Morgunblaðið - 30.03.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.03.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. Slippsbryggjan f Kcflavtk. Ungmcnnin segja f framburði sinum að þaðan hafi verið iagt upp í hina örlagarfku bátsferð, þar sem þau segja að Geirfinnur hafi látið lffið af mannavöldum. númeri og svaraði lýsing hans til leirmyndarinnar og klæðn- aðurinn var sá sami og manns- ins, sem kom í Hafnarbúðina. Laugardaginn 7. desember var enn auglýst eftir tveimur mönnum vegna málsins. I fyrsta lagi var um að ræða mann, sem kom f Hafnarbúðina kl. 18.30 daginn, sem Geirfinn- ur hvarf, og fékk að hringja. Var hann á ljósum Mercedes Benz sendibíl. I öðru lagi var auglýst eftir manni um tvitugt sem hafði farið úr landi daginn eftir að Geirfinnur hvarf, undir fölsku nafni. Kvaðst hann heita Jón Guðmundsson, Ketilsbraut 20, Húsavik, þegar hann keypti farmiða til Kaupmannahafnar hjá Utsýn i Reykjavík. Reynd- ist nafn og heimilisfang falsað, og aðrar upplýsingar sem hann gaf, reyndust rangar. Þeir komu á slaginu sex Hvarf Guðmundar Einarssonar leiddi til nýrrar rannsóknar á máli Geirfinns GEIRFINNSMÁLIÐ er nú mjög í sviðsljósinu eftir biaðamannafund rannsóknarlögreglunnar s.l. föstu- dag, þar sem rækilega var skýrt frá framburði þriggja ungmenna um afdrif Geirfinns Einarssonar, en fram- burður þeirra leiddi til þess að fjórir menn voru hnepptir í gæzluvarðhald, grunaðir um að vera valdir að hvarfi Geirfinns. Fullyrða má, að fá mál hafi vakið jafn almenna athygli og Geirfinnsmálið. Hér á eftir verður gangur málsins stuttlega rakinn, fyrri rann- sókn málsins, sem ekki bar árangur, og sfðan hvað gerst hefur eftir að rannsókn Geirfinnsmálsins hófst að nýju þegar upplýsingarnar lágu fyrir frá fyrr- nefndum ungmennum. Rannsóknin beindist fyrst að því að kanria ævi Geirfinns og allt það, sem honum við kom, svo og kanna hvað gerðist dag- inn, sem hann hvarf. I því sam- bandi voru mjög margir yfir- heyrðir, fjölskyldumeðiimir, vinir, vinnufélagar, afgreiðslu- stúlkurnar f Hafnarbúðinni og fl. og fl. Samkvæmt framburði vinnufélaga Geirfinns ætluðu þeir saman í bió þetta umrædda kvöld. Geirfinnur var einn heima hjá sér milli kl. 18 og 20, og á þessu tímabili er talið, að hann hafi fengið símhringingu, sem breytti þessum áformum, því þegar vinnufélaginn kemur ki. 21, segist Geirfinnur ekki hafa tök á því að fara i bióið því hann eigi stefnumót við óþekkt- an aðila i Hafnarbúðinni kl. 22. Kvaðst hann ekki vita hver það væri, aðeins það, að hann ætti að koma einn og fótgangandi. Hafði hann á orði að þetta væri eitthvað dularfullt mál og kannski væri vissara að fara vopnaður á stefnumótið. Ók vinnufélagi Geirfinns honum á stefnumótið. Hann hitti engan í þeirri ferð og sneri heim kl. 22,15 og er nýkominn heim þegar hann fær hringingu og segir. „Ég er búinn að koma" og stuttu síðar „ég kem“ og heldur til stefnumótsins á ný, nú á sinum eigin bil. Siðan hefur ekkert til hans spurzt. LEIRMYNDIN Um sama leyti og Geirfinnur fær hringinguna kemur karl- maður inn í Hafnarbúðina, gengur stutta stund um gólf en fær svo að hringja. Ef þessi maður hefur hringt i Geirfinn eins og talið er, hefur hann þekkt símanúmerið, þvi nafn Geirfinns var ekki að finna í simaskrá. Lögreglan