Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 Að vera með heiminn íkokinu eða sinn eigin íslenzka tón____ — SAMVINNA mín og Hall- dórs var mjög góð og mér ein- staklega ánægjuleg: Hann tók mér vel en ég reyndi að ónáða skáldið sem minnst. Ég valdi flest ljóðin og samdi nokkur lög við þau, en einnig benti Nóbels- skáldið mér á eldri lög við nokkur ljóða sinna. Það eru nefnilega til býsna mörg lög við ljóð Halldórs, svona sitt í hvurri sýslunni, bæði gömul lög og ný. Það var Árni Johnsen, þús- undþjalasmiður frá Vest- mannaeyjum, sem hafði orðið. Við höfðum tyllt okkur niður á heimili hans í Vesturbænum í Reykjavík. Heitar kleinur og köld mjólk biðu á borðum. Við ætluðum að spjalla um nýju plötuna hans — ,,Eg skal vaka“, þar sem Árni syngur 13 ljóð eftir Halldór Laxness og Nóbelsskáldið les sjálft tvö Ijóða sinna, Jón Sigurðsson bassi, útsetti lögin en í tveimur lögum syngja þau Sigríður Ella Magnúsdóttir og Garðar Cortes með Arna. Fimm laganna á plötunni eru eftir Árna Johnsen, tvö eftir Árna G. Jörgensen og hin fimm eru eldri, smalað saman sitt úr hverri áttinni. Það er erfitt að skilgreina tónlist þessarar þriðju breiðskífu Árna, þar er linsoðið popp þar er fornt fs lenzkt tvísöngslag og flest af- brigði tónlistarinnar þar á milli útfærð og flutt í stíl Árna. Öll ljóðin eru prentuð á vandaðri plötukápu. Við héldum rabbi okkar áfram. PRAKKARASKAPUR OG VlSNARAUL — Það er eins og í huga manns kvikni ákveðin stef þeg- ar sum ljóð eru lesin og þannig var það með mig þegar ég fletti Kvæðakveri Laxness fyrir nokkrum árum. Hljómarnir leituðu á mig og ég gerði lög við nokkur ljóða hans. Ég var þá byrjaður á þessum prakkara- skap að syngja inn á plötur og ætli það séu ekki ein þrjú ár liðin síðan ég fór að velta því fyrir mér að syngja ljóð Hall- dórs inn á plötu. — Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er bölvuð ekki- sen frekja í mér að vera að troða mér fram á þessum hálf- heilaga vettvangi, ekki meiri söngvari en ég er. Það að gefa út plötu á Islandi er sumum svo hátiðlegt fyrirbæri. Það er ekki lengur reiknað með að almenn- ingur syngi nema í réttunum og á fylliríssamkundum, þar sem fólk veit hvorki í þennan heim né annan. Vísnaraul þekkist varla lengur — því miður. — Ég dreif mig svo í haust í að gefa út plötu með Ijóðum Halldórs og ég held ég fari með rétt þegar ég segi að þetta sé í fyrsta skipti sem slík plata með ljóðum eftir Nóbelsskáld er gefin út. Það má ef til vill segja að þetta sé ævintýraleg með- ferð á Nóbelsskáldi en það er heldur ekkert Nóbelsskáld, sem er eins auðskilið fyrir alla sína þjóð og Halldór Laxness er fyr- ir íslendinga og ég vona að Halldór Ijafi haft svolítið gam- an af uppátækinu. UTGEFANDINN SVAF YFIR SIG — Ég ætlaði mér aldrei að gefa plötuna út sjálfur, en eig- Rabbað við * Arna Johnsen um við ekki bara að segja að útgefandinn hafi sofið yfir sig. Það versta sem mér er gert, er þegar mér er siglt í strand, svo ég sá mér ekki annað fært en að trekkja utanborðsmótorinn upp og ýta sjálfur á flot. Ég stofnaði eigið fyrirtæki Milljónaútgáf- una Einidrang, og sit uppi með með söluskattsnúmer og til- heyrandi, en hef hvorki tíma né áhuga á að vera „bísnissmað- ur“. — Nafnið á fyrirtækinu, jú, sjáðu til, flest sem ég geri er meira eða minna tengt Vest- mannaeyjum, því Eyjarnar eiga í rauninni þann, sem þar er alinn upp, þó maður sé að tuða þetta hér og þar. Vegna lítillæt- is míns, þá valdi ég lítinn drang í Vestmannaeyjaklasanum sem nafna á fyrirtækið — Eini- drang. Hitt nafnið á fyrirtæk- inu — Milljónaútgjáfan — kom meira upp úr gamni, ágæt kona sagði að þetta væri alveg millj- ón og þar með var nafnið kom- ið. Annars notar Laxness nafn- ið „Milljónafélagið" í bók sinni „Atómstöðin", en hugmyndin að nafninu Milljónaútgáfan er aðeins tilviljun. — Nei, þetta blessaða brölt mitt kemur ekki til af gróða- sjónarkmiðum — ekki frekar en hjá þeim sem reit Flateyjar- bók. Þetta er íslenzkt efni og skemmtilegt, góð ljóð, og það er manni hvatning að koma slíku efni á framfæri, þegar enda- laust er bunað yfir þjóðina er- lendri tónlist með erlendum textum, oftast fáránlegum, og sumir opinberir aðilar dekra við þessa tónlist. MEÐHEIMINN I KOKINU — Jafnvel þeir sem eru að framleiða plötur fyrir islenzkan markað eingöngu, en sitja ekki með heiminn i kokinu, semja Framhald á bls. 26 mwmmwmwm—mmi 59 sitja heima hjá sér og ímynda sér alla hluti” JÓHANNA Þráinsdóttir er höf- undur skáldsögu, sem hlotið hefur heitið UTRÁS og er nýkomin