Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1975 5 Málverkasýning á sjúkrahúsi Akureyri, 15. desember — STARFSMANNARÁÐ Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri hefur gengizt fyrir málverkasýn- ingu á göngum, dagstofum og borðstofum sjúkrahússins og mun hún standa um mánaðartíma, til miðs janúar. Þarna eru til sýnis 40 myndir eftir 9 akureyska lista- menn, en þeir eru: Aðalsteinn Vestmann, Gísli Guðmann, Guð- mundur Armann, Hallmundur Kristmundsson, Öli G. Jóhanns- son, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Valgarður Stefánsson, Þorgeir Pálsson og örn Ingi. Sýningu þessari er ætlað að lífga daglegt líf sjúklinga og ann- arra vistmanna sjúkrahússins og gleðja augu þeirra, svo og þess hóps, sem kemur í heimsókn. Starfsmannaráðið er skipað 7 mönnum, sem kosnir eru af starfsfólkinu öllu. Formaður er Gunnhildur Bragadóttir, sjúkra- liði. — Sv.P. Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu við frágang greinar Halldórs Blöndals í þriðjudagsblaðinu, að hluti máis- greínar féll niður og brenglaðist við það merking málsgreinarinn- ar. Rétt er málsgreinin svona: „Það var þetta, sem hékk á spýt- unni og mátti sannarlega vænta annars af fulltrúa Alþýðuflokks- ins, Frey Ófeigssyni, en að hann yrði forgöngumaður slíkra skoð- ana i bæjarstjórn Akureyrar." Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökum þessum. Borað eftir heitu vatni við Urriðavatn Egilsstöðum, 16. des. VIÐ Urriðavatn fer um þessar mundir fram borun vegna leitar að heitu vatni. Á sunnudaginn fórum við fréttaritarar og hittum bormenn að máli. Borinn var þá kominn á 960 metra dýpi og hit- inn orðinn milli 50 og 60 stig. Hins vegar er ennþá óséð hversu mikið vatn næst þarna. Orku- stofnun á borinn sem notaður er, en hann er nokkuð stór og getur borað niður á rúmlega þúsund metradýpi. _ Steinþór. Rýr atvinna vegna hrá- efnisskorts Ólafsvík, 15. desember — GÆFTIR hafa verið mjög stirðar að undanförnu, en afli mjög rýr, þegar gefið hefur. A það jafnt við veiðar á línu og í net. Er svo komið að flestir bátar hafa nú hætt róðrum og reyndar margir fyrir allnokkru. Fiskvinna hefur því verið með allra rýrasta móti. Vegna hráefnisskorts hrað- frystihússins hefur það neyðst til þess að segja upp ráðningarsamn- ingum við verkafólk. Er nokkur uggur í mönnum varðandi at- vinnu fram að þeim tíma að vertíð hefst að fullu. Þurfa róðrar að hefjast fljótt eftir áramót og afli að verða meiri en nú, ef ekki á að verða vandræðaástand hjá fólki og fyrirtækjum. — Helgi. Hlaða skemmdist í ofsaroki Siglufirði, 15. desember — MIKIÐ rok.var hér um helgina og á Sauðanesi fauk þak af hlöðu og urðu miklar skemmdir. Þar voru um tíma 12 vindstig og gliðnaði hlaðan öll meira eða minna. — m.j. Aldrei vöruúrval Nýjar sendingar daglega fram að jólum TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.