fékk strax augastað á þessum manni og auglýstu eftir honum i fjölmiðl- um. Ekki bar það árangur og var þá gerð af honum mynd að fyrirsögn sjónarvotta og siðan leirmynd, sem birt var í fjöl- miðlum þriðjudaginn 26. nóvember, viku eftir hvarf Geirfinns. Jafnframt var gefin út lýsing á manni þessum. Hann var sagður rúmlega meðalmaður á hæð, ljós yfir- litum með skollitað hár, sem náði niður fyrir eyru. Hann var klæddur Ijósbrúnum leður- eða leðurlikisjakka, nokkuð síðum, með lausu belti og var í ljósum tveedbuxum. Talið var, að hann væri um þrítugt. Strax og leir- myndin hafði verið birt i fjöl- miðlum, fóru upplýsingar að berast lögreglustöðvum víða um land, flestar til lögreglu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu. Upphringingarnar urðu hátt á annað hundrað og um 70 nöfn voru nefnd. Þrátt fyrir allar þessar ábendingar fannst ekki maður sá, sem leirmyndin var mótuð af. Sum nöfn voru nefnd af mörgum aðilum, sem samband höfðu við lögregluna, m.a. nafn eins manns, sem nú situr í gæzluvarðhaldi vegna Geir- finnsmálsins. Ef framburður ungmennanna stenzt er úti- lokað að sá maður hafi hringt úr Hafnarbúðinni, því ung- mennin segja að umræddur maður hafi ekið þeim frá Klúbbnum til Keflavíkur kvöldið, sem Geirfinnur hvarf, og hafi hann farið rakleitt niður að slippnum þar 1 bæ. Afgreiðslustúlkurnar tvær í Hafnarbúðinni voru látnar líta á mennina, sem sitja inni vegna málsins. önnur þeirra taldi sig f fyrstu þekkja einn mannanna, en dró það síðan til baka. Hefur því við nýja rannsókn Geir- finnsmálsins ekki tekizt að varpa ljósí á hinar dularfullu hrirrgingar á heimili Geirfinns, sem tengdar hafa verið Hafnar- búðinni, ekki ennþá a.m.k. LYST eftir MÖNNUM Víða var leitað upplýsinga m.a. upp við Sigöldu, þar sem Geirfinnur vann og austur á Héraði, þar sem hann dvaldi nokkur sumur. Miðvikudaginn 4. desember lét lögreglan auglýsa eftir tveimur mönnum vegna hvarfs Geirfinns. Annar þeirra hafði sézt á tali við Geirfinn í veit- ingahúsinu Klúbbnum sunnu- daginn áður en hann hvarf, en hinn hafði komið á smurstöð á Akureyri undir kvöld þann dag, sem myndin af leirstytt- unni var birt, þ.e. 26. nóv. Var sá maður á Flatbíl með G- Leirmyndin, sem mðtuð var af manni þeim, sem talið var að hringt hefði f Geirfinn úr Hafnarbúðinni. Enn f dag er ósannað hver maðurinn er. Siðar kom I Ijós, að um var að ræða mann nokkurn, sem hafði farið úr landi undir fölsku nafni, enda maðurinn I ólögleg- um erindum, þ.e. ætlaði að kaupa fíkniefni. Komst upp um athæfið, líklega fyrst og fremst vegna þess að maðurinn fór utan einmitt á þeim tíma er eftirgrennslan vegna Geirfinns- málsins stóð sem hæst. Enginn þeirra manna sem auglýst var eftir I sambandi við Geirfinnsmálið gáfu sig fram. Hins vegar bárust viðbótar- upplýsingar m.a. um mennina á Mercedes Benz bílnum og Fiat- bílnum. Samkvæmt þeim benti margt til þess að sá sem kom f Hafnarbúðina kl. 18.30 og sá sem kom í þessa sömu búð kl. 22.30 hafi verið einn og sami maðurinn. Hafi hann f fyrra skiptið hringt heim til Geir- finns, sem þá var einn heima, og boðað hann á stefnumótið og síðan hringt i Geirfinn eftir að hann var búinn að koma og boðað hann aftur. Kemur þá Fangelsið við Sfðumúla í Reykjavfk. Þar eru f gæzluvarðhaldi mennirnir