Morgunblaðið - 30.03.1976, Page 30

Morgunblaðið - 30.03.1976, Page 30
38 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. Ný sókn IRA á Englandi? London, 29. marz. Reuter. FLEIRI sprengjur, sem ætlað er að trufla daglegt líf í London og öðrum borgum Englands, munu springa á næstunni, að því er heimildir meðal skæru- liða írska lýðveldishersins hermdu í dag. Samkvæmt heimildum þessum mun þessi sprengjuherferð sennilega verða fremur „hófsöm“ og einkum miðast við eyðileggingu eigna, en Lundúnabúar eru enn að jafna sig eftir síðasta sprengju- áfallið í Olympíusýn- ingarmiðstöðinni s.l. laugardag, þar sem 85 manns særðust. Hermdar- verkin hafa nýlega beinzt frá súrstaklega völdurn skotmörkum á borð við dýrustu veitingastaðina og hermannakrár að tillits- lausum árásum á mann- marga samkomustaði alls aimennings, — eins og sýn- ingarmiðstöðina og neðan- jarðarbrautirnar. Blöð hafa bollalagt i þessu sam- bandi að hermdarverkamenn eigi í alvarlegum erfiðleíkum vegna ásóknar og fangeisana lögregl- unnar og hefðu þess vegna gripið til enn örvæntingarfyllri aðgerða. En yfirmaður þeirrar deildar Scotland Yard sem berst gegn hermdarverkastarfsemi sagði í dag að fráleitt væri að búið væri að knésetja hermdarverkastarf- semi IRA á Englandi, þótt lögregl- unni hefði gengið vel að undan- förnu við handtökur á allnokkr- um meintum félögum IRA. Áreiðanlegar heimildir sem standa nærri IRA í Dublin segja að hermdarverkakerfi IRA hafi ekki orðið fyrir alvarlegu áfalli og þeir sem handteknir hefðu verið væru aðeins „stuðningsmenn" og „aðstoðarmenn" hermdarverka- mannanna, en örfáir virkir fé- lagar i IRA væru þarna á meðal. AP-mynd. ISINN OG KARTÖFLURNAR — Þessir jakar eru á Vistula-ánni við Varsjá, höfuðborg Póllands, en sem kunnugt er munu mikil frost þar um slóðir hafa valdið því að íslendingar búa við kartöfluskort. Minni ásókn innan banda- rísku 200 mílna markanna ERLENT WashinRton 29. marz—AP BANDARlKJASTJÖRN sagði í gær að ásókn erlendra fiskiskipa innan 200 mílna frá Atlantshafs- strönd Bandarfkjanna hefði auk- izt f febrúarmánuði en væri samt enn minni en á sama tfma f fyrra. Embættismenn í fiskveði- deild viðskiptaráðuneytisins túlk- uðu tölur um ásóknina sem merki þess að aðrar fiskveiðiþjöðir kunni að vera að draga saman fiskveiðar sfnar á þessu svæði vegna væntanlegrar útfærslu bandarfsku fiskveiðilögsögunnar f 200 mflur, en Bandarfkjaþing er nú í þann veginn að samþykkja ný lög sem gera ráð fyrir slfkri útfærslu 1. marz á næsta ári. Öld- ungadeildin á að taka frumvarpið til meðferðar f dag. Þá berjast Bandarfkin einnig fyrir alþjóð- legum sáttmála um 200 mflna efnahagslögsögu. I skýrslu viðskiptaráðuneytis- ins kemur fram að 505 erlend fiskiskip hafi verið innan 200 mílnanna I febrúarmánuði, en birting slíkrar skýrslu er nýmæli f starfi ráðuneytisins. Talsmaður þess sagði að framvegis yrði birt mánaðarlega yfirlit yfir veiðar er- lendra fiskiskipa innan 200 mílna markanna. Sé þetta gert til að koma til móts við mikinn áhuga á málinu. Tölur í skýrslunni sýna að hin venjubundna aukna ásókn snemma árs á miðin við Atlants- hafsströndina er þegar byrjuð. 