Morgunblaðið - 10.02.1976, Side 29

Morgunblaðið - 10.02.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1976 29 félk í fréttum + Fljótt á litið virðist nú lítill vafi leika á þvf, hvoru kyninu hún heyrir til, skiðakonan til hægn a myndinni. En þeir láta sér ekki duga minna en vísindalega sönnun f þeim efnum á Olympíuleikunum. Allar konur meðal keppenda verða að gangast undir kynprófun, svo að alit sé á hreinu. + Lukkutröll fagna olvmpfueldinum: Lukkutröll 12. vetrar- olympíuleikanna, sem settir voru f Innsbruck 4. febrúar, voru f broddi fylkingar, er fjölmenn skrúðganga marseraði f áttina til Bergisel-leikvangsins, þar sem fagnað var komu blvsberans með olympfueldinn. ^ _ /*~W • i tafli BO BB & BO ÞETTA ER EÍNUM 0F r LANGT GENGIÐ BÖ'1 0 o (<La TAmSTÖNGLAR ERU NOTAÐÍÍÍ EFT)R*SVÍKJA51EÍK EN EKKI UPPHÍTAÐ 5ÚP0G0TL FRÁ ’l GÆR t ws_ o 3D3-IO-T-S ^iGMOMD ■ + Brunhilde Heyman’s gerði sér það til dundurs f tómstund- um að skrifa einmana þýskum hermönnum vftt og breitt um Þýzkaland. Margir þeirra urðu yfir sig ástfangnir af stúlk- unni og a.m.k. 17 þeirra sendu henni peninga, svo að hún gæti heimsótt þá. Brunhilde færðist undan og afsakaði sig með þvf að hún þyrfti að annast veika systur sfna heima f Bremen, en peningunum hélt hún eftir. En að þvf kom að hún fékk heimsókn nokkurra af bréfa- vinunum, sem þá komust að þvf sér til sárrar hrellingar, að þeirra heittelskaða var tfu ára göoiul telpuhnáta og mynd- irnar sem hún hafði sent þeim og öðrmn bréfavinum sfnum meðal hermannanna voru af eldri systur hennar. Er upp komst um tiltæki stúlkunnar hafði faðir hennar snarlega endaskipti á dóttur sinni og rassskellti hana á beran boss- ann f viðurvist illa svikinna vonbiðla hennar. T.r ***..* .-W*> *, eftir Jón Þ. Þór Svæðismótið á Hótel Esju og svæðismótið í Bulgaríu, þar sem Guðmundur Sigurjónsson er meðal Þátttakenda hafa vakið mikla athygli hér á landi. Um þessar mundir eru svæðis- mót tefld víða um heim og hafa því allmargir skákmeistarar tryggt sér réttindi til þátttöku í millisvæðamóti nú þegar. Þeg- ar þetta'er ritað er ekki enn séð fyrir endann á mótunum hér og í Búlgariu, en þessir menn hafa þegar unnið þátttökurétt í millisvæðamóti: Frá Sovétríkj- unum: Savon, Beljavsky, Zeskovsky og Gulko. Frá Bandarikjunum: Brown og Rogoff, frá V. — Asíu Harandi (Iran), frá svæði nr. 2 í Evrópu Sosonko (Holland) og Diaz del Corrall (Spánn). I síðasttalda mótinu voru þátttakendur að- eins átta, þar sem Austur — Evrópumennirnir hættu við þátttöku, vildu með þvi mót- mæla pólitízku óréttlæti Francos. Hvað athafnir Francos koma FIDE við get ég þó ekki skilið, en FIDE heldur svæða- mótið, en ekki einstök skáksam- bönd. Þá er keppni nýlokið á svæði nr. 7, sem er Mið — Ameríka. Þar var fyrirkomulag með nokkuð öðru sniði en ann- ars staðar. Þátttökulöndin fengu að senda keppendur í hlutfalli við meðlimafjölda skáksambanda sinna. Tekið var fram, að minnstu löndin mættu senda einn þátttakanda, þótt skáksamböndin væru mjög fá- menn. Þau lönd, sem áttu þátt- tökurétt á svæðamótinu voru 17, en keppendur urðu 26, þar af 4 frá Kúpu, en i skáksam- bandi Kúpu eru meðlimir 310.000. Keppnin fór fram í Santo Domingo í Dóminíkanska lýðveldinu og var keppendum skipt í tvo 13 manna riðla og komst sigurvegarinn úr hvor- um riðli áfram í millisvæðamót. Sigurvegarar urðu þeir O. Campos frá Kólumbíu og J. Diaz frá Kúbu og bætast þeir þannig við áðurtalda menn. Auk þessara eiga svo eftirtald- ir stórmeistararrétt til þátttöku í millisvæðamóti án þess að tefla í svæðamótum: Spassky, Petrosjan, Polugajevsky, Byrne, Mecking, Larsen, Húbn- er, Hort, Tal og Portisch. Fyrirkomulag svæðamötanna verður að teljast afar hæpið. Þeim er auðvitað ætlað að gefa mönnum úr öllum heimsalfum tækifæri og er það ekki nema gott. Gallinn er sá, að með þessu kerfi er meira tillit tekið til íbúafjölda svæðanna en skákstyrkleika. Af þessu leiðir að frá svæði 7 koma tveir titil- lausir menn, sem hafa enga möguleika á að komast úr milli- svæðamóti. Frá svæði nr. 1, sem teflt er hér í Reykjavík, hljóta hins vegar a.m.k. fjórir stór- meistarar, sem allir hefðu góða möguleika í millisvæðamóti, að falla út. Þetta getur ekki gengið lengur, einhverju verður að breyta. Um langan aldur guldu Rússar þess að þeir voru beztir, nú gjalda aðrir búsetu sinnar. Lítum nú eina skák frá svæðamóti nr. 7. Taflmennsk- una geta menn svo borið saman við skákir frá svæðamótum i Evrópu. Ilvftt: O. Cstro (Kólumbfa) Svart: Campos (Mexíkó) Frönsk vörn 1. e4 — e6, 2. d3 — d5, 3. Rd2 — Rf6, 4. Rgf3 — Be7, 5. g3 — O—O, 6. Bg2 — c5, 7. 0—0 — Rc6, 8. e5 — Rd7, 9. Hel — b5, 10. Rfl — a5, 11. h4 — b4, 12. Bf4 — Ba6, 13. Re3 — a4, 14. a3 — bxa3, 15. bxa3 — Rd4, 16. Hbl — Hc8, 17. c4 — Rb6, 18. cxd5 — Rxd5, 19. Rxd5 — exd5, 20. Rxd4 — cxd4, 21. e6 — fxe6, 22. Hxe6 — Hf6, 23. He5 — Bxa3, 24. Dxa4 — Bd6, 25. Hxd5 — Df8, 26. Dxa og svartur gaf. Alúðarfyllstu þakkir sendi ég öllum þeim, sem á margvíslegan hátt heiðruðu mig á áttræðis- afmæ/i mínu 29. jan. s/. Innileg kveðja til ykkar allra. Úlfar Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.