fjðrir, sem grunaðir eru um að vera valdir að hvarfi Geirfinns og þar eru einnig þrfr banamenn Guðmundar Einarssonar, en tveir þeirra segjast hafa farið f bátsferðina margumtöluðu og orðið vitni að þvf þegar Geirfinni var banað. tvennt til greina, að mati ýmissa, að maðurinn hafi orðið seinn fyrir á stefnumótið kl. 22, eða þá að hann hafi viljað kanna hvort Geirfinnur færi nákvæmlega eftir þeim fyrir- mælum, sem honum voru gefin og hann var búinn að segja vinnufélaga sfnum frá, þ.e. að koma einn og fótgangandi til stefnumótsins. Þegar hann hafði verið búinn að ganga úr skugga um að Geirfinnur fór f einu og öllu eftir fyrir- mælunum, hafi hann boðað hann að nýju til stefnumóts i Hafnarbúðinni kl. 22.30. RANNSÖKN HEFST AÐ NYJU Fyrri rannsókn Geirfinns- málsins lauk formlega sumarið 1975, en þá hafði ekkert það komið fram við rannsóknina, sem leiddi til lausnar á málinu, þrátt fyrir umfangsmestu eftir- grennslan eftir nokkrum manni hérlendis. Það var svo í janúarmánuði s.l. að skriður komst á málið á ný, og var það í tengslum við annað óhugnanlegt mál, hvarf Guðmundar Einarssonar í jan- úar 1974. Kom það rækilega fram f frásögn Mbl. I laugar- dagsblaðinu frá fundi rann- sóknarlögreglunnar um Geir- finnsmálið hver var aðdragand- inn að því að Geirfinnsmálið komst á skrið á nýjan leik og er ekki ástæða til að endurtaka það. Þegar framburður hinna þriggja ungmenna lá fyrir voru þrír menn um og yfir þrftugt hnepptir f gæzluvarðhald. Fóru rannsóknarlögreglumenn heim til þeirra að morgni 26. janúar. Var bankað upp hjá þeim öllum þremur á slaginu kl. 6 um morguninn og farið með þá í fangelsið við Síðumúla, þar sem þeir hafa verið í haldi sfðan. Að kvöldi 10. febr. bættist fjórði maðurinn i gæzluvarð- hald vegna málsins, fimmtugur að aldri. Menn þessir hafa allir kært gæzluvarðhaldsúrskurði sina, en Hæstiréttur hefur vís- ar kærunum á bug. Mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í 45 daga gæzluvarðhald en sfðan f 30 daga gæzluvarðhald, þegar fyrri gæzluvarðhaldstíminn rann út. Þeir hafa verið yfir- heyrðir margsinnis og jafn- framt verið unnið að gagna- söfnun í málinu. 1 dag hefst svo dómsrannsókn f málinu. Eins og komið hefur fram, hefur rannsóknarlögreglan ekki vilj- að gefa upp viðbrögð mann- anna fjögurra við hinum alvar- lega vitnisburði ungmennanna, sem frá var greint á blaða- mannafundi rannsóknarlög- reglunnar. STÖRFELLD ________SKATTSVIK________ Tiltekið veitingahús hefur mjög borið á bóma í sambandi við rannsókn Geirfinnsmálsins, veitingahúsið Klúbburinn, og tveir forráðamenn þess sitja nú f gæzluvarðhaldi vegna málsins. 1 lok febrúarmán- aðar s.l. gaf rfkissaksókn- ari út ákæruskjal og höfðaði opinbert mál á hendur þessum mönnum fyrir marg- visleg lögbrot í sambandi við rekstur veitingahúsanna Klúbbsins og Glaumbæjar. Voru menn þessir ákærðir fyrir vanskil að upphæð samtals tæp- ar 38 millj. króna með því að brjóta lög um söluskatt, tekju- skatt, eignarskatt og bókhaid. Er málið til meðferðar hjá Sakadómi Reykjavíkur og er þess krafizt af hálfu ákæru- valdsins, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, sviptir leyfum til vínveitinga og veit- ingasölu og til greiðslu alls sak- arkosnaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.