða forvitnilega fjallað i sögunni. Hann lýsir og vel ýmsum af þeim fjölmörgu mönnum, sem hann hefur haft kynni af á lífsleiðinni og þó að hann hafi stundum lent í nokkrum útistöðum við suma þeirra, ann hann þeim sann- mælis. Einna mest þykir mértil koma þeirrar myndar, sem hann bregðurupp af Alexander prófessor Jóhannessyni, en Meyvant hafði á seinustu árum þess ágæta manns, allmikið saman við hann að sælda. Seg- ir hann réttilega, að minningu slíks heiðurs- og heillamanns hafi ekki verið sá sómi sýndur, sem vert væri. Bókin flytur fjölda mynda. Þær eru prentaðar á mynda- pappír og skotið sem einni heild inn á milli annarrar og þriðju lesmálsarkar. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON □ Tómas Guðmundsson: □ LÉTTARA HJAL. □ Inngangsritgerð eftir Eirfk Hrein Finnbogason. □ Forni 1975. Það er að vissu leyti ihug- unarefni hve íslenskum Ijöð- skáldum hefur löngum veitst auðvelt að tjá sig í óbundnu máli. Léttara hjal er dæmi um hve góður prósaisti Tómas Guð- mundsson er. Eins og nafn þessarar bókar bendir til má ætla að í henni sé húmor. Annað skáld, Steinn Steinarr, er að sama skapi og Tómas Guð- mundsson prósaisti og húmor- isti. En hjá báðum er alvaran með í ferðum. Steinn er beisk- ari, háð hans er næstum ban- vænt, en Tómas gætir hófs. Að vísu er í Léttara hjali fáeinar „opinberar aftökur", en sem betur fer þurftu andstæðingar Tómasar að vera í meira lagi gáfaðir til að skilja að þeir væru dauðir. Þess vegna lifðu þeir ádeilu skáldsins af. Léttara hjal nefndust þættir í gamla Helgafelli (1942—1946), sem þeir ritstýrðu Tómas Guð- mundsson og Magnús Ásgeirs- son. Tómas var höfundur 4>ess- ara þátta. Utgáfu þeirra nú í bók tileinkar hann minningu Magnúsar. Auk þess birtist í bókinni ritgerð Tómasar um Magnús. Þessi bók er því ilmur frá dögum Helgafells, áhrifa- miklu tímabili íslenskrar menningarsögu. I inngangsrit- gerð sinni segir Eiríkur Hreinn Finnbogason um Helgafell og ætti að vera óhætt að trúa honum því að hann talar af reynslu: „Ritið var vandað, stórbrotið og óvenjulegt bæði að efni og yfirbragði. Ritstjór- arnir tveir voru í fremstu röð bókmennta- og málsnillinga, kröfuharðir um vinnubrögð, við aðra jafnt sem sjálfa sig, vökulir, hugkvæmir og frjóir.“ Um tíma Helgafells segir Eirík- ur Hreinn: „Þessi ár voru undarlega þrúgandi þrátt fyrir stríðsgróða og örar þjóðfélags- breytingar. Innilokunar- og ein- angrunarkennd var sterk, stöðugar fréttir af stríði og manndrápum úr næstu löndum — eins og skotdrunurnar heyrðust I námunda — og lítið sem ekkert annað að frétta.“ Með þetta f huga ber nýjum lesanda að nálgast Léttara hjal Tómasar. Það, sem fyrst hlýtur að vekja athygli, er hve öfga- laus Tómas er. Hann er ein- Tómas Guémuwdsson arður, stundum er honum meira en lítið heitt í hamsi, en hann gerir sér ljóst að „örlítill skammtur af græskulausu skopi getur hjálpað mönnum ótrúlega mikið til þess að sjá sjálfa sig í réttu ljósi og réttri stærð“. Enginn skyldi þó halda að í Léttara hjali séu saman komnir einhvers konar grín- þættir. 