174 fiskiskip voru að veiðum und- an strönd Nýja-Englands og 117 voru undan miðbiki strandlengj- unnar. Skip þessi voru frá um 12 Iöndum, en mikill meirihluti allra skipanna var sovézkur eða 159. Kanadísk fiskiskip eru ekki með- talin „vegna hefðbundinnar sam- vinnu fiskimanna landanna tveggja". Japönsk skip voru 82 og spænsk 63, en aðrar þjóðir áttu færri skip. Undan Atlantshafs- ströndinni allri voru 294 skip að veiðum, samanborið við 266 í jan- úar og 334 I febrúar fyrir einu ári. LoninRrud 29. marz — Rcutcr SOVEZKUR fræðimaður, dr. Yuri Knorosov, 53 ára að aldri, sem starfar við safn eitt f Leningrad, hefur nú komið fram með lausn á einu mesta tungumálaleyndarmáli sög- unnar þar sem er þýðing á myndletri Mayanna í Mið- Amerfku. Þýðingin, sem komin er út hjá sovézku vfsindaaka- demfunni, er ávöxtur 25 ára starfs dr. Knorosovs, en mynd- mál Mayanna — Indfánaætt- bálks sem byggði háþróað menningarrfki f suðurhluta Mexfco, Guatemala og Honduras fyrir um 1500 árum — hefur valdið fræðimönnum miklum heilabrotum f meir en öld. Öll þekking um hvernig lesa bæri letur þetta glataðist er Spánverjar brutu landsvæði þetta undir sig á 16. öld og MAYA-MENNINGIN — EI Castillo-pframfdinn en efst á honum er Kukuleanmusterið. Kukulcan var guð vinds og regns. Þessar rústir May-menningarinnar eru f Chichén f Itzá f Yucután. Sovézkur fræðimaður hefur ráðið í myndletur May anna prestar Mayanna, sem virðast hafa verið eina stétt þjóðar- innar sem var læs, urðu fyrir ofsóknum og bækur þeirra eyðilagðar. En á 18. og 19. öld skutu upp kollinum i Evrópu þrjú handrit sem ekki urðu eld- um ofsækjendanna að bráð. Það voru þessi handrit sem vöktú áhuga dr. Knorosovs á aó reyna að ráða i myndletur May- anna. Knorosov vann út frá útgefn- um ljósprentunum þessara handrita, en upprunalegu handritin eru í söfnum í Dresden, París og Madrid. Fyrsta fræðirit sitt um efnið gaf hann út árið 1963, og kom það síðar út í Bandarikjunum á ensku. Þá tóku bandariskir og mexikanskir Mayafræðingar niðurstöðum hans með tor- tryggni, en síðan — eftir að hann fór að beita þeim við þýð- inguna — hefur þeim vaxið fylgi. Dr. Knorosov hefur aldrei til Mið-Ameríku komið, en hann lærði spænsku upp á eigin spýt- ur, svo og þá nútímaútgáfu af Maya-mállýzkunni sem töluð er á Yucatan-skaganum, þar sem hin forna menning átti sitt siðasta blómaskeið og hrun á níundu öldinni e.Kr., og önnur afbrigði hennar, sem til eru á Framhaid á bls. 39 Þessi fækkun er talin vera í sam- bandi við alþjóðlegt samkomulag sem gert var í fyrra um minnkun veiðanna vegna of mikillar ásókn- ar. Fiskiskip erlendra þjóða veiða venjulega á þessu svæði fyrri hluta árs en fara svo á önnur mið síðar. Ráðuneytið sagði að á öðr- um miðum hefðu veiðar verið til- tölulega litlar I síðasta mánuði. 196 skip voru undan strönd Alaska, —þar af 121 sovézkt og 70 japönsk, en I maí og júní tvöfald- ast þessi tala vegna laxveiðitíma- bilsins. r Italskir leyni- þjónustufor- ingjar hand- teknir Róm, 29. marz. AP. HERSHÖFÐINGI einn sem verið hefur yfirmaður einnar deildar í ítölsku leyniþjónustunni og kaf- teinn nokkur við þá deild voru í gær handteknir í sambandi við rannsókn á sprengingu sem hermdar- verkamenn gerðu í Mílanó árið 1969 og varð 16 manns að bana og særði 100 aðra, að því er heimildir innan lögreglunnar sögðu í dag. Mennirnir tveir eru Gianadelio Maletti, sem verið hefur