Morgunblaðið - 31.03.1976, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976
Miklar umræður um landhelgismál:
Ákvörðun Bandaríkjanna um
200 m auðlindalögsögu 1977
mikilvægasti stuðningurinn
Bandaríkin
athuga beiðni
okkar í alvöru
MIKLAR umræður urðu í sameinuðu þingi í gær í
tilefni átakanna á tslandsmiðum sl. föstudag. Þar komu
fram eftirfarandi efnisatriði:
0 — Að ákvörðun Bandaríkjanna um 200 mílna fisk-
veiðilandhelgi á næsta ári er mikilvægur stuðningur við
íslenzk sjónarmið í hafréttarmálum.
% — Að Bandaríkjamenn íhuga nú möguleika á því að
verða við tilmælum tslendinga um hraðskreitt gæzlu-
skip.
# — Að samningar við Breta eru útilokaðir, að dómi
ríkisstjórnarinnar, meðan á herskipafhlutun þeirra
stendur.
0 — Að íslenzkur þingmaður telur Breta nýta Færeyjar
til að auðvelda rányrkju sína á tslandsmiðum.
% — Að viss hættumerki um hefðbundin rétt eða
gjörðardóm eru til staðar á hafréttarráðstefnu S.Þ. — og
að hugsanleg tilfærsla ákvarðanatöku um fiskveiðimál
einstaka aðildarríkjum EBE til aðalstöðvanna í Brússel
skapar ný vandamál, tengd fiskveiðihagsmunum okkar
og afurðasölu.
Breytt afstaða
ríkisstjórnar?
Lúðvik Jósepsson (K) kvaddi
sér hljóðs utan dagskrár i sam-
einuðu þingi í gær vegna ásigl-
ingar brezkrar freigátu á lög-
gæzluskipið Baidur sl. föstudag.
Tuttugu ásigiingartilraunir, sem
leitt hafí til fjögurra árekstra,
sem og sú grófa hótun, er fælist i
því að manna byssur freigátn-
anna, hefðu fært landhelgisátök-
um við Breta á enn frekara hættu-
stig en fyrr, svo nú dygðu ekki
formleg mótmæli ein, heldur
þyrfti að gripa til meir afgerandi
mótaðgerða.
Þá taldi Lúðvík að Bretar nýttu
Færeyjar sem áningar- og
viðgerðarstað, til að stytta sér
siglingar og skapa sér rýmri tíma
við rányrkju á Isiandsmíðum.
Taldi Lúðvík að ræða þyrfti við
Færeyinga um þessar nytjar og fá
þá til að taka fyrir slík afnot.
Önnur atriði, sem Lúðvík lagði
áherzlu á, vóru þessi: 1) Efla
þyrfti gæzluna með 'tveimur til
þremur stórum togurum og hrað-
skreiðu leiguskipi erlendis frá, 2)
ráðaskiptiáhöfn á gæzluskipin, 3)
efla tekjur gæzlunnar með
innflutningstolli á brezkar vörur,
4) fá Færeyinga til að taka fyrir
alla þjónustu við brezk rányrkju-
skip, 5) auka á pólitískan þrýst-
ing með því að kalla heim sendi-
herra Islands hjá Nató. Ef það
dyggði ekki, þá að ioka varnar-
stöðvum Bandaríkjanna; og
ganga úr Atlantshafsbandalaginu
ef Bretar færu ekki með her-
skipin út úr landhelginni innan
takmarkaðs frests, sem þeím ætti
að gefa.
Þá spurðist Lúðvík fyrir um
eftirfarandi:
I fyrsta lagi hvort breytt væri
afstaða núverandi rikisstjórnar
til samnings við Breta, en ástæða
væri til að spyrja slíks í tiiefni af
leiðara í Morgunblaðinu í dag
(þ.e. gær). I öðru lagi, hvers
vegna alfriðað svæði út af Suð-
austurlandi, þar sem smáufsi
héldi sig, hefðí verið skert
nýverið; hvort slíkt hefði verið
gert að kröfu eða ósk V-
Þjóðverja?
Efnahagsbandalagið
og staðan á haf-
réttarráðstefnunni
Benedikt Gröndai (A) kvað
dúnalogn yfir landhelgisátökum i
brezkum fréttamiðlum og í að-
gerðum brezkra stjórnvalda, enda
hefðu þau öðrum hnöppum að
hneppa og um að þrasa heima
fyrir. Verra væri að sama dúna-
lognið ríkti í þessu máli hjá ís-
lenzku ríkisstjórninni, hvort sem
það stafaði af sams konar heima-
vanda og hjá Bretum eða öðru.