út hjá Almenna bóka- félaginu. Þetta er fyrsta bók Jóhönnu en áður hefur hún fengizt við kennslu, þýðingar nir ímis önnur störf. Við ra'ddum við Jóhönnu og spurðnm fvrst hvert upphaf bókarinnar hefði verið: — Ég hef gert talsvert af því að þýða skemmtisögur eða reyf- ara og oftast hefur mér ofboðið svo innihaldið að mér hefur orðið hugsað til þess að leggja þyrfti meiri rækt við þennan þátt bókaútgáfu en gert hefur verið. Þegar allt kemur til alls, þá eru skáldsögur eða afþreyingarbókmenntir það sem fjöldinn les. Svo finnst mér gaman að skrifa — væri ekki að þessu annars — og bókin er ekki komin út af því að ég hafi einhvern gífurlegan metnað. Ég lét þó aldrei verða af því að reyna að skrifa bók fyrr en ég ákvað að vinna ekki í hálft ár og fór til Bandaríkjánna til að skipta um umhverfi og sjá mig um. Þar lagði ég drög að sög- unni, en byrjaði ekki að ákrifa hana fyrr en ég kom heim snemma á árinu 1974. Upphaflega datt mér ekki í hug að fara með handritið til útgefanda, — gerði þetta meira að gamni mfnu. Ég sýndi frænku minni, Grétu Sigfús- dóttur. rithöfundi, handritið, og henni fannst ástæða til þess að athuga hvort ekki væri hægt að fá hana gefna út. Grund- völlur sögunnar voru þau áhrif, sem ég varð fyrir þegar ég var í Bandarfkjunum, — þar er allt svo frábrugðið því sem við eig- um að venjast hér. Ég var fjóra mánuði í New York og ætlaði þaðan til Washington með Greyhound- áætlunarbifreið. Svo missti ég af rútunni, en sá þá aðra sem var að leggja af stað til Montreal í Kanada, svo ég venti bara mínu kvæði f kross og fór þangað í staðinn. Þar var ég svo í tvo mánuði og kynntist þar bandarískum blaðamanni, sem skrifaði um sakamál í Montreal Star. Ég héf alltaf haft áhuga á slíkum málum og fór af forvitni til að hlusta á yfirheyrslur í morðmáli. Þetta varð til þess að við kynntumst. Hann kom með mér heim til Islands og hefur verið hér síðan við ýmis störf, og vinnur á eyrinni uppi á Skaga eins og er. — Er Jenný, aðalpersónan í sögunni, þú sjálf? — Nei, alls ekki. Ég hef ekki trú á því að maður geti tekið sjálfan sig og gert að aðalper- sónu í skáldsögu. Maður sér sjálfan sig í svo mismunandi ljósi, að það yrði aldrei heil brú í slíku, en ég held að maður geri sér betur grein fyrir per- sónuleika þeirra, sem maður kynnist. Jenný er áreiðanlega mjög ólík mér. Hún er veik- geðja, mjög venjuleg stúlka, sem verður ekkja á unga aldri og það verður til þess að hún verður að standa á eigin fótum. Fram að þvi hefur hún ekki gert neitt af sjálfsdáðum, en byggt allt á öðrum. Hún hefur aldrei gert neitt, sem máli skiptir eða reynt að verða neitt. Sagan fjallar svo um viðbrögð hennar við þessum nýju að- stæðum og því sem drífur á daga hennar. Annars held ég, að allar persónurnar hafi eitt- hvað frá fólki, sem ég hef hitt og kynnzt. — Flytur bókin boðskap? — Það, sem mig langar til að varpa ljósi á eru þessi óhugnan- legu tengsl, sem mér finnast vera orðin svo ríkjandi manna á meðal. Tilfinningar og viðbrögð eru orðin svo ólfk því sem var hér áður fyrr og það þarf eitt- Ljósmynd Sv. Þormf Jóhanna Þráinsdóttir. hvað ofboðslegt að gerast til þess að það snerti fólk. Þetta er að vísu ekki orðið mjög áberandi hér á landi enn sem komið er, en ég er hrædd um að það sé að færast i sömu átt og er í New York og öðrum stórborg- uin. Það er þetta sambandsleysi og skeytingarleysi sem mér finnst ógnvekjandi. Ég held, að fjölmiðlar eigi mikinn þátt f þessu. Ef við tökum til dæmis þessa „sex-öldu“, sem hefur verið að ganga yfir þá sjáum við að þar er eitthvað gjörsam- lega ómanneskjulegt á ferðinni. — segir Jóhanna Þráins- dóttir Það er búið að slfta kynferðislíf úr tengslum við tilfinningalífið og það gerir fólk áreiðanlega ekki hamingjusamara. — Ertu með aðra bók í smíðum? — Mig langar til að skrifa aðra bók. Til að fá næði til að gera það réðst ég sem kennari f ensku og dönsku við Iðn- skólann á Akranesi i vetur. Ennþá hefur ekki orðið mikið úr áformunum vegna þess að það hefur verið svo mikið að gera i skólanum, en þetta lagast vonandi eftir áramót. Ég hef ekki trú á því að hægt sé að helga sig ritstörfum eingöngu, ef vel á að fara. Ég held nefni- lega aðforsenda þess að hægt sé að skrifa trúverðuga skáldsögu sé sú að vera virkur þátt- takandi í atvinnulífinu. Þar er fólkið sem hlýtur að verða efni- viður skáldsögunnar. Það er ekki hægt að sitja heima hjá sér og ímynda sér allt saman, sagði Jóhanna Þráinsdóttir að lokum. - A.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.