1 ítarlegum eftirmála, Nokkur eftirmálsorð til skýr- ingar, leiðir Tómas Guðmunds- son okkur í allan sannleika um þetta. Hann sér þættina úr nokkurri fjarlægð, vegur þá og metur, stundum gagnrýninn i eigin garð. Hann játar til dæmis að til séú þeir hlutir i Léttara hjali, sem veki honum nokkra blygðun. „Þannig hefði ég að skaðlausu getað sparað mér ýmis skopyrði um góðvini mina,“ segir Tómas. Ég býst við að mörgum komi á óvart hve Tómasi er mikið í mun að beina skeytum sínum gegn íslenskum nasistum. Menn hafa ef til vill haldið að raunverulegur nasismi meðal íslendinga hafi bara verið þjóð- saga. Eins og Tómas bendir á í Eftirmálsorðum voru á Islandi margir ágætir lýðræðissinnar, sem veigruðu sér lengi við að fordæma nasismann. Tómas er ekki í þessum þáttum jafn ákafur baráttumaður gegn kommúnisma og nasisma, enda ætlaði hann Léttara hjali það hlutverk að vega ofurlítið upp á móti sefasýki í þjóðfélaginu. En hann er kommúnistum síður en svo þægur, samanber skrif hans um „guðsótta kommúnista". 1 Eftirmálsorðum telur Tómas sig sælan „að hafa aldrei látið freistast til að dylja afstöðu sína til styrjaldaraðiljanna eða þess stjórnarfars, sem barizt var um, enda hafði ég vist svip- aða trú á þúsund ára ríki Hitlers sem hinu stéttlausa ver- aldarþjóðfélagi Karls Marx, sem mér er tjáð, að hafi átt að standa til loka heimsins, ef ekki lengur". Margt er sem betur fer fyrnt, sem Tómas Guðmundsson fjall- ar um í Léttara hjali. Þó er þessi tími einkennilega nærri fyrir margra hluta sakir. Enn eru á meðal okkar menn, sem hikandi eru í afstöðu sinni gegn sovétvaldinu, keimlíku þeim nasisma, sem við stærum okkur af að hafa lagt að velii. Enginn efast um að þessir menn eru flestir í eðli sínu lýðræðis- sinnaðir. Enginn ráðamaður held ég að treysti sér til að verja skoðanir Jónasar Jóns- sonar á listum eða stimpla alla mótherja sina kommúnista. En tortryggni í garð listamanna er þó furðu lifseig eins og Kjar- valsstaðamálið vitnar um. Hall- grímskirkja er risin og enginn fer um hana háðulegum orðum lengur. Aftur á móti er deilt um varðveislu gamalla húsa. Um menningarverðmæti liðins tíma er Tómas Guðmundsson ómyrk- ur í máli þegar hann er að benda Reykvíkingum á nauð- syn þess að standa vörð um borgina. Er ekki bókaútgáfan enn í sama farinu? Þannig mætti lengi telja það, sem er skylt og óskylt með timuni Léttara hjals og okkar tímum. Happasælla er samt að líta i bókina sjálfa og lesa sér til fróðleiks og ánægju. Gildi þess- arar bókar er ekki fyrst og fremst falið í þvi að hún sýnir okkur með óvenju glöggum hætti inn í liðinn tíma. Mest er um vert að hún er heimild um öndvegisskáld. Á blöðum hennar kynnumst við skáldinu og manninum betur en á flest- um öðrum stöðum. Það er brýnt meðal annars vegna þess að stundum er okkur sagt að Tómas Guðmundsson sé aðeins hlutlaus fegurðardýrkandi. Hvílík fásinna um skáld, sem lýsir grundvallarsjónarmiðum sinum með jafn eftirminni- legum hætti: „Ég hef alltaf litið á það sem einhverja mestu ógæfu, sem nokkurn mann geti hent, að skorta einurð og kjark til að kannast við þær skoðanir, sem koma heim við sann- færingu hans, og ekki veit ég heldur dæmi þess, að nokkur hafi til lengdar harmað það að hafa reynzt sannfæringu sinni trúr.“ Ilmur frá dögum Helgafells

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.