Rétt væri að glöggva sig á þeim
breytingum á stöðu landhelgis-
málsins, sem gætu verið að gerast
á afgerandi stöðum. Fregnir af
þróun mála á hafréttarráðstefn-
unni væru ekki uppörvandi, þar
sem svo virtist, að Islendingar
stæðu höllum fæti og undir ámæl-
um, og skilyrðisbundin ákvæði
fyrir 200 mílum ættu formæl-
endur. Horfur væru og á því að
Efnahagsbandalagið væri að
draga til sín vald f iandhelgismál-
veiðilögsögu. Yrði breyting á í þvi
efni hlyti afstaða okkar til samn-
inga að byggjast á þeim fiski-
fræðilegu staðreyndum og hags-
munaatriðum, sem fyrir lægju.
Forsætisráðherra gat þess að
könnun færi nú fram á útvegun
hraðskreiðs leiguskips. Ákvörðun
ættu að máli, yrði málstað okkar
til framdráttar.
Varðandi ummæli Lúðvíks um
Færeyjar yrði að undirstrika, að
ákvörðun i þessum efnum gætu
Færeyingar einir tekið sem sjálf-
stæð þjóð að þessu leyti, og af
eigin hvötum. Þeir hefðu áður
Ólafur Jóhannesson, dómsmáia-
ráðherra, þakkaði þann einhuga
stuðning við eflingu landhelgis-
gæzlunnar, sem þessar umræður
leiddu í ljós. Hann rakti þróun
landhelgisflota okkar á síðustu
árum; byggingu Týs, gagngerðar
endurbætur á Þór, tilkomu
Baldurs í gæzluflotann og ákvörð-
un um að bæta við systurskipi
hans nú, ákvörðun um kaup nýrr-
ar gæzluflugvélar, ákvörðun um
ráðningu viðbótarstarfsliðs til af-
leysinga, og viðleitni stjórnvalda
til að útvega hraðskeitt leiguskip,
m.a. með utanför tveggja skip-
herra, sem því miður hefði þó
ekki leitt til jákvæðrar niður-
stöðu, að því er sér virtist, en
skýrsla skipherranna væri þó
ókomin í sínar hendur.
Ölafur gat þess að ftr. Alþýðu-
bandalagsins í landhelgisnefnd
hefði fyrst í janúar sl. flutt tillögu
um togara til landhelgisgæzlu, en
hann myndi enga tillögugerð frá
Alþýðufiokknum um það efni.
Auk Baldurs, sem hefði reynzt
vel, yrði í dag gerður samningur
um leigu annars togara til gæzl-
unnar, sem gæti haldið á miðin
með svo til engum fyrirvara. Hins
vegar væri þess að geta, að mót-
mæli hefðu borizt frá iandverka-
fólki yfir því að togarar væru
teknir frá hráefnisöflun til gæzlu-
starfa.
Þá gat ráðherra þess að sér
hefði borizt skeyti fró sendiherra
Geir Hallgrímsson
Ólafur Jóhannesson
Matthfas Bjarnason
Lúðvfk Jósepsson.
Engir samningar við Breta meðan
á herskipaíhlutun þeirra stendur
um og samningum þar að iútandi,
frá einstökum aðildarríkjum
sínum. Þetta veikti stöðu okkar
enn, þar sem þá myndu einvörð-
ungu hörð viðskiptasjónarmið
ráða ferð og ákvörðunum. Astæða.
væri til að hyggja að veiðihags-
munum okkar í Norðursjó og við
A-Grænland í þessu sambandi.
Ef mál þróuðust á hinn verri
veg, bæði á héimamiðum og út á
við, væri rik ástæða til að leita
svara við ýmsum spurningum hjá
„hinni þöglu" ríkisstjórn okkar.
Vökul og virk
ríkisstjórn
Geir Hallgrímsson, forsætisráð-
herra, sagði, að ekki væri látið
sitja við formleg og hörð mótmæli
vegna síendurtekinna ofbeldisað-
gerða Breta. Sífellt væri unnið að
kynningu málstaðar okkar á þeim
vettvangi, sem mál myndu að lok-
um þokast í rétta átt. Nefndi hann
þar til samþykktir Norðurlanda-
ráðs og utanríkisráðherrafundar
Norðurlanda, vökult kynningar-
starf meðal aðildarríkja Nato og
hjá þeim stofnunum Sameinuðu
þjóðanna, sem um hafréttarmál
fjölluðu.