yfirmaður svo- kallaðrar „B“-deildar leyniþjónustunnar frá árinu 1967 og Antonio La Drcna kafteinn. Tveir hóp- ar hafa verið ákærðir fyrir að bera ábyrgð á spreng- ingunni, — annars vegar anarkistar og hins vegar hægri sinnaðir öfgamenn. ítalska leyniþjónustan hef- ur orðið illa úti í hneykslis- máli áður, er Vito Miceli, æðsti yfirmaður hennar, var handtekinn árið 1974 vegna gruns um að hafa þaggað niður undirróður- starfsemi og byltingar- áform hægri manna. Engiim vandi að afla sér atómsprengju — segja bandarískir vísindamenn London, 29. marz. Reuter. KJARNORKUVOPN gætu f nán- ustu framtfð dreifzt til landa á borð við Lfbýu eða Uganda eða jafnvel til einstakra skæruiiða- flokka, að þvf er fimm bandarfsk- ir vfsindamenn sögðu f sjónvarpi f Bretlandi f gær. Einn þessara vfsindamanna, dr. George Rathjens, sem er prófessor f st jórnmálavfsindum við Massa- chusetts Institute of Technologi (M.I.T.) sagði að hann væri þeirr- ar skoðunar að kjarnorkustyrjöld væri lfkleg og sennilegast væri að hún yrði hafin af innilokuðum löndum eins og tsrael, Taiwan eða Suður-Afrfku. Vísindamennirnir fimm, sem allir hafa starfað að kjarnorku- málum fyrir Bandaríkjastjórn, töldu að kjarnorkuvopnatæknin gæti dreifzt vegna sölu á kjarn- orkuverum og plútóníumfram- leiðslu þeirra til landa þriðja heimsins. Dr. Rathjens sagði: „Það er hryllilegur möguleiki að rfkisleiðtogar sem eru jafn óút- reiknanlegir og Gaddafi,.ofursti í Líbýu, og haldnir órökrænni Nefnd rann- sakí mútumál Washington, 29. marz. Reuter. FORD Bandarfkjaforseti hefur tilkynnt að hann muni setja á fót nefnd til að rannsaka mútustarf- semi bandariskra fyrirtækja er- lendis. „Við getum ekki þolað að fyrirtæki brjóti okkar eigin lög, og þessi fyrirtæki verða einnig að lúta þeim lögum sem gilda f þeim löndum sem þau eiga viðskipti við,“ sagði Ford í ræðu í gær. Hann gat ekki um með hvaða hætti nefndin myndi starfa en kvað formann hennar verða Elli- ott Richardson viðskiptaráðherra. árásarhneigð eins og Amin Ugandaforseti geti ógnað heim- inum með kjarnorkusprengjum.“ 1 sjónvarpsþættinum var lesin yfirlýsing frá dr. Bernard Feld, sem vann við kjarnorkusprengju- áætlanir Bandarikjanna f síðari heimsstyrjöldinni og er nú yfir- maður kjarnorkudeildar M.I.T., og sagði hann þar að innan næstu tíu ára myndu kjarnorkuver framleiða nægilegt magn af plútóníum til að framleiða 10.000 atómsprengjur á borð við þá sem varpað var á Nagasaki. Og ekkert yrði auðveldara fyrir einbeittan hóp manna en að verða sér út um Framhald á bls. 39 Flóá skinni London, 29. marz. Reuter. KATTAFLÆR herja nú á Breta. Þessum litlu skordýrum hefur fjölgað mjög á undan- förnum 25 árum og þau herja nú á milljónir brezkra heimila, að því er heilbrigðissérfræð- ingur einn, John Maunder, segir. Einkum eru það heimili auðugri fjölskyldna með sfn- um vel upphituðu herbergjum og teppalögðu gólfum sem eru gróðrarstía flónna og afleið- ingarnar eru ofnæmi af ýmsu tagi, sýkingar og sársaukafull- ur kláði fyrir íbúana. Katta- flóaduft er það eina sem dugir við þessari ásókn, segir John Maunder, en þvi verður að dreifa um allt hús. Ekki bara á heimilisköttinn. „Fyrir hverja fló á kettinum eru 100 annars staðar," segir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.