Að gefnu tilefni vildi hann
árétta þá stjórnarstefnu, að samn-
ingar við Breta kæmu ekki til
greina meðan þeir héldu herskip-
um sínum innan íslenzkrar fisk-
hefði verið tekin um leigu tveggja
viðbótar togara; annar færi tii
löggæzlustarfa en hinn til fiski-
leitar og rannsókna. Ráðinn yrði
aukinn starfskraftur til gæzl-
unnar, m.a. til afleysinga. Nýtt
gæzluskip, Týr, hefði komið rétt
U\i
''^0*
AIÞinCI
fyrir útfærsluna, og gagngerð
endurbót hefði farið fram á Þór.
Akvörðun hefði verið tekin um
kaup á nýrri gæzluvél (Fokker)
og heimild gefin til leigu á hlið-
stæðri vél unz sú nýja kæmi.
Þá ræddi forsætisráðherra um
stöðu mála á hafréttarráðstefn-
unni og þá hættu, sem vera kynni
á hugsanlegum skilyrðisbundnum
ákvæðum fyrir 200 mílna alþjóða-
reglu. Landhelgisátökin væru
nýtt til að knýjafram slík ákvæði,
andstæð okkur, en sú staðreynd,
að við hefðum samið við allar
þjóðir aðrar en Breta, sem hlut
staðið myndarlega í stykkinu með
okkur og jafnan sýnt málstað
okkar samúð.
Svæðið úti af
Suðausturlandi
Matthfas Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, svaraði fyrirspurn
Lúðvíks vegna skerðingar á frið-
uðu svæði úti af Suðausturlandi.
Ákvörðun um friðun þessa svæðis
hefði verið tekin í framhaldi af
tilmælum togaraskipstjóra eystra
og umsögn Hafrannsóknastofn-
unar. Hafrannsóknastofnunin
hafi ekki talið þetta svæði nægi
lega kannað, en friðun þess þó
þjóna skynsamlegum tilgang
vegna ástands fiskistofna al
mennt. Svæði þetta væri enn
könnun, en nýleg sky ndirannsókn
hefði leitt í ljós, að þar væri lítið
um fisk, einkum um þorsk, en
nokkuð af ufsa á hluta þess. Þessi
skyndikönnun væri fyrst og
fremst forsenda þrengingar
svæðisins, þar sem skerðing þess
komi ekki við þorskstofninn, en
framhaldsákvarðanir yrðu að
sjálfsögðu byggðar á niðurstöðum
frekari kannana Ráðuneytið væri
staðráðið í að fylgja fast fram
nauðsynlegum aðgerðum til
friðunar veiðisvæða, þegar og þar
sem fiskifræðilegar athuganir
leiddu nauðsyn slíkra aðgerða í
ljós.
tslands ( Bandarikjunum, þess
efnis, að hann hefði verið kall-
aður á fund aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandarikjanna, þar sem
undirstrikað hefði verið, að
Bandarikin vildu athuga mögu-
leika á því að verða við tilmælum
Islendinga um hraðskreitt leigu-
skip.
Lyktir þessa máls lægju að vísu
ekki fyrir — en fordæmi um slíkt
væru fyrir hendi hjá þeim. Það
væri jafn eðlilegt að Island færi
þessa á leit við Bandaríkin, vegna
sérstæðs sambands þessara landa,
og það væri óeðlilegt að fara slíks
á leit víð nokkra aðra þjóð.
Ráðherra sagði framferði Breta
allt óverjandi, en allir gætu leitt
líkur að því, í ljósi framkomu
þeirra, og i ljósi sögunnar, hvern
veg þeir hefðu hagað sér, ef við
hefðum verið fyrir utan Atlants-
hafsbandalagið, og einskis þrýst-
ings þaðan gætt.
Sigur er ekki unninn, sagði
Ölafur, og hans kann að þurfa að
bíða enn um sinn, en hann er i
nánd. Þar um ræður, auk góðs
málstaðar, þróun hafréttarmála,
og ekki síður ákvörðun Banda-
ríkjaþings um útfærslu í 200
milur á næsta ári. Sú ákvörðun er
máske lykillausnin að þeim mark-
miðum, sem við höfum stefnt að
og mikilvægur stuðningur við
sjónarmið okkar í fiskveiðilög-
sögumálum.
Meðai annarra þingmanna sem
tóku til máls vóru Karvei Pálma-
son og Ragnar